Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981 39 r Eitt besta handknattleikslið Rússlands leikur hér á landi Á MORGUN, sunnudag 20. september, er væntanlegt hiniíað til lands sovéska handknattleiksliðið Kunsevo og kemur það í boði handknatt- leiksdeildar Vals. Heimsókn þessi er liður i afmælishátiðarhöldum Knattspyrnufélagsins Vals, en sem kunnugt er halda Valsmenn upp á 70 ára afmæli félagsins á þessu ári. Fyrrverandi þjálfari Kunsevo um 20 ára skeið, Boris Akbashev, er nú þjálfari Vals og sér hann um þessar gagnkvæmu íþróttaheimsókn- ir, en Valsmenn eru nú nýlega komnir úr 9 daga æfinga- og keppnisferð til Sovétríkjanna. Lið Kunsevo mun leika 4 leiki hér á Reykiavikursvæðinu og 2 leiki á Akureyri, en þangað heldur liðið i boði lþróttafélagsins Þórs. I liði Kunsevo leika nú 4 lands- liðsmenn, þeirra þekktastur er Vladimir Belov, fyrirliði Kunsevo og sovéska landsliðsins, með yfir 60 landsleiki að baki. Þá Vladimir Manulenco, örvhentur hornamað- ur með fjölda landsleikja að baki, Dmitri Pukatsjov, stórskytta er hefur leikið 30 landsleiki, og Vadim Valeiso, þriðji markvörður sovéska landsliðsins. Handknattleiksfélag Kunsevo var stofnað árið 1962 og gerðist Boris Akbasev þá þegar aðalþjálf- ari þess og hefur gegnt því starfi óslitið uns hann kom til starfa hjá Val sumarið 1980. Kunsevo hefur þrisvar sinnum orðið sovéskur meistari í hand- knattleik, árið 1966, 1967, 1969, Rvk-mótið í körfu. Reykjavíkurmótið í körfu- knattleik hefst um helgina og fara fyrstu leikirnir fram í dag og hefst sá fyrsti klukkan 14.00. Allir fara leikirnir fram í íþróttahúsi Hagaskólans. í dag keppa fyrst Valur og ÍS, síðan Fram og KR. eða klukkan 15.30 og loks klukkan 17.00 ÍR og Ármann. Á morgun hefst fyrri leikurinn klukkan 13.30 og eigast þá við ÍS og KR. Síðan leika ÍR og Valur klukkan 15.00 og loks lið Fram og Ármanns klukkan 16.30. þrisvar í 2. sæti 1968,1970,1972. Þá hefur liðið einu sinni leikið í undanúrslitum Evrópukeppni en tapaði fyrir Gummersbach. Frægustu leikmenn í gegnum árin með Kunsevo eru: 1. Yori Salomca, sem kjörinn var besti leikmaður Heimsmeistarakeppn- innar 1967. 2. Anatoli Fitjukin, sem lék í sigurliði USSR á Ólympíuleikunum 1976 (horna- maður). 3. Nicolai Sjimonov 1. markvörður í ólympíuliði USSR 1972, með um 60 landsleiki að baki. Hann kemur hingað með liði Kunsevo sem sérstakur mark- mannsþjálfari og mun hann þjálfa markmenn Vals hér í Reykjavík meðan liðið fer til Akureyrar. Liðið mun leika eftirtalda leiki hér á landi. M. 21. sept. Þróttur — Kunsevo kl. 20 Laugardalshöll. Þ. 22. sept. Þór, Akureyri — Kunsevo kl. 20 Skemman. M. 23. sept. KA, Akureyri — Kunsevo kl. 20 Skemman. F. 24. sept. HSÍ úrval — Kunsevo kl. 20 Laugardalshöll. L. 26. sept. FH — Kunsevo kl. 14 Hafnarfjörður. S. 27. sept. Valur — Kunsevo kl. 20 Laugardalshöll. • Leikmenn Celtic fagna sigri yfir Dukla Prag í undanúrslitunum á sínum tima. Nellie Mochan þjálfari ei þriðji frá hægri. Evrópumeistarar í Keflavík EINN AF helstu iþróttaviðburð- um helgarinnar er viðureign Stjörnuliðs Hermanns Gunnars- sonar og fyrrum Evrópumeistara Celtic, en liðin leika á Keflavik- urflugvelli á sunnudaginn klukk- an 15.00. Þetta lið Celtic sigraði italska liðið Inter Milanó 2—1 i Lissabon árið 1967. Varð liðið þar með fyrsta lið Bretlandseyja til þess að vinna þennan eftir- sótta titil. Siðan hafa Manchester Utd.. Liverpool og Nottingham Forest fylgt í kjölfarið. Skoska liðið skipa eftirtaldir leikmenn: John Fallon, Tommy Gemmell, Billy McNeill, John Clarke, Steve Chalmers, Berti Auld, Jimmy Johnstone, Bobby Lennox, Jim Greg, Joe McBride, John Hughes, Harry Hood, Willy McNeil og Jim Brogan. Þjáifari og framkvæmdastjóri er Jock Stein og aðstoðarmaður hans Nellie Mochan. Sjö þessara leikmanna voru í byrjunarliðinu gegn Inter á sínum tíma. Mbl. hefur áður gefið upp lið Hermanns, en þær breytingar hafa verið gerðar á þvi, að Þorst- einn Friðþjófsson og Ellert Schram geta ekki leikið. í þeirra stað koma Rúnar Júliusson og Karl Hermannsson. Verða þar með sjö Keflvíkingar í stjörnulið- inu. Þá má geta þess, að liðsstjóri og njósnari íslenska liðsins verður Halldór Einarsson. Sem fyrr segir hefst leikurinn á morgun klukkan 15.00 en strax klukkan 14.00 hefj- ast skemmtiatriði á vellinum. Bygging GOOOjrYEAR viftureimarinnar 1. Efsli burðarvefur reimarinnar, sem blandaður er gúmmii, hefur viðnám gegn oliu, ozoni og polychloropreni, sem dregur mjög úr liðunarþreytu og útilokar sprungur. 2. Afar slerkur polyesterþráður með mikið teygjuviðnám tryggir vörn gegn skyndilegu álagi, gerir endurstrekkingu óþarfa og gerir kleift að nota litlar reimskifur. 3. Trefjablönduð einangrun eykur stöðugleika reimarinnar. 4. Þriggja laga vefur, sem hefur rafleiðni og er blandaður poly- chloropreni, gerir reimina einkar stöðuga og veitir vörn gegn sliti og sprungum, jafnvel þótt notuð séu strekkingarhjól. HEILDSALA - SMÁSALA Útsölustaöur á Akureyri: Höldur sf. Ragnar í Evrópuliðið Iíagnar Ólafsson tslandsmcist- ari í golfi hcfur nú vcrið valinn í Evrópulið karla i golfi. Fcr hann mcð liðinu til Bucnos Aires í Argentinu, þar sem Evrópuúrval- ið mun ma'ta Suður-Amcríkuúr- valinu i hinni svo ncfndu Paco Rabannc Throphy dagana 25, til 27. þessa mánaðar. Þetta er tvímælalaust mikill heiður, bæði fyrir Ragnar og íslenzku golfíþróttina og má þar með segja, að nú sé viðurkennt að hér á landi sé leikið gott golf og hér séu góðir einstaklingar. Því- likur hciður sem þessi hefur eng- um íslenzkum golfmanni hlotnazt áður. Víkingar á eftir Júlíusi? FORYSTUMENN knatt- spyrnufélaganna eru þegar byrjaðir að spá í leikmenn fyrir næsta keppnistimabil. Sérstaklega er seilst í ann- arrar og þriðjudeildarliðin eftir cfnilcgum leikmönnun- um. Það þarf ekki að lýsa því hversu mikil blóðtaka það getur verið fyrir þessi íið þegar bestu mönnum er kippt i burtu. Heyrst hefur að nýbakaðir (slandsmeist- arar séu að bera víurnar i Júlíus Marteinsson. fyrrum Framara, sem varið hefur mark Skallagrims i sumar og verið einn af bestu mönnum liðsins. Július kom til liðs við Skallagrim i vor ásamt nokkrum öðrum leik- mönnum og hafa þeir allir lýst yfir, að þeir verði með liðinu næsta sumar. HBj. GOODfÝEAR viftureimar í sérflokki ódýrar og sterkar Þurfir þú nýja reim er auðvelt að finna stærðina. Stærðin akvörðuð Þú kcmur nieð Við maelum hana þá ónýtu Eða afgreidd eftir \y reim afhent númeri PRISMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.