Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981 37 -u ~ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Um elliheimili: „Það á ekki að ein- angra gamla fólkið44 Nú rísa víða upp elliheimili, og það er mikið rætt og ritað um það hvað mikið eigi að gera fyrir aldraða fólkið og jafnvel að minnka kyn- slóðabi lið — síðast en ekki sízt, það á ekki að einangra gamla fólkið. „Svo mörg eru þau orð.“ En hvernig eru þau svo byggð þessi nýtísku elliheimili. Þau eru byggð sem raðhús og þar er hver íbúð útaf fyrir sig og enginn sqmeig- inlegur stór gangur fyrir íbúðirnar, þar sem gamla fólkið gæti hitzt að deginum og notið félagsskapar sam- eiginlega. Þá er það mikill galli á þessum íbúðum að allar útidyr á þeim snúa í norðurátt og mikið fennir að þeim þegar gengur á með stórhríð í skammdeginu. Þegar þannig stendur á verður gamla fólkið innilokað. Það er sannarlega ekki hægt að komast lengra í því að einangra gamla fólkið. Enginn fer á elliheimili fyrr en aldurinn er orðinn nokkuð hár — og oftast er það svo að það eru einstaklingar sem taka þessar íbúð- ir. Einstaklingur sem kominn eryfir áttrætt eða eldri hlýtur að vera mjög einmana þegar útidyrnar eru upp- fentar og stórhríð úti. Hver á að moka frá dyrunum? Þetta er líka alveg sérstaklega mikið öryggisleysi því allir vita að margt getur komið fyrir gamalt fólk. Ég hef séð þessar íbúðir. Þær eru vel útbúnar inni, en þar vantar margt sem gamla fólkinu gæti komið bezt, t.d. hjálparstúlku eða mann sem færi í búðir og innkaup fyrir gamla fólkið, kæmi á hverjum degi og mokaði frá dyrunum og spjallaði svolítið — og bæri með sér hressandi blæ inn í líf þess fóiks sem lítið getur farið þegar vetur er og hálka. Þá vantar á þessi elliheimili eins og áður er sagt rumgóðan gang eða hol norðan við íbúðirnar, þar sem væru bara einar dyr á fyrir allar íbúðirnar. Þarna væri þá staður sem aldraða fólkið gæti hitzt og notið félagsskapar þegar því hentaði. Það skapar líka sérstaklega mikið öryggi fyrir fólkið að þurfa ekki að fara neitt út, ef það vill blanda geði saman og ef til vill líka leita hjálpar ef eitthvað bjátar á. Svona elliheim- ili, eins og ég hef lýst í bréfinu, hafa verið byggð bæði á Sauðárkróki og Höfðakaupstað. Óskandi væri að ráðamenn þessara sveitarfélaga sæju mistök sín, viðurkenndu þau og gerðu úrbætur strax fyrir veturinn þvi það á ekki að einangra gamla fólkið svona. S.G. Þessir hringdu . . . Jafnréttisráð og Svíþjóðarfélagssál- „ fræðiandinn - Út- varpið óháð menning- arstofnun en ekki tuska II. Pétursdúttir hringid: „Mér brá illilega í brún er ég var að lesa Morgunblaðið í morgun,“ sagði hún. „Þar getur að líta einkennilega frétt á bls. 17 um bréf sem samkunda nokkur, er nefnir sig því virðu- lega nafni „Jafnréttisráð”, hef- ur sent útvarpsstjóra. Er út- varpsstjóra þar bannað að sýna auglýsinguna um vangreidd af- notagjöld í sjónvarpinu oftar. í bréfi þessu stendur m.a. ásamt öðru gáfulegu: „Það er því augljóst, að hér er verið að túlka úreltar hugmyndir um stöðu karla og kvenna í þjóðfé- laginu." Hver er það sem ákveður hvaða hugmyndir eru úreltar og hverjar ekki? Það er verið að tala um málfrelsi — en lítið gagnar það ef þetta allrahand- anna fólk, sem við höldum uppi í öllum þessum „ráðum" og nefndum virðir ekki hugsunar- frelsi og ætlar að fara að segja okkur hvaða hugmyndir eru úreltar og hverjar ekki. Kristin dómurinn er auðvitað úreltur í augum þessa fólks í Jafnréttis- ráði — og einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að allt sé úrelt í þeirra heilabúi nema það sé komið frá Svíþjóð með ein- hverjum hætti. En allavega vona ég að þetta „ráð“ iðki félagsvísindi sín ann- arsstaðar en í útvarpinu fram- vegis sem hingað til. Og aumt þætti mér líka ef útvarpið gerðist fótaþurrka „ráðsins" í þessu máli, legði niður rófuna og drægi til baka auglýsinguna, sem við sjónvarpseigendur höf- um greitt kostnað við að gera, bara til að þóknast einhverju „ráði“, sem þiggur vald sitt og vit frá Svíþjóðarfélagssál- fræðiandanum. Ég hef hingað til litið á útvarpið sem óháða menningarstofnun en ekki tusku sem hvaða klíka sem er getur tekið til handargagns — og vona að ég þurfi ekki að breyta því áliti." Að nefna hlutina réttu nafni Kæri Velvakandi. Hitti maður vin á förnum vegi, verður umræðuefnið langoftast fjárplógsstarfsemi ríkisins, óheyrileg og óbilgjörn skatt- heimta, sem er að drepa alla sjálfsbjargarviðleitni borgaranna. Engan skyldi því undra þótt unga fólkið í dag hyggi á vist í öðrum löndum, þar sem fólki er ekki hegnt fyrir að vinna. Einn ljótasti þátturinn í fjárplógsstarfsemi ríkisins, er hvernig gengið er að því fólki, sem hefir orðið að hætta störfum vegna aldurs. Oft hefir þetta fólk átt í vök að verjast fyrir ágangi „hins opinbera" allt sitt líf og greitt skatt af hverri krónu sem því hefir áskotnast. Ríkið sér svo um að þeir, sem verða að gefa upp öll sín laun til skatts, hafa ekki átt þess nokkurn kost að leggja fé til hliðar til seinni tíma baslsins. Það er eins og ríkið láti það afskiptalaust að hinir fjöl- mörgu sem skammta sér laun eftir geðþótta, gefi „hinu opinbera" langt nef áratug eftir áratug og greiði ekki nema brot af því, sem þeim bæri að gera. EF rétt væri fram talið. Hvað það fólk áhrærir, sem ég gat um áður og hefir lokið æfi- starfi, er engu líkara en að „hið opinbera" sé að hegna því fyrir unnin störf og skilvísar greiðslur, svo freklega er kné látið fylgja kviði í illskeyttri skattheimtu. Þetta fólk er þrautpínt þar til það hefir ekki tök á öðru en að selja eignir sínar eða slá stórlán, sem liggja ekki á lausu í þessu landi vaxtaokurs og dráttarvaxtasví- virðu. Þessi framkoma „hins opin- bera“ við heiðarlega borgara sína er þess eðlis, að fjöldi manns hefir fengið megnustu óbeit á ríkinu og stofnunum þess. Þetta er alvar- legra en í fljótu bragði virðist, því að illt umtal um „hið opinbera" síast inn í barnssálirnar, sem skiljanlega fá að hlusta á umtalið á heimilunum, hjá því verður ekki komist. Það verða því góðir borg- arar sem eru að alast upp þessa dagana hjá okkur. Kannski verður eins með þá og manninn, sem hélt allt fram að fermingaraldri að „Danadjöfullinn" væri hið rétta nafn á Danaveldi en hann hafði ávailt heyrt þetta svo í uppvexti sínum. Það væri að vissu leyti hryggilegt, en kannski maklegt, að unga kynslóðin sem nú er að vaxa úr grasi, héldi eitthvað fram eftir aldrinum að „ríkisandskotinn" væri hið rétta nafn á „hinu opinbera". Starri ■ UÓSA snurno Mazda eigendurathugió opió um helgina laudardag og sunnudag frá 9 — 16. Sparið tíma og fyrirhöfn og látið okkur stilla Ijósin. BlLABORG HF Smidshöfða 23 verkstæðið simi 81225 ■ <5>. <S> <5> <5> <5> <5> <5> ® ® ® ® ® ® Kjöt — Mjólk — Brauö — Folaldabuff, nýslátrað Folaldagullasch Folaldasnitzel, nýslátrað Nautasnitzel Nautagullasch Nautainnlæri Nauta roast Nautagrillsteik Nauta bógsteik 10 kg nautahakk Svínasnitzel Svínamörbráö Svínakótelettur Svínalæri Svínabógar Kjúklingabringur Kjúklingalæri Lambageiri Marineruð lambarif Sænsk kryddsteik Lambasteik (herrasteik, krydduð sérstaklega) Opiðídag til kl. 4. Matvara 95,00 89,00 97,00 107,00 88,00 113,00 97.50 39.50 39.50 49.50 106,00 143,00 107,40 58,40 56,30 64.50 65,60 94,00 28,00 75,00 75,00 i Laugalæk 2, sími 86511.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.