Morgunblaðið - 20.09.1981, Page 16

Morgunblaðið - 20.09.1981, Page 16
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1981 Bræðurnir Sighvatur á Grund ok Snorri í Reykholti, sem þeir leika, Gísli Haildórsson o« Sigurður Hallmarsson. Höföingjar Sturlungaaldar, bræðurnir Snorri, Sighvatur og Þóröur, synir þeirra Sturla, Órækja og Sturla, Gizur Þorvaldsson og Þorvaldur í Hruna faöir hans, Kolbeinn ungi, Hákon konungur og Skúli hertogi, auk margra annarra stórmenna, munu birtast íslendingum á nýstárlegan hátt í kvöld, er Sjónvarpið frumsýnir á íslandi kvikmyndina um Snorra Sturluson. Mikiö hefur veriö rætt og ritað um kvikmynd þessa, og ekki ástæða til að orðlengja frekar um hana hér. Þó skal þess getið að handrit myndarinnar gerði dr. Jónas Kristjánsson í samvinnu við Þráin Bertelsson, en sá síðarnefndi annaðist jafnframt kvikmyndastjórn. Þulur í myndinni er dr. Kristján Eldjárn, og tónlistina samdi Karl J. Sighvatsson. Nokkur helstu hlutverk eru í höndum Sigurðar Hallmarssonar, sem leikur Snorra, Egils Ólafssonar er leikur Sturlu Sighvatsson, Hjalta Rögnvaldssonar er leikur Gizur Þorvaldsson, Gísla Halldórssonar er leikur Sighvat Sturluson á Grund, og Rúrik Haraldssonar er leikur Þórð Sturluson. Hallveigu Ormsdóttur leikur Kristbjörg Kjeld, og Hallberu Snorradóttur Helga Jónsdóttir. Nafngreindir leikarar eru annars taldir 39, en auk þeirra kemur fjöldi manna við sögu. Söguefnið er sótt í íslendingasögu þá, er Sturla Þórðarson ritaði, en hann var bróöursonur Snorra, og því nátengdur höfuðpersónunum í vígaferlum og valdatafli Sturlungaaldar, er svo var nefnd eftir ættmennum hans. Sjálfur var Sturla raunar viöriðinn ýmsa atburöi þessara viðsjárverðu tíma, og ætti því að geta sagt rétt og satt frá. í myndinni er stiklað á stóru í lífi Snorra Sturlusonar frá því er hann fæðist í Hvammi í Dölum árið 1179, og til ársins 1229. Þá er í fyrri hluta myndarinnar fylgst með Snorra á tímabilinu 1229 til 1234, en þá er Sturla Sighvatsson við hirð Hákonar í Noregi, og tekst á hendur að koma íslandi undir konung. Jafnframt hyggst Sturla senda Snorra utan. í síðari hluta myndarinnar er sagan svo rakin frá 1236 um veturinn er Sturla fer aö Snorra, og síðan allt til 23. september 1241, er Snorri er veginn í Reykholti. Hér á eftir fara nokkrir kaflar úr íslendingasögu, sem öllum eru gerö nokkur skil í kvikmyndinni. Fyrst er kaflinn um Apavatnsfund þeirra Gizurar Þorvaldssonar og Sturlu Sighvatssonar, þá er kafli úr frásögninni af örlygsstaðabardaga, og loks fer kaflinn um víg Snorra hér á eftir. Apavatnsfundur var árið 1238, sem og bardaginn við Örlygsstaði í Skagafiröi, ein mannskæðasta orrusta íslandssögunnar. ,,0k nú vinna smádiöflar a mér“ - Nokkrir kafiar úr íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, en kvikmyndin um Snorra Sturluson verður sýnd í sjónvarpinu í kvöld Apavatnsfundur Sturla reið til Apavatns með allan flokkinn snemma dags. Létu menn hesta sína á gras, því at eigi skorti áifanga, ok var þat fyrir helguviku. Þat vár var alira vára bezt. Gizurr kom, er á leið daginn, með fjóra tigu manna. Hann hafði valit menn með sér. Þar var Klængr Bjarnarson, frændi hans, með honum. Hann átti heima á Breiðabólstað með Ormi bróður sínum. Þeir Sturla ok Gizurr ganga á tal, ok hverr annarra talaði við sinn kumpán. Þeir váru fóstbræðr Sturla Þórðarson ok Klængr, ok gengu þeir á tal. Spyrr Klængr Sturlu: „Munuð þér eigi svíkja oss? Þá værið þér gersimar, ef þér gerðið þat.“ „Hví spyrr þú slíks?" segir Sturla, „ok mun þat fjarri fara.“ „Vér gerðum orð á slíku með oss,“ segir Klængr. En þess hafði nær hverr spurt sinn félaga. Þeir Sturla ok Gizurr tóku tal með sér. Spurði'Sturla austan yfir ár. En Gizurr segir þar kyrrt allt ok engan safnað. Sturla spurði, hvárt hann myndi nökkut þurfa meira lið suðr at hafa en þá var þar. Gizurr segir hann eigi þurfa, at hann færi, er engi var safnaðr fyrir. Sturla lézt vilja, at hann færi. En Gizurr taldist undan, en lézt fara mundu, sem hann vildi. Síðan spyrr Gizurr at vápnum Klængs, er tekin váru í Bæ, sverð ok brynja, ok lézt vilja, at þá heimtist um. Sturla kvað Lauga-Snorra vita um brynjuna, en Þórð Guðmund- arson um sverðit. „Mun ek nú,“ segir hann, „kalla þá hingat með vápnin." Síðan gekk Sturla til þeirra Þórðar ok Snorra ok bað þá ganga til Gizurar ok geyma hans, hvat sem í gerðist. Eftir þat ferr hann til trúnaðarmanna sinna ok segir, at hann lézt eigi vita, með hverju Sunnlendingar fóru, kallaði Gizur undan teljast at fara með þeim, — lézt ok eigi vita þat, nema safnaðr væri á Rangárvöllum ok væri sú ráðagerð, at þeim sé ætlat at verða í klofanum, „en Gizurr fari eftir oss, ef vér förum suðr. Vil ek þat ekki undir þeim eiga. Skulum vér taka Gizur með valdi, en taka af þeim vápnin öllum." Böðvarr gekk til Sturlu bróður síns ok segir honum hljótt, hvat títt var. Klængr spyrr Sturlu, hvat Böðvarr talaði. Hann kvað þat ómerkiligt, en bað þá vera báða samt, hvat sem í gerðist. Klængr lézt þat gjarna vilja. Þá gekk Sturla Sighvatsson til manna Gizurar ok kallaði hátt, bað þá leggja vápnin, kallaði eigi betr, at þar létist menn nökkurir. Gizurar menn brugðu við hart, ok brotnuðu spjótsköft þeirra sum. Björn kægill ok Teitr Álason kómust ór þrönginni, ok var Björn tekinn af bræðrum sínum. Þá kallaði Gizurr á þá, at þeir skyldi leggja vápnin ok hafa eigi líf sitt í hættu. Gáfu þeir þá upp vápnin. Gizurr spyrr Sturlu þá, hví hann léti leggja hendr á hann. Sturla bað hann ekki efast í því, at hann ætlaði sér meira hlut en öðrum mönnum á íslandi. „En mér þykkir sem þá sé allir yfir- komnir, er þú ert, því at ek uggi þik einn manna á Islandi, ef eigi ferr vel með okkr.“ Síðan var bók tekin ok fengin Gizuri. Bað Sturla hann sverja útanferð sína ok at halda trúnað við hann. Gizurr spyrr, hvárt hann skyldi vinna norrænan eið eða íslenzkan. Sturla bað hann ráða. „Þá mun ek norrænan eið vinna," segir Gizurr, „er ek skal þangat fara. En þat mun ek segja fyrir eið minn, at ek skal til þín aldri öfugt orð mæla ódrukkinn." Síðan vann Gizurr eið, ok váru þeir allir um nóttina þar. En um daginn eftir sneri Sturla flokkinum út í Grímsnes ok svá til Ölfuss. Reið Giztírr fyrir allan dag. Þeir riðu út um Álftavatn ok höfðu heldr djúpt. Var Sturla heldr ófrýnn ok djúphugsaðr, en Gizurr var hinn kátasti ok reið um kveldit út til Reykja. Váru þá sendir menn um Grímsnes ok Ölfus eftir nautum ok váru rekin til Reykja ok etin þar um helgina. Þá kom þar Ormr Svínfellingr með sveit manna. Þar kómu frændr Gizurar: Teitr bróðir hans ok Hjalti, sonr Magnúss biskups, ok Magnús Hallsson. Var þá talat um, hverr taka vildi ríki Gizurar ok halda af Sturlu ok vera skyldr liðveizlumaðr hans, hverr sem í móti væri. En þar gekk engi maðr jafnglatt undir sem Hjalti bisk- upsson at heita öllu því, er Sturla mælti til. Þat er sögn Gizurar sjálfs, at þá er þeir námu staðar í hrauninu fyrir ofan Álftavatn ok sátu á baki, ok þagði Sturla svá um hríð. Ok er svá hafði verit um stund, mælti hann: „Ríðum enn.“ Hefir Gizurr þá helzt grunat, hvárt Sturla efaðist þá eigi, hvern veg hann skyldi af gera við hann ok enn fleiri menn aðra. Þeir Sturla fóru eftir helgina suðr í Flóa. Var Gizurr i sveit með Böðvari. Váru þeir í Villingaholti nökkurar nætr. Síðan átti Sturla fund við Þjórsá. Tók þá Hjalti við öllum goðorðum Gizurar ok hét því at veita Sturlu, við hvern mann sem hann ætti málum at skipta. Fóru þeir siðan austr yfir á. Reið Sturla í Odda með sveit sína, en þeir Böðvarr ok Gizurr fóru á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Sturla bar sakir á Harald Sæ- mundarson um bjargir Arons Hjörleifssonar, ok galt hann þar fyrir lönd tvau í Skagafirði, Hall- dórsstaði á Langaholti ok Þor- brandsstaði í Norðrárdal. En eftir þat kallaði hann stað- inn í Odda hálfan í arf Álfheiðar. Lýsti hann því, at hann vildi þar engar samningar um aðrar en hafa staðinn. Síðan var sent eftir Kol, ok kom hann á fund Sturlu. Kom þar ekki öðru við en hann skyldi gjalda Ormi hundrað hundraða, en Sturla tók á fé Kols varðveizlu- handsölum ok skyldi þó af hafa þrjá tigu hundraða. Ormr tók við Gizuri ok skyldi geyma hans, þar til er hann færi útan. Björn reið á Kjöl norðr ok var ekki við þat, er Sturla var á Rangárvöllum. Sturla sendi Svarthöfða Dufg- usson ofan í Eyjar eftir yxnum Kols. En er þeir váru við yxnarétt- ina, kom Björn þar ok var með Kol í greiðslum. Þeir Svarthöfði vildu hafa arðruxa, er þar var í réttinni. En þeir Björn mæltu hann undan ok buðu fyrir annan uxa upp í Landeyjum. Þá hljóp Guðmundr bösull í réttina ok elti út alla uxana. Stigu þeir Svarthöfði á bak ok fóru leið sína, ok skildi þar með þeim. Sturla fór með flokk sinn út i Skálaholt. Þar fann hann Einar Þorvaldsson í kirkjuskoti. Var Einarr svá styggr, at þeir máttu ekki tala. En Einarr fór eftir þat á Kjöl norðr ok þeir frændr ok fundu þar Kolbein unga. Gerðu þeir ráð sitt. En Sturla fór vestr til heraða. Þeir Kolbeinn frændr réðu þat á Kilinum, at þeir skyldi flokka uppi hafa ok slíta eigi fyrr en aðrir hvárir væri í helju, Sturla eða þeir. Gekk Hjalti þá í þetta vandræði með þeim. Gerðu þeir þá ákveðit með sér, nær þeir skyldi finnast á Beitivöllum með alla flokka sína. Gizurr var með Ormi, sem fyrr var ritat. Hann fekk komit bréfi austan til trúnaðarmanna sinna, at þeir skyldi koma á mót honum, ef frændr hans fengi afla nökkurn. Víg Sturlu og Sighvats á Orlygsstöðum Gizurar menn grýttu á lið Sturlu í fyrstu. Þá mælti Gizurr: „Kastið þér eigi grjóti í lið þeirra, því at þér takið stór högg af því sama grjóti, þá er þeir senda þat aftr.“ Áskell, sonr Skeggja Árnasonar, hafði verit með Sturlu ok farit til hrossa um morgininn. Hann varð svá nauðuliga staddr, at hann hljóp í flokkinn Sunnlendinga ok fór með þeim til bardagans. En er saman laust liðinu, komst hann til sinna manna ok hitti þar félaga sinn, er Þorkell hét, ok mælti: „Nú eru brögð við. Ek hefi verit í liði Sunnlendinga, svá at þeir hafa eigi vitat." Þá mælti einn sunnlenzkr maðr: „Eigi skyldir þú lengi eiga at hælast við oss.“ Stálhúfan var hölluð á höfði Áskatli ok lausar kinnbjargirnar. Þorkell mælti: „Settu betr húfu þína, en ek mun hlífa þér meðan." Þá kom Þorkatli steinshögg, ok snerist hann þá við óvinum sínum. Þá lagði maðr til hans með spjóti, ok hjó hann þat af skafti. Þá brá hinn sverði. En Þorkell hjó á hönd honum, ok fleiri unnu á honum. Þorkell komst heill á braut, en Áskell fell þar. I þenna tíma var kallat á Sturlu menn, at óvinir þeirra væri komn- ir á bak þeim, ok váru þeir Kolbeinn þar. Þá sneru Sturlu menn á mót þeim ok urðu þá í kvínni ok drógu sik ór norðr í gerðit. Þar fell Ögmundr Kol- beinsson í kvínni. En þá var Kolbeinn Sighvatsson ok hans menn komnir á flótta upp ór gerðinu. En Eyfirðingar váru þá komnir í gerðit, ok lagði Guðmundr Gíslsson til Halls ór Glaumbæ Þorsteinssonar, svá at hann fell. Sighvatr gekk þá suðr eftir gerðinu á mót Skagfirðingum. Hann var í bláum kyrtli ok hafði stálhúfu á höfði, en öxi forna ok rekna í hendi, er Stjarna hét. Hann helt um skaftit fyrir neðan augat ok sneri frá sér egginni, en veifði skaftinu. Maðr mælti til hans, sá er gekk ór kvínni: „Gakktu eigi þar fram, Sighvatr, þar eru óvinir fyrir." Hann svarar engu ok gekk sem áðr. Þorvarðr ór Saurbæ gekk með honum ok Sighvatr Rúnólfsson ok Sámr, húskarl hans Þorvarðs. Árni Auðunarson gekk fram með Sighvati ok hjó til beggja handa. Kolbeins menn spurðu, hví hann léti svá, lítill maðr ok gamall. „Ek ætla mér ekki á braut," sagði hann. Þeir Sighvatr fjórir fellu suðr af gerðinu. Þá kom at Björn Leifsson ór Ási ok skaut skildi yfir Sighvat, en

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.