Morgunblaðið - 03.02.1982, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1982
iKlæðum og bólstrumj
<gomul húsgögn. Gott<(
^úrval af áklæðum
BÓLSTRUNi
ÁSGRÍMS,
Bergstaðastræti 2,
Simi 1 6807,
Nýkomið
Dömu og herra trékloss-
ar í miklu úrvali. Margar
- nýjar geröir.
• Al <;|.VSIN<;ASIMINN KH:
jZZZ 22480
jWorjjunblflöiti
©
Stefán Viktor Guö-
mundsson - Sjötugur
í dag, 3. febrúar 1982, er 70 ára
sjómaðurinn Stefán Viktor Guð-
mundsson, Álftamýri 24, Reykja-
vík. Hann er sonur hjónanna Sól-
veigar Stefánsdóttur, ættaðri úr
Skaftafellssýslu og manns hennar
Guðmundar Kristjáns Bjarnason-
ar, skipstjóra, ættuðum frá Ön-
undarfirði. Var hann einn af
fyrstu togaraskipstjórum Islend-
inga, og aflamaður góður. Þessi
sæmdarhjón eignuðust átta born
og er Stefán fimmti í röðinni.
Stefán ólst upp í Reykjavík, en
ungur að árum fór hann að stunda
sjó, enda rann sjómannsblóð í æð-
um hans. Hann byrjaði sjó-
mennsku sína á togaranum Nirði
frá Reykjavík og var skipstjóri
þar Kolbeinn Finnsson, vel þekkt-
ur skipstjóri í Reykjavík. Á þess-
um árum var afli góður og mikil
vinna lá að baki hvers manns á
þessum togurum. Stefán þótti góð-
ur verkamaður og eftirsóttur á
togarana. Sérfag hans var neta-
vinna og þótti hann með fljótustu
mönnum við það verk, eins og öll
önnur um borð. Á þessum árum
ríkti vinsemd og virðing á meðal
skipshafna og gekk hver maður að
sínu verki. Gekk því vinna vel um
borð í þessum skipum. Afli var oft
fljóttekinn á þessum árum og var
ekki óalgengt að skipin kæmu með
fullfermi og jafnvel á þilfari.
■
Stefán var í áraraðir togara-
sjómaður á skipum frá Reykjavík.
Hann var til dæmis bátsmaður
með frænda sínum Hallgrími
Guðmundssyni á togurunum Gylli
og Þórólfi frá Reykjavík. Mörgum
fleiri togurum var hann á í tutt-
ugu og fimm ár við góðan orðstír.
Til Eimskipafélags íslands réðst
Stefán þegar hann var búinn að fá
nóg af vinnu á togaraflotanum og
sigldi þar lengi. Einnig sigldi hann
á olíuskipinu Hamrafelli frá
Reykjavík til Batum og víðar. Alls
staðar þar sem Stefán var, líkaði
vel við hann, af því að hann var
manna léttlyndastur og sífellt
með brandara á vörum.
Happadagur í lífi hans var 21.
maí 1935 þegar hann giftist konu
sinni Jónu Erlingsdóttur og bjó
hún manni sínum hlýlegt heimili í
Reykjavík. Eignuðust þau fimm
mannvænleg börn. Barnabörnin
eru orðin sautján talsins og lang-
afabörn tvö. Sum af þessum börn-
um eru framarlega á íþrótta-
sviðinu og önnur eiga eftir að
koma fram í sviðsljósið. Allir þeir
sjómenn sem Stefán þekkja og
hafa verið með honum til sjós, tala
um hann sem góðan vin og félaga.
Það veit ég að margir vinir og fé-
lagar hugsa hlýtt til Stefáns í dag
á þessum tímamótum hans. Geta
má nærri að á svona löngum sjó-
mannsferli hefur oft gefið á bát-
inn og Stefán lent í svaðilförum,
en hann minnist aldrei á það eins
og góðum sjómanni hæfir og sæm-
ir.
Ég sem þetta rita og kona mín
óskum Stefáni til hamingju og
árnum honum heilla á þessum
tímamótum í lífi hans. Ékki er
Stefán búinn að leggja árar í bát,
því enn starfar hann við barna-
skóla í Reykjavík og fer vel á með
börnunum og honum. Stefán er að
heiman í dag.
BBG
Firmakeppni TR:
Karl Þorsteins
sigurvegari
KARL Þorsteins sigradi í firmakeppni
Taflfélags Reykjavíkur, sem lauk um
helgina. Hann hlaut 12 vinninga,
Helgi Ólafsson 11,5 og Jón L. Árnason
og Margeir Pétursson 11 vinninga
hvor.
í frétt frá TR segir, að 306 fyrir-
tæki og stofnanir hafi tekið þátt í
keppninni og komust 36 þeirra í úr-
slitakeppnina, en dregið var um
fyrir hvaða fyrirtæki hver skákmað-
ur keppti.
Röð efstu varð þessi: Vinn.
1. Breiðfjörðs blikksmiðja hf.,
(Karl ÞorsteinS) 12
2. Ægisútgáfan
(Helgi Ólafsson) 11 'k
3. -4. Letur hf.,
(Jón L. Árnason 11
3.-4. Blómabúðin Runni
(Margeir Pétursson) 11
5.-6. Dagblaðið og Vísir
(Benedikt Jónasson) 10
5.-6. Verkamannafélagið Dagsbrún
(Ágúst S. Karlsson) 10
7. Rafgeymaþjónustan
(Ásgeir Þ. Árnason) 9'/2
8. Kassagerð Reykjavíkur.
(Sævar Bjarnason) 9
9. Hlaðbær hf.
(Róbert Harðarson) 9
10. Sendibílastöðin hf.
(Davíð R. Ólafsson) 9
11. Hurðaiðjan
(Jóhann Örn Sigurjónsson) 8'á
12. Veitingahúsið Naust
(Eiríkur Björnsson) 8'h
Group MET HAGNAÐUR Útdráttur úr endurskoðuðum heildarreikningum.
- ■*' 1980 £’000 ! 1981 £’000 59,693 50,763 1,163,830
/ / »* Shareholders’ Funds (eigið fé) ú i Subordinated Loans (vikjandl lán) Total Deposits (heildarinnlán) 49,008 45,224 1,079,811
Loans and Advances (heildarútlán) 692,150 797,753
Total Assets (eigmr) 1,271,914 1,397,294
Profit beforeTaxation 10,274 11,407
(rekstrarhagnaður fyrir skaltgreiðslu)
Scandinavian Bank Group
Aðalskrifstofa: 36 Leadenhall Street, London EC3A1BH. Sími: 01-481 0565.Telex: 889093.
Útibú: Bahrain, Bermuda, Hong Kong, Los Angeles, Madrid, New York, Sáo Paulo, Singapore, Tokyo.
íslenzkur hluthafi: Landsbanki íslands.