Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981 Til vemdar Hannesi Hólmsteini eftir Þorstein Gylfason I Fyrir rúmum tveimur árum, nánar tiltekið hinn 7da júlí 1979, birtist í Morjíunhlaðinu sem oftar (jrein eftir Hannes Hólmstein Gissurarson þar sem hann fór hinum hörðustu orðum um at- hugasemd sem ég hafði gert í eftirmáia við nýja útgáfu Frelsis- ins eftir John Stuart Mill, í íslenskri þýðingu okkar Jóns Hnefils Aðalsteinssonar. Athuga- semdin var um stuttorða lýsingu á frelsiskenningu Mills í bók Olafs Björnssonar, Frjálshyggja og al- ra'ðishyggja. og taldi ég þessa lýsingu villandi sem hún var og er. í grein Hannesar var að eftirmála mínum vikið með mesta offorsi, og hann talinn Hinu íslenzka bók- menntafélagi, sem gefur út Frels- ið. til vansæmdar. Viku síðar, hinn 14da júlí 1979, svaraði ég Hannesi í alllöngu máli og sýndi honum fram á óbrotinn vanskilning hans á hinum um- ræddu orðum Olafs Björnssonar. Ekki svo að skilja að Hannes léti segjast, heldur birti hann ennþá ofstopafyllri grein um þetta lítil- ræði hinn 21sta júlí, og vildi nú skilja lýsingu Olafs á kenningu Mills allt öðrum skilningi en í fyrri grein sinni. Þetta mál sitt kryddaði hann með persónulegum skætingi, tilvitnunum í einka- samtöl og áþekkum meðulum, svo að ekki sé nú á það minnzt að hann lét sig ekki muna um að hafa eftir mér orð innan gæsalappa sem ég hafði aldrei skrifað, og gerði þessi upplognu orð að sér- stöku árásarefni. Kom nú enn í minn hlut að taka Hannes á kné mér og reyna að segja honum svolítið til, hinn 21sta júlí 1979 og herða á tilsögn- inni með því að svo vildi til að höfundur hinnar umdeildu lýs- ingar á Mill, Olafur Björnsson, leyfði mér að hafa eftir sér að vitaskuld hefði ég skilið orð hans rétt í öndverðu. Jafnframt kann- aðist Ólafur við þá yfirsjón, næsta smávægilega kannski, sem ég hafði fundið að í eftirmálanum. Skyldi maður nú ætla að þar með hefði þetta mál verið úr sögunni. En því var ekki að heilsa. Enn leið vika, og laugardaginn 4ða ágúst birtist ein eftirtektar- verðasta grein Hannesar Gissur- arsonar fyrr og síðar, undir yfir- skriftinni „Að lokinni lotu í hug- myndabaráttunni". Þar segir Hannes að ég hafi ekki treyst mér til að vefengja skilning hans sjálfs á orðum Olafs Björnssonar. Síðan segir: Hann [þ.e. Þorsteinn Gylfason] tíafst með öðrum orðum upp í ritdeilunni sem vonlept var, þótt hann klædcli uppnjöfina í skrautlef'an húninp orða til að fela hana. Þessum lygilegu ummælum I fylgdu síðan athugasemdir um duldar hvatir til heimsku minnar, og þótti Hannesi fara vel á því að blanda föður mínum í það mál og einhverjum meintum ávirðingum hans. Hið sama gerði raunar Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Þjóðviljans, í svolitlum orðaskipt- um okkar út af hégóma í blaði hans í apríl í fyrra. Nema hvað Einar Karl sá að sér, eftir að ég hafði sent honum svolítið einka- bréf um efnið, og baðst afsökunar í biaðinu. Að vísu hef ég að líkindum verið einn lesenda Þjóð- viljans um að skilja þá afsökunar- beiðni, svo listilega var þar að orði komizt, enda er ugglaust til of mikils mælzt að stjórnmálaþjark- ur kannist við það berum orðum að hann hafi hlaupið á sig og biðji menn fyrirgefningar á frumhlaup- inu. Nú er sagan hálf. Árið 1980 hóf tímaritið Frelsið göngu sína, und- ir ritstjórn Hannesar Gissurar- sonar, og þegar í fyrsta hefti þess tók að birtast þar fastur þáttur með fyrirsögninni „Fréttir af hug- myndabaráttunni". Er hann sýnu fyrirferðarmestur af öllu efni rits- ins. I fyrsta heftinu birtust í þessum þætti tuttugu og sjö fréttaklausur frá árunum 1979 og 1980, þar á meðal tvær um sjón- varpsþætti og ein um „hressilega grein" eftir Ásgeir Jakobsson um afmæli MÍR. Og í hálfum öðrum dálki (Frelsið I (1980), 66—67) er sagt frá orðaskiptum Birgis Bjarnar Sigurjónssonar, Hannes- ar Gissurarsonar, Jónasar Haralz, Ragnars Árnasonar og Þrastar Ólafssonar sem birtust í Morgun- hlaðinu í júní og júlí 1979. En af einhverjum ástæðum er hvergi á þrjátíu og tveimur blað- siðum af þessum fréttaflutningi minnzt á hinn frækilega sigur ritstjóra tímaritsins yfir Þorsteini Gylfasyni B.A., eina meiriháttar lotu í hugmyndabaráttunni eins og ritstjórinn hafði sjálfur nefnt hana í Morgunhlaðinu. Einhver kynni að halda að hér kæmi ekki annað til en hógværð ritstjórans yfir frækilegustu sigrum sínum. En einhvern veginn kemur sú hógværðartilgáta ekki heim við það, svo að dæmi sé tekið, að í frétt af fundi Félags áhugamanna um heimspeki er sagt frá merkum fyrirlestri Páls Skúlasonar pró- fessorsyfir félagsmönnum í minn- ingu Jóhanns Páls Sartre — en í helmingi styttra máli en frá athugasemd sem Hannes Gissur- arson gerði við lestur Páls að honum loknum. Að öðrum sem þátt tóku í umræðúm um lestur- inn var ekki vikið einu orði. Það er algengt einkenni á mannlegum breyzkleika, sem flestir þekkja, að það er ekki nóg með að breyzkur maður sem fellur í freistni breyti gegn betri vitund, heldur er sjálfsblekking hans oft svo megn að um leið og hann syndgar sjálfur hneykslast hann hástöfum á sömu syndum ann- arra. í fyrsta hefti Frelsisins á þessu ári skrifar ritstjóri tíma- ritsins greinina „Hugmyndir ungra manna" (Frelsið II (1981), 56—65). Þar getur að lesa svofelld orð í langri neðanmálsgrein (56— 57n): A myndina á forsíðu þess [þ.e. Iluymynda untíra manna. Af- mælisrits Samhands unnra sjálfstæðismanna 1980] af for- mönnum Sambands unpra sjálf- stæðismanna, sem tekin var 1975, hefur Jón Maunússon, sem varð ekki formaður Sambands- ins fyrr en 1977, verið klipptur inn ... Það er skiljanlet't að unpum og óþekktum mönnum langi til þess að sjást á mynd með því mannvali, sem fyrrver- andi formenn S. U.S. eru, en þeir verða að kunna sér hóf. Bezt fer á því að láta samhyt'tijumenn um að klippa menn inn og út af myndum. Nú hefði Hannes átt hægt með að ganga úr skugga um það með einni símhringingu, eins og ég hef nú gert, að myndklippingin var gerð af ritstjórum bókarinnar í óþökk Jóns Magnússonar. En það er nú ekki verið að hafa fyrir því að hafa það heldur sem sannara reynist ef unnt er að koma ein- hverjum óhróðri á framfæri fyrir- hafnarlaust. Nú er sagan öll. Hannes Gissurarson titlar sig ævinlega sagnfræðing, og byrjaði raunar á því nokkru áður en hann lauk prófi í þeirri grein. Og mér er sagt að hann hafi setið um nokkurt árabil að starfi sem opinber sagnritari Sjálfstæðis- flokksins. Ógæfu íhaldsins verður allt að vopni. Það er ekki allt að Gunnar Thoroddsen sé nú einu sinni eins og hann er, heldur situr eini réttnefndi stalínistinn í hópi íslenzkra sagnfræðinga fyrr og síðar á flokksins vegum við að skrá sögu Gunnars og Geirs, Gissurar, Héðins og Njáls. Ur því að Hannes kann ekki að fara með orðréttar ívitnanir, og klippir til annála eftir hentugleik- um, er bersýnilega nokkur þörf á að vernda hann fyrir sagnfræði- iðkunum í framtíðinni. Getur nú ekki Sjálfstæðisflokkurinn endur- goldið Hannesi áralanga hollustu og verndað hann fyrir frekari sagnaritun? Er sá tími nokkuð liðinn að stjórnmálaflokkar finni þægilega og bærilega launaða bitl: inga handa gæðingum sínum? í grein sinni frá 12ta september gerir Hannes sér tíðrætt um laun okkar Björgvins Halldórssonar söngvara; og hann telur, réttilega, að Bjöggi eigi að bera meira úr býtum fyrir söng sinn en ég fyrir eitthvert heimspekistagl, sem ofan á allt annað er meira og minna árangurslaust. Getur ekki Geir Hallgrímsson komið því í kring, í samningaviðræðum sínum við Gunnar Thoroddsen, að Hann- es verði gerður að opinberum matsmanni heimspekinga g dæg- urlagasöngvara, fyrir svo sem eins og þrjúhundruð þúsundir króna á ári? II Sá er einn breyzkleiki mann- anna að ætla sér um of, og sækja jafnvel mest í það sem þeir hafa minnst vald á. Þannig kann maður til dæmis að vera alveg prýðilegur matsmaður poppsöngvara, en lít- ilsvirða svo það merka starf og vilja ólmur syngja sjálfur þótt hann sé vita laglaus og vanti jafnvel alit annað líka sem popp- söngvara má prýða. Satt bezt að segja veit ég enga ógæfu meiri en þessa í mannlífinu. Og ennþá átakanlegri verður hún ef breyzk- leikinn birtist í þeirri mynd sem ég veik að áðan, og matsmaðurinn söngvísi lætur hæst þegar tal hans berst að öðrum laglausum söngv- urum. Það er eitt helzta einkenni á ritsmíðum Hannesar Gissurarson- ar fyrr og síðar að hann bregður mjög fyrir sig íðorðum úr heim- speki og jafnvel rökfræði; en svo vill til að flest, ef ekki öll, þessara orða hef ég haft fyrir honum. Hann skrifar sleitulaust um rök og rökgreiningu, nauðsynleg og nægileg skilyrði, hjáfræði eða gervivísindi, mótsagnir, og þar fram eftir götunum. Ég segist hafa haft þessi orð fyrir honum, mest í kennslustundum í Háskóla Islands, því að ég get ekki með góðu móti sagzt hafa kennt hon- um þau þar sem hann hefur því miður aldrei lært með þau að fara. Til dæmis má nefna að þeir Þorvaldur Búason eðlisfræðingur skrifa saman heilt hefti af Frels- inu undir sameiginlegri yfirskrift: „Er samfélagsfræðin hjáfræði?" Og hvorugur þeirra bræðra virðist gera sér ljóst nákvæmlega hvað hjáfræði er (eða gervivísindi; ég hef notað bæði orðin jöfnum höndum í kennslustundum og prentuðum ritgerðum). Þannig skrifar Þorvaldur til að mynda langt mál gegn hugmyndum Gísla Pálssonar félagsfræðings, í kennslubókinni Samfélagsfræði, um vísindalega aðferð. Og það er ekki nóg með að ágreiningurinn sá komi hjáfræðum eða gervivísind- um ekkert við, án þess þó þeir Hannes viti af því, heldur vill svo illa til í ofanálag að hugmyndir Gísla um aðferðarfræði eru stór- um upplýstari og skynsamlegri en allt það sem Þorvaldur hefur um efnið að segja. Hvað um það. Lítum á tvö dæmi úr varnar- grein Hannesar fyrir Hayek og Friedman sem bæði varða notkun hans á hugtakinu mótsögn. Hann- es hefur eftir mér svofellda klausu úr „Rauðum fyrirlestri": Einir fjötrar sem ekki eru bundnir í lögum blasa við: fjötrar fátæktarinnar. Sem er hefðhundin kenninn jafnaðar- manna um frelsi og jafnrétti. Og raunar Friedmans líka þegar á hólminn er komið, því hann er reyndar ekki einungis fjand- maður fátæktar heldur vill hann meira að segja beita sjálfu ríkisvaldinu til að vinna hug á fátækt. Um þessa klausu segir Hannes: „Engin mótsögn er í þessu, þótt Þorsteinn segi það.“ Meinið er að ég segi hvergi að mótsögn sé i þessu. heldur leiði ég það í ljós að mótsögn er á milli fjandskapar Friedmanshjónanna við fátækt, og vilja þeirra til að beita ríkis- valdinu til að fátækt megi hverfa úr sögunni eftir föngum, og heilar málsgreinar sem þau skrifa í Free to Choose um þá frelsissviptingu sem fólgin sé í að því er virðist allri skattheimtu sem einhverjir þegnar ríkis sætta sig ekki við. Hitt dæmið er þetta: Ég get ekki stillt mig um að benda á eina mótsögn í þessu máli Þorsteins. Hann hneyksl- aðist á því, að Friedman segði. að „lífið“ væri ósanngjarnt, með því að ósanngirni mætti aðeins eigna einstaklingum. Getum við ekki með sömu rökum hneyksl- ast á Þorsteini, sem segir, að „þjóðfélag" hafi þarfir, með því að þörf má [svo; ætti auðvitað að vera „megi ] aðeins eigna einstaklingum ? Við þessu er tvennt að segja. í fyrra lagi sagði ég hvergi að ósanngirni mætti aðeins eigna einstaklingum, heldur sagði ég að réttlæti og ranglæti, sem væru dyggð og löstur, mætti aðeins eigna pers<»num: til dæmis ekki dýrum — sem eru auðvitað ein- staklingar, en ekki persónur; og eins og ég tók fram er Guð almáttugur réttlátur, enda er hann persóna, en hins vegar ekki einstaklingur því hann er eins og allir vita þríeinn. Hannesi gengur illa að hafa rétt eftir eins og fyrri daginn. í síðara lagi má alls ekki heykslast á mér með sömu rökum fyrir að tala um þarfir þjóðfélags- ins. Því hugtakið þörf er alls ekki bundið við persónur (dýr og jurtir hafa þarfir) og raunar ekki við einstaklinga heldur: til að mynda getur æðarvarp þarfnazt ómeng- aðs lofts og lagar, þjóð þarfnazt herverndar, og heimsbyggðin sáluhjálpar. Það er einmitt þegar Hannes lætur hæst um mótsagnir annarra sem hann hefur minnst vald á hugsun sinni. Þetta kemur heim við reynslu lesenda Morgunhlaðsins af orða- skiptum okkar Hannesar í hitteð- fyrra. Þá stofnaði Hannes með ofstopa til þjarks um skilning á einni málsgrein eftir Olaf Björnsson. Þegar svo leitt hafði verið í ljós að skilningur hans á málsgreininni — hvortveggja, því hann skildi hana jú tvennum skilningi áður en lauk og sá engan mun á — var öldungis fráleitur, og jafnvei Ólafur sjálfur hafði stað- fest þetta til að taka af öll tvímæli, hvað skyldi þá Hannes minn hafa skrifað að lyktum? Jú, þetta: Þorsteinn gerir ekki einfaldasta greinarmun á hugtökum, fórnar skilningnum fyrir skemmtun- ina, fer í orðaleiki, sem eiga betur við í samkvæmum en hlaðagreinum, fleytir fimlega kerlingar á yfirborðinu, en kaf- ar ekki niður í neitt. Hann hefur — sem sennilega er eðlilegt — ekki þá sjálfsögun, sem flestir fá með löngu námi, háskóla- námi eða sjálfsnámi. Og svo kom sigurhrósið hálfum mánuði seinna. Sagan endurtekur sig auðvitað í greininni frá því á laugardaginn var. Þar ruglar Hannes lengi um orðin „liberalism" og „frjáls- hyggja“ — án þess hann virðist kunna að gera sómasamlegan greinarmun á orðum annars vegar og merkingu þeirra hins vegar fremur en reikningsvél — og ásakar mig svo fyrir að þýða útlend orð á íslenzku eins og tölva mundi þýða. Það þarf víst ekki að taka það fram að þessa ásökun um tölvuþýðingar tekur hann orðrétta úr ritgerð minni „Að hugsa á íslenzku" sem birtist í Skírni árið j 1970. Af öllu þessu má ráða að það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.