Morgunblaðið - 20.09.1981, Page 10
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1981
Viðtal og myndir: Anders Hansen
Merki AIK, sem stofnað var 1891.
Konungurinn er heiðursfélagi, en
alls eru skréðir félagar í AIK
meira en ellefu þúsund talsins,
fleiri en í nokkru ööru sænsku
knattspyrnufélagí.
Valur, KA landsliðið
Hörð Hilmarsson þarf ekki að
kynna fyrir þeim, er eitthvað hafa
fylgst með íþróttum hér á landi
undanfarin ár, svo oft, sem nafn
hans hefur birst á íþróttafrétta-
síðum dagblaðanna. Hann var
ekki hár í loftinu er hann hóf að
leika knattspyrnu með yngri
flokkunum í Val, og þar lék hann
með öllum flokkum uns hann lék
sinn fyrsta leik með meistara-
flokki árið 1971.
Næstu ár var hann fastur mað-
ur í Valsliðinu, og hann hefur
bæði orðið íslands- og bikarmeist-
ari með Val. — Eitt ár lék hann
svo með KA á Akureyri, en þá var
liðið í annarri deild, skömmu eftir
Höröur og þjálfarí hans hjá AIK,
Rolf Zetterlund. Mundin er tekin
é æfingu é heimavelli AIK og
sænska landsliösins í Stokk-
hólmi, en völlurinn rúmar meira
en 50 þúsund áhorfendur.
„The Black Army er harðasti
kjarninn úr röðum stuðnings-
manna félagsins," sagði Hörður,
„og margir þeirra fylgja okkur
eftir hvert á land sem er. Lengst
af var þetta óskipulagður hópur,
sem tók sig saman og hittist fyrir
leiki, og hvatti síðan liðið eftir að
flautað hafði verið til leiks. AIK
sem slíkt hafði ekkert með þennan
„her“ að gera. En á síðasta ári var
ákveðið að koma á tengslum milli
félagsins og þessa fólks, stofnað
var formlegt félag og meira að
segja gefin út félagsskírteini.
Nafnið hélst þó óbreytt, þó mörg-
um þyki það ekki hljóma sérlega
vel. Fyrirmyndin að nafninu er
vafalaust Rauði herinn, stuðn-
ingsmannalið Manchester United í
Englandi, en svart er áberandi
litur í félagsbúningi AIK, líkt og
rauði liturinn hjá Liverpool.
Það er óneitanlega talsverður
styrkur fyrir liðið að hafa þennan
fasta kjarna stuðningsmanna við
bakið, og ef til vill á það sinn þátt
í hinni miklu velgengni okkar á
heimavelli í sumar. Hitt er svo
annað mál, að mörgum þykir sem
félaginu sé ekki neinn álitsauki að
þessu liði, sem oft hefur hátt ef
ekki gengur allt að óskum, og stutt
getur jafnvel verið í skrílsiæti, ef
illa gengur fyrir liðinu. Hópurinn
stendur jafnan fyrir aftan mark
okkar, og þar fá andstæðingarnir
að heyra það, svo sem ef dæmd er
vítaspyrna á AIK. Hópurinn
Aóstæður í sænsku knattspymunni gerólíkar
því sem við eigum að venjast heima á Islandi
Rætt við Hörð Hilmarsson, sem leikur með sænska fyrstudeildarliðinu AIK í Stokkhólmi
íslenskir knattspyrnumenn hafa á undanförnum árum getið sér gott orð víða
um lönd, bæði meö landsliði íslands og íslenskum félagsliðum, en einnig og ekki
síst sem leikmenn með fjölmörgum erlendum liðum. íslenskir knattspyrnumenn
eru nú meöal leikmanna fjölmargra heimsþekktra félagsliða í löndum á borö við
Belgíu, Frakkland, Vestur-Þýskaland og Bandaríkin. Þá hafa margir leikmenn
verið framarlega í flokki knattspyrnumanna í Svíþjóð á síöustu árum, og ekki er
langt síðan íslendingar voru í toppliðum í Skotlandi, Danmörku og Hollandi, svo
dæmi séu nefnd.
Að þessu sinni er ekki ætlunin að gera neina allsherjar úttekt á frammistöðu
þessara íslensku knattspyrnumanna, þó vissulega væri þaö verðugt verkefni, og
sjálfsagt efni í margar blaðagreinar. Það verður aö bíða betri tíma, en aö þessu
sinni verður sviðsljósinu beint að einum þessara manna, Heröi Hilmarssyni, sem
undanfarið hefur fengiö mjög lofsamlega dóma fyrir leik sinn með sænska
fyrstudeildarliðinu AIK, sem er eitt kunnasta lið Svíþjóðar.
að liði ÍBA hafði verið skipt upp í
lið Þórs og KA, sem nú eru bæði í
fyrstu deild sem kunnugt er.
Hörður hefur einnig verið meðal
ieikmanna landsliðs íslands í
knattspyrnu, og um tíma var hann
fastur maður í íiðinu, og hefur alls
leikið fjórtán landsleiki. Enn er
ekki alít upp talið, því hann er
einnig meira en liðtækur hand-
knattleiksmaður, lék mörg ár með
KA á Akureyri er hann starfaði
þar sem kennari, og einnig hefur
hann leikið með fyrstudeildarliði
Vals, og verið leikmaður og þjálf-
ari annarrardeildarliðs Stjörn-
unnar í Garðabæ.
Nú tvö undanfarin ár hefur
Hörður á hinn bóginn leikið
knattspyrnu með Stokkhólmslið-
inu AIK. Blaðamaður Morgun-
blaðsins hitti hann að máli í
Svíþjóð fyrir skömmu, og ræddi
við hann um ýmislegt, sem að
knattspyrnunni lýtur, auk þess
sem talið barst að ýmsu öðru, svo
sem hvernig er að vera búsettur í
Svíþjóð, um íslendinga þar, „vel-
ferðarríkið" bar á góma og margt
fleira.
Gjörólíkar
aðstæður
„Ég hef að flestu leyti kunnað
mjög vel við mig hér hjá AIK,“
sagði Hörður, „og ég get ekki sagt
annað en að okkur falli ágætlega
að búa í Svíþjóð um tíma, þó ekki
komi til mála að setjast hér að
fyrir fullt og fast.
Allar aðstæður hér í knatt-
spyrnunni eru gjörólíkar því, sem
við eigum að venjast heima. Mik-
ilvægast í því sambandi er auðvit-
að, að hér er stunduð atvinnu-
knattspyrna, þar sem þorri knatt-
spyrnumanna í Svíþjóð fær dálag-
legar tekjur fyrir að leika með
hinum ýmsu liðum, og margir
gera ekkert annað. Svíar kalla
þetta að vísu ekki atvinnu-
mennsku, og í blöðum er talað um
að menn fari til atvinnumanna-
liða, er þeir fá samninga sunnar í
álfunni, í Þýskalandi, Belgíu eða
Hollandi eða annars staðar. En í
samanburði við knattspyrnuna
heima er þetta atvinnumennska
og ekkert annað, þó hitt sé auðvit-
að rétt að mikill munur er á
fjárhagslegu bolmagni liða hér
annars vegar og liða í Þýskalandi
hins vegar.
Aðalatriðið í samanburði á Is-
landi og Svíþjóð í þessu efni er
hins vegar það, að hér þurfa menn
ekki að leggja eins mikið á sig í
vinnu með knattspyrnunni eins og
heima. Flestir knattspyrnumenn í
Svíþjóð eru að vísu annaðhvort í
einhverju námi, eða þá að þeir
vinna lítilsháttar með fótboltan-
um. En æfingarnar hefjast yfir-
leitt þegar eftir hádegi, svo menn
stunda enga venjulega vinnu hér,
heldur í mesta lagi hlutastarf, eða
þá að þeir hafa mjög skilningsríka
vinnuveitendur. Heima þurfa
menn aftur að mæta á æfingar
þegar þeir hafa lokið sínum 10 til
12 stunda vinnudegi."
„Nei, ekki nema hvað ég vann
stuttan tíma hjá íslendingi hér í
Stokkhólmi, sem rekur eigið fyrir-
tæki, verslar með íslenskar vörur.
— Það gerði ég frekar til að hafa
eitthvað fyrir stafni, heldur en af
fjárhagslegri nauðsyn. Enda er
það svo hér í Svíþjóð, að ekki
borgar sig að vinna yfirvinnu,
skatturinn er fljótur að taka þá
aura til baka!
En verði af því að við verðum
hér eitthvað áfram, er ég ákveðinn
í að nota tímann til að læra
eitthvað, og kemur háskólanám af
einhverju tagi þá helst til greina.
Æfingar eru flesta daga hjá lið-
inu, tvo til fjóra klukkutíma dag-
lega, en þess utan ræður maður
sínum tíma sjálfur, og getur
hreinlega slappað af, unnið eða
setið á skólabekk, nú eða þá gert
eitthvað annað er til fellur hverju
sinni. Á sumrin er að minnsta
kosti ekki erfitt að finna sér
eitthvað til að gera, svo mikill
munur sem er á hinu íslenska og
sænska sumri, — hinu síðar-
nefnda til góða!
En varðandi aðstæðumar hér,
þá er það auðvitað fjölmargt
annað, sem máli skiptir en atvinn-
umennska eða hálfatvinnu-
mennska. Þar koma til hlutir eins
og sá aðbúnaður er viðkomandi
félög veita hverjum og einum
leikmanni: Menn þurfa ekki að
hafa áhyggjur af æfingabúnaði
sínum, við fáum jafn mörg pör af
skóm og við þurfum að nota
ókeypis, læknishjálp og nudd er til
staðar ef þörf krefur á hverri
æfingu og í leikjum, leikmenn
standa sjálfir ekki í neins konar
útréttingum fyrir sjálfa sig eða
félagið, hér er góð aðstaða í
félagsheimili, boðið er upp á mat
að loknum æfingum, og svo mætti
lengi telja. Hér er ekki um að
ræða félag, sem stenst samanburð
við auðugri félög í Evrópu, en
islensk félög eiga enn langt í land,
til að ná þangað sem Svíar eru
komnir á þessu sviði.“
The Black Army
Ekki verður svo sagt frá AIK-
félaginu, að ekki verði minnst
lítillega á stuðningsmannalið þess,
sem kallar sig Svarta herinn, The
Black Army.
treðst þá oft niður að hópi lög-
reglumanna, sem þar stendur vörð
innan við háa vírgirðingu. Þá
kemur oft fyrir að við leikmenn
reynum að róa stuðningsmennina,
enda slæmt ef þeir kæmu óorði á
félagið. Ég held þó ekki að neinn
vildi án Svarta hersins vera, og
fyrir kemur að leikmenn AIK
hendi skyrtum sínum til þeirra
sem gjöf, að launum fyrir dyggan
stuðning í erfiðum leikjum.
Því má bæta hér við, að eftir
einn þeirra leikja er blaðamaður
Morgunblaðsins sá, kom til nokk-
urra óláta milli The Black Army
og stuðningsmanna Djurgaarden,
sem einnig er Stokkhólmslið.
Lögreglan var hins vegar fljót að
stía liðunum sundur með hestum
sínum og hundum, meira að segja
var komið í veg fyrir að stuðn-
irigsmenn beggja liða færu í sömu
neðanjarðarlest inn í Stokkhólm
eftir leikinn. Einhverjir hlutu þó
pústra áður en lauk, og að minnsta
kosti ein bifreið var mikið
skemmd, en eigandinn hafði verió
svo óforsjáll að hætta sér á leik
Djurgaarden og AIK, með bíl sinn
merktan þriðja stóra félaginu í
Stokkhólmi, Hammerby, í bak og
fyrir. Fékk hann að launum, að
allar rúður voru brotnar, þurrku-
blöð rifin af og lakk á bílnum
stórskemmt. — Þegar við bárum
þetta undir Hörð sagði hann þetta
ekki algengt, en þó gerast alltaf
annað veifið. „Þetta er þó ekki
fátíðara en svo,“ sagði Hörður, „að
ég hef ekki lagt í að merkja bílinn
okkar með neins konar merkjum
frá AIK. Slíkt gæti haft slæmar
afleiðingar einhvern tíma, ef bíll-
inn væri á röngum stað á röngum
tíma að mati einhverra góðra
manna!“
„Standardinn*
í knattspyrnunni
hærri en heima
— Sjálf knattspyrnan, er mikill
munur á henni hér í Svíþjóð og