Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 8
8 Víkingur Versl. RÉTTARHOLT Réttarholtsveg 1 Sími32818 Nýlendu- og kjötvörur Mjólk og brauð ★ Góð bílastœói ★ Opið á laugardögum ★ Kvöldsalan opin til 11.30 HVABGETUR SAFNLÁN VERZLUNARBANKANS GERT FYRIR MG? Ef þú notfærir þér Safnlánakerfi Verzlunarbankans öðlastu lánsrétt á upphæð sem er jafn há þeirri sem safnaðer. Þú ræður sparnaðarupphæðinni og - tímanumaðmikluleyti. Safnlánið getur riðið baggamuninn þegar fjárfesting stendur fyrir dyrum. Vantar þig t. d. nýjan bíl, hljómtæki eða húsmuni? Kannske ertu kominn með nóg til að fleyta ykkur öllum til Kanarí, eða til að Ijúka dýru námi. Safnlánið eetur gert góða hluti fvrir big. fái bað tækifæri. ÞU SAFNAR -Vlfl LANUM V6RZLUNRRBRNKINN Spyrjið um Safnlanið og fáið bækline í afgreiðslum bankans: BANKASTRÆTI 5, LAUGAVEGI 172, ARNARBAKKA 2, UMFERÐARMIÐSTÖÐ, GRENSÁSVEGI 13 og ^ /tffa/0/ VATNSNESVEGI 14, KEFL. Ptfi' mihE Einkaumboð a íslandi HOFFELL SF. Umboðs- og heildverzlun Ármúla 1 - Reykjavík - Slmar 83830. 82166 Magnús Þorvaldsson: „Miklu betur undirbúnir fyrir Evrópu- leik en 1972“ Það hefur oft verið sagt að íþróttamenn verði að byrja ungir að æfa ef þeir eigi að geta náð langt í íþrótt sinni. Magnús er vafalaust undantekningin sem sannar regluna, því hann byrjaði ekki að æfa knattspyrnu hjá Víking fyrr en í 3. flokki, þá 15 ára. Engu að síður náði hann þeim árangri að spila með íslenzka landsliðinu. — Ég var alltaf í sveit á sumrin og því gekk ég svo seint í Víking, segir Magnús. I sveitinni spilaði ég auðvitað fótbolta eins og aðrir strákar en það voru engar reglu- Iegar æfingar. Svo var það síðasta sumarið sem ég var í sveitinni að ég kom í bæinn þegar einn leikur var eftir í haustmóti 3. flokks B. Pabbi (Þorvaldur Magnússon leigubifreiðarstjóri) hafði sagt Edda (Eggert Jóhannessyni) að ég væri alveg rosalega góður. Það varð úr að ég spilaði þennan síðasta leik og spjaraði mig bara sæmilega. Þennan eina leik var ég miðvörður eða „haffsent" eins og það hét í gamla daga en síðan hef ég alltaf verið bakvörður. Pabbi MAGNÚS Þorvaldsson er leikreyndasti maður Vík- ingsliðsins. Hann hefur staðið í eldlínunni í meist- araflokki í 15 sumur, ekki áberandi leikmaður en skilar sínu og vel það í öllum leikjum. Magnúsi má treysta 100% og það er engin tilviljun að hann skuli taka við fyrirliða- stöðunni í forföllum Dið- riks markvarðar. Magnús hefur eins og hinir „gömlu“ mennirnir í lið- inu. Diðrik Ólafsson og Jóhannes Bárðarson, mun- að tímana tvenna hjá Vík- ing, í sumar hafa þeir verið í toppbaráttunni í 1. deild en það eru ekki nema tæp 15 ár síðan þeir þurftu að spila aukaleik við ísafjörð um fall niður í 3. deild. skipulegar. Núna verður maður að stunda æfingarnar eins vel og vinnuna og maður er skammaður ef maður missir úr æfingu. Og í þriðja lagi er stjórn knattspyrnu- deildarinnar miklu markvissari, stjórnarmenn leggja fram mikla vinnu og vilja allt fyrir okkur gera. Nú er Evrópuleikur framundan og þú einn þriggja leikmanna Víkings, sem tóku þátt í Evrópu- leikjunum gegn Legia árið 1972. Hvernig leggjast leikirnir við Bordeaux í þig? — Alveg ágætlega. Staðan í dag er allt önnur en hún var árið 1972. Þá vorum við í fallbaráttu í 1. deild og féllum'raunar niður í 2. deild um haustið. Núna erum við í réttum enda 1. deildar og liðið á allan hátt miklu betur undirbúið fyrir Evrópuleik. Og að lokum Magnús, hvað ætlarðu að æfa í mörg ár ennþá? — Það er ómögulegt að segja, kannski hætti ég í haust, kannski held ég áfram. Úrslitin í Is- landsmótinu kunna að hafa áhrif á ákvörðun mína, fyrir þetta sumar var ég búinn að vinna til Tveir traustir varnarmsnn, sam stadið hata í aldlínunni í 15 ér. Magnús Þorvaldsson (t.v) og Jóhannes Báröarson. var og er mikill KR-ingur og vildi helst að ég færi í það félag en hann varð strax mjög ánægður með Víking og hefur síðan verið mikill fylgjandi félagsins. Hvenær byrjaðir þú svo að leika í meistaraflokki? — Ég spilaði fyrst í meistara- flokki árið 1967 og hef verið með síðan. Fyrstu árin vorum við í 2. deild og einu sinni stóðum við svo tæpt í deildinni að við þurftum að spila aukaleik við ísafjörð um það hvort liðið félli í 3. deild. Ég man að við þurftum að fara til ísa- fjarðar og okkur dugði ekkert minna en sigur. Okkur tókst að vinna leikinn eftir mikla baráttu og margar flottar spyrnur, því fimm sinnum var boltanum spyrnt á haf út! Árið 1969 unnum við okkur svo upp í 1. deild og næstu árin vorum við hálfgert jojo-lið, vorum á flakki milli 1. og 2. deildar. Síðustu árin höfum við aftur á móti haldið sæti okkar í deildinni örugglega, oftast verið um miðja deild, í fyrra í 3. sæti og fyrst núna í sumar verið virkilega í baráttunni um íslandsmeistara- titilinn. Það hlýtur að hafa orðið mikil breyting á knattspyrnunni hjá Víking á þessum árum? — Jú, það er rétt, breytingin er alveg geysilega mikil. í fyrsta lagi höfum við núna miklu menntaðri þjálfara, sem hafa þjálfunina að aðalstarfi en ekki aukastarfi. í öðru lagi er æft miklu meira og allra verðlauna nema fyrir ís- landsmót. Konan mín er búin að tala um það í mörg ár að nú skuli ég fara að hætta þessu en alltaf hef ég haldið áfram. Ég ætla alla vega ekki að gefa neinar yfirlýs- ingar, þeir sem það hafa gert hafa flestir byrjað aftur, sumir 3—4 sinnum! En ég neita því ekki að þetta hefur verið erfitt, ekki sist vegna atvinnu minnar sem bakari. Ég þarf að vakna klukkan hálf fimm á morgnana og stundum klukkan þrjú ef mikið er að gera. Þessi vinnutími hentar iila manni, sem æfir knattspyrnu. Nú hefur það bætzt við að ég er byrjaður að byggja og í það fer skiljanlega mikill tími. Mín vegna mættu stundirnar í sólarhringnum vera talsvert fleiri en 24!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.