Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 53 Gott gandreiðar- rokk hjá Grýlunum Pabbi Bókmenntir Jenna Jensdóttir Hljóm- plotur Árni Johnsen Ragnhildur stjórnaði upptöku plötunnar og hefur farist það vel úr hendi með gamansömum inn- skotum eins og í laginu um Gull- úrið þar sem það tístir í konunni um leið og hún spyr: Hefur þú séð hárið bak við bindishnútinn? Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson William Heinesen: KVENNAGULLIÐ f GRÚTARBRÆÐSLUNNI Þorgeir Þorgeirsson þýddi. Mál og menning 1981. I inngangi að sögu sinni Dans- arakvæðið um Tví-Símon og Keldu-Köllu minnist William Heinesen á vaxandi áhuga handan hafsins á fæðingarbæ sínum, Þórshöfn í Færeyjum. „Hvaðan- æva berast honum áskoranir um að segja meira frá lífinu í þessu forna plássi í miðju hafsins og veraldarinnar." Til þess að ís- lenskir lesendur megi njóta þess- ara sagna hefur Þorgeir Þorgeirs- son lagt mikla alúð við þýðingar þeirra á íslensku. Kvennagullið í grútarbræðslunni er fimmta bók- in eftir Heinesen í þýðingu Þor- geirs, hinar eru Turninn á heims- enda, Fjandinn hleypur í Gamalí- el, I morgunkulinu og Það á að dansa. Kvennagullið í grútarbræðsl- unni, sagan sem bókin dregur nafn af, fjallar um óvenjulegan mann sem berst til Færeyja. Hann kveðst vera frá Möltu og þótt nafn hans sé Adda Geraldi er hann aldrei kallaður annað en Möltubú- inn. Honum er margt til lista lagt, en einn hæfileiki er honum gefinn umfram aðra menn. Kvenhylli hans er mikil. Að sjálfsögðu eru slíkum manni ætluð dramatísk ör- lög, en áður en hann með voveif- legum hætti hverfur sjónum manna í Færeyjum hefur hann táldregið fjölda kvenna og stúlkna á mismunandi stöðum, pakkhús- lofti, í kirkjugarðinum og ekki síst í grútarbræðslunni þar sem hann fær starf að lokum. Heinesen segir sögu flagarans með þeim hætti að dagbókarblöð ástsjúkrar jómfrú- ar, minnisgreinar bókhaidara nokkurs og munnlegar frásagnir eru kallaðar til vitnis. Með þessu móti er söguhetja skoðuð frá mörgum hliðum, en höfundur get- ur sjálfur í eyður. Þessu fylgir líka trúverðugleikablær. Eini gallinn á upptökunni finnst mér vera staðsetning söngsins í hljóðblönduninni, söngurinn hefði mátt vera feti framar þótt textarnir séu i sjálfu sér ekkert til að hrópa húrra fyrir. En þeir eru í stíl við það rokk sem stöll- urnar hafa snuddað við í trolli sínu og þó er ekki hægt að líkja rokkstíl þeirra við neitt annað, þær hafa nefnilega náð að marka rokkið með íslenzkum stíl sóttum í bland við tröllin eins og nafn þeirra bryddar upp á og satt bezt að segja finn ég ekki betra orð yfir rokk þeirra en hið ágæta nafn Gandreiðarrokk. Aðalupptökumaður hjá Grýl- unum var Gunnar Smári Helga- son og við sögu kom einnig Sig- urður Bjóla Garðarsson. Báðir eru kunnáttumenn og skila sínu með sóma og það var Alfa í Hafnarfirði sem sá um pressun- ina. Grýlurnar eru hæfileikakonur og hafa skilað hressilegri og skemmtilegri hljómplötu, 45 snúninga, með fjórum lögum þar sem þær hafa sjálfar samið tvö lög og texta og mættum við fá meira að heyra, en þar sem auð- velt er að sjá góða von í Grýlun- um þá vaknar sú spurning hvort ekki væri forvitnilegt að heyra frá þeim á einhverju öðru sviði en Gandreiðarrokki, þær eru til alls líklegar. Það er áberandi í sagnasafni Heinesens að ástir og ástafar skipta þar miklu máli. Slíkar sög- ur eru einkum Kvennagullið í grútarbræðslunni og Dansara- kvæðið um Tví-Símon og Keldu- Köllu, en einnig sögur eins og Tunglskin yfir Hóreb og Dóda, eins konar bernskuminningar. I Nútímakröfum er það líka sam- dráttur karls og konu sem setur allt á annan endann svo að jafnvel hversdagsprúður maður, Thór frændi, gengur berserksgang. Dálitla sérstöðu hefur sagan Hnífurinn, um dreng sem eignast hnífinn Rauða Satan og gerir upp- reisn gegn umhverfi sínu með hjálp hans. Hnífurinn er líkastur smásögu af efni bókarinnar. Hin- ar sögurnar eru eiginlega frásagn- ir. Formáli og eftirmáli eru í ljóð- rænum anda. Sagnasöfn Heinesens eru hvert öðru lík. Lesandinn stenst samt ekki þessar hrífandi sögur sem á yfirborðinu eru úr litlu og fá- breytilegu umhverfi, en rúma þó allan heiminn. Tíminn virðist standa kyrr í sagnaheimi Heine- sens. Frásögnin er ekki hröð, hún er laus við óþol samtímans. Samt er greint frá miklum mannlegum átökum, ekki síst því sem gerist innra með fólki. Margar persónur Heinesens eru dæmdar til að far- ast eins og Möltubúinn, en gera lífið litríkara en aðrir með hegðun sinni. Færeyjar stíga fram eins og danskvæði með háttbundinni hrynjandi, en undir niðri er ólga mannlegra hvata. Tormod Haugen: NÁTTFUGLARNIR Anna Valdimarsdóttir þýddi. Iðunn — Reykjavík — 1981 Litli strákurinn Jóakim er ekki bara persóna í sögu Tormod Haugen. Hann er til meðal okkar allra. Átta ára, hræddur við hið ókunna, óttaiega og stundum ímyndaða. Á heima í sambýlishúsi og þekkir fjölda af krökkum, þótt hann þekki þau í raun og veru ekki þegar til kastanna kemur. Pabbi, líka hræddur — huglaus. Mamma, getur ekki unnið allt ein. Stundum glöð — stundum raunaleg. Pabbi þarf að fara til læknis, segir hún. Það eru „taugarnar". Og lítill drengur skelfur inni í sér. Þá koma náttfuglarnir. Þeir eru í skápnum og koma á nóttinni, ef gleymist að læsa skápnum. Þá skrækja þeir svo ógurlega, að drengurinn vaknar — hrópar, er hræddur. Stelpan Sara gefur ímyndunar- afli hans byr undir báða vængi: „... Einhvern tíma mundi hurðin hendast upp og hann kæmist ekki framhjá. Rödd mundi hrópa: „Lús- in, músin, nú náði ég þér.“ Nornin, hún frú Andersen, mundi taka hann, draga hann inn i forstofuna og læsa hann inni i búri. Þröngu búri, þar sem hann yrði að hírast þangað til hann væri orðinn gamail maður, með hvítt hár og skegg og staf og bak- verk eins og afi. Það sagði Sara....“ Og Róbert, svo stór og sterkur. Vildi kenna manni að stela í stóru vöruhúsi. Allir gegna Róbert. Hann er svo sterkur. Og allir hinir Der afholdes dansk julegudstjeneste i Domkirken 2. juledag kl 5. e.m. De Danske Foreninger Dönsk jólaguösþjónusta veróur haldin í Dómkirkjunni 2. jóladag kl. 5 e.h. — Dönsku fólögin. Enn í miðju hafsins og veraldarinnar grét krakkarnir. María Lovísa líka. „... Hún var það fallegasta sem hann gat hugsað sér.“ Og samt — lítill óttasleginn drengur í óskiljanlegum, hörðum heimi meðal óvæginna barna, sem eru nösk á að finna hvernig hægt er að spila á viðkvæmar tilfinn- ingar inni í litla kroppnum hans. Og stóra byrðin hans, pabbi, sem fór í kennaháskólann. Pabbi, sem er svo góður, en getur ekki kennt, af þvi að hann er líka hræddur. Og þegar pabba líður illa er lífið svo erfitt hjá litlum dreng. „... Þegar hann opnaði dyrnar heima, vissi hann um leið að pabbi var inni. Eitthvað ískalt datt niður í maga hans. Pabbi átti að vera í skólanum að kenna. Jóakim þorði ekki að fara strax inn í stofu.“ Tormod Haugen er afburða- snjall í sálarlífslýsingum sínum. Börnin verða lifandi, þau læðast út úr sögunni og eru til kringum lesandann. Hann sér þau, heyrir og hrærist með þeim í barnslegu miskunnarleysi þeirra — í átökum þeirra milli gleði og ótta. Mannlíf nútímans birtist hér í nöturlegri mynd. Þar sem litlar manneskjur eiga erfitt með að fóta sig í köldu, skilningslausu umhverfi. Hér er á ferðinni merkileg saga, þar sem höfundur hefur fullkomið vald á því sem hann vill segja. Og stíll hans er áhrifamikill. Hann bregst hvergi. Þýðingin er mjög góð. Kápumynd laðar að, en veitir að mínu mati, rangar upplýsingar um drenginn Jóakim, einkum ald- ur hans. Útgáfan með ágætum. Óskum viðskiptamönnum okkar um land allt gleðilegra jóla og farsœls komandi árs Þökkum viðskiptin á árinu PÁLL ÞORGEIRSSON &C0, Ármúla 27. — Símar 34000 og 86100. Varahlutaverslun Fiatumboðsins verður lokuö milli jóla og nýjárs vegna vörutalningar. / FÍAT EINKAUMBOO A ÍSLANDI DAVfÐ SIGURÐSSOIV hf. SMIÐJUVEGI 4, KOPAVOGI. SÍMI 77200. Sendum viðskipta- vinum vorum bestu jólakveðjur. Vogakaffi Súðarvogi 50. Sendum viðskipta- vinum vorum bestu jölakveðjur. Sundanesti við Kleppsveg Verkalýðs- og sjómanna- félag Fáskrúðsfjarðar óskar félagsmönnum sinum og öðr- um landsmönnum bestu jóla- og ný- ársóskir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.