Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 20
20 Víkingur VAHTA Útgerdar- og verkunar vörur Höfum fyrirliggjandi fiskumbuðir, veiðarfæri til línu-, neta- og togveiða. Loðnu-, rækju- og síldarflokkunarvélar. Fiskþvottavélar, slægingarvélar, sjálfvirkar bindi- vélar og fjölbreytt úrval tækja og áhalda til fiskverkunar. Erum innflytjendur á salti, striga, hjallaefni o.fl. Leitið nánari upplýsinga. Kynnist viðskiptunum af eigin raun. Þrotlaus kraftur HEILDSÖLUBIRGÐIR ÞYZK-ISLENZKA SlÐUMÚU 21 - BLINDRAVINNUSTOFAN HAMRAHLÍÐ 17 : REVKJAVÍK : SÍMAR: 38180 - 37670 „Ekkert annað lið kom til greina“ - segir Jón Pétur, fyrirliði 6. flokks „ÉG er ákaflega ánægður með Víking, enda kom ekkert annað lið til greina þegar ég gekk til liðs við félagið," sagði Jón Pétur Ziemsen, fyrirliði 6. flokks. „Okkur hefur gengið upp og ofan í sumar. Kom- umst í úrslit í fyrsta mótinu þó við töpuðum þeim leik en síðan fylgdi slæmur kafli. Sjálfsagt af því okkur vantaði okkar besta strák, sem var erlendis. En við erum staðráðnir í að herða okkur, ekki dugir að leggja árar í bát.“ Hvað æfið þið oft í viku? „Við höfum æft tvívegis í viku undir stjórn þjálfara okkar, Sigur- jóns Elíassonar. Hann hefur lagt áherzlu á tækniþjálfun og leikskipu- lag og æfingar hjá honum hafa verið mjög skemmtilegar." Ætlar þú að sjá Evrópuleikinn við Bordeaux? „Já, ég er staðráðinn í því. Ég hef séð nokkra leiki með Víking í sumar og ekki ætla ég að missa af Evrópuleiknum." 30 strákar æf a með 5. flokki „ÞAÐ hafa æft um 30 strákar með flokknum í sumar," sagði Björn Einarsson fyrirliði 5. flokks, er rætt var við hann. „Langflestir strákanna eru úr hverfinu hér í kring, Víkingshverf- inu, en nokkrir koma ofan úr Breiðholti," sagði Björn. „Það hefur verið æft misvel, sumir hafa æft mjög vel, þar af flestir úr A-liðinu. Þjálfarinn okkar er Sverrir Frið- þjófsson og erum við ánægðir með hann.“ A-liðinu hefur gengið misjafnlega í sumar. Liðið byrjaði illa og varð neðarlega í Reykjavíkurmótinu en í íslandsmótinu gekk betur og liðið hafnaði þar- í 4. sæti en 3. sætið hefði tryggt þátttökurétt í úrslita- keppni 5. flokks. B-liðið varð í 2.-3. sæti í Reykjavíkurmótinu. Björn fyrirliði Einarsson sagði að lokum að strákarnir í 5. flokki væru mjög áhugasamir um knattspynr- una og færu á alla meistaraflokk- sleiki Víkings sem þeir gætu. Þeir myndu ekki láta sig vanta á Evróp- uleikinn við Bordeaux. Markatalan hjá 4, flokki 67:7 4. ALDURSFLOKKUR Víkings var talsvert í sviðsljósinu í sumar vegna góðrar frammistöðu í riðlakeppni Islandsmótsins og mikillar mark- heppni miðherja liðsins, Stefáns Steinsen. „Okkur gekk mjög vel í riðla- keppni íslandsmótsins," sagði fyrir- liðinn Örnólfur Jónsson er rætt var við hann um árangur flokksins. „Við unnum alla okkar leiki og markatal- an var 67:7. Við gerðum okkur eðlilega nokkrar vonir um góðan árangur í úrslitakeppninni í Vest- mannaeyjum en því miður brugðust þær alveg. Við vorum langt frá okkar bezta og urðum í 7. sæti. Þetta urðu auðvitað mikil vonbrigði. Við höfum spurt okkur hvað hafi farið úrskeiðis en höfum ekki fundið neitt öruggt svar, við náðum bara ekki saman í þessari keppni." Sem fyrr segir skoraði Stefán Steinsen grimmt í íslandsmótinu. í allt skoraði hann 40 mörk í sumar, þar af 10 mörk þegar Víkingur vann Isafjörð með ótrúlegum yfirburðum vestur á ísafirði 18:0. Varð Stefán markakóngur Íslandsmótsins eins og nærri má geta. Að sögn Örnólfs hafa 15-18 strák- ar æft að jafnaði með flokknum í sumar en þeim hefur fjölgað núna í haust þegar strákar hafa verið að koma heim úr sveitinni. Heimir í baráttu við Inga Björn Heimir Karls- son í baráttu við Inga Björn Albertsson, þjálíara FH i leik i Hafnar- firði; Víkingar gerðu jafntefli 2—2 eftir að hafa verið 0—2 undir og auk þess var einum leikmanna Vik- ings vísað af velli en baráttu- vilji strákanna færði þeim dýrmætt stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.