Morgunblaðið - 20.09.1981, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 20.09.1981, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1981 69 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI Menntun nútímans Við, sem komin eru yfir miðj- an aldur, höfðum þá hugsjón að koma börnum okkar til manns og mennta, minnug fárra tæki- færa, fátæktar og þrotlausrar vinnu til að draga fram lífið, um annað var ekki að ræða. Nú er öldin önnur, tækifæri mörg og flestar leiðir opnar ef þær eru notaðar. Eftirfarandi gerðist við einn af framhalds- skólum borgarinnar þegar verið var að taka á móti nýnemum, „busum". Þeir eldri og mennt- aðri, sem margir voru undir áhrifum áfengis framkvæmdu athöfnina. Nokkur atriði úr þessum ljóta leik fara hér á eftir: „Busum" var smalað saman í sal skólans í hálfrökkri. Síðan slógu „böðlar" hring um „bus- ana“ svo þeim varð ekki undan- komu auðið, þá hófst sýning klámmynda, sem voru aðallega samfarir, og var myndavél beint að kynfærum leikara. A meðan öskruðu „böðlar“: „Þetta gerið þið og þetta eigið þið að gera,“ o.s.frv. Annað atriði var sett var á svið krossfesting með tilheyr- andi ópum og ókvæðisorðum í líkingu við krossfestingu Krists og var einn „businn" þolandinn. Margt fleira fór þarna fram í þjónustu við það dýrslegasta í manneðlinu, en verður ekki rak- ið hér. Hvað finnst ykkur uppalendur góðir? En þetta menntun barna okkar, sem við borgum fyrir? Eiga skólastjórar og kennarar frí á þessum tyllidögum? Hvar er eftirlitið og hver ber ábyrgð- ina? Þrír hneykslaðir uppalendur. í SÍÐASTA tölublaði Nýs lands Vilmundar er plötudómur um plötur Árna Johnsen. Plötudóm- ur Nýs lands er reyndar seinn á ferð því plötur Árna komu út fyrir 5 til 10 árum eða svo. En það skiptir ekki öllu máli, heldur hitt hvað Vilmundur segir um plöturnar. Hann er hrifinn af þeim og er það auðvitað ágætt. En hann þrástagast á því bæði í fyrirsögn í sjálfri greininni, að kommarnir haldi því fram að Árni sé laglaus. Gaman væri að vita hvað Vilmundur er að reyna að gera með því að segja þessa fjarstæðu. Er hann að reyna að koma því inn hjá kommunum að þeim eigi að finnast Árni lag- laus? Eða hvað er maðurinn eigin- lega að fara? Ég hef verið einn heitasti aðdáandi Árna Johnsens frá því ég man fyrst eftir mér. Mér til ánægju komst ég að því strax að Árni er mjög vinsæll músíkant hjá kommum eins og öðrum. Það má jafnvel segja að það sé einkenni Árna hvað póli- tískir andstæðingar hans virða hann mikils. Auðvitað dettur engum í hug að halda fram að Árni sé einhver John Lennon eða Bubbi Morth- ens. Árni er framar öllu söngvari augnabliksins, stemmningarinn- ar. Og talandi um Bubba þá var hann, herstöðvarandstæðingur- inn og anarkistinn, einmitt ný- verið að lofa Árna í Helgar- póstsviðtali. Þetta er bara eitt talandi dæmi af mörgum. Hafi Vilmundur einhversstaðar heyrt komma rægja Árna sem músík- Vilmundur Gylfason Vísa vikunnar Slagö vó lúftan 217 kiló Áðra eins spröku hafa Isfirðingar ekki séð í áratugi MOTOKIiÁTI RINN hnKÍIritð kuni ur lyrsli tnKvriði' Mirnum af irKWéftlnni undan Itilnum í morgun \flinn »ar l.'» leMir iflir l'. vilarhringo fur lli lmingur aflan> \»r kuli ug hilmingur þurskur \nk þi ss \eiddu þi ir sta rstu sproku. sem her hefur si-sf um aralugaskeiö. hun \o sla gö 217 kíló. \ar 208 im long. I2ft i m hn-IA og !1ft i m þ>kk um miöjuna. I.iiftan fi'kkst i trollið a .’»!) faðma d\pi i kolaholfinu. s« m opnaö \ar I. scptemhi'r ut af Kitnum. noröan \ið Djupalinn fjorir Imtur u Isitfirði og Súðuvik b> rjuðir vi iðiir þi.rn;i ullir ru-kjubut ti.|>v. íð.iin jiur Iil ru-kjuvi-r nð h. fst iiii. iniðjufl okloln r i. •» \likiðv.,r Ki-kiðjov.n •t liiðun Giiðmofl.liir Solvuiuin i Kink biiðinin sugði. uð lúðun v uti mj.« f»'il ..g ufbrugð- matur Ih'iknuð. hunn nieð, uð hún tflun.li m-Iju-I ..II i Ki-khuð N..n\iiiiunguns I Ifar Þeir sem sprundum sprikla með fá sprökuafla heztan. Þeir eru goðir þannig séð þarna fyrir vestan. Hákur Árni Johnsen ant þá hefur þar annað hvort verið um algjöra undantekningu eða hreinlega misheyrn að ræða. Að lokum vil ég skora á fólk að kynna sér plötur Árna, ef það þekkir þær ekki þegar. Því þó Plágan með Bubba sé kannski bezta íslenzka poppplatan þá eru plöturnar hans Árna a.m.k. næst beztar. J.I. Þessir hringdu Jarðskjálftarnir 1896 og þrjú börn Þórunn Kristinsdóttir hringdi: „Ég las þessa grein í Morgun- blaðinu um jarðskjálftana hér á Suðurlandi, í Ölfusi og víðar. Það rifjaðist ýmislegt upp fyrir mér við lestur greinarinnar því ég er einmitt fædd jarðskjálftaárið 1896. í jarðskjálftanum féll bær- inn á Brjánsstöðum á Skeiðum en móðir mín, Ólavía Sigríður, var þar til heimilis. Hún ól svo barnið sitt í brekánstjaldi úti á túninu og Athugasemd við dóm Vilmund- ar um plötur Árna Johnsen sagði sér hefði orðið það til lífs að tíðin var alveg sérstaklega góð. Þetta var ég, gamla konan, sem nú er orðin 85 ára, sem fæddist þarna í tjaldinu. Svo var ég skírð úti á túni — það var sr. Brynjólfur á Ólafsvöllum sem skírði mig viku eftir að ég fæddist, ég var skírð úti á túni undir berum himni því öH hús voru fallin. Nú, en þetta blessaðist allt ágætlega. En það voru tvö önnur börn sem fæddust þarna í jarðskjálftunum, drengir hvor tveggja. Annar fæddist einhversstaðar í hlöðu á Skeiðunum og var hann látinn heita Hlöðver. Ég vissi aldrei hvað af honum varð. Hinn drengurinn sem fæddist fór fljótlega í fóstur til Magnúsar Benjamínssonar, sem mig minnir að hafi verið gullsmiður og úrsmiður í miðbæ Reykjavíkur. Magnús ól hann upp því þau hjónin voru barnlaus, og gaf honum síðar stórt hús sem stóð á móti Farsóttarhúsinu við Þingholtsstræti. Þessi uppeldis- sonur Magnúsar, kona hans og tvær dætur, en nú er nokkuð um liðið síðan hann dó. Mig langaði bara tii að biðja Velvakanda að koma því á framfæri hvernig þetta gekk til með okkur, þessi þrjú börn sem fæddust í jarð- skjálftunum 1896.“ SlGeA V/öGÁ £ \tLVtmi Alla baddarí fransí biskví? Ef þú ætlar aö læra frönsku þá láttu veröa af því! í Alliance Francaise. færöu fyrsta flokks kennslu. Innritun hefst mánudaginn 21. september í Franska bókasafninu Laufásvegi 12, 2. hæö, kl. 17—19. 40 klst. kosta 600—800 kr. eftir námsstigum. Afsláttur fyrir yngri en 20 ára. m 1982 ^RGERESRmR áleiðinni til landsins Auói Nýjir bílar Betri búnaður Betriveið IhIheklahf JLaugavegi 170-172 Sími 21240 PRISMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.