Morgunblaðið - 20.09.1981, Page 23

Morgunblaðið - 20.09.1981, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1981 63 + Farkosturinn sem flutti félagana til Skotlands fyrir 36 árum, Kataiina-flugbáturinn sem oft var kallaður „Pétur gamli“. Myndin er tekin i Skerjafirði. + Frá vinstri: Jón Jóhannesson, Jóhannes Snorrason og Robert Jack. + bessa mynd tók Sigurður Ingólfsson af farþegunum i fyrsta fluginu með íslendinga tii útlanda árið 1945, en hann var vélstjóri í þeirri ferð. Ferðalangarnir voru auk Jóns og Róberts, þeir Hans Þórðarson og Jón Einarsson sem nú eru látnir. Til minningar um fyrsta flugið + Þessi mynd var tekin á dögunum. þegar þeir Jón Jóhannesson stórkaupmaður og séra Robert Jack afhentu Jóhannesi Snorrasyni yfirflugstjóra áletraðan silfurbakka til minningar um tvær flugferðir sem þeir höfðu farið saman og Jóhannes verið við stjórnvölinn í bæði skiptin. Önnur ferðin var fyrsta flugferð íslendinga til útlanda árið 1945 í Katalína-flugbáti Flugfélagsins og var þá flogið til Largs í Skotlandi. Hin ferðin var siðasta farþegaflug Jóhannesar, en þá flaug hann einmitt til Skotlands og bauð þá þeim Jóni og Robert með. félk i' fréttum Hljómsveit Gissurar Geirssonar hættir + í blaðinu Dagskráin sem gefið er út á Selfossi er smáfrétt frá Gissuri Geirssyni hljómlistar- manni þar sem hann tilkynnir að hljómsveit hans, eða Hljómsveit Gissurar Geirssonar, hefji ekki störf að nýju eftir sumarleyfi. Hljómsveitin hafi starfað saman í 10 ár og segir Gissur í blaðinu að það sé að sínum dómi mátulegur aldur á hljómsveit. Allir hlutir þurfa endurnýjunar við og ekki síst fyrirtæki sem þessi, segir Gissur Geirsson. Svona var hljómsveit Gissurar Geirssonar skipuð um árabil, frá vinstri: Sigfús ólafsson, Skúli Einarsson og Gissur Geirsson. Þ«s»i mynd er af islenskum úrtmiöum sem nýverið eðttu nsmskeið Ebauch- ee-fyrirtakieini eem tramleiðir m.a. Microma-úr. Frane Micheisen, umboðe- maður tyrirtnkieine á íslandi, sá um und- irbúning að nám- ekeiðinu, eem heppnaðist i alla etaði vel. Á myndinni eru úremiðir ásamt fulltrúa Ebauches og Frane og syni hane og er ein stúlka i hðpnum, Birta Ein- arsdðttir frá Akur- eyri. Forstjórinn leit hér við + World Carpets mun vera eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum og þrátt fyrir smwð markaðarins hér sá forstjórinn ástæðu til að líta hér við og kynnast aðstæðum. Myndin var tekin á flugvellinum: Frá vinstri Omar Kristjánsson, Shaheen Shaheen, frú Shaheen, flugstjóri. John Shaheen m. son, frú John Shaheen. Ellert Shcram ritstjóri Visis, Bjarni Einarsson hjá Fram- kvæmdastofnuninni og Guðfinnur Einarsson framkvæmdastjóri i Bolungavik, standa hér fyrir utan Morgunblaðshúsið, brosmildir á svip. Um hvað þeir eru að tala veit enginn nema þeir, en varla eru það efnahagsmálin þvi þá væru þeir varla svona hýrir á svip. + Nýlega höfðu viðkomu hér á landi hr. Shaheen Shaheen, forstjóri World Carpets í Dalton, Georgía. Hr. Shaheen kom hér í einkaþotu sinni, ásamt syni sínum John Shaheen og eiginkonum, til skrafs og ráðagerða við umboðsaðila sinn hér á landi, Ómar Kristjánsson, forstjóra Þýzk-íslenzka verzlunarfé- lagsins hf. Hr. Shaheen hefur, þrátt fyrir smæð okkar þjóðar, séð ástæðu til að heimsækja okkur, þrátt fyrir að fyrirtæki hans, World Carpets, sé eitt hið stærsta sinnar tegundar í heiminum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.