Morgunblaðið - 20.09.1981, Side 2

Morgunblaðið - 20.09.1981, Side 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1981 LÍFSHLAUP KJARVALS hins vegar skal bent á, að þetta fag, er lýtur að viðgerðum lista- verka, er orðið svo fullkomið að næstum er hægt að gera við hvað sem er. Við munum eftir „Næturvörðum" Rembrandts, sem óður maður réðist á fyrir nokkrum árum og skemmdi svo illiiega að álitið var nær óframkvæmanlegt að gera við myndina. Það var þó gert og með slíkum glæsibrag að ekki er hægt að sjá að nokkuð hafi komið fyrir máiverkið fræga. Sagan af viðgerð þessa lista- verks er raunar heimsfræg og mig minnir að frásögn af henni hafi birst í Lesbók einhvern tíma. — Þessu er alls ekki slegið fram til að gera hlut viðgerða- manna Kjarvalsmyndarinnar rýrari heldur vegna þess að ég rakst á klausu í blaði þess efnis, að sumir hafi álitið ótrúlegt að hægt yrði að gera -við myndina er þeir litu hana í upphafi. Þetta þótti mér nefnilega lýsa nokk- urri vanþekkingu. Mér þykir svo langt sem þekk- ing mín nær, að hér hafi vel til tekist og myndin er magnað Ljósm. RAX. Glerkistan á Picasso-sýningunni á Lousiana-safninu i Humblebæk er gerði safninu kleift að festa sér stóra mynd meistarans. „artistískt" listaverk og sér- staklega góð heimild um skap- gerð listamannsins, Jóhannesar Kjarvals. Ég kom varla meira en tvisvar á þessa vinnustofu og í annað skiptið greip Kjarval mig glóðvolgan á Austurstrætinu, á einum fögrum sunnudagsmorgni á miðju sumri 1955. Meistarinn horfir á mig íbygginn, tekur undir arm mér og leiðir upp alla stigana og inn í vinnustofu sína. Þar lágu miklir bókahraukar á gólfi og fer hann að gramsa í þeim og loks fann han það sem hann var að ieita að, en það voru bækurnar Grjót, Meira grjót og Enn grjót. Hann áritaði bækurn- ar og kvaddi mig svo með virktum. ekki minnist ég eftir að hafa tekið eftir umræddri mynd enda mikill fjöldi myndabunka um alla veggi og risastór mynd á trönum. En þetta lyfti upp sálartetrinu á ungum manni og verður hon- um minnisstætt svo lengi sem hann lifir. Eins og myndin er sett upp að Kjarvalsstöðum minnir hún fyrir margt sterklega á um- hverfismynd svo sem getur að líta á stórsýningum nútímans (Environments) t.d. eftir Edward Kienholz, en þó er hún gjörólík myndum þess lista- manns og Kjarval hefur vinning- inn sem artisti a.m.k.. Við gætum einnig hugsað okkur að ef til er upptaka á rödd Kjarvals megi hún gjarnan bæt- ast við t.d. í formi vélmennis (róbots) er sæti á einum stóln- um. En slíkt vélmenni þyrfti í engu að minna á listamanninn í útliti einungis undirstrika magnaðan persónuleika. Það yrði óbætanlegur skaði ef myndin færi á flakk erlendis og víst er, að þá yrðu Islendingar að greiða hana margföldu verði vildu þeir einhverntíma fá hana til baka. Við þurfum hér einung- is að minnast Guernicu-myndar Picasso sem hefur verið á flakki í nær hálfa öld, er hún nú á næstunni verður loks sett upp í heimalandi listamannsins svo sem alltaf var ósk hans. — Danir höfnuðu myndinni fyrir litlar 30 eða 40 þúsund danskar krónur á sínum tíma og sjálfsagt naga þeir á sér handar- bökin fyrir það enn þann dag í dag því að her er um eitt frægast listaverk aldarinnar að ræða sem ógerningur er að verðleggja. — Það sem meginmáli skiptir í umfjöllun um þessa mynd er öðru fremur að vekja athygli á mikilvægi þess að myndin hald- ist i eigu Islending og máski gæti það gerst með frjálsum framíög- um almennings líkt og dönum tókst að fjármagna eina ágæta Picasso-mynd á hinni stóru Lousinana-sýningu í vor. Þetta gerðu þeir með því að setja upp mikla glerkistu í anddyrið og má segja að kassinn hafi svo til fyllst af framlögum hrifins fólks sbr. mynd. Tökum nú höndum saman svo að myndin megi verða í eigu Kjarvalsstaða þótt hún þurfi ekki alltaf að hanga þar uppi. Mögulegt væri að lána hana gegn góðu gjaldi í lengri eða skemmri tíma og kæmi þá aftur inn eitthvað af peningunum og máski meira en kaupupphæðin fyrr en varir. En það er erfitt að ræða um peninga þegar um slíka þjóðargersemi er að ræða og her má andvaraleysi og sofanda háttur ekki ráða ferðinni. Nóg hefur glatast í gegnum árin en það er ekki til umræðu hér. Auk myndar Kjarvals eru til sýnis mörg verk eftir hann og aðra listamenn í Kjarvalssal. Ásgrím, Gunnlaug Blöndal og Jón Stefánsson. Er þar um margt úrvalsverka og ber mynd Kjarvals af Snæfellsjökli senni- lega hæst. Væri hægt að skrifa langt mál um þennan hluta sýningarinnar en, þessar myndir eru sérstak- lega settar upp til að veggirnir standi ekki auðir og hefur vel tekist til. En mikið saknar mað- ur þess að eigendanna skuli ekki getið og helst einnig um hvaða hendur myndirnar hafi farið frá upphafi vega. Slíkt er algengt erlendis þegar að um þekkta listamenn er að ræða. Ég hef þetta ekki lengra að sinni en hvet sem flesta að leggja leið sína á Kjarvalsstaði um helgina og fram á þriðjudag er sýningin lokar. Fáir munu iðrast þess og er það spá mín að listaverkið „Lífshlaup Kjarvals" eigi mikla og merkilega framtíð. Bragi Ageirsson Saga Húsavíkur komin út NÝLEGA er komin út Saga Húsavíkur, 1. bindi. Aðalhöfundur verksins, Karl Kristjánsson fyrrum alþingismaður, lézt 1978, áður en handrit hans væri fullbúið til prentunar, en Kristján Karlsson og Ingimundur Jónsson hafa séð um útgáfu þessa hindis. Bókin er í köflum. Fyrsti kaflinn er mikil ritgerð eftir Sæmund Rögnvaldsson og heitir Húsavík fyrri tíma, með undirfyrirsögninni: Verslun, brennisteinsnám og kirkja. Er hér fjallað rækilega um efni sem lítið hafa verið rannsökuð fyrr. Húsatal nefnist langur þátt- ur, þar sem lýst er hverju húsi í kaupstaðnum og víða vikið að sögu eldri húsa. Þá eru þættir um prestsetrið og gamlar hjáleigur þess og um jarðir sem lagðar hafa verið til kaupstaðarins og sagt frá fólki sem þar bjó. Yfirleitt er mikil persónusaga í bókinni, svo sem þættir af sveitarstjórnar- og bæj- arstjórnarmönnum, læknum, prestum, sýslumönnum og bæjar- stjórum. Alllangir þættir eru um Kaupfélag Þingeyinga og um Fundafélag Húsvíkinga, merkilegt félag, sem átti á sínum tíma drjúgan hlut að framfaramálum kauptúnsins. Ýmsir fleiri kaflar eru í bókinni. Hún er prýdd miklum fjölda mynda af fólki, mannvirkjum og staðháttum. Húsavíkurkaupstaður gefur bók- ina út. Hún er prentuð í prentverki Guðjóns Ó. Almenna bókafélagið annast dreifingu (FréttatilkynninK.) Vilja hraðskreiða bílferju til flutninga Á FUNDI sýslunefndar Vestur-Barðastrandarsýslu var fjallað um bilferju yfir Breiðafjörð og i ályktun varar sýslunefndin við þeim hugmyndum, sem fram hafa komið að, selja flóabátinn Baldur og kaupa i staðinn mun minni bát til að annast flutninga yfir Breiðafjörð. Telur nefndin fráleitt að fara þessa leið og bendir á, að með þessu væri stigið stórt skref afturábak i samgöngumálum Vestíjarða, þar sem núverandi flóabátur anni engan veginn flutningsþörfinni. Það er álit sýslunefndarinnar, að farsælasta lausn máisins, sé fólgin í því að fá nýtískulega, hraðskreiða bílferju af hæfilegri stærð til að annast daglegar ferðir milli Stykk- ishólms og Brjánslækjar með við- komu í Flatey, enda verði komið upp viðeigandi lendingaraðstöðu fyrir ferjuna. Telur sýslunefndin, að þessi lausn sé sú, sem horfi til mestra framfara. í ályktun sinni heitir sýslunefnd V.-Barð. á samgönguráðherra, aðra þingmenn Vestfjarða, svo og þing- menn Vesturlandskjördæmis að veita þessu máli fullan stuðning.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.