Morgunblaðið - 20.09.1981, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1981
59
um eru okkur algerlega ofviða eins
og ástandið er í dag. Slíkir hlutir
verða að bíða betri tíma. Það sem
við hins vegar stefnum að í
breytingum, ef hægt er að kalla
breytingar, er fjölgun vöruhúsa á
hinum ýmsu stöðum, sem við
fljúgum til. Okkur varð nokkuð
ágengt í þeim málum á síðasta ári.
Auk þess höfum við áhuga á að
bæta verulega flutningabílaþjón-
ustuna," sagði Einar Ólafsson
ennfremur.
Aðspurður sagði Einar Ólafs-
son, að Boeing 747, Jumbóþotur
félagsins, hefðu komið mjög vel út
rekstrarlega, í raun betur heldur
en menn höfðu þorað að vona í
upphafi. — „Góð útkoma á þeim
byggist reyndar á því, að hægt sé
að nýta þær til hins ýtrasta, og
það hefur okkur tekizt," sagði
Einar.
Hvað gerið þið ráð fyrir mikilli
veltuaukningu á þessu ári og hvað
reiknið þið með að flytja mörg
tonn af vörum? — „Við gerum ráð
fyrir um 20% veltuaukningu á
þessu ári, þ.e. að velta fyrirtækis-
ins verði eitthvað í kringum 4.750
milljónir franka. Eins og málin
horfa í dag, þá lítur allt út fyrir að
okkur takist að ná því takmarki
okkar," sagöi Einar Ólafsson. —
Eins og fram hefur komið var
velta félagsins 3.954 milljónir
franka 1980 og var árið þar á
undan 3.074 milljónir franka. Árið
1978 var velta félagsins tæplega
2.480 milljónir franka, árið 1977
2.390 milljónir franka og 1.990
milljónir franka árið 1976.
„Hvað varðar flutningana, þá
reiknum við með um 28% aukn-
ingu í tonnum, eða aukningu úr
58.275 tonnum á siðasta ári í um
74.600 tonn á þessu ári,“ sagði
Einar Ólafsson. — Flutningar
félagsins hafa aukizt nokkuð jafnt
og þétt í gegnum árin, voru 37.500
tonn árið 1976, 45.500 tonn árið
ur-Ameríku, níu í Austurlöndun
fjær, tvær í Mið-Austurlöndum
eina í Afríku og eina í Suður
Ameríku.
Aðspurður um nýja markað
sagði Einar Ólafsson, forstjór
Cargolux, að stöðugt væri unnii
að markaðsathugunum, t.d. hefði
Cargolux-menn rætt mjög ítarleg:
við yfirvöld í Malasíu um hugsan
legt reglubundið flug þangað. —
„Það eru hins vegar ennþá nokkui
ljón í vegi fyrir því, að hægt verði
að fljúga þangað. Flutningakerfií
)ar innanlands er t.d. ekki upp á
)að bezta," sagði Einar Ólafsson.
Hong Kong hefur í gegnum
tíðina verið sá staður í Austur-
löndum fjær, sem langmestir
flutningar hafa farið í gegnum.
Það er hins vegar eftirtektarvert á
síðustu tímum hversu mikil aukn-
ing hefur orðið á flutningum frá
bæði Japan og Taiwan. Þá hafa
flutningar fyrirtækisins í gegnum
Singapore aukizt verulega í seinni
tíð.
Félagið hefur flogið reglubundið
flug til Nígeríu síðustu misserin
og hefur aukning þar verið um-
talsverð, var t.d. um 40% á síðasta
ári.
Þegar ég spurði Einar Ólafsson,
forstjóra Cargolux, að því hvaða
vörur félagið flytti helzt, brosti
hann, fannst spurningin greini-
lega ekki við hæfi. „Við flytjum
allt milli himins og jarðar sem á
annað borð er hægt að koma fyrir
í flugvélum," sagði Einar Ólafs-
son. — í þessu sambandi má
kannski skjóta inn slagorði, sem
æir Cargolux-menn hafa alltaf
verið hrifnir af: „You name it, we
fly it.“
Eins og áður sagði, eiga Flug-
leiðir 25% hlutafjár í Cargolux, en
af þeirra hálfu sitja í stjórn
'yrirtækisins þeir Alfreð Elíasson,
Jergur G. Gíslason og Sigurður
lelgason, en Bergur kom inn í
Frá vöruafgreiöslu félagsins í Luxemborg, en um hana sér Luxair
1977, 53.200 tonn árið 1978, 57.000
tonn árið 1979 og 58.275 tonn í
fyrra eins og áður sagði. Ástæðan
fyrir svo stóru stökki upp á við nú
er tilkoma seinni Boeing 747-
Jumbóþotu félagsins, en flutn-
ingsgeta þeirra er gífurleg. Það
má skjóta því inn, að engin flugvél
hefur farið á loft með annan eins
þunga og nýrri Jumbóþota félags-
ins, sem á síðasta ári hóf sig á loft
með um 336 tonn í heildarþunga,
þ.e. eigin þyngd, eldsneyti og
vörur.
Hjá Cargolux starfa um 500
manns frá liðlega 35 þjóðlöndum,
langflestir þeirra í Luxemborg.
Félagið er með 12 skrifstofur víðs
vegar um Evrópu, auk aðalskrif-
stofunnar í Luxemborg. Þá hefur |
félagið þrjár skrifstofur í Norð-
stjórnina fyrir skömmu, þegar
Örn O. Johnson óskaði eftir að
draga sig í hlé. Stjórnarformaður
Cargolux er Roger Sietzen, for-
stjóri Luxair, flugfélags þeirra
Luxemborgarmanna.
Á ellefu ára ferli Cargolux
hefur þróun fyrirtækisins verið
með ólíkindum hröð. Árið 1970 var
byrjað að fljúga einni
CL-44-skrúfuþotu, en í dag er
Cargolux í 2.-3. sæti yfir stærstu
vöruflutningaflugfélög heimsins,
með tvær Boeing 747-Jumbóþotur
í flotanum, auk fjögurra
DC-8-þotna, sem eru mjög heppi-
legar til vöruflutninga og einnar
Boeing-707-þotu. Það er því óhætt
að fullyrða að vel hefur verið á
málum haldið á þeim bæ í gegnum
árin. — Sighvatur Blöndahl.
?
er á réttu línunni
ANNIVERSARV
...............-.....
ÆM
jiTT’-n ■ Q
Q tiíO
0 O O O C C O
n...
5 8 •
Komiö og hlustiö á heimsins minnstu hljómtæki,
sem hljóma ekki síöur en þau stærstu.
ÞaÖ þarf ekki aö fjarlægja margar bækur til þess aö
AIWA
hljómtækjasamstæöan komist vel fyrir.
Allt til hljómflutnings fyrir:
HEIMILIÐ - BÍLINN
0G
DISKÓTEKIÐ
3
ARMULA 38 (Selmúla megm) 105 REYKJAVIK
‘íiMAR 31133 83177 POSTHOLF 1366
NÝ NILFISK
Nú er
sterka ryksugan
ennþá sterkari.
Nýr súper-mótor:
áður óþekktur
sogkraftur.
Ný sogstilling:
auðvelt að
tempra kraftinn
Nýr ennþá stærri
pappírspoki með
hraðfestingu.
Ný kraftaukandi
keiluslanga með
nýrri festingu.
Nýr vagn sameinar
kosti hjóla
og sleða.
Auðlosaður í stigum
SOGGETA I SÉRFLOKKI
liinsuikur mótor. cfnisgæði. mark-
vissi byggingarlag. afbragðs sog-
siykki já. hvcrl smáatriði smðlar
að soggclu i scrflokki. fullkominni
orkunýlingu. fyllsta
notagildi og
dxmalausri cndingu.
GERIÐ SAMANBURÐ:
Sjáið l.d. hvcrnig slicrð. lögun og
staðsctning nvja
Nilfisk-risapokans
tryggir óskert sogafl ,
jW'lt I hann safnist.
f - Eþ
GÆÐI BORGA SIG:
Nilfisk er vönduð og Ueknilega
ósvikin. gerð til að vinna sitt verk
fljótt og vel. ár eftir ár. með lág-
marks truflunum og tilkostnaði.
Varanleg: til lengdar ódýrust.
Afborgunarskilmálar.
Traust þjónusta.
1^11 CICIT keimsins besta ryksuga
■■^^ I%^|\ Stórorð, sem reynslan réttlætlr. ## ■■ I
FYRSTA FLOKKS FRA FÖNIX
HÁTÚNI — SÍMI 24420