Morgunblaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981 Hringvegurinn: Benzfnkostnaðurinn liðlega 1200 krónur eyði bíllinn um 10 lítrum benzíns á 100 km SÉ HRINGVEGURINN ekinn á venjulegum fólksbíl, sem eyðir um 10 lítrum benzíns á 100 km, er benzínkostnaðurinn eftir síðustu benzín- hækkun, sem tók gildi í vikunni liðlega 1200 krónur, en var fyrir hækkun um 1140 krónur. Sé hringvegurinn hins vegar ekinn á eyðslufrekari bíl, sem eyðir um 15 lítrum benzíns á 100 km, er benzínkostnaðurinn lið- lega 2400 krónur, en var fyrir hækkun um 2280 krónur. Benzínkostnaður ökumanns á bíl, sem eyðir um 10 lítrum benz- íns á 100 km, og ekur til Þing- valla og til baka, er eftir hækk- unina um 94 krónur, en var fyrir hækkun um 88 krónur. Eyði bíll- inn um 15 lítrum benzins á 100 km, er kostnaðurinn um ' 140 krónur eftir hækkun, en var um 132 krónur fyrir hana. Loks ef bíllinn eyðir um 20 lítrum benz- íns á 100 km, er benzínkostnað- urinn um 187 krónur eftir hækk- un, en var fyrir hana um 176 krónur. Þá má taka dæmi af manni, sem ekur til Akureyrar og til baka. Benzínkostnaðurinn ef bíllinn eyðir um 10 lítrum benz- íns á 100 km er liðlega 760 krón- ur eftir hækkun, en var um 720 krónur fyrir hana. Eyði bíllinn um 15 lítrum benzíns á þessari leið, er benzínkostnaðurinn um 1150 krónur eftir hækkun, en var fyrir hana liðlega 1080 krónur. Loks ef bíllinn ereyðslufrekur og eyðir um 20 lítrum benzíns á 100 km, þá er kostnaðurinn eftir hækkunina liðlea 1520 krónur, en var fyrir hana liðlega 1440 krónur. Til skýringa þá er hringvegur- inn liðlega 1420 km, leiðin til Akureyrar og til baka um 900 km og leiðin til Þingvalla og til baka er liðlega 110 km. Qlafsvík: Félagsstarfi eldri borg- ara hrundið af stað Olafsvík 8. desember. ÓLAFSVÍKURDEILD RKÍ hefur hrundið af stað félagsstarfsemi í þágu eldri borgara. Bauð deildin, á sunnudag eftir mes.su, til kaffisamsætis öllum Olafsv- íkingum 60 ára og eldri. Fjörutíu til fimmtíu manns komu og þáðu veitingar og auk þess var nokkur dagskrá. Akveðið er að hafa opið hús fyrir aldraða mánaðarlega í vetur og hef- ur deildin fengið til liðs við sig önn- ur félagasamtök og klúbba til að annast þetta, þar á meðal Lions- klúbbinn, sem árlega hefur haft samkomur fyrir eldri borgara hér. Margskonar önnur starfsemi í þágu aldraða er nú til athugunar hjá Ólafsvíkurdeildinni. Veður nánar ákveðið um slíkt eftir áramót, þeg- ar gengið hefur frá stofnun félags sem sérstaklega mun helga sig vel- ferð eldri borgara og er hugmyndin að aldraðir eigi stóran þátt í stjórn- un þess. Formaður Ólafsvíkurdeildar RKÍ er Gestheiður Stefánsdóttur og í forystu í sérstakri öldrunarnefnd er Guðrún Alexandersdóttir. Helgi BARNAHEIMILIÐ Múlaborg var opnað í janúar 1975 í glæsi- legum húsakynnum við Ármúla. Nú dvelja þar 75 börn á hverj- um virkum degi. Sum koma á morgnana og eru til hádegis, önnur koma um hádegi og eru til klukkan 6 að kvöldi. Börnin eru frá aldrinum eins árs til sex ára og er ólíkum aldurshópum skipt saman í þrjár deildir. Fjórða deildin er þarna starf- andi. Hana skipa fimmtán hreyfihömluð börn, sem einnig hafa samneyti við hinar deild- irnar. Fjórir þroskaþjálfar og ein að- stoðarstúlka eru starfandi á deildinni með hreyfihömluðum 08 fylgja þeim í aðrar deildir eft- ir þörfum. Margt hefur verið gert þarna til að búa dvalarstað barnanna sem best, eftir aðstæð- um þeirra. Aðhlynning er þar á besta máta og sjúkraþjálfi æfir börnin dag hvern. Forstöðukona í Múlaborg hefur frá byrjun verið Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Það er lærdómsríkt að ganga með henni um deildirnar, fræð- ast og finna hinn lifandi áhuga hennar fyrir öllum litlu öngun- um og velferð þeirra. Alúðlegt og brosmilt starfsfólk vermir and- rúmsloftið. Flest eru börnin úti að leika sér, nema á deild hreyfihaml- aðra. Þar sitja sum og teikna, raða kubbum eða skoða myndir — öll önnum kafin. Önnur eru undir verndarvæng þeirra er hjálpa til. Mildar, lágværar raddir blandast saman. Alls staðar er reynt að hafa sem mest tjáskipti og sem best samband við börnin. Von í tveimur hliðarherbergjum eru aðstaða til sjúkraþjálfunar og þar er verið að þjálfa börn. — Ingibjörg. Það er lítil telpa, sem situr við borðið og er eitt- hvað að sýsla, sem kallar í Ingi- björgu og hefur sýnilega margt að segja henni. Telpan heitir Þórunn Haf- þórsdóttir, fimmára, ljóshærð með stór og skýrleg augu og litla spékoppa í kinnum. — Jæja, Þórunn, er gaman að vera hér? spyr ég. — Nei, það er nú lítið gaman. Ég ætla í stóran skóla næsta ár. Það er Hlíðarskóli. eykur — Ég er nú ekki alltaf að passa hann. Hann er núna úti að leika sér. — Áttu systkini, Þórunn? — Já, ég á tvo bræður. Annar er lítill, hinn er stór. — Það liggur ekki illa á þér lengur? — Jú, en ég ætla að segja þér sögu. Einu sinni meiddi ég mig svo mikið að það kom gat á höf- uðið á mér. Mamma klemmdi gatið saman með handklæði á meðan pabbi fór með okkur á spítalann. Það var bara allt í blóði og læknirinn saumaði gatið saman. Það voru 12 spor. Það er Svo skulum viö til gleöinnar gá Umsjónarmaöur Jenna Jensdóttir rithöfundur — Liggur eitthvað illa á þér núna? Já. Og þegar liggur illa á manni er ekkert gaman, en þeg- ar liggur vel á manni er allt gaman. — Ætlarðu þá ekki að segja mér neitt? — Jú, ég ætla að segja þér frá honum Einari. — Hver er Einar? — Veistu það ekki? Hann Ein- ar er fjögra ára og hann á að verða maðurinn minn þegar við verðum stór. — Er hann hér núna? „Tækni gömlu meistaranna til nýrrar víddar í íslenzkri myndlist — segir Sigurdur Eyþórsson listmálari Ása Valgerður, dóttir Sigurðar listmál ara. Rauðkrít SIGURÐUR Eyþórsson listmálari hélt fyrir skömmu sýningu á ver kum sínum í Djúpinu við Haf- narstræti, en Sigurður málar myn- dir sínar með tækni sem er heims- þekkt í verkum gömlu meista- ranna, Leonardo da Vincy, Diirer, Rapfael og fleiri kunnra lista- manna. Tækni Sigurðar byggist á meðferð olíulita og eggtempera, en um nokkurt skeið hefur Sigurður kennt þessa tækni á námskeiðum fyrir byrjendur og lengra komna í málaralistinni og hefur hann hald- ið námskeiðin á vinnustofu sinni að Borgartúni 19. Næsta námskeið verður 19. desember og verður í tvo mánuði. „Það má segja að þessi sýning mín í Djúpinu hafi að nokkru verið kynning á olíu og eggtem- peratækni. Mér fannst kominn tími til að fá nýja vídd í málara- listina hér á landi og ákvað því að kenna þessa tækni gömlu meistaranna og vonandi þróast þetta upp í það að hópur manna myndlist sem málar með þessari tækni. Þessi málaraaðferð hefur aldrei borist hingað þótt hún hafi í gegn um aldirnar verið notuð af kunnustu meisturum. Reyndar kom endurreisnartíma- bilið í málaralistinni, 1400— 1600, aldrei til íslands, en þó er vitað um menn eins og t.d. Si- gurð málara sem hafði mikið dálæti á þessari tækni þótt hann notaði hana ekki." „Hvað gerir eggtempera?" „I þessu tilfelli, þar sem ég mála aðeins hvítt eggtempera, eykur það mjög birtuna í mál- verkinu, en eggtempera er að nokkru leyti fremur grunnur sem olíulitir eru málaðir ofan í og svo er notuð olía og eggtem- pera til skipis, stig af stigi eftir þörfum. Með þessari tækni er gott að móta smáatriði og tæknin er ekki bundin neinni ákveðinni stefnu í málaralist, heldur getur hún átt við í portrettmyndum, uppstillingum, landslagi og fant- asíu. Þessi námskeið sem ég hef haldið hafa aðallega verið sótt af áhugamönnum, því allir geta lært þessa tækni og með æfing- unni koma meistararnir.“ „Jú, ég mála að staðaldri. T.d. landslagsmyndir auk þess að glíma við form mannslíkamans, portrett og model eða typu sem ég hef búið til vegna þess að slíkt model fyrirfinnst ekki í sam- tíðinni. „Finnst þér of þröngt sjónar- horn á vettvangi málaralistarin- nar hérlendis?" „Já, mér finnst sviðið þröngt, landslagsmálararnir okkar eru allt of bundnir impressionistu- num, þar er um að ræða stælingar og liti erlendis frá í! mörgum tilfellum. Þetta er hrað- virk málunaraðferð, kölluð Alla prima, og tekur oft aðeins um 1—2 klukkustundir að mála hverja mynd eftir skissu eða nokkrar mínútur. Þessar myndir eru ekki hugsaðar nákvæmt up- phaflega, maður sér hvernig tekst til, en reynir kannski að hafa myndbygginguna trausta í upphafi. Áhrif impressionis- tanna eru gífurleg hér, og manna eins og Piccaso fyrir utan ýmiskonar óheppileg amerísk áhrif, en ég tel að það sé nauðsyn að menn læri einnig vandaðri tækni og vinni með hana. Túlk- unin í landslaginu t.d. hefur að mínu mati verið of einhæf og það er einnig slæmt að manna- myndir eru lítið keyptar hérlen- dis nema þá helzt ef þær eru af skyldfólki viðkomandi. Jú, ég stefni á að fara í aukn- um mæli út í landslagsmálverkið jafnhliða því sem ég mun áfram glíma við portrettið og þær vin- nuaðferðir sem ég hef verið að þróa með mér.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.