Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 INNBÆR AKUREYRAR arhluta og frekari hugmyndum um húsfriðun þar. Föst byggð á Akureyri á upphaf sitt í verzlun og siglingum, þó nafnið sé dregið af öðru og óvíst sé hver plægði þann akur fyrst, sem bærinn dregur nafn sitt af. Akur- eyri táknaði upphaflega aðeins eyrina fyrir neðan Eyrarlands- og Naustabrekkur neðanundir Búða- gili og hefur hún myndazt af framburði Búðalæksins. Þegar svo þrengdist að byggð þar færðist hún út á Oddeyrina, en bil varð á milli byggðanna, þar sem nú er miðbær Akureyrar. Föst byggð varð ekki á Akureyri fyrr en á 18. öldinni. Á 16. öld hafði konungur veitt einstök verzlunarleyfi á Ak- Akureyri um 1880. Flest húsin, sem á eyrinni standa, eru nú horfin nema Laxdalshús, sem greina má á miðri myndinni bak við lítið útihús. Fremst í Búðargilinu blasir gamla apótekið við. Nær samfelld byggð gamalla og glæstra húsa INNB/ER Akureyrar, Aðalstræti, Lækjargata og Hafnarstræti undir brekkunni, er líklega sá bæjarhluti á landinu, sem getur státað af mestri og samfclldastri byggð gamalla timburhúsa, byggðra um og fyrir síð- ustu aldamót. Þar stendur Laxdals- húsið, sem er eitt elzta fbúðarhús, sem reist hefur verið á Akureyri, 1795, og aðeins 18 árum yngra en fyrsta íbúðarhúsið, sem reist var í bænum, 1777. Það hefur þegar verið friðað ásamt 8 öðrum húsum á þessu svæði og nú er unnið að skráningu sögu allra húsanna í innbænum og könnun á ástandi þeirra með frekari friðun og varðveizlu í huga svo og gerð deiliskipulags fyrir þennan bæjarhluta. Þessi undirbúnings- vinna hefur verið gerð af þeim Hjörleifi Stefánssyni, arkitekt, og Pétri Ottóssyni, þjóðháttafræðingi, og er henni nú að Ijúka og verður í þessari frásögn að mestu stuðzt við orðrétta kafla úr gögnum Péturs Ottóssonar og Hjörleifs Stefánsson- ar, arkitekts, sem hefur verið svo vinsamlegur að veita undirrituðum aðgang að. Það er ætlunin í þessari grein og hugsanlega fleirum að gera dálitla grein fyrir byggingasögu gömlu Akureyrar og sögu einstakra húsa á henni, svo og þeirri vinnu, sem nú hefur verið lögð í undirbúning deiliskipulags fyrir þennan bæj- \ 4 Séð norður Aðalstræti, hús númer 17 fremst til hægri, en í því húsi stofnaði Oddur Björnsson prentsmiðju sína 1. sept 1901. Aldur myndarinnar er greinarhöfundi ókunnur. II Hjörleifur Stefánsson arkitekt: Byggingar- og sögu- legt gildi húsanna verður að varðveita HJÖRLEIFUR Stefánsson, arkitekt, og Pétur Ottósson, þjóðháttafræðingur, hafa að undanfórnu unnið að undir- húningi deiliskipulags fyrir innbæinn á Akureyri og í sam- tali við Morgunblaðið rakti Hjörleifur gang þeirra mála. Sagði hann að aðalskipulag fyrir Akureyri hefði verið gert 1974 og hefði Þorsteinn Gunn- arsson þá skoðað gömul hús á Akureyri og lagt á þau varð- veizlumat. Það var hans skoðun að mikið væri af merkilegum húsum í bænum, sérstaklega innbænum, og að gera þyrfti sérstakt deiliskipulag þar og meta varðveizlugildi húsanna. 1980 he,-. skipulagsnefnd Akur- eyrar ákveðið að hefja undir- búningsvinnu vegna deiliskipu- lagsins og var það fyrst og fremst gagna- og heimildasöfn- un, sem þeir Pétur unnu. „Þetta byggðist upp á því að við söfnuðum flestum upplýs- ingum, sem til náðist, um sögu Akureyrar og byggingasögu ein- stakra húsa, síðan gengum við i húsin til að fá nánari upplýs- ingar hjá húseigendum, bárum þær saman við það, sem við áður höfðum náð í og að lokum var núverandi ástand húsanna kannað. Þessum upplýsingum komum við svo á aðgengilegt form, þannig að auðveldara sé að átta sig á þeim. Á þessu grundvallast svo mat á varð- veizlu og hvernig helzt skuli haga byggingu nýrra mann- virkja á svæðinu til þess að að- lögun þeirra að heildarsvipnum verði sem mest. Þessum niður- stöðum skilum við síðan til skipulagsnefndar Akureyrar í desember. Þau hús, sem þegar hafa verið friðuð á þessu svæði eru Aðal- stræti 54, (Nonnahús), Aðal- stræti 52, Aðalstræti 50, Aðal- stræti 46, (Friðbjarnarhús), Að- alstræti 14, (Gamli spitalinn), Hafnarstræti 11, (Laxdalshúsið), Hafnarstræti 18, (Túliníusar- húsið), Hafnarstræti 20, (Höepnershúsið) og Samkomu- húsið. Auk þess eru þarna mörg merkileg hús, bæði hvað bygg- ingar- og sögulegt gildi varðar," sagði Hjörleifur. Barnaskólinn HAFNARSTRÆTI 53, Barnaskólinn, er stórt einnar hæðar timburhús á há- um steinkjallara með fremur lágu risi. Á miðri austurhlið er breiður kvistur með mænisþaki. Við suðurgafl er lítil forstofuútbygging og tvær útbyggingar við austurhlið. Gluggar eru flestir með krosspóstum en rammar hafa allir ver ið fjarlægðir úr gluggum og tvöfalt gler sctt beint í karmana. Gluggar á austur hlið skólans eru óvenju stórir. Nú hef- ur gler verið brotið úr flestum gluggun- um eftir að húsið var yfirgefið. Her bergjaskipan hefur verið breytt nokk- uð og skólastofurnar þiljaðar niður í smærri herbergi. Húsið er traustbyggt en hefur verið illa leikið af hirðuleysi og skemmdarverkum síðustu mánuði. Árið 1871 var stofnaður barna- skóli á Akureyri og var Jóhannes Halldórsson ráðinn forstöðumaður skólans, en hann hafði þá annazt barnakennslu á eigin vegum frá 1853. Ekki er fyllilega ljóst hvernig húsnæðismálum skólans var háttað fyrstu árin, en sennilega hefur skól- inn þó verið haldinn að heimili Jó- hannesar, Aðalstræti 2 og/eða Bibl- iotekinu, Aðalstræti 40. Árið 1872 keypti Akureyrarbær hús Indriða Þorsteinssonar, gullsmiðs, sem enn stendur, Aðalstræti 66, sem skóla- og íbúðarhúsnæði fyrir þurftarmenn bæjarins. Þar var skólinn aðeins í fá ár, en þá keypti bærinn eitt af kon- ungsverzlunarhúsunum, sem þá var krambúð og verzlunarhús Hav- steensverzlunarinnar, og lét gera á því nauðsynlegar breytingar og þangað flutti skólinn 1878. Þegar byggðin fór að vaxa á Oddeyri varð nauðsyniegt að koma á skóla þar í einhverri mynd. Um tíma var þar kennsla á vegum bæjarins, en íbúar Oddeyrar færðust undan því að taka þátt í kostnaði, sem af skólarekstri bæjarins stafaði. Árið 1895 ákvað bæjarstjórn að byggja nýtt skólahús og var Snorra Jónssyni , timbur- manni, falið að gera teikningar af húsinu og áætlun um byggingu þess. Kvennaskóli Eyfirðinga var í hús- næðishraki um þessar mundir og fékk húsnæði til bráðabirgða í gamla skólanum í Havsteensbúð. Ákveðið var að nýja skólahúsið skyldi hýsa báða skólana og skyldu bæjarstjórn og sýslunefnd byggja húsið í sameiningu. Húsinu var val- inn staður á Torfunefi og átti fram- kvæmdum að ljúka fyrir 1898. Ekk- ert varð úr framkvæmdum í þetta sinn og var málið tekið fyrir aftur 1898. Ný samþykkt var gerð í bæjar- stjórn það ár um sameiginlega skólabyggingu fyrir allan bæinn og voru Páll Briem, amtmaður, Friðrik Kristjánsson, kaupmaður, og Björn Jónsson kosnir til að annast fram- kvæmd verksins. Ekki voru menn á eitt sáttir um hvar skólinn skyldi standa. Vildu bæði Oddeyringar og Innbæingar hafa hann sem næst sér. Nefndin lagði til að skólinn skyldi vera sem næst miðja vegu milli bæjarhlut- anna og samþykkti bæjarstjórn það með naumum meirihluta. Var vega- lengdin milli nyrzta og syðsta húss bæjarins mæld nákvæmlega og hús- ið sett á miöjuna, að því er segir í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.