Morgunblaðið - 20.09.1981, Side 18

Morgunblaðið - 20.09.1981, Side 18
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1981 CARGOLUX 2.-3. STÆRSTA VÖRUFLUTNINGAFLUGFÉLAG HEIMS Báöar Boeing 747 Jumbóþotur Cargolux í hlaöi í Luxemborg. Reikna með um 28% aukningu á þessu ári „Auðvitað hafa tvö síðustu ár verið okkur erfið eins og öllum flugfélögum, hvar sem er í heiminum. Við höfum hins vegar verið réttu megin við rauða strikið, þ.e. hagnaður hefur verið af rekstri félagsins bæði 1979 og 1980, þó sýnu minni í fyrra,“ sagði Einar ólafsson, forstjóri Cargolux í Luxemborg, í samtali við Mbl. þegar undirritaður var á ferð í Luxemborg fyrir nokkru. „Það eiga öll flugfélög í vand- ræðum um þessar mundir, þó svo hægt hafi á eldsneytishækkunum í bili. Hvað það verður veit énginn. Annars er það annar stór póstur í rekstrinum, sem veldur okkur töluverðum vandræðum, en það eru hinir gífurlega háu vextir, sem við verðum að greiða af lánum vegna annarrar Boeing 747-þot- unnar okkar, en meginhluti lán- anna er í dollurum. Lánin af seinni vélinni eru hins vegar mest bundin við þýzk mörk og sterl- ingspund og eru okkur því léttari í skauti. Það eru gífurlegir blóðpeningar að borga yfir 20% vexti af þessum lánum á sama tíma og verðbólga í landinu er ekki helmingur af því,“ sagði Einar Ólafsson, forstjóri Cargolux, ennfremur. Áður en lengra er haldið er eflaust rétt að geta þess, að Cargolux er í eigu fjögurra aðila, sem eiga 25% hver. Þeir eru Flugleiðir, Luxair, Salen-sam- steypan sænska og svo alþjóðlegt verktakafyrirtæki, sem kom inn í fyrirtækið í sumar. Eftir hluta- fjáraukninguna, sem varð í sumar, er hlutafé fyrirtækisins 300 millj- ónir Luxemborgarfranka, en heimild er fyrir því að auka hlutaféð í 500 milljónir franka. Einar Ólafsson, forstjóri Cargo- lux, var fyrsti starfsmaður félags- ins, en áður var hann stöðvarstjóri Loftleiða í Luxemborg. „Þetta byrjaði með því, að ég var fenginn til að sjá um rekstur hins svokall- stóð Biafrastríðið yfir." Þó einkennilegt megi virðast, hafa Íslendingar jafnan litið á Cargolux sem íslenzkt fyrirbrigði og áhugi manna hér á landi hefur jafnan vaknað, þegar Cargolux hefur komið inn í umræðuna, hvort heldur í fjölmiðlum eða annars staðar. Þetta er kannski ekki svo skrýtið þegar litið er á þá staðreynd, að margir forsvars- menn fyrirtækisins eru einmitt íslenzkir. Einar Ólafsson er eins og áður gat forstjóri fyrirtækis- ins. Þá má nefna framkvæmda- stjórana Gunnar M. Björgvinsson, Jóhannes Einarsson og Sigurð Jónsson. Gunnar lét að vísu fyrir skömmu af starfi sem fram- kvæmdastjóri hjá fyrirtækinu og kom inn í stjórn þess. Þá er Ragnar Kvaran yfirflugstjóri Cargolux. Auk yfirmanna fyrirtækisins eru fjölmargir aðrir íslendingar starfandi hjá Cargolux, sérstak- lega meðal flugliða félagsins. Þó má geta þess, að Halldór Guð- mundsson veitir starfsemi Cargo- lux í Norður-Ameríku forstöðu, Sigmar Sigurðsson er fram- kvæmdastjóri skrifstofunnar í Hong Kong og Steindór Ólafsson hefur nýlega verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrir brezka og írska markaðssvæðið. Formleg starfsemi Cargolux hófst í maímánuði 1970 og var flogið á CL-44-skrúfuþotu frá Canadair. í september sama ár flaug Cargolux svo sitt fyrsta flug til Hong Kong, en í dag er flugið til og frá Hong Kong stærsti þátturinn í starfsemi félagsins. Á árinu 1971 jókst starfsemi Cargolux verulega, þegar félagið tók inn í reksturinn þrjár CL-44-vélar til viðbótar. Mest var flogið til staða í Afríku, en segja má, að flogið hafi verið vítt og breytt um heiminn þá þegar á öðru ári félagsins. Fimmta CL-44-vélin bættist svc í flotann árið 1972 og þá var tekið upp í fyrsta skipti fast vikulegt fiug til og frá Hong Kong. Starf- semi félagsins jókst jafnt og þétt og á árinu 1973 kom fyrsta DC-8-þotan í flota félagsins, en átturnar hafa í gegnum tíðina verið uppistaðan í flota Cargolux, eða þar til félagið fékk Jumbóþot- urnar, Boeing 747, á síðustu tveimur árum. Á árunum 1974—1976 varð sú breyting á flota Cargolux, að félagið seldi tvær af eldri CL-44-vélum sínum og fékk DC-8-þotur í staðinn, en árið 1976 samanstóð floti félagsins af þrem- Einar Olafsson, forstjóri Cargolux. Unniö viö hleöslu. Önnur Jumbóþota félagsins tilbúin til flugtaks í Hong Kong ur DL-44-skrúfuþotum og þremur DC-8-þotum. Stöðug aukning hefur orðið á flutningum félagsins í gegnum árin og í ársbyrjun tók félagið við Boeing 747, Jumbóþotu, nýrri frá Boeing-verksmiðjunum, en auk hennar voru í flota félagsins fjórar DC-8-þotur og tvær Boeing 707-þotur. Ekki var þar látið staðar numið, því á seinni hluta næsta árs, 1980, bættist svo önnur ný Jumbóþota í flotann og ein DC-8-þota til viðbótar. í dag er'Cargolux í 2.-3. sæti yfir stærstu vöruflutningaflugfé- lög heimsins. „Ástandið hjá okkur í dag er þannig, að flotinn er algerlega fullnýttur, er á lofti um 14 klukkustundir á sólarhring. Það er í raun ógerlegt að nýta hann betur, og höfum við þó varla undan í flutningum okkar," sagði Einar Ólafsson. Félagið flýgur fimm sinnum í viku til Austurlanda fjær og tvær ferðir í viku til Bandaríkjanna og Mexíkó, auk ýmiss konar óreglu- bundins flugs vítt og breitt um heiminn. Að sögn Einars Ólafs- sonar stendur svo til að bæta við einu flugi til viðbótar til Austur- landa fjær. Það má reyndar geta þess, að tæplega 60% af öllum tekjum félagsins koma inn vegna flutninga til Mið-Austurlanda og Austurlanda fjær, 10% vegna flutninga til Afríku, 3,5% vegna flutninga til Bandaríkjanna, en þess ber þó að geta, að þeir flutningar fara stöðugt vaxandi og eru tiltölulega nýir af nálinni. Aðrar tekjur félagsins koma vegna ýmiss konar leigustarfsemi og viðhaldsþjónustu, sem félagið selur út. Aðspurður um afkomuna á síð- asta ári sagði Einar, að heildar- velta félagsins hefði verið 3.954 milljónir franka, hefði aukizt úr 3.074 milljónum franka, eða um 28,6%. Hagnaður af rekstri Cargo- lux á síðasta ári var um 6,4 milljónir franka, samanborið við 78,2 milljónir árið á undan. Það er því eftirtektarvert, að á sama tíma og langflest flugfélög heims- ins tilkynna um verulegan rekstr- arhalla fyrir árið 1980 kemur Cargolux út réttu megin við strik- ið. — „Árið í fyrra var erfitt fyrir okkur, en árið í ár verður ekki betra, það er alveg ljóst,“ sagði Einar Ólafsson, „en eins og ég sagði áður, þá ollu gífurlega háir vextir af lánum vegna kaupa okkar á annarri Jumbóvélinni okkur verulegum vandræðum á síðasta ári, en ofan á það bætist svo eldsneytisverð, sem var mjög hátt á síðasta ári. Hvernig það verður er ekki gott að gera sér grein fyrir. Það hefur að vísu heldur dregið úr hækkunum síð- ustu mánuði, en það getur verið tímabundið ástand." Verður aukið við flotann á þessu ári, eða hyggið þið á einhverjar stórbreytingar? — „Það er alveg Ijóst, að við munum ekki bæta við flotann á þessu ári. Þeir vextir, sem í boði eru á peningamörkuð- EITT FÁRRA FLUGFÉLAGA, SEM SKILAÐI HAGNAÐI Á SÍÐASTA ÁRI 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.