Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981
9
Rétta í Lögbergs-
rétt á morgun
MORGUNBLAÐINU hofur borizt
oftirfurandi fróttatilkynninR frá
Lionsklúhbi KópavoKs:
A sunnudaginn 20. sept. verður
réttað í Lögbergsrétt í Lækjar-
botnum og að venju verður þá
kaffisala Lionsklúbbs Kópavogs í
sumardvalarheimilinu Kópaseli í
Lækjarbotnum.
Kaffisalan er haldin til ágóða
fyrir minningarsjóð Brynjólfs
Dagssonar læknis, en sjóðurinn
styrkir börn úr Kópavogi til
sumardvalar.
Kaffisala Lionsmanna í Kópa-
seli hefur undanfarin ár notið
mikilla vinsælda ög vonast þeir til
að mega þjóna sem flestum til
borðs um kaffileytið á sunnudag-
inn og færa þeim gómsætar kökur
með kaffinu. Kökurnar bragðast
líka enn betur fyrir þá sök að allt
andvirði þeirra rennur til þess að
hjálpa þeim börnum að komast til
sumardvalar, sem annars ættu
erfitt með það.
Staðarkirkja fær Guð
brandsbiblíu að gjöf
Á ÞESSU sumri barst góð gjöf til
Staðarkirkju í Ilrútafirði, var
það Ijósprontað ointak af Guð-
hrandshihlíu. Er hókin minn-
ingargjöf um hjónin Jón Mart-
oinsson og konu hans, Sigriði
Hjörnsdóttur, frá Fossi í Staðar-
hroppi í V-Húnavatnssýslu. Gef-
ondur oru born þoirra hjóna.
Tveir synir þeirra, Björn og
Stefán Jónssynir, afhentu bókina.
Hér skal þakkað fyrir góða gjöf og
hlýhug til Staðarkirkju. Var bók
þessi afhent við messu í Staðar-
kirkju 14. júní, Ólafur H. Krist-
jánsson skólastjóri og formaður
sóknarnefndar veitti bókinni við-
töku og þakkaði með nokkrum
orðum góða gjöf, einnig sagði
sóknarprestur nokkur orð af þessu
tilefni. Geta má þess að kirkja sú,
sem nú stendur að Stað í Hrúta-
firði, á skammt í það að verða
hundrað ára. Eins og að líkum
lætur er kirkjan farin að verða
allhrörleg eftir svo langan tíma,
en hún sýnir samt stórhug þeirrar
kynslóðar sem reisti hana fyrir
hundrað árum. Fer því að koma
nýr kirkjubyggingarvandi á hend-
ur Staðarsöfnuði. Enginn efi er á
því að það verður erfitt fyrir
fámennan söfnuð að standa
straum af kostnaði vegna smíði
nýrrar kirkju eða viðgerðar þeirr-
ar gömlu. En ef til vill munu
margir sýna kirkjunni vinarhug
með líkum hætti og fjölskylda sú
gerði er að ofan getur, og minnast
hennar og tímamóta í sögu kirkj-
unnar.
Leiðrétting
í FRÉTT sem birtist í Morgun-
hlaðinu sunnudaginn 13. septem-
ber þar sem fjallað var um
vatnshreinsitæki, misritaðist nafn
viðmælanda blaðsins. Hann heitir
Jón Maríasson.en ekki Marinós-
son, eins og sagt var. Morgunblað-
ið biðst velvirðingar á þessum
mistökum.
Heintsmarkaðsverð á ull:
Ákvarðast af verði í Breflandi
og flutningskostnaði til Islands
IIÉRLENDIS or hoimsmarkaðs-
vorð á ull. som vorið hofur til
umra'ðu í tengslum við vandamál
ullariðnaðarins, miðað við mark-
aðsvorð ullar á uppboósmarkaði i
Bradford á Bretlandi. að viðba tt-
um flutningskostnaði til íslands.
on í Bradford or hoðin upp ull
víða að úr heiminum. að stærst-
um hluta frá Nýja-Sjálandi og
Ástraliu.
Verðlagsbúið svonefnda á að
skiia ákveðnum verðmætum og
verð fyrir ull til bænda er ákveðið
samkvæmt verðlagsgrundvallar-
verði og var það í júni sl. 28,06 kr.
fyrir eitt kg af óþveginni ull. Við
það bætist söfnunar, þvotta- og
flokkunarkostnaður. Niðurstaðan
verður kostnaðarverð. Kostnaðar-
verðið er síðan borið saman við
útreiknað heimsmarkaðsverð og
munurinn þar í milli greiddur í
formi niðurgreiðslna úr ríkissjóði.
Eins og áður segir var verð til
bænda í júní sl. ákveðið 28,06 kr.
kg á fyrsta flokks óþveginni ull.
Niðurgreiðslur úr ríkissjóði voru
þá 12,90 kr., en til að endar næðu
saman hækkaði ríkissjóður nú
nýverið þessa niðurgreiðslu um
4,82 kr. kg.
Tómas Árnason viðskiptaráð-
herra lýsti því yfir i viðtali við
Mbl. nýverið að stefnt væri að því
að ekki þyrfti að hækka ullarverð-
iö nú í haust en þess mi geta í
lokin að á meðan bær.Jur fá hátt
verð fyrir ullina fá þeir tiltölulega
lægra verð fyrir kjötið, þar sem
verðlagsgrundvallarbúið á að skila
ákveðnum verðmætum í heild. —
Kjöt er inni í vísitölunni, en ullin
ekki.
Tekjur ríkissjóðs á íþróttahreyfíngunni
margfalt hærri en styrkir til hennar
Viðmiðunin hór or sú.
að sögn Guðmundar Sigþórsson-
ar í Landhúnaðarráðunoytinu. að
of okki fengist u11 hérlendis
þyrfti að kaupa hana á áður-
nofndum upphoðsmarkaði og
flytja hoim. Iloimsmarkaðsvorð
þotta or það vorð som forsvars-
monn ullariðnaðarins hafa lagt
áherslu á að kaupvorð þoirra
miðist við.
Heimsmarkaðsverðið var í júní
sl. fundið út á þennan hátt sem
26,94 kr. fyrir hvert kíló af
þveginni íslenzkri ull, miðað við 1.
flokk.
RÍKISSJÓÐUR fókk moira on
840 milljónir króna í tokjur af
íþróttahroyfingunni fyrir árið
1979. í formi söluskatts og tolla
af íþróttavörum. samkva'mt
skýrslu som fjárhagsnefnd ÍSÍ
lagði fyrir sambandsstjórnar-
fund ÍSÍ 16. maí sl. Á sama tíma
nam styrkur ríkissjóðs til
íþróttahreyfingarinnar 144 millj.
gkr., som oru nálægt 17% af
heildartekjum.
Framlag ríkisins til hvers ein-
staks iðkanda íþrótta nam um kr.
2.200 gkr. 1979 og er þetta skv.
upplýsingum frá ÍSÍ lægsta ríkis-
framlag til íþrótta sem þekkist á
Norðurlöndum. í Færeyjum er
framlagið rúmlega 100% hærra og
230% hærra í Svíþjóð.
Kostnaðurinn við fjármögnun
íþróttahreyfingarinnar hérlendis
á árinu 1980 nam 30 millj. kr. eða
þremur milljörðum gkr. Metin
sjálfboðakennsla á árinu 1980 nam
470 millj. gkr. Talið er að iðkend-
um íþrótta hafi fjölgað um tæp
5% á árinu 1980 og að samtals séu
rúmlega 84 þúsund manns iðkend-
ur íþrótta eða í tengslum við
íþróttahreyfinguna, eða um 35%
þjóðarinnar.
A milli áranna 1978 og 1979
hækkaði rekstrarkostnaðurinn um
66% og frá 1979 til 1980 um 51%.
Áætla má, að fyrir árið 1981
hækki hann um 41% og verði ekki
undir 4,3 milljörðum gamalla
króna.
Við Sundin — 3ja herb.
Höfum til sölu góöa 3ja herb. íbúö
neöarlega í háhýsi innst viö Kleppsveg.
Verö 530 þús. Ákveöiö í sölu.
Allar uppl. veittar í dag í síma 86688.
Einbýli — Garöabær
Vandaö einbýlishús óskast keypt í Garöabæ.
Stærö má vera á bilinu 250—360 fm meö bílskúr.
Þeir sem áhuga hafa á því aö selja eru beðnir aö
hringja í síma 86858.
Sölumaður
svarar í síma 72561
kl. 1—4 í dag
LAUFÁS
GRENSÁSVEGI22-24
k (LITAVERSHÚSINU 3.HÆÐ)
Magnús Axelsson
OPIÐ í DAG
kl. 10-3
FORNHAGI
3ja herb. íbúö 80 fm.
ENGIHJALLI, KÓP.
3ja herb. íbúö 80 fm.
RAÐHÚS—
BOLLAGARÐAR
SELTJARNARNESI
Raöhús á tveim hæðum og ris.
4 svefnherb. Bílskúr fylgir eign-
inni. Innangengt úr forstofu.
NYBYGGING
V. ÞÓRSGÖTU
Höfum til sölu íbúöir í glæsilegu
fjórbýlishúsi sem seljast og
afhendast tilbúnar undir tréverk
og málningu. Um er aö ræöa
tvenns konar íbúöir: 80 fm íbúð,
eldhús, baöherbergi, svefnher-
bergi, boröstofa og stofa. Sér
geymsla og bílageymsla á jarö-
hæö. Verð 680 þús. Þar af eru
lánuð 180 þús. Hins vegar 90
fm: 2 stofur, eldhús, svefnher-
bergi, baöherbergi og borö-
stofa. Bilgeymsla og sér
geymsla á jaröhæö. Verð 770
þús. Þar af eru lánuð 220 þús.
Sameign verður fullfrágengin.
HÆÐARGARÐUR
Glæsileg 4ra herb. íbúö á 1.
hæð. Sér inngangur.
KAPLASKJÓLSVEGUR
Einstaklingsíbúö. Herbergi, eld-
hús og snyrting á jaröhæö.
HVERAGERÐI
Einbýlishús 120 fm, 50 fm
bílskúr fylgir.
LAUGATEIGUR —
SÉRHÆÐ
6 herb. íbúö, 4 svefnherbergi
ca. 147 fm. Bílskúrsréttur.
BALDURSGATA
3ja herb. risíbúö. Sér inngang-
ur. Sér hiti.
REYNIMELUR
Góö 2ja herb. íbúö á 3. hæö ca.
60—65 fm.
ÆSUFELL
4ra—5 herb. íbúö á 6. hæö.
Bílskúr fylgir.
HÖFUM MJÖG FJÁR-
STERKAN KAUPANDA
aö 3ja til 4ra herb. íbúö í
Vesturbæ.
LINDARGATA
einstaklingsíbúö í kjallara. Sér
inngangur Sér hiti.
ÓSKUM EFTIR ÖLLUM
STÆRÐUM FASTEIGNA
Á SÖLUSKRÁ.
■Jétur Gunnlaugsson, lögtr
Laugavegi 24,
simar 28370 og 28040.