Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 40
Valur
Aston Villa
Eftir 11 daga
5 krónur
eintakið
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981
Maður 1‘aimst myrtur í
íbúð sinni í Reykjavík
Grcnimelur 24.
Ilans bjó á
1. hæð hússins.
- var ráðinn bani með lagvopni
- banamaður hans ófundinn í gærkveldi
MAÐUR fannst myrtur í íbúð sinni í Reykjavík laust fyrir klukkan 10
í tra'rmor>fun. Hinn myrti hét Hans Fritz Joachim Arnold Wiedbusch,
45 ára iramall. fæddur 10. ágúst 1930, on bjó að Grenimel 24 i
Reykjavik. Hann var v-þýskur ríkisbortcari. en hafði verið búsettur
hér á landi frá árinu 1970. Ilann vann við hlómaskreytinjíar í
versluninni Blómavali. Samkvæmt upplýsinj;um Rannsóknarlógreglu
ríkisins er bersýnilegt að honum hefur verið ráðinn bani með lagvopni
og fannst það á vettvangi.
Ilans Wiedhusch
var líkið með mikla áverka, en það
fannst í stofu íbúðarinnar. Hans
Wiedbusch hafði búið hér á landi í
tæp 11 ár, en hann fluttist hingað
til lands í desember árið 1970.
Hann hafði dvalið hér áður um
tæplega tveggja ára skeið, frá
árinu 1966 til 1968. Hann var
einhleypur.
Banamaður Þjóðverjans var enn
ófundinn í gærkveldi en um-
fangsmikil rannsókn fer fram á
morðmálinu. Vinna á annan tug
rannsóknarlögreglumanna að
málinu. Rannsóknarlögregla ríkis-
ins biður alla þá sem einhverjar
upplýsingar geta veitt, að gefa sig
fram hið fyrsta.
Kristján Ragnarsson:
Lögrgelunni barst vitneskja um
atburð þennan á tíunda tímanum í
gærmorgun, en kona sem búsett er
í sama húsi og hinn látni bjó í,
kom að líkinu. Vinnuveitandi
Þjóðverjans hafði verið að
grennslast fyrir um hann þá um
morguninn. Síðast sást til Hans
Wiedbusch á miðvikudagskvöld,
en samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar, er talið að honum hafi
verið ráðinn bani aðfaranótt
fimmtudags. Samkvæmt upplýs-
ingum sem Morgunblaðið hefur
aflað sér, heyrði kona í húsinu, að
dyrabjöllu i íbúð hins látna var
hringt um klukkan 23 á miðviku-
dagskvöld. Voru þá dyrnar opnað-
ar og síðan var tónlist leikin í
íbúðinni.
Ekki er álitið að mikil átök hafi
átt sér stað í íbúð hins látna, þó
Fiskverð þarf að hækka um 13%
eigi að reka flotann á núlli
- verði fiskverð samþykkt óbreytt þýðir það stöðvun flotans
„STAÐA útgerðarinnar frá því 1
júní eftir síðustu fiskverðsákvörð-
un hefur versnað um 4.5% af
tekjum að meðaltali og nemur það
um 90 milljónum króna og á það við
háta og togara af minni og stærri
gerð. Eins og staðan er núna. er að
okkar mati halli á útgerðinni. sem
nemur 7.6% af tekjum eða 156
milljónum króna. sé miðað við það
að flotinn sé rekinn á núlli. Til að
mæta þessum halla þarf fiskverð að
hækka um 13%, en til að laga
mismuninn. sem orðið hefur frá 1.
júni. þarf það að ha'kka um 9%.“
sagði Kristján Ragnarsson. fram-
kvæmdastjóri LÍÚ. er Morgunhlað-
ið innti hann eftir þvi hve mikið
útgerðarmenn teldu að fiskverð
þyrfti að hækka 1. október.
„Sú hallaaukning, sem orðið hefur
frá því að fiskverð var ákveðið
Grundarfjörður:
5 menn brutust inn
í lögreglustöðina
Peningaskáp, sjónvarpi og skjölum og dagbókum stolið
BROTIST var inn í lögreglustöðina í Grundarfirði í fyrrinótt og var þar
stolið peningaskáp. sjónvarpi, öllum daghókum og skjölum. Lögreglunni á
Grundarfirði tókst fjótlega að hafa hendur i hári þjófanna. sem voru 5
talsins. en við yfirheyrslur i fyrrinótt og í gær kom í Ijós, að alls voru 9
mcnn viðriðnir málið.
„Það var mikil ölvun hér í bænum
í fyrrakvöld og meðal annars tókum
við tvo menn grunaða um ölvun við
akstur. Við þurftum að fara með
blóðsýni til Olafsvíkur. Er við kom-
um til baka um kl. 2.30 hafði
innbrotið átt sér stað,“ sagði Sigurð-
ur Einarsson, lögregluþjónn á
Grundarfirði, þegar Morgunblaðið
ræddi við hann í gær.
„Mennirnir komust inn í lögreglu-
stöðina með því að brjóta tvær
rúður, aðra frekar stóra, hina litla.
síðan tókst þeim að opna bakdyr
hússins innanfrá. Þeir fóru strax út
með peningaskápinn og sjónvarpið,
en þar sem þeir áttu erfitt með að
burðast með peningaskápinn sökum
þyngsla, þá misstu þeir hann og það
ofan á sjónvarpið þannig að saga
þess varð ekki lengri. Ekki komust
mennirnir þó lengra en 10—15 metra
frá stöðinni með peningakassann, þá
gáfust þeir upp og skildu hann eftir
á götunni, óopnaðan, en í kassanum
var töluverð fjárhæð.
Þá tóku þeir öll skjöl og dagbækur,
sem þeir fundu,“ sagði Sigurður.
„Skjölunum brenndu þeir, en dag-
bókunum hentu þeir í sjóinn. Ekki er
mikill missir í skjölunum, þar sem
hér var svo til eingöngu um afrit að
ræða, en það er mikill missir í
dagbókunum okkar."
I fyrstu var haldið að aðeins þeir 5
menn sem fóru inn á lögreglustöðina
væru viðriðnir málið en við yfir-
heyrslur kom í Ijós að alls áttu 9
menn hlut að máli. Aö sögn Sigurðar
hafa mennirnir gefið þá einu skýr-
ingu á verknaðinum að hér hafi
verið um skemmdarfýsn að ræða.
Mennirnir níu hafa allir komið við
sögu lögreglunnar í Grundarfirði.
síðast, stafar af því að olía hefur
hækkað í verði, veiðarfæri hafa
hækkað í verði og viðhald hefur
hækkað í verði vegna launahækkana
frá 1. september. Þegar við erum
með töluna 13%, erum við með sem
samsvarar 2% verri afkomu en
þjóðhagsstofnun hefur reiknað út,
vegna þess að þar hefur verið tilfært
og dregið úr ákveðnum kostnaðarlið-
Heldur þú að þessi hækkun fáist?
„Það er alveg ljóst að fiskvinnslan
er ekki fær um að taka á sig svona
mikla fiskverðshækkun og það er
ekkert nýtt, að í verðbólgu eins og
þeirri, sem hér hefur geisað, er það
svo, að þegar kemur að okkar
ákvörðunum, þá er eins og að gera
þurfi einhverjar ráðstafanir okkur
til hjálpar, sem er náttúrulega
ekkert okkur til hjálpar. Heldur
verður að endurmeta stöðu atvinnu-
veganna með tilliti til þeirra kostn-
aðarbreytinga, sem átt hafa sér stað.
Þetta er þjóðfélagslegt vandamál en
ekki vandamál okkar. Ef á að ákveöa
fiskverð óbreytt, þá verður það
aðeins til þess að flotinn stöðvast í
enn ríkari mæli en þegar er orðið, en
nú liggja að minnsta kosti þrír
togarar við bryggju vegna rekstrar-
örðugleika. Þannig að þetta er bara
afleiðing þess sem orðið hefur og
þess vegna verða stjórnvöld að huga
að þessu máli, eigi atvinnulífið að
snúast réttan snúning.
Við getum hins vegar fagnað
góðum aflabrögðum og ytri skilyrði
hafa verið okkur hagstæð að öðru
leyti en því að það er ákveðin
fisktegund, sem er karfinn, sem
hefur safnazt upp í verulegum birgð-
um fyrir Rússland og við höfum
áhyggjur af því, að á þeim 40
skrapdögum, sem eftir á að taka á
þessu ári, verði um það að ræða að
skipin liggi að einhverju marki
vegna þess að frystihúsin verða ekki
tilbúin til þess að taka á móti
karfanum. Við munum því reyna að
nýta okkur þessa skrapdaga til þess
að sigla meö karfa til Þýzkalands i
einhverjum mæli, en við vitum ekki
ennþá hvort það tekst,“ sagði Krist-
ján.
Hluti kvik-
myndarinnar
„Gulls“ eyði-
lagðurí
framköllun
Nokkur hluti bresku kvik-
myndarinnar „Gull" mun hafa
skemmst í framköllun erlendis.
það er að segja nokkrir þættir
sem teknir voru upp við Lang-
jökul í ágústmánuði siðastliðn-
um. við óblíöar aösta'öur.
Má því búast við, að það verði
að taka upp þennan hluta kvik-
myndarinnar aftur og að öllum
líkindum verður það gert í nóv-
ember.
Eins og menn muna, þá leikur
hin þekkta leikkona Julie
Christie aðalhlutverkið í kvik-
myndinni og er þessi mynd
fyrsta breska kvikmyndin í fullri
lengd, sem unnin er eingöngu af
konum.