Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981
15
Olíusamningarn-
ir við Rússa
endurnýjaðir
t GÆR var undirritaður i Moskvu samningur um kaup á eftirtöldum
oliuvörum og magni frá sovéska olíufelaginu Sojuznjefteexport fyrir
árið 1982, skv. fréttatilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu: 160
þúsund tonn af svartoliu, 70 þúsund tonn af benzini og 100 þúsund
tonn af gasolíu.
I fréttatilkynningunni kemur
fram, að hér sé um að ræða sama
magn af benzíni og gasolíu og er í
núgildandi samningi, en svartolíu-
magnið hækkar úr 110 þúsund
tonnum í 160 þúsund tonn og segir
að þar með sé séð fyrir þörfum
landsins hvað varðar svartolíu á
næsta ári.
Þá segir í fréttatilkynningunni:
„Nýlega samþykkti sovéska olíufé-
lagið að afgreiða 70.000 tonn af
svartolíu til viðbótar við umsamið
magn á þessu ári.
Samkvæmt samningnum miðast
verðið áfram við skráningu *
Rotterdammarkaði, en uppbót t
greidd vegna sérstakra gæða
svartolíunnar. Miðað við núver-
andi verðlag er heildarverðmæti
samningsins tæplega 90 milljónir
dollara.
Samningurinn er gerður í nafni
viðskiptaráðuneytisins og er hann
síðan framseldur olíufélögunum. í
samninganefndinni voru af hálfu
ráðuneytisins Þórhallur Ásgeirs-
son ráðuneytisstjóri, Jón Júlíus-
son deildarstjóri og af hálfu olíu-
félaganna forstjórarnir Indriði
Pálsson, Vilhjálmur Jónsson og
Þórður Ásgeirsson og ennfremur
Árni Þorsteinsson deildarstjóri."
Samvinnuferðir -
Landsýn kynna
haust- og vetrarferðir
Samvinnuferðir—Landsýn hcí-
ur nú hafið kynningu á sölu á
haust- og vetrarferðum sínum.
Ilefur vetrardagskráin ekki i
annan tíma verið fjölbreyttari,
megináherslan er lögð á stuttar
ferðir til stórborga, en einnig
boðið upp á lengri ferðir til
sólarlanda.
Auk hinna hefðbundnu sólar-
ferða til Miami og Kanaríeyja
efnir Samvinnuferðir—Landsýn
til hópferðar í beinu leiguflugi til
Puerto Rico í Karabíska hafinu.
Ferðin stendur yfir í 17 daga, frá
2. til 18. október og er þetta fyrsta
íslenska hópferðin á þessar slóðir.
Verði hefur tekist að stilla mjög í
hóf og er ferðin fáanleg fyrir allt
frá kr. 7.900,- fyrir flug, gistingu
og íslenska fararstjórn.
Af helgarferðum til stórborga
skal fyrst telja hópferð til Parísar
dagana 25.-29. september. Aftur
er þar um að ræða fyrstu hópferð-
ina á þennan stað frá íslandi í
beinu leiguflugi og er verð fyrir
þessa fimm daga í París frá kr.
3.280- fyrir flug, gistingu með
morgunverði og íslenska farar-
stjórn.
Auk Parísarferðarinnar verður
farið í leiguflugi til Dublin í lok
október og vikulega er efnt til
helgarferða til London. Sérstakar
hópferðir fyrir aðildarfélaga
verða farnar fimm sinnum til
I^ondon og er verð þeirra ferða kr.
2.890.- fyrir flug, gistingu með
morgunverði og íslenska farar-
stjórn.
(FrcttatilkvnninK.)
Erfið heyskapar-
tíð í ágústmánuði
Staðarbakka. 17. scptembor.
IIEYSKAP er yíirleitt lok-
ið hér en þó er til að hey
eru úti enn. Tíð var erfið
til heyskapar í ágúst og
skemmdust hey fljótt, því
hlýtt var í veðri.
Um mánaðamótin ágúst—
september náðu flestir inn heyjum
sínum. Þar sem tún voru ekki
skemmd af kali var grasspretta
sæmilega góð erleið á sumarið.
Hey eru sjaldan mismunandi að
gæðum hjá bændum. Þeir sem
byrjuðu fyrst, eða upp úr miðjum
júlí, og verkuðu í vothey eða hafa
góða súgþurrkun, eiga sjálfsagt
góð hey. En hinir eru of margir
sem treysta eingöngu á hagstætt
tíðarfar.
Göngur á afréttum Miðfirðinga
fóru fram dagana 12. og 13. þ.m.
Fengu leitarmen besta veður en þó
gerði þokan, versti óvinur allra
leitarmanna, nokkuð vart við sig.
Réttað var í Miðfjarðarrétt mánu-
daginn 14. þ.m. Gengu réttarstörf
mjög vel, og aldrei mun hafa
gengið betur. Féð var ekki rekið að
réttinni fyrr en upp úr hádegi, en
fyrir myrkur var sundurdrætti
lokið, en að réttinni kom um
10—12 þúsund fjár. Stóðrétt var á
þriðjudag 15. þ.m., og var margt
aðkomufólk, aðallega úr Reykja-
vík.
Sauðfjárslátrun hefst á
Hvammstanga næstkomandi
mánudag.
— Fréttaritari.
Leiðrétting
MISRITANIR urðu í minn-
ingargrein hér i blaðinu í gær, er
minnst var Rósu L. Jónsdóttur. —
í fyrirsögn stóð: Rósa Lilja Jóns-
dóttir, en hún hét Rósa Lilly
Jónsdóttir. Þá misritaðist föður-
nafn fyrrum eiginmanns hennar
og stóð Magnús Sigurðsson í stað
Sigmundsson. — Leiðréttist þetta
og beðist er velvirðingar á þessu.
Haustlquka-
kynning
Haustlaukamir eru komnir. Komið í Blómaval og skoðið geysi-
fjölbreytt úrval okkar af haustlaukum. Höfum á boðstólum
mörg hundruð tegundir. T. d.105 tegundir Túlípana, 31 tegund af
Narsissum (,,Páskaliljum“) og ótal fleiri. Einnig margar tegundir
innilauka.
Kynning:
í dag kl. 2—6 mun Hafsteinn
Hafliðason garöyrkjumaður
kynna meðferð lauka.
TilboÖ:
Sérstök tilboð verða í gangi.
T.d. 50 stk. túlipanar á 65 kr.
búntiö. 25 stk. Narissur
(páskaliljur) á kr. 51 búntiö.
15 stk. írislaukar á 15 kr.
búntiö.
Ráðgjöf:
Alla daga til kl. 19 veröur fagmaöur
á staönum og veitir faglega ráögjöf
og leiðbeiningar.
Nú er rétti tíminn aö setja
niður haustlaukana. Fjölgið
ánægjustundum í garðinum.
Komið við í Blómavali. Opið
alla daga til kl. 21.
Ibllémcmll
Gróðurhúsinu við Sigtún: Símar36770-86340