Morgunblaðið - 20.09.1981, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.09.1981, Qupperneq 14
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1981 BALLETTSKÓLI EDDU ^ SCHEVING SKÚLAGÖTU 34 Kennsla hefst í byrjun október. Innritun og upplýs- ingar í síma 76350 kl. 2—5 eftir hádegi. Framhaldsnemendur hafið samband viö skólann sem fyrst DANSKENNARASAMBAND ISLANDS Gongu skíöa- menn Verð með bindingum kr. 1620. Nu er rétti tíminn að byrja að æfa fyrir veturinn. Hjolaskiöin eru frábært æfinga- tæki. UTILIP Glæsibæ, sími 82922. Höganii5 Á GÓLF OG VEGGI ÚTI OG INNI Höganás gólf- og veggflísar henta hvort sem 0 er á heimilinu eða vinnustaðnum. Skoðið úrvalið í sýningarsal verslunar okkar. Höfum einnig Höganás flísalím, fugusement og áhöld. VILJIR ÞÚ VANDAÐ ÞÁ VELUR ÞÚ HÖGANÁS = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, SÍMI 24260 HEIMILISHORNIÐ Umsjón: Bergljót Ingólfsdóttir Clark Gable og Vivien Leigh til vinstri, Morgan Brittany og Ed Winter til hægri. Steinselja og graslaukur Þeir sem eru með steinselju og graslauk í garðinum og nota mikið þurfa ekki aö hlaupa út og skera sér til einnar máltíðar. Steinselja geymist ágætlega í glasi með vatni í við venjulegan hita í eldhúsi eöa búri, það er því fljótlegt að grípa til þess þegar þarf. Graslaukinn er hægt aö hreinsa og klippa niður þurran og setja í glerkrús og geyma í kæliskáp. Það er þá handhægt að setja krúsina á boröíð og setja innihaldið út á ofanálegg eða annaö þaö sem á borðum er. Ef steinselja er orðin eitthvað lítilfjörleg útlits er ráðlagt að láta hana liggja í volgu vatni í 'h klst. og þerra svo. Því er meira að segja haldið fram, að bragöið verði greinilega sterkara við það. Hresst upp á steinseljuna. Á hverfanda hveli Þeir sem á unglingsórum sáu kvikmyndina Á hverfanda hveli og grétu fögrum tárum yfir örlögum aöalsögupersónanna hafa ef til vill gaman af aö sjá mynd af leikurunum, sem tóku aö sér hlutverk Scarlett O’Hara og Rhett Butler í sjónvarpsþáttum, sem geröir voru á síðasta ári í Bandaríkjunum. Gerðir hafa verið nokkrir þættir eftir frægum kvikmyndum frá þeim árum þegar Hollywood var í reynd stórveldi í kvikmyndagerð. Þessi þáttagerð gengur undir nafninu „Moviola“ og hefur orðið mjög vinsæl meðal bandarískra áhortenda. Myndin, sem fylgir, sýnir Vivien Leigh og Clark Gable í hlutverkum sínum í myndinni Á hverfanda hveli. Hin myndin er af þeim nýju Scarlett og Rhett úr þáttunum og heita þau Morgan Brittany og Ed Winter. Enn er til blómkál Blómkálið er ekki horfið af markaónum svo tækifæri er enn til að fá sér til frystingar. Veróió veröur varla hag- stæðara, hjá Sölufél. garðyrkjumanna selja þeir nú kíió af 1. flokki á kr. 14.00 sé keyptur kassi meó 7 kílóum í. Það má því segja að hægt sé að gera góö matarkaup og ekki úr vegi aó nota sér blómkáliö með- an þetta ástand varir (sem að öllum líkindum veröur aóeins í skamman tíma). Því er um að gera aó notfæra sér þetta Ijúfmeti til matar og reyna þá eitthvað nýtt, sem viö höfum ekki á borð- um daglega. Blómkál er gott í hrásalat, soðiö í súpu og meira að segja hægt aö hafa þaó steikt. Það getur verið hvort heldur vill aðalréttur eöa meðlæti. Blómkálsgratin 500 gr. blómkál, 50 gr. smjörliki, 4 matsk. hveiti, 3 dl. mjólk, 200 gr. rifinn ostur, helst bragó- sterkur, 3 egg, salt. Blómkálið soöið í léttsöltuöu vatni þar til það er næstum meyrt. Búinn er til þykkur uppbakaöur jafningur úr smjöriíki, hveiti og mjólk. Ostinum bætt út í og potturinn tekinn af hellunni. Síöan er eggjarauöunum bætt í og hrært vel á milli, saltaö aö smekk og aö síöustu er stífþeyttum hvítunum bætt út í. Blómkáliö sett í smurt eldfast mót og jafningnum hellt yfir, bakaö í ofni ca. 15 mín. Blómkál meó rækjum 1 meöalstórt blómkálshöfuö, smjörlíki, 2 harðsoöin egg, 1 matsk. af graslauk, 1 matsk. steinselja, rækjur, 100—200 gr. Blómkálið soöiö í léttsöltuöu vatnl, vatniö látió síga vel af, kálinu haldiö heitu. Rækjurnar (magnið fer eftir ósk og efnum) látnar brúnast örlítið í smjörlíkinu og raöaó í kringum kálhöfuöió. Smátt skoriö eggiö og grænmetið sett út í feitina og síöan hellt yfir káliö. Gróft brauó boriö með. Blómkálsbakstur í ofni 1 blómkálshöfuö soöiö þar til þaö er næstum meyrt, lagt í eldfast mót, krydd og smjörbitar settir yfir. Síöan er bakaöur venjulegur jafn- ingur úr soöinu og mjólk aö þörfum, bragöbætt aö smekk. Jafningnum er hellt yfir káliö og ostur í sneiöum, eöa rifinn, settur yfir, bakaó í ofni smástund. Ath. með blómkálinu má setja annaö grænmeti, kaldar soðnar kartöflur, rækjur, kalda skinkubita eóa annaö soöiö kjöt. Ljómandi gott meö nióursneidd- um steiktum pylsum eöa kjötbúö- ingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.