Morgunblaðið - 20.09.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.09.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1981 53 Umhverfismálaráð átelur málsmeðferð ViU kynna skipulagið í Sogamýri Á FUNDI Umhverfismálaráðs Reykjavikurborgar 9. september, kynnti Yngvi Loftsson tillögu að skipulagi á svæðinu milli Skeiðarvogs, Gnoðarvogs og Miklubrautar. Meirihluti borgarstjórnar hafði, áður en umhverfismálaráð fékk málið, feilt það að kynna þessa tillögu ibúunum i kring, eins og sjálfstæðismenn lögðu til. í umhverfismálaráði var aftur á móti samþykkt með 7 atkvæðum allra fulltrúa: „Umhverfismálaráð átelur harðlega að tillaga um deiliskipu- lag í Sogamýri, á grundvelli verð- launatillögu Ormars Þórs og örn- ólfs Hall, skuli ekki hafa verið send til umsagnar ráðsins, áður en borgarstjórn fjallaði um hana. Bendir ráðið á ákvæði í samþykkt- um um umhverfismálaráð, þar sem segir, að ráðið eigi rétt á að fá til umsagnar tillögur að skipulagi, áður en gengið er frá þeim. Leggur umhverfismálaráð áherzlu á að skipulagstillagan og ákvörðun borgarstjórnar verði kynnt íbúum í Langholtshverfi, næst svæðinu, þannig að mögulegt verði að taka tillit til athugasemda þeirra." Að svo búnu var skipulagið sjálft borið undir atkvæði, og svohljóðandi tillaga frá Álfheiði Ingadóttur samþykkt með 40 at- kvæðum gegn 3: „Umhverfismála- ráð fellst á að unnið verði deili- skipulag í Sogamýri á grundvelli verðlaunatillögunnar með þeim breytingum, sem borgarstjórn samþykkti 3. þ.m.“ Elín Pálmadóttir, Magnús L. Sveinsson og Sverrir Sch. Thor- steinsson óskuðu að yrði bókað: „Við vísum til fyrri afstöðu sjálf- stæðismanna í borgarstjórn og ítrekum, að við erum alfarið mótfallin því að frátekin útivist- arsvæði milli Miklubrautar, Gnoð- arvogs og Skeiðarvogs, sem í samþyktri áætlun um umhverfi og útivist átti m.a. að vera tengiliður útivistarsvæðanna milli Laugar- dals og Elliðaárdals, verði lagt undir íbúðabyggð. Við greiðum því atkvæði móti framlagðri tillögu." Norrænu félögin: Héraðsskrifstofum komið upp á öllum Norðurlöndum Kynningarfundir í haust ALLT FRÁ því að Norrænu félögin tóku að sér að kynna Norðurlandaráð og starfsemi þess, í tilefni 25 ára afmælis þess 1977, hafa viðræður átt sér stað milli Norrænu ráðherranefndar- innar og Sambands norrænu félaganna um hugsanlega aðild Norrænu félaganna að þvi, að allra þeirra norrænu stofnana landaráð, svo og starfsemi norrænu. Nú hefur verið ákveðið að veita í tilraunaskyni nokkru fé frá Norrænu ráðherranefndinni til þessarar starfsemi gegn jafn- háu framlagi annars staðar frá. Komið verður á fót héraðs- skrifstofum Norrænu félaganna á öllum Norðurlöndum. Hérlendis verður þessi starf- semi fyrst um sinn a.m.k. á Egilsstöðum og hefur Elísabet Svavarsdóttir, kennari, tekið að sér fyrirgreiðslu þar. Haldnir verða kynningar- fundir á austur- og væntanlega norðausturlandi nú í haust. Höf- uðáhersla verður lögð á heim- sóknir í skóla, svo og heimsóknir á fundi þeirra félaga sem hafa fasta fundartíma. veita upplýsingar um starfsemi sem eru í tengslum við Norður- þess og ráðherranefndarinnar Hefst þessi kynning á Egils- stöðum dagana 24. og 25. sept. nk. Þeir Árni Gunnarsson alþm. og formaður Norrænu menning- armálanefndarinnar og Hjálm- ar Ólafsson form. Norræna fé- lagsins munu heimsækja Menntaskólann og Grunnskól- ann á Egilsstöðum svo og hér- aðsskólann á Eiðum áður- greinda daga og einnig Rótary- klúbb Fljótsdalshéraðs á fimmtudagskvöldið þann 24. sept. Þeir flytja smá spjall, svara fyrirspurnum og sýna litskyggnur frá Austur-Græn- landi. Fréttatilkynning. Vinnuhópur Textílfélagsins. Frá vinstri: Sigurlaug Jóhannesdóttir, Steinunn Bergsteinsdóttir og Eva Vilhelmsdóttir. (Ljtem. Mbi. ói.k.m.) Fyrsta alþjóðaráðstefna hönnuða Fyrsta alþjóðaráðstefna hönnuða var haldin i Helsinki i Finnlandi 1.—8. ágúst sl. í tengslum við þessa ráðstefnu héldu norrænir fata- og textíl- hönnuðir sérstaka tveggja daga ráðstefnu. Textílfélagið var þátttakandi í báðum þessum ráðstefnum fyrir íslands hönd. Það var þriggja manna vinnu- hópur félagsins sem annaðist allan undirbúning vegna ráðst- efnanna og sótti þær. Sá hópur var skipaður þeim Evu Vil- hjálmsdóttur, Steinunni Bergst- einsdóttur og Sigurlaugu Jó- hannesdóttur. Textílfélagið fékk styrki frá Iðnaðarráðuneytinu, Iðnrekstr- arsjóði og fyrirtækjunum Ála- fossi og Hildu hf. til að senda fuiltrúa á ráðstefnurnar. Mikil undirbúningsvinna fylgdi þessu ráðstefnuhaldi og var m.a. upp- haflega áætlað að hvert þátt- tökuland legði til 192 litskyggn- ur, voru slíkar litskyggnur frá öllum Norðurlöndunum settar á myndsegulband og það sýnt margsinnis ytra. Var myndband- ið kallað „Clothes for Nordic Needs" og hefur Textílfélagið eintak af því í fórum sínum. Þess má geta að Textílfélagið er um þessar mundir að kanna mögu- leika á aðild að norrænu hönn- uðasamtökunum NORDFORM og alþjóðasamtökunum INTER- DESIGN. Type 04, Díesel/gas-knúinn — Sjálfskipting — Aflstýri — Tvöföld hjól aö framan — 360 veltibúnaður á gálga — Fullkomin vinnuljós og hreinsíbúnaður á útblæstri. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HR Hólmsgata 4 Bo» 906 121 flaykjsvlh kiís Ný LP Einars Vilbergs NOISE spilist hátt. Utgefandi Toni Permo. Dreifing FÁLKIN N Sími 84670. Platan ber heitið Noise! og á henni er að finna tíu rokkuð lög öll samin af Einari. Tónlist hans er verulega miklu þyngri en maður átti að venjast frá honum og lögin hafa yfir hrjúfum sjarma að búa. I lögum hans er ákveðni ef ekki frekja og þau krefjast hlustunar. Taktur er þéttur enda aðstoðar hann á plötunni úr- valsfólk, Ólafur Sigurðsson trommur (Kamarorghestar), Jón Ólafsson, bassi (Start) og Þorsteinn Magnússon gítar (ÞEYR). Þó svo að þagnimar hafi verið langar inn á milli þá er framlag.Einars Vilbergs til íslenskr- ar tónlistar ætíð stílhreint, alltaf skemmtilegt, ef ekki óvænt. Það skipir ekki máli þótt hann gefi út plötur með löngum millibilum svo lengi sem hann gefur út plötur. Tíminn. - M.G. 6/9-81.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.