Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981 Jón Björnsson gullsmiður - Minning Fæddur 6. júní 1918. Dáinn 8. september 1981. Deyr íé. deyja írændr. deyr sjálfr it sama. cn orAatírr * doyr aldroKÍ. hvoim or sór góAan Kotr. (Ilávamál.) Stutt er bilið milli þess, sem var og þess sem er. Það bil verður þó aldrei brúað. Það sem var, verður aldrei framar. Slík fullvissar leitar á hugann, þegar bilið stutta birtist á næsta leiti í skilum lífs og dauða, svo óvænt, i vitundinni svo órætt — í senn svo ótrúlega mjótt og óend- anlega breitt. Mig setti hljóðan og margt flaug um hugann, er Anna föðursystir mín hringdi til mín um miðjan dag þann 8. september og sagði mér lát Jóns bróður síns. Hann hafði veikst um nóttina, en útveg- aði sér þó sjálfur tíma til rann- sóknar á Landakotsspítala. Hann bað Arna, mann Önnu, að aka sér í sjúkrahúsið. Þangað fóru þeir um miðjan morgun og Jón gekk þar inn óstuddur með nauðsyn- legustu hluti til sjúkrahúsdvalar. Eftir stutta rannsókn átti að reyna uppskurð í skyndi, en um hádegisbil var Jón Björnsson all- ur. Hann gekk teinréttur, ákveð- inn og fumlaus mót örlögum sínum. Það er táknrænt fyrir líf hans og skapgerð. Slík endalok voru honum sæmandi og ég hygg, að hans skapi. Vanbúinn er ég að minnast Jóns Björnssonar sem vert væri og ég vildi svo að kveðjuorð mín nú verða í flýti skrifuð og fátækleg. Jón Björnsson var fæddur á Berunesi við Reyðarfjörð 6. júní 1918. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Guðlaug Þorsteinsdóttir og Björn Oddsson útvegsbóndi. Þau fluttust að Berunesi árið áður en Jón fæddist, en áður höfðu þau búið um 11 ára skeið í Hvammi í Fáskrúðsfirði. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á mannmörgu heimili á Berunesi. Sysstkinin voru átta, sem upp komust, en tvö létust í æsku. Systkinin, sem upp komust eru, talin í aldursröð: Stefán, bóndi á Berunesi, en hann lézt 1971, Elínbjörg húsmóðir, Pat- reksfirði, Þorsteinn, bóndi á Þernunesi, Oddný, húsmóðir, Reykjavík, Óskar fyrrv. fulltrúi á Skattstofu Reykjavíkur, Jón, gullsmiður, Kópavogi, sem -nú er minnzt, Anna, húsmóðir, Reykja- vík og Sigrún, húsmóðir, Reykja- vík. Vinnuhjú voru ætíð mörg á Berunesi, og auk þess dvöldust þar einatt mörg gamalmenni bæði skyld og óskyld fjölskyldunni. Mörgu þessu fólki varð Jón Björnsson mjög handgenginn í æsku og þá sérstaklega Jóni Magnússyni, sem var vinnumaður á Berunesi í fjölda ára og lézt þar 1943. Magnús, faðir Jóns, dvaldist lengi á Berunesi á elliárum og lézt þar. Jón Björnsson var þeim feðgum afar kær, bar enda nafn Jóns Magnússonar. Þeim og öðru heimilisfólki á Berunesi sýndi Jón Björnsson mikla ræktarsemi bæði lífs og liðnu. I æsku stundaði Jón, eins og aðrir unglingar í sveit, öll störf, er til féllu á heimilinu bæði á sjó og landi, én faðir hans stundaði jöfnum höndum myndarlegan landbúskap og smábátaútveg. Innan við tvítugt hleypti Jón heimdraganum og var þá á vetr- arvertíðum í Vestmannaeyjum, en heima á sumrum og vann þá við bú foreldra sinna og einnig hjá Stefáni, bróður sínum, sem hóf búskap á Berunesi 1936 ásamt konu sinni, Guðrúnu Magnúsdótt- ur. Um tvítugt varð Jón fyrir þungu áfalli. Hann fékk berkla í sár á vinstra fæti, og nú fóru í hönd mörg sjúkdómsár og lega á sjúkrahúsum. Hann vann bug á sjúkdómnum, en gekk með staur- fót síðan og æ ofan í æ tóku sig upp veikindi, tengd þessari fötlun. Síðar á ævinni varð hann fyrir öðrum þungum sjúkdómsáföllum, en aldrei bugaðist hans sterki lífsvilji. Árið 1941 hóf Jón nám í gull- smíði hjá Leifi Kaldal, gullsmíða- meistara á gullsmíðavinnustofu Árna B. Björnssonar í Reykjavík. Námið stóð í fjögur ár, og sveinsprófi lauk hann 1946, en vann áfram í fyrirtækinu til ársins 1947. Bóklega hluta iðn- námsins stundaði hann í Iðnskól- anum í Reykjavík, sem þá var kvöldskóli. Því námi lauk hann á tveimur vetrum. Jón var mjög listfengur gull- smiður og teiknari og bera smíðis- gripir hans því listfengi gott vitni bæði að hugmyndaauðgi og hand- bragði. Hann tók líka eitt hið hæsta sveinspróf, sem tekið hefur verið í gullsmíði, Árið 1947 var merkisár í lífi Jóns. Þá kom hann á fót eigin gullsmíðavinnustofu í Reykjavík og það ár kvæntist hann ágætri konu, Margréti Baldvinsdóttur frá Hjalteyri. Hún vann með honum á vinnustofunni, þangað til fyrir fáum árum, en þau skildu 1979. Meistarabréf í gullsmíði fékk Jón 25. júní 1949. Jón starfrækti gullsmíðavinnu- stofu sína í Reykjavík í sex ár, én 1953 fiutti hann í Kópavog, þar sem þau hjón höfðu byggt sér hús að Hlíðarhvammi 13. Þar bjó Jón alla tíð síðan og starfrækti vinnu- stofuna þar einnig. Lengi vel vann Jón muni jöfnum höndum úr gulli og silfri, en síðustu 15 árin eða svo vann hann eingöngu úr silfri, og er það nær allt víravirki. Hann vann ætíð alla sína muni í höndunum og við engan grip var skilið, fyrr en svo vel var gert, að ekki var unnt að bæta. Hann seldi mest alla vinnu sína í Rammagerðina í Hafnar- stræti, en hún seldi bæði íslend- ingum og erlendum ferðamönnum. Jón seldi einnig einstaklingum á vinnustofu sinni, og átti hann marga fasta viðskiptavini, útlenda sem innlenda. Sonur Jóns og Margrétar er Flosi Jónsson, gullsmiður á Akur- eyri. Kona hans er Halldóra Kristjánsdóttir og eiga þau tvo syni, Friðrik Frey og Hrólf Jón. Jón átti sér mörg áhugamái, sem spönnuðu hin ýmsu svið. Þeim reyndi hann að sinna eftir því sem vinnan og heilsa leyfðu og öðlaðist með því sanna lífsfyllingu og lífsnautn. Öll sú r*kt, er hann lagði við hugðarefni sín, beindist að því að ná á þeim betri tökum og fræðast um allt, er þeim viðkom, svo að hann fengi sem bezt notið þeirra. Hann var mikill náttúruunn- andi og aflaði sér staðgóðrar þekkingar í grasafræði, jarðfræði og steinafræði. Þau Margrét rækt- uðu stóran trjá- og blómagarð við hús sitt, og er hann með fegurstu görðum í Kópavogi. Steinasafn átti Jón með ótöldum dýrgripum, og hann sagaði og slípaði steina og notaði í skartgripi. Hann átti geysimikið safn ljósmynda hvað- anæva að af landinu og frá ýmsum heimshornum, en hann ferðaðist mikið bæði innan lands og utan. Hann ferðaðist á seinni árum til Vesturheims, Sovétríkjanna, Kína, hinna Norðurlandanna og margra annarra Evrópulanda. Síðustu utanferð sína fór hann í sumar til Ungverjalands. Hann kom heim úr hverri för fróðari um land og lýð. Til þess að geta notið betur ferðalaga til annarra landa, fræðzt og komizt í beint samband við íbúana, lagði hann stund á málanám og var orðinn vel heima í sænsku, ensku og spænsku. Jón var vel hagmæltur, en hélt því lítt á lofti fyrr en helzt á seinustu árum. Hann hafði gott vald á íslenzku máli og orti fyrst og fremst í hefðbundnu formi ferskeytlunnar, en hafði einnig yndi af að fást við dýrari bragar- hætti og rímþrautir. Ekki hefir birzt mikið af vísum hans, en nokkuð þó í blöðum og einnig í fyrsta bindi vísna- og ljóðasafns- ins, í fjórum línum, sem Setberg gaf út á síðasta ári. Allmikið liggur eftir hann í handriti af ljóðum og lausavísum. Honum var eðlislægt að vilja sjá og reyna eitthvað nýtt. Sem dæmi um það má nefna, að á síðustu misserum gerðist hann þaíttakandi í tveim íslenzkum kvikmyndum. Hann kom fram í Paradísarheimt og í sumar lék hann lítið hlutverk í Utlaganum, kvikmyndinni um Gísla sögu Súrssonar. Jón var maður félagshyggju, samvinnu og samhjálpar og ein- lægur sósíalisti að iífsskoðun. Þeir sem hjálpar þörfnuðust, áttu hug hans og ætíð átti hann samstöðu með þeim, sem róttækastir voru. Skoðanir hans voru fastmóðtaðar, vígðar í kreppunni miklu og hert- ar í baráttuskóla h'fsins. En hann var einnig maður gleðinnar og kunni sannarlega í einlægni að gleðjast á góðri stund. í Hlíðarhvamm 13 var ætíð gott að koma. Húsráðendur áttu stórt og hlýtt hjarta. Þar var gefið af góðum hug. Ég og mitt fólk á þar mikið að þakka. Og nú skulu Nonna frænda færðar síðustu þakkir. Minningarathöfn um Jón fór fram í Kópavogskirkju 17. sept- ember að viðstöddum fjölda ætt- ingja og vina, en í dag, laugardag- inn 19. september, fer útför hans fram á Hafranesi við Reyðarfjörð. Jíomm or sú tautf. or rokka droKur. íoöurtúna til.“ Kópavogur var honum kær, og þar hafði hann fest djúpar rætur, en hann kaus þó að hvíla í litla grafreitnum á Hafranesi, þar sem fyrir eru bróðir hans og gamla fólkið frá æskuárunum á Beru- nesi. Hann er kominn heim í sveitina sína aftur, heim á ströndina við hinn fagra Reyðarfjörð. Megi hvíldin þar verða honum vær og góð og sæng sveitarinnar létt sem dúnn. Birgir Stefánsson + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför bróöur okkar. BENEDIKTS SÆMUNDSSONAR, Hólmavík. Sérstakar þakkir eru færöar séra Andrési Ólafssyni, sem jarösöng, svo og fjölskyldum Helga Ingimundarsonar og Ingunnar Aradóttur á Hólmavík. Svanborg Sæmundsdóttir, Jóhann Sæmundston, Guðmundur Sæmundsson, Jón Sæmundsson. Asmundur Hannes- son - Minningarorð Fæddur 2. desember 1902. Dáinn 8. september 1981. I dag er jarðsettur frá Selfoss- kirkju Ásmundur Hannesson, Birkivöllum 2, Selfossi. Hann var fæddur í Stóru- Sandvík í Flóa, sonur hjónanna Valgerðar Vernharðsdóttur og Hannesar Steindórssonar, yngstur átta systkina og munu þau öll látin nema einn bróðir, Isleifur, búsettur í Reykjavík. Þegar Ásmundur var tveggja ára lést faðir hans og þarf engin orð um það hvaða áfall það hefur verið fjölskyldunni á þeim árum. Ásmundur dvaldi svo með móður sinni og var lengi í Kaldaðarnesi sem var stórbýli og menningarset- ur. Árið 1929 kvæntist Ásmundur Elínu Jónsdóttur frá íragerði á Stokkseyri, glæsilegri konu og frábærri húsmóður. Þau hófu búskap á Efra-Seli í Stokkseyrar- hreppi og bjuggu þar í tuttugu og eitt ár uns þau fluttu að Selfossi. Þau byggðu sér fallegt hús að Birkivöllum 2 þar sem þau hafa síðan átt heimili. Eins og áður er sagt bjuggu þau Ásmundur og Elín um margra ára skeið á Efra-Seli við Stokkseyri. Þeim þætti í lífi þeirra kynntist ég all vel. Efra-Selsheimilið var frá- bært. Það sáu þeir um húsráðend- urnir, Ásmundur og Elín. Ég tala hér af eigin reynslu. Mörg og sterk lýsingarorð mætti viðhafa um það viðmót og þann viðurgerning sem þeir nutu, er hjá þeim hjónum dvöldu. Þótt þau eignuðust ekki börn sjálf, veit ég fáa hæfari til að umgangast börn og unglinga, enda var oft margmenni á Efra-Seli. Tvo bræður úr Reykjavík, Samúel og Birgi Baldurssyni, sem ungir misstu móður mína, ólu þau upp að miklu leyti. Einnig systurson Ásmundar, Lárus Jóhannsson. Margir fleiri dvöldu þar um lengri eða skemmri tíma. Þar var Sig- urður Jónsson frá Grímsfjósum á Stokkseyri. Þeir voru samtíma í Kaldaðarnesi, hann og Ásmundur, og tóku tryggð hvor við annan. Sigurður dvaldi á Efra-Seli til dauðadags. Stundum þegar mest- ar umræður eru nú til dags um vöntun á barna- og elliheimilum dettur mér í hug Efra-Selsheimil- ið. Þar var þetta allt sameinað. Ásmundur stundaði mörg störf auk búskaparins. Hann var bæði sjómaður og verkamaður. Mörg hin síðari ár var hann starfsmað- ur Kaupfélags Árnesinga á Sel- fossi, í öllum störfum sínum ákaflega laginn, atorku- og dugn- aðarmaður, trúr og traustur, hávaðalaus og tryggur. Ásmundur var vel greindur maður og sagði skemmtilega frá. Ákveðnar skoðanir hafði hann í þjóðmálum og var sjálfstæðismað- ur. Ég man hvað ég hreifst af frásögnum hans af skemmtilegum kappræðufundum er honum voru minnisstæðir. Maður var nú ekki í vafa í þá daga að ailt væri réttast og best sem hann Ási sagði. Og óhaggað er það enn hjá mér að Ásmundur Hannesson var einn sá besti réttsýnis- og jafnaðarmaður sem ég hef kynnst, í orðsins fyllstu merkingu. I æsku var mér kennt að þeir sem breyttu rétt og létu gott af sér leiða á vegferð sinni hér á jörðu, ættu góða heimkomu í vændum að leiðarlokum. Ef það er rétt, sem ég er raunar viss um, þá er staða Ásmundar Hannessonar góð. Isleifi, bróður Ásmundar, svo og öðrum vanda- og venslamönnum flyt ég samúðarkveðjur. Feginn vildi ég, Elín mín, segja eitthvað til huggunar og styrktar á þessari stundu, en þegar mest á reynir er erfitt að finna réttu orðin. Þó vil ég segja það að mín besta ósk til þín er sú, að þú megir nú um ókomna tíð finna sem víðast og oftast það viðmót og atlæti, sem við er hjá ykkur Ásmundi dvöld- umst, fundum og nutum. Óviðráðanlega leitar hugurinn í dag austur á ströndina, austur að Efra-Seli. Blessaður veri Ásmundur. Einar Kr. Jósteinsson Ásmundur Hannesson fæddist að Stóru-Sandvík í Flóa. Foreldr- ar hans voru Hannes B. Stein- dórsson í Stóru-Sandvík og kona hans Valgerður Vernharðsdóttir b. á Efra-Seli, Jónssonar. Þau hjón áttu 8 börn er upp komust og var Ásmundur yngstur þeirra. Nú er aðeins 1 þeirra systkina á lífi, ísleifur í Reykjavík. Þegar Ásmundur er fárra ára deyr faðir hans. Þá voru engar tryggingar til að létta ekkjum og föðurleysingjum lífsbaráttuna, enda brá ekkjan búi og börnin vistuðust á ýmsa bæi. Valgerður fór að Kaldaðarnesi og fylgdi Ásmundur henni og ólst þar upp. Hann vandist öllum störfum til lands og sjávar og skipaði hvar- vetna sitt rúm með sóma. Síðustu árin í Kaldaðarnesi var hann ráðsmaður þar. Árið 1929 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Elínu Jónsdótt- ur b. og formanns í Vestra- íragerði, Jónssonar. Þau hjón keyptu jörðina Efra-Sel í Stokks- eyrarhreppi. Hún var þá búin að vera í eyði í 22 ár. Ásmundur byggði íbúðar- og peningshús og fluttu þau hjón að Efra-Seli 1931 og bjuggu þar í 21 ár. Árið 1952 flytjast þau að Selfossi og byggðu sér hús að Birkivöllum 2 og bjuggu þar æ síðan. Fljótlega eftir að Ásmundur kom að Selfossi hóf hann störf hjá Kaupfélagi Árnesinga og vann lengst af við móttöku á afurðum bænda, ull, gærum og garðávöxt- um (matsmaður), svo og önnur pakkhús- og afgreiðslustörf. Hann vann fram yfir sjötugt eða svo lengi sem heilsan leyfði. Fyrstu búskaparárin á Efra- Seli stundaði hann sjósókn á veturna, bæði á togara og vélbát- um, en seinni árin búskapinn eingöngu. Jörðin er ekki stór og ber ékki stórbúskap, en Ásmundur hafði jafnan afurðagott bú. Þau hjón óiu upp tvo bræður er misst höfðu móður sína og tvö önnur börn voru hjá þeim í nokkur ár. Að leiðarlokum er Ásmundur kvaddur með virðingu og þökk allra er höfðu af honum kynni. Eiginkonu, bróður og öðrum vandamönnum votta ég samúð mína. K.H.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.