Morgunblaðið - 13.09.1981, Side 2
Diðrik Ólafsson, fyrirliði Víkings:
2
Víkingur
„Áhorfendur geta skipt sköpum“
Diðrik Ólafsson, markvörðurinn snjalli bægir hættunni frá.
„Við eÍRum góða möguleika
hér heima gegn Bordeaux. jafn-
vel til sigurs. Áhorfendur geta
skipt sköpum á lciknum; það
virkar eins og vitaminsprauta ef
vel er stutt við bakið á okkur.
Stuðningsmenn Vikings hafa ver-
ið hreint út sagt stórkostlegir i
sumar og stutt dyggilega við
hakið á okkur. Það heíur verið
ómetanlegt,” sagði Diðrik Ólafs-
son, fyrirliði Víkings, í spjalli við
blaðamann.
Diðrik þarf vart að kynna fyrir
áhangendum Víkings. Hann hóf
að leika með meistaraflokki árið
1967 og síðan hefur hann staðið í
eldlínunni. Einn traustasti mark-
vörður 1. deildar. Hann man
tímana tvenna; kom inn í liðið
þegar Víkingur var í 2. deild,
erfiðleikaárin þegar Víkingur
rokkaði milli 1. og 2. deildar.
Síðustu árin hefur Víkingur stöð-
ugt verið að styrkjast og í sumar
hefur liðið lengst af leitt 1. deild.
Margra mál er að Diðrik hafi
aldrei verið betri. Hann varð fyrir
því óláni að meiða sig í leik gegn
Breiðabliki en lék að nýju í
markinu í Eyjum og Víkingur
vann sigur.
Diðrik er einn þriggja leik-
manna í Víkingsliðinu í dag, sem
lék Evrópuleikina gegn Legia frá
Varsjá 1972. Hinir voru Magnús
Þorvaldsson og Jóhannes Bárðar-
son.
„Við náðum mjög góðum leik
gegn Legia í Reykjavík en urðum
að sætta okkur við 0—2 tap. Það
rigndi hreint rosalega í Varsjá
þegar við lékum þar. Völlurinn var
eitt drullusvað og ég er þess
fullviss, að Baldur Jónsson hefði
aldrei leyft að leikið yrði við slíkar
aðstæður. Ég man að Pólverjarnir
voru með helmingi lengri takka en
við, enda ekki vanþörf á í drull-
unni. Þeir áttu því mun betur með
að fóta sig og unnu stórt, 9—0, og
þrátt fyrir mörkin níu sögðu menn
að ég hefði verið bezti maður
liðsins!
Leikirnir gegn Legia urðu til
þess að þjappa mönnum betur
saman. Það voru margir góðir
leikmenn í Víkingi á þessum
árum, Guðgeir Leifsson, Eiríkur
Þorsteinsson og Páll Björgvins-
son, Jón Ólafsson, Hafliði Péturs-
son, svo ég nefni aðeins nokkra.
Þrátt fyrir þetta gekk okkur
ákaflega erfiðlega að festa okkur í
sessi. Ég held fyrst og fremst
vegna þess, að menn hugsuðu bara
um að hanga í 1. deild; markið var
aldrei sett hærra.
Nú hins vegar stefna menn á
toppinn og árangurinn hefur ekki
látið á sér standa. Þátttaka í
Evrópukeppni er liður í að lyfta
Víkingi hærra. Þetta er mikil
reynsla fyrir ungu strákana,
þjappar mönnum saman. Þá er
ferðin til Sovétríkjanna ákaflega
spennandi; ég held að aldrei hafi
nokkurt íslenzkt lið undirbúið sig
jafn vel undir Evrópukeppni og
við gerum nú. Ég tel raunar, að
svona ferð væri kjörin fyrir lands-
liðið og leikmönnum gæfist kostur
á að kynnast hver öðrum betur og
ná betur saman á leikvellinum."
Nú er Víkingur orðinn íþrótta-
legt stórveldi en hvað um aðstöðu,
hefur hún breytzt mikið?
„Aðstaðan hefur gjörbreytzt til
batnaðar, við erum nú með þokka-
lega góðan grasvöll og vistlegt
félagsheimili. Ég tel að stjórnir
Víkings á undanförnum árum hafi
verið góðar og að nú höfum við
mjög góða stjórn. Þá höfum við
frábæran þjálfara, Youri Sedov.
Hann hefur oft sýnt það í sumar,
að hann kann sitt fag. Ég nefni
leikinn í Eyjum sem dæmi. Hann
lagði upp taktík, þar sem gert var
ráð fyrir að Jóhannes og Ómar
tækju þá Sigurlás og Kára úr
umferð og við spiluðum með þrjá
haffsenta. Þetta átti að gefa
bakvörðunum meira svigrúm til
að styðja við bakið á sókninni.
Allir leikmenn snerust öndverðir
gegn þessari taktík Youri og við
vildum breyta en hann sló í borðið
og sagði að svona skyldum við
leika. Það kom á daginn, að þetta
var hárrétt hjá Youri, taktíkin
heppnaðist fullkomlega og það
þrátt fyrir að við misstum Heimi
Karlsson útaf. Youri vann leikinn
taktískt og leikmenn fylgdu eftir
með góðri baráttu."
Ertu ánægður með frammistöðu
Víkings í sumar?
„Já, vegna þess að fyrst í vor
átti ég ekki von á að okkur tækist
að komast alla leið á toppinn. En
eftir að leikirnir fóru að spilast,
þá varð ég bjartsýnn á framhald-
ið. Þá sýndu einstakir leikmenn
miklar framfarir; ég nefni sér-
staklega Ómar Torfason, sem hef-
ur sýnt hreint undraverðar fram-
farir. Við náðum hinum góða
árangri í fyrri umferðinni á
sterkri liðsheild.
Hvað sjálfan mig varðar, þá var
ég ánægður með mína frammi-
stöðu þar til ég meiddist gegn
Breiðabliki. Ég átti jafngóða leiki,
datt aldrei niður á lágt plan. Síðan
varð ég fyrir því óláni að meiðast
og allt fór úrskeiðis. En með
samstöðu hefur okkur tekizt að
rétta hlut okkar á nýjan leik.
Ungu sttákarnir hafa sýnt stöð-
ugar framfarir og þeir hafa nú
íengið talsverða reynslu. Því held
ég að framtíðin sé björt fyrir
Víking og þátttaka í móti á borð
við UEFÁ-keppnina rennir stoð-
um undir það. Ég held að Vík-
ingsliðið eigi eftir að styrkjast
verulega og þá á ég við að liðið nái
jafnari leikjum. Að liðið detti ekki
niður á plan meðalmennskunnar
eins og hefur viljað brenna við.“
Að lokum Diðrik, hvenær
gekkstu í Víking?
„Það var nú ekki fyrr en í 4.
flokki. Ég byrjaði nefnilega í
Þrótti. Helgi Þorvaldsson bjó í
næsta nágrenni við mig og plataði
mig yfir í Þrótt. En ég fékk aldrei
að spila í marki, þótti svo lítill, og
auðvitað þýddi ekkert að setja
einhvern smápatta í markið.
Hann varð að ná upp undir slá. En
ég fór á mína fyrstu æfingu hjá
Víkingi í 4. flokki; fékk að vera í
marki og hef verið það síðan og
kunnað vel við mig. Áð vísu hefur
mig langað í fremstu víglínu
síðustu árin en ætli ég endi ekki
ferilinn í markinu."
Youri Sedov, þjálfari Vikings:
Víkingur getur sigrað Bordeaux
„AUÐVITAÐ er erfitt að segja til um möguleika Víkings gegn
Bordeaux en ég get sagt þér hvernig menn eru stemmdir;
strákarnir munu berjast af krafti, sjálfs sín vegna, vegna
áhorfenda og til að ná góðum úrslitum. Við vitum að i liði
Bordeaux eru heimsþekktir leikmenn en í knattspyrnu getur allt
gerst. Ef lukkan verður með okkur, þá getur Víkingur náð sigri,”
sagði Youri Sedov, hinn geðugi þjálfari Víkings.
Youri þarf vart að kynna fyrir
áhangendum Víkings. Hann er
sovéskur, tók við af landa sínum
Youri Ilitchev. Youri Sedov var
einn kunnasti leikmaður Sovét-
ríkjanna hér á árum áður og
hann hefur verið í fremstu röð
sovéskra þjálfara; þjálfað lið í 1.
deild auk þess að hafa þjálfað
sovéska landsliðið ásamt landa
sínum Simenon. Það var því
ljóst, að Víkingar fengu hæfan
þjálfara þegar Youri kom til
félagsins í fyrravor.
„Hver svo sem úrslitin verða,
þá er ljóst að ieikmenn Víkings
munu læra af leikjunum við
Bordeaux. Það er lærdómsríkt að
leika gegn sterkum liðum, sér-
staklega í móti sem UEFA-
keppninni. Leikmönnum gefst
kostur á að átta sig á sínum
sterku hliðum, hvað þeir geta og
jafnframt að sjá veikleika sína í
skýrara ljósi.
Þá er þátttaka í Evrópukeppni
mikilvæg til að lyfta Víking upp,
íþróttalega og félagslega. Skapa
þann grundvöll til að gera félag-
ið ennþá sterkara."
Ertu ánægður með frammi-
stöðu Víkings í sumar?
„Ég var ánægður með leik
liðsins í fyrri umferð mótsins,
það er 10 fyrstu leikjunum. I
síðari umferðinni hins vegar
höfum við tapað mörgum leikj-
um, fengið á okkur mörg mörk.
Ég hef orðið fyrir vonbrigðum
með varnarmenn okkar, svo og
markverði. En á það ber einnig
að líta, að liðin í 1. deild hafa öll
leikið betur í síðari umferðinni
en hinni fyrri."
Hvað um framtíðina?
„Ég vonast til að þjálfa Víking
næsta sumar og við verðum að
finna nýjar leiðir til að bæta
getu liðsins og leikmanna; lyfta
Víking upp á hærra plan
knattspyrnulega séð til hagsbóta
fyrir íslenzka knattspyrnu og
auðvitað Víking.
Ég vonast til að góðir leik-
menn gangi til liðs við okkur.
Við þörfnumst nokkurra sterkra
leikmanna; allir vilja fá góða
leikmenn til liðs við sig, hvort
heldur er á meginlandi Evrópu
eða Islandi og Víkingur er engin
undantekning.“
Hvað hefur þér fundizt um
íslenzka knattspyrnu í sumar?
„íslenzk knattspyrna hefur
tekið framförum í sumar. Valur
hefur að vísu hrapað getulega
séð miðað við í fyrra þegar
félagið varð íslandsmeistari. En
önnur lið hafa tekið framförum,
Breiðablik, Fram, Vestmanna-
eyjar, Akranes, KA og auðvitað
Víkingur. Þessi lið hafa á köflum
leikið skínandi vel. Virkilega góð
knattspyrna hefur verið á boð-
stólum í mörgum leikjum, hröð
og spennandi knattspyrna. Þessi
lið hafa lyft íslenzkri knatt-
spyrnu upp á hærra stig.“
Nú hefur þú lagt fyrir nokkurs
konar námsskrá fyrir þjálfun
yngri flokkanna og hefur þjálfað
2. flokk. Ertu ánægður með starf
þitt á þeim vettvangi?
„Já, ég er ánægður, þó árangur
hafi ef til vill ekki verið eins og
vonazt var til; en árangurinn á
eftir að skila sér. Ég er ánægður
með hve strákarnir í 2. flokki
hafa lagt sig fram. Úrslitin hafa
ekki verið til að hrópa húrra
fyrir en á það verður að líta, að
Youri Sedov, hinn sovéski þjálf-
ari Víkings.
við erum að breyta grundvallar-
atriðum. Strákarnir hafa öðlazt
betri skilning á leiknum, lögð
hefur verið áherzla á að gefa
knöttinn frá sér á réttu augna-
bliki, að verjast og taka upp
réttar stöður, og tækniæfingar
hafa skipað veglegan sess. Auð-
vitað verður hlutunum ekki gjör-
bylt á einu ári en strákarnir
hafa lagt hart að sér og ég á von
á því, að 2 til 3 þeirra verði í
meistaraflokkshópnum næsta
ár. Það eru nokkrir efnilegir
ieikmenn í 2. og 3. flokki og þeir
munu á næstu árum taka upp
merki Víkings.
Ég lagði fram æfingaáætlun í
vor og þjálfarar Víkings í yngri
flokkunum hafa fylgt mínum
hugmyndum í þjálfun sinni.
Árangurinn verður ekki metinn
af úrslitum og þó Víkingur hafi
nú átt aðeins einn flokk í
úrslitakeppni yngri flokkanna,
þá hef ég ekki áhyggjur af því;
ég er sannfærður um að árang-
urinn mun skila sér í fyllingu
tímans. Hitt er svo, að auðvitað
má gera betur og við verðum að
gera betur. Víkingar verða ávallt
að gera ýtrustu kröfur til sjálfs
sín og aldrei má slaka á.“
Nú er meðalaðsókn í sumar
mest á leikjum Víkings. Ertu
ánægður með stuðning áhang-
enda Víkings?
„Já, eins og þú sagðir þá hefur
Víkingur mestu aðsóknina í
sumar. Áhangendur Víkings
hafa stutt vel við bakið á strák-
unum. Ég er ákaflega ánægður
með þann stuðning og það sýnir,
að starf okkar er metið að
verðleikum."
Hvað um dvöl þína hér á
landi?
„Þetta hefur verið góður tími,
ég kann vel við íslendinga, þeir
eru heiðarlegir og áreiðanlegir
og þá kann ég vel við veðurfarið
hjá ykkur. Það á vel við mig,“
sagði Youri Sedov.
Evrópublad Víkings
Útgefandi: Umsjón: Hallur Hallsson,
Knattspyrnudeild Víkings Ágúst Ingi Jónsson, Sigtryggur Sigtryggsson.