Morgunblaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981 íþróttaskórnir ffrábæru í ffjölbreyttu úrvali Safari: V Stærðir 3%-10. Stærðir 3Vi—14’/%. Verð frá kr. 270-420. KLAPPARSTÍG 44, SÍMI 11783. Ný snyrtistofa Hársnyrti- og snyrtistofan Saloon Ritz hefur nýlega opnað í húsnæði við Laugaveg í Reykjavík. Er þar veitt margs konar þjónusta svo sem klipping. blástur, lagning, litun o.fl. Þá er boðið upp á margs konar snyrtiþjón- ustu. Eigcndur Saloon Ritz eru Guðjón Þór, Jón Stefnir, Guðrún Þorbjarnardóttir og Sigríður Eysteinsdóttir. Nýja þyrlan í steypuvinnu á skíðasvæði ÍR HIN nýja þyrla Landhelgisgæzlunn- ar, TF-GRO, var fyrir skömmu notuð við steypuvinnu er steyptar voru undirstöður fyrir skíðalyftumöstur uppi á Skarðsmýrarfjalli, sem er á skíðasvæði ÍR-inga við Hamragil og Kolviðarhól. Fór þyrlan samtals 80 ferðir með 40 tonn af steypu frá botni Hamragils og upp á fjallið og var verkinu að fullu lokið á sex klukkustundum með tilheyrandi hlé- um til eldsneytistöku. ÍR-ingar eru nú að ljúka við að reisa lyftu upp á toppi Skarðsmýr- arfjalls, en þegar verkinu verður Einhleypir mun fleiri en heimilin FJÖLSKYLDUBÖND eru ekki eins sterk og áður og einstæð- ingura fjölgar, segir í kafla um mannfjölda í nýútkominni Ár bók Reykjavíkur 1981. Fjöldi heimila, samkvæmt kjarnafjöl- skylduhugtaki Hagstofu íslands stóð nánast í stað á árunum 1975 til 1979, en hækkaði síðan um rösklega 100 á árinu 1980 og hafa heimilin ekki verið færri síðan 1973. Ef flett er upp í töflum kemur fram að einhleypir í Reykjavík eru 25.718 talsins. Heimilin eru ekki nema 19.819 og stórfjölskyldur fáar. Tveggja manna fjölskyldurn- ar eru langflestar eða 9.571, þriggja manna fjölskyldur 4.708, 4ra manna fjölskyldur 3.633 en stærri fjölskyldur eru mun færri, fimm manna fjöl- skyldur 1.555, sex manna fjöl- skyldur aðeins 311, 7 manna fjölskyldur 36 og aðeins fimm 8 manna fjölskyldur. Það kemur fram í Árbók- inni að fjöldi einstæðra mæðra í borginni er 2.606 og einstæðra feðra 120. Stærsti hópurinn er með börn á skóla- aldri 7—12 ára eða 1.268 börn, á barnaheimilisaldri 2—5 ára eru 904 börn einstæðra for- eldra, sex ára eru 219 þessara barna, 735 börn eru 13—15 ára og innan við ársgömul eru 508 börn. Á árinu 1970 voru að jafnaði 2,65 íbúar um hverja íbúð í Reykjavík í stað 3,35 íbúa árið 1980. TF-GRO hangir yfir mótinu fyrir undirstöður skíðamasturs og félagar í skíðadeild ÍR losa steypuna í mótið áður en þyrlan svffur aftur niður í gilið, en samtals fór þyrlan 80 ferðir með 40 tonn af steypu. Ljósm. Mbl. Ágúst Björnsson. lokið opnast nýtt og víðfeðmið skíðaland þar efra. Frá botni Hamragils og upp á Skarðsmýr- arfjall er styzta leið um einn kíló- metri og hæðarmismunur er 330 metrar, en þangað verður hægt að komast í tveimur lyftum, sem taka hver við af annarri. Með tilkomu nýju lyftunnar verða þrjár skíðalyftur á ÍR- svæðinu, og í næsta nágrenni er skíðasvæði Víkings með einni lyftu. ÍR-ingar hafa þegar hafist handa við að reisa eina lyftu til viðbótar, barnalyftu, á svæði sínu. Við neðri mörk nýju lyftunnar verður einnig reist stórt stjórnhús þar sem viðurværi og salerni verða fyrir gesti skíðalandsins. Flugmenn þyrlunnar voru þeir Björn Jónsson og Benóný Arn- grímsson. í spjalli við Mbl. sagði Benóný að þeir hefðu verið heppn- ir með veður meðan á verkinu stóð og þyrlan reynst í alla staði vel, væri dugleg og afar hentug til verka af þessu tagi. Þeir Björn og Benóný flugu þyrlunni um síðustu helgi til Siglufjarðar, tæpra tveggja klukkustunda flug, og voru þar við steypuvinnu af sama tagi og að framan er lýst, fyrir Póst og síma og á skíðalandi Siglfirðinga. Fulbright- styrkjum fækkar Wa.shington, 9. de»ember. HELMINGI lægri fjárhæð verð- ur varið til Fulbright-styrkja 1 Bandaríkjunum í ár en í fyrra. Cassandra Pyle formaður nefnd- arinnar sem sér um úthlutun styrkjanna sagði að alls 22,5 milljónir dollara yrðu borgaðar úr sjóðnum í ir en í fyrra voru styrkir gefnir fyrir 48,1 milljón dollara. Pyle sagði að Fulbright- prógrammið myndi af þessum sökum alit að því leggjast niður í 69 af 120 löndum og að það myndi koma verst niður á van- þróuðu löndunum. Bandaríkin standa þegar Sovétríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Vestur-Þýskalandi og Japan að baki hvað styrk- veitingar til menningar- og menntamála varðar. Niður- skurður ríkisstjórnar Ronald Reagans forseta á fjárlögum gerir þennan mun jafnvel meiri. Sovétríkin styrkja t.d. tíu sinnum fleiri erlenda stúd- enta til náms en Bandaríkin. Telja margir að þetta kunni að koma Sovétríkjunum að góðu í alþjóðasamskiptum þegar fram í sækir og óttast að stefna Reagans kunni að draga úr skilningi og þekkingu er- lendis á Bandaríkjunum og sjónarmiðum þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.