Morgunblaðið - 20.09.1981, Síða 30
70
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1981
Umajön: Séra J6n Dalbú Hróbjartnson
Séra Karl Siyvrbjörnsson
Siyuröur Pdlsson
AUDROTTINSDEGI
„Horfdu
ekki á vínið... “
Ég man þaö er ég
sem strákur sá í barna-
blaöinu Æskunni áhrif-
amikla mynd. Hún
sýndi vínglas, og í glas-
inu hringaöi sig and-
styggileg eiturnaöra.
Og ekki var mynda-
textinn síöur áhrifa-
mikill, oröin úr Orö-
skviöum Salómons:
„Horfðu ekki á vínið
hve rautt það er, hver-
su það glóir í bikarn-
um og rennur Ijúflega
niður, að síðustu bítur
það sem höggormur,
og spýtir eitri sem
naðral“
Þaö þykir víst ekki
góö latína nú á dögum
aö bera svona lagaö á
borö fyrir börnin. Ef-
laust hefur þaö veriö
sannaö vísindalega
hve gamaldags,
ómögulegur og for-
kastanlegur svona
áróöur er. Nú á aö
fræða um þessa hluti
fremur en aðvara,
upplýsa fremur en ala
upp. Þess vegna meö-
al annars eru þeir svo
margir unglingarnir,
sem veröa aö kynnast
af eigin sáru raun, aö
þessi tilvitnun í hinn
djúpvitra Salómon er
ekki bara oröskviöur
úr forneskju, heldur
ægilegur raunveruleiki,
ægilegri en nokkur
getur gert sér í hugar-
lund.
Áfengismálin hafa
mjög veriö í brenni-
depli undanfariö og er
þaö vel. Þaö hafa
vissulega unnist stórir
sigrar hvaö varöar
hjálp viö áfengissjúkl-
inga og aöstandendur
þeirra, og hundruö ef
ekki þúsundir manna
hljóta virka hjálp og
ganga í endurnýjun
hugarfarsins til lausnar
úr viöjum vímufíkninn-
ar.
Viö eigum nú þróað
og öflugt hjálparkerfi til
hjálpar drykkjusjúkum
og AA samtökin og
Al-Anon vinna stór-
kostlegt starf. En viö
megum ekki láta þaö
villa okkur sýn. Það er
enn mikill vandi á
höndum og stórkostleg
vá fyrir dyrum.
Þeir eru enn furöu
margir, sem blindir eru
á raunverulega orsök
áfengisvandamálsins,
og tala af hrifningu um
„vínmenningu" annarra
þjóöa. Og enn er vitn-
aö til oröanna aö „rón-
arnir hafa komiö óoröi
á blessaö brennivíniö".
Þaö vakti þó mikla
athygli er Alþjóöa heil-
brigðismálastofnunin
lýsti því yfir, að áfeng-
issýkin væri alþjóölegt
vandamál, og ein al-
varlegasta ógnunin viö
heilbrigöi mannkyns.
Þessi athyglisveröa
ályktun benti tíka á, aö
frumforsenda áfengis-
vandamálsins sé ekki
félagslegs eðlis, eins
og haldiö hefur veriö
fram, sem aukin
menntun og upplýsing
geti bætt um, heldur
einmitt „blessaö
brennivíniö" áfengiö
sjálft.
Þessu hafa reyndar
bindindisfélög haldið
fram alla tíð, og áfeng-
isvarnarnefndir og
áfengisvarnarráö, en
veriö sorglega van-
megna og hlotiö lítinn
hljómgrunn. Og nú er
Ijóst, að áfengið er
orðinn miklu ríkari
þáttur í almennum lífs-
háttum manna og á
ótrúlega mörgum
heimilum, þar sem
óhugsandi heföi veriö
fyrir nokkrum árum aö
áfengi væri haft um
hönd, — er nánast
orðiö jafn sjálfsagt aö
gestum sé boöiö vín-
glas eins og molakaffi.
Þessari hugarfars-
breytingu eiga fjölmiöl-
arnir mikla sök á meö
markvissum áróðri í
nafni betra lífs, en
naöran liggur undir,
naöran sem spýtir eitri
lánleysis, upplausnar,
sorgar og dauöa.
Þaö þarf meira en
lítið átak til aö sporna
gegn þessari öfug-
þróun og vekja nýtt,
virkt almenningsálit
gegn vímugjöfum! Þaö
þarf samstillt átak
bindindisfélaga, æsku-
lýösfélaga, íþróttafé-
laga, kirkju og skóla og
annarra uppalenda
meö virkum stuöningi
fjölmiðla til aö vekja
nýtt, öflugt almenn-
ingsálit gegn eitrinu til
betra lífs, heilbrigöara
siögæöismats og lífs-
hátta.
10 líkþráir
Lúk. 17:11-19
Fátt er eins dapurlegt aö lesa um í Nýja testamentinu eins og
líkþráa menn. Þeir voru sá hópur manna sem samfélagið hafnaöi
gjörsamlega. Þeir höföu tapaö öllu og tífiö varö ömurlegt svo og svo
lengi, uns þeir dóu fjarri ástvinum sínum. Sjúkdómurinn var vægast
sagt hræöilegur og smitandi var hann, þannig aö samfélagiö kunni
ekki annaö ráö en útiloka sjúklingana frá öllu samneyti viö annaö
fólk.
Jesús Kristur mætti þessu fólki alveg á sama hátt og öörum.
Hann spuröi ekki um heföbundnar reglur og fordóma í sambandi viö
umgengni viö líkþráa frekar en aöra. Hann gekk rakleiöis inn í neyö
þeirra og hreinsaði þá, sbr. guöspjall dagsins.
Eitt af því sem rís hæst í þessari frásögu er sú staöreynd aö
aöeins einn þakkaöi Jesú, hinir gengur allir burt þegjandi. Þá spuröi
Jesús: Hvar eru þeir 9? — Frá því aö þetta geröist, hefur í rauninni
þessi spurning lifað og menn spyrja hennar í ýmsum aöstæöum
lífsins. Spurningin er gott sjálfsprófunarefni fyrir alla menn.
Öll höfum viö hlotiö svo og svo miklar gjafir úr hendi Guös, aö viö
höfum ríka ástæöu til aö sýna þakklæti okkar í verki.
Stundum finnst okkur allt dapurt og vonlaust í þessu lífi. Ekki síst
líður okkur þannig þegar viö höfum mætt sorg eöa þjáningu. En þá
er gott aö hitta einhvern sem leiðir manni fyrir sjónir, hvaö þaö er í
rauninni margt sem viö getum glaöst yfir, þrátt fyrir allt. — Ef til vill
finnst okkur viö ekki hafa oröiö fyrir kraftaverki, en hvaö er
kraftaverk? Hugsaöu þér lífiö sjálft sem hrærist umhverfis þig.
Hugsaöu um fæöingu lítils barns, hvaö þaö er stórkostlegt
kraftaverk aö þaö skuli lifa og vera fullskapaö. — Þannig mætti
lengi telja, allt eru þetta teikn um mátt Guös og miskunn, sem .
ástæöa er til aö viðurkenna meö því aö sýna þaö í verki.
Þaö var aöeins einn sem sneri viö. Er þaö ef til vill þannig í lífinu
almennt, aö aöeins tíundi hver maöur kunni aö þakka Guði? Ef svo
er, þá er þaö allt of lítiö.
Guöspjalliö minnir okkur á aö viö erum í þakkarskuld viö skapara
okkar og getum sýnt þaö með ýmsu móti. Besta þakklætiö er í því
fólgiö aö koma til Jesú, eins og líkþrái maöurinn geröi og færa
honum þakklætiö. Hann gefur okkur þá kraft og gleöi til aö halda
áfram og fullna skeiöiö. Þaö aö koma til Jesú er aö fylgja honum til
oröa og athafna, hlusta á oröiö hans og þrá aö gera þaö sem hann
kallar okkur til hverju sinni.
BIBLÍULESTUR
vikuna 20. til 26. sept.
Sunnudagur 20. sept. — Lúk. 17, 11 — 19.
Mánudagur 21. sept. — 2. Kor. 1, 1 — 11.
Þriðjudagur 22. sept. — 2 Kor. 3, 1 — 18.
Miðvikudagur 23. sept. — 2. Kor. 4, 16—5, 10.
Fimmtudagur 24. sept. — 2. Kor. 5, 14—6, 2.
Föstudagur 25. sept. — 2. Kor. 9, 1 — 15.
Laugardagur 26. sept. — Matt. 6, 19—23.
Við söfnumst saman í stofunni, eða við
rúm barnanna, kveikjum á kerti, spenn-
um greipar og biðjum saman:
Hvað getum við þakkað Guði fyrir í
dag?
— Börnin koma sjálf með tillögur.
Síðan biðjum við og þökkum:
Góði Guð, við þökkum þér fyrir
þennan dag. í kvöld viljum viö sérstak-
lega þakka þér.
Síðan getum við lesið saman eöa
sungið:
Nú gjaldi Guði þökk
hans gjörvöll barnahjörðin,
um dýrð og hátign hans
ber himinn vott og jörðin.
Frá æsku vorri var
oss vernd og skjól hans náð,
og allt vort bætti böl
hans blessað líknar ráð.
Viö lesum úr Biblíunni textann skv.
Biblíulestraskránni, eöa: „Verið ávallt
glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Veriö
glaöir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum
mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki
hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum
hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn
og beiðni og þakkargjörð. Og friöur
Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun
varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í
Kristi Jesú.“ (Fil. 4, 4—7.)
Síðan biðjum við Faðir vor og förum
með blessunarorðin.
Framleiðendur - Innflytjendur
Ungur sölumaður getur tekiö að sér sölu og ef til vill
dreifingu í Reykjavík og úti á landi, á seljanlegum
vöruflokki.
Tilboð sendist Morgunblaöinu fyrir föstudag merkt:
„D — 7623“.
Kaupum grös og blóm
Óskum eftir aö kaupa pressuö íslensk blóm og falleg
strá í kippum. Verður notaö til aö brenna í steinleir.
Æskilegt aö fá úr sem flestum landshlutum. Aðeins
íslenskar tegundir.
Uppl. í Glit næstu daga kl. 1—2 e.h. í síma 85411.
Glít hf., Höfðabakka 9.