Morgunblaðið - 03.02.1982, Page 16

Morgunblaðið - 03.02.1982, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1982 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1982 17 pítrgiw Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alsiræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö. Léleg forvalsþátttaka - lakari forvalsniðurstaða Nálægt sex þúsund manns tóku þátt í prófkjöri sjálfstæðis- fólks í Reykjavík og lögðu meginlínur um skipan fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins við komandi borgarstjórnarkosn- ingar. Niðurstaðan var það afgerandi, að skipan sex efstu sæta var bundin, þann veg, að hvorki fulltrúaráð né aðrar valda- miðstöðvar í flokknum geta þar neinu um breytt. Það var hinn almenni flokksmaður, sem hafði hið endanlega vald í hendi sér — og nýtti það. Nálægt 1300 manns tóku þátt í prófkjöri Framsóknarflokks- ins, en enginn einn frambjóðandi fékk það afgerandi fylgi að nægði til þess að niðurstaðan væri bindandi. Það stingur hinsvegar í augu allra, sem fylgjast með fram- vindu mála í borginni, að einungis 401 tóku þátt í síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins. Það var ekki áhuganum eða breidd- inni fyrir að fara. Þáttakan var með ólíkinudum léleg, en útkom- an fyrir einstaka frambjóðendur þó enn laklegri. Aðeins 245 af rúmlega 400 þátttakendum í prófkjörinu greiða Sigurjóni Péturssyni, borgarstjórnarforseta og oddvita Alþýðu- bandalagsins í borgarmálum, atkvæði í fyrsta sæti listans. Þetta er að vísu góð helft þátttakenda, en sýnir þó ljóslega, að jafvel í þrengsta kjarna Alþýðubandalagsins er fögnuðurinn af fremur skornum skammti í garð þessa „flokksleiðtoga" í borgarmálum. Adda Bára Sigfúsdóttir fær jafnvel enn færri atkvæði, eða 224, í 1. og 2. sæti listans, og Guðrún Helgadóttir, sem Þjóðviljinn segir að hafi átt „drýgstan hlut að frægum sigri Alþýðubanda- lagsins í síðustu borgarstjórnarkosningum", fær aðeins 151 at- kvæði í fyrstu þrjú sæti listans, eða ekki 40% þátttakenda. Þetta verður að teljast þunnur þrettándi hjá Alþýðubandalag- inu. í fyrsta lagi, hve forvalsþátttakan er afspyrnu dræm og lýsir hrópandi áhugaleysi kjósenda Alþýðubandalags á skipan framboðslistans. I annan stað hve útkoma einstakra frambjóð- enda, sem bera ábyrgð á borgarmálaforystu flokksins, er lakleg, jafnvel hjá þeim þrönga og fámenna flokkskjarna er tók þátt í prófkjörinu. Svipaða sögu er að segja af Alþýðubandalaginu í öðrum byggðarlögum. í sameiginlegu prófkjöri stjórnmálaflokkanna á Akranesi greiddu aðeins rúmlega 10% þáttakenda Alþýðu- bandalaginu atkvæði, tæplega 19% Alþýðuflokki, tæplega 28% Framsóknarflokki en 43,4% Sjálfstæðisflokki. Þar er hinni al- menni áhugi á framboðsmálum Alþýðubandalagsins í hliðstæðu lágmarki og talar sama máli. Ekki verður komizt hjá að minna á aðra hlið prófkjörsmála í höfuðborginni. Þegar fjölmennur fulltrúaráðsfundur sjálfstæð- isfólks í Reykjavík ákvað, með þorra atkvæða, að prófkjör skyldi að þessu sinni bundið flokksfólki einu, og þeim öðrum er gengju í viðkomandi hverfafélag fyrir lyktir kjörfunda, þá stóðu rit- stjórar Tímans og Þjóðviljans á öndinni, vikum saman af heil- agri hneykslan. Hneykslunin yfir hinu „lokaða prófkjöri“, sem þeir kölluðu svo, entist þeim til mikilla maraþonskrifa. — En síðan gengu Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur til „lokaðs" prófkjörs og „lokaðs" forvals, bundið flokksfólki einu, og rit- stjórarnir stóðu aftur á öndinni vegna fyrirkomulagsins, — en að þessu sinni af hrifningu! Þetta er það sem heitir að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri!! Annað mál er, hvert mark er takandi á slíkum skriffinnum. Engum vafa er bundið að sú skipan framboðslista Sjálfstæðis- flokksins, sem sex þúsund reykvískir sjálfstæðismenn tóku þátt í að móta, með þeim afgerandi úrslitum að sex efstu sætin reyndust ákveðin endanlega, heyrir til lýðræðislegum vinnu- brögðum, þar sem hinn breiði stuðningsmannahópur ekki aðeins hefur rétt til áhrifa á röðun framboðslistans — heldur nýtir þann rétt. Það er svo annað mál, sem ekki verður rætt um hér, að margvíslegir gallar eru á prófkjörum sem aðferð við að ákveða framboðslista. — Þátttakan í forvali Alþýðubandalags- ins var hinsvegar aðeins 400 einstaklingar, þ.e. nánast innsti flokkskjarninni, og úrslitin — þrátt fyrir það — síður en svo afgerandi fyrir einstaka frambjóðendur. Niðurstaðan hjá Al- þýðubandalaginu einkennist annarsvegar af lélegri þátttöku flokksfólks og hinsvegar af laklegri útkomu frambjóðenda. Það kemur því heldur broslega út þegar Þjóðviljinn í gær ver heilum leiðara í hástemmda lýsingu á forvali Alþýðubandalagsins. Jafnvel þótt forvalið og úrslit þess sé hvorttveggja skoðað af eintómum velvilja, oggegnum rósrauð gleraugu flokksblindunn- ar, hlýtur undir niðri að búa vitundin um, að uppskeran, eftir forystu flokksins í ríkisstjórn og borgarstjórn, er sú ein, að hann hefur steytt á skeri áhugaleysis hjá flokksfólki. Og hvað þá um hið ótryggara fylgið? SVARBRÉF Alusuisse hefur nú borizt stjórnvöldum og hefur iðnaðarráðherra þegar kynnt það á ríkisstjórnarfundi og einnig hafa fulltrúar Alusuisse kynnt formönnum stjórnarandstöðuflokkanna það og afstöðu sína. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til málsins, en þeim Gunnari Thoroddsen, Hjörleifi Guttormssyni og Steingrími Hermannssyni hefur verið falið að ræða málið nánar á milli funda. Þá hefur álviðræðunefndin fjallað um málið á fundi sínum og mun það einnig verða tekið fyrir á þingflokksfundum í dag. í tilefni þessa ræddi Morgunblaðið við ráðherrana þrjá og formenn stjórnarandstöðu- flokkanna og fara svör þeirra hér á eftir. Geir Hallgrímsson: Ásakanir á hendur Sviss- lendingum verði upplýstar „ÞAÐ hefur ávallt verið krafa Sjálfstæðisflokksins að ásakanir á hendur Alusuisse og ÍSALS yrðu upplýstar að fullu og það væri for- senda fyrir frekari viðræðum. Allt frá því í sumar, þegar þingflokkur- inn ályktaði í málinu, var lögð meg- ináherzla á að upplýsa málið,“ sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er hann var inntur álits á núverandi stöðu við- ræðna Alusuisse og stjórnvalda. „Að þessu leyti má segja að svar Alusuisse sé jákvætt, en þeir vilja einnig að málið sé upplýst. Hins veg- ar er það augljóst hagsmunamál Is- lendinga að fá hærra raforkuverð greitt af hálfu ÍSAL og enn fremur að stækka álverið í Straumsvík. Vandinn er sá að ekki líði of langur tími þar til niðurstaða fáist í stækk- un álversins og endurskoðun raf- orkuverðsins og skattaákvæða, en ef viðræðunefndin kemst ekki að niður- stöðu um ásakanirnar, sem uppi hafa verið hafðar af hálfu iðnaðarráð- herra, sem aðilar geta orðið sam- mála um, þá svnist mér gerðardómur vera eina leiðin til að leysa málið," sagði Geir ennfremur. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið fyrr en um það hefði verið fjallað á þing- flokksfundi í dag. Gunnar Thoroddsen: Mikilvægast að fá endur- skoðun á raf- orkuverðinu „SVARBRÉF Alusuisse hefur verið til athugunar og umræðu hjá ríkis- stjórninni, var rætt þar á fundi í dag og verður skoðað nánar næstu daga. Því er ekki hægt að ræða nein ein- stök atriði þess eða viðbrögð stjórn- valda," sagði forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen. Hann sagði ennfremur að þrír ráðherrar, sjávarútvegsráðherra og iðnaðarráðherra auk sín myndu ræða málin á milli funda. Rætt yrði um efnisatriði málsins og hvaða málsmeðferð ætti að hafa á næst- unni. Mikilvægast í því sambandi væri að fá endurskoðun á rafmagns- verðinu, sem ÍSAL greiddi. Það hefði seinast verið endurskoðað árið 1975, þá hefði fengizt mjög veruleg hækk- un frá því, sem áður hefði verið um- samið. Nú hefði aftur orðið sú breyt- ing á orkuverði í heiminum að stjórnvöld teldu alveg nauðsynlegt að fá verulegar breytingar þar á. Hjörleifur Guttormsson: Svar Alu- suisse nei- kvætt varðandi endurskoðun „ÞESS hafði verið vænzt að fá já- kvæðara svar en nú hefur borizt. Þetta svar Alusuisse er því miður neikvætt varðandi endurskoðun ál- samningsins. Þeir staðhæfa í þessu erindi að þeir hafi reynt að koma á framfæri staðreyndum og upplýsing- um, sem sýndu fram á að þeir hefðu breytt samkvæmt álsamningnum. Og þau skilyrði að það, sem þeir kalla ásakanir af hálfu ráðuneytis- ins, verði dregnar til baka eða leitað dómsúrskurðar eru einkennileg," sagði iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson. „Um þetta þarf ekki mörg orð að hafa. Þessi atriði, sem þarna eru tal- in upp, liggja fyrir sem mat óháðra endurskoðenda, bæði hvað varðar að- föng 1975 til 1979 og síðan heildar- endurskoðun á ársreikningum fyrir- tækisins fyrir árið 1980, sem fram fór samkvæmt samningsákvæðum. Sú niðurstaða liggur fyrir og verður ekki aftur tekin. Þessar kröfur eru þess eðlis að það er ekki hægt að líta á að það sé verið að setja fram ein- hvern grundvöll, sem eigi að vera leið til samninga. í desemberbyrjun féllust aðilar á að leggja þessi ágreiningsmál til hliðar. Við áttum von á því að framhald gæti orðið á því og Alusuisse fengist til að taka upp samningaviðræður nú. Það er því miður ekki efni þessa bréfs. Kjartan Jóhannsson: I þessu máli duga engir úrslitakostir „ÉG TEL að það verði að láta enn frekar á það reyna að ná samningum um ágreiningsatriði, og ef menn vilja semja verða vitaskuld báðir aðilar að leggja sig fram um það. Það duga engir úrslitakostir, hvorki af hálfu Alusuisse eða íslenzka ríkisins. Þetta verða báðir aðiiar að skilja," sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Al- þýðuflokksins, er hann var inntur álits á stöðu viðræðna stjórnvalda og Alusuisse um álverið í Straumsvík. „Ég tel að við eigum hvorki að láta ganga á rétt okkar, né heldur að fórna raunverulegum hagsmunum okkar til lengri tíma, en offors sé hvorugum aðilanum til framdráttar. Skoðun mín er sú að á samningsvilja verði að reyna til fullnustu og við- ræðunum eigi að halda áfram á þeim grundvelli. Það er of snemmt að fara að tala um gerðardóm, kærur og dómsúrskurði fyrr en reynt hefur verið til þrautar að ná sameiginlegri niðurstöðu. Við alþýðuflokksmenn ályktuðum þegar 16. júní síðastliðinn í þá veru, að þá strax ætti að hefja viðræður, þær hafa gengið hægt og verið langt á milli funda. Eins og nú er komið, út af þessum mikla drætti, vil ég hins vegar leggja áherzlu á að nú verði unnið hratt og kappsamlega að því að finna lausn og niðurstöðu í þessu máli,“ sagði Kjartan ennfrem- ur. Steingrímur Hermannsson: Brýnt að hefja endurskoðun álsamningsins „ÉG TEL ákaflega brýnt að þegar hefjist endurskoðun álsamningsins, það er ljóst að við höfum dregizt aft- ur úr hvað raforkuverð snertir, það er nú aðeins þriðjungur eða helming- ur af því sem nú er algengt í þessum iðnaði erlendis. Ég legg á það mikla áherzlu að samkomulag náist um að hefja slíka endurskoðun án tafar," sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, er hann var inntur álits á gangi mála. Er Steingrímur var inntur eftir því hvort það væri unnt án þess að núverandi deilumál stjórnvalda og Alusuisse yrðu leyst, eins og farið er fram á í bréfi Alusuisse, sagði hann að Alusuisse legði til að ásakanir um of hátt súrálsverð yrðu lagðar til hliðar eða settar í gerðardóm. Ríkis- stjórnin ætti eftir að taka afstöðu til þess. Samningurinn gerði ráð fyrir gerðardómi, en gerð þyrfti ekki að vera lokið þó endurskoðun hæfist, menn gætu orðið ásáttir um meðferð málsins. Annars vildi Steingrímur ekki tjá sig um málið, þetta bréf væri aðeins frá öðrum aðilanum og ríkis- stjórnin þyrfti að svara því. Það yrði rætt í dag af honum, forsætisráð- herra og iðnaðarráðherra, sem fjalla myndu um málið á milli funda sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem tekin var í gær. Svarbréf Svissneska álfélagsins: Tilbúnir að ræða eignaraðild íslendinga Hér fer á eftir í heild bréf það, sem fulltrúar Svissneska álfélagsins afhentu Gunnari Thoroddsen, forsætisráðherra, í fyrradag. í fréttatilkynningu með bréf- inu er tekið fram, að forsætisráðherra hafi óskað eftir því að iðnaðar ráðuneytið og Svissneska álfélagið skýrðu ekki frá svari fyrirtækisins fyrr en að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Forsætisráðherra hafi óskað eftir því, að aðrir ráðherrar fengju upplýsingar um efni bréfsins áður en það yrði birt í fjölmiðium. Svissneska álfélagið hafi orðið við óskum forsætisráðherra. Eins og kunnugt er, sendi iðnaðar ráðuneytið hins vegar frá sér fréttatil- kynningu um málið í fyrrakvöld. Bréf Svissneksa álfélagsins fer hér á eftir í heild: Hæstvirt ríkisstjórn. Vér óskum eftir að koma á framfæri við yður sjónarmiðum vorum í sam- bandi við yfirstandandi deilur milli Iðnaðarráðuneytisins og fyrirtækis vors um rekstur dótturfyrirtækisins ÍSALs. Enn trúum vér því og vonum að deiian megi leysast með vinsemd og þannig að báðir aðilar geti við unað. Leyfið oss að rifja stuttlega upp sögu ÍSALs og hin ágætu samskipti sem áttu sér stað milli ríkisstjórnar íslands og fyrirtækis vors þangað til í iok árs- ins 1980. Á áratug sem einkenndist af meiri háttar áföllum í áliðnaði, hefur ÍSAL verið stækkað bæði mun hraðar og um- fram það sem gert var ráð fyrir í aðal- samningi. Fjárfestingar vorar hafa orðið 560 milljónum króna að núvirði meiri en upprunalega var gert ráð fyrir. Að beiðni ríkisstjórnarinnar höf- um vér einnig fjárfest 360 milljónir króna að núvirði vegna hreinsibúnaðar til mengunarvarna. Frá því starf- ræksla hófst hefur ÍSAL haldið uppi fullri atvinnu þrátt fyrir framleiðslu- samdrátt og uppsagnir starfsfólks í öðrum hlutum heimsins, þegar kreppu- ástand hefur verið í áliðnaðinum, og um þessar mundir eru álbræðslur vor- ar í Bandaríkjunum starfræktar með minna en 40% afkastagetu, en ÍSAL heldur uppi fullum afköstum. Hins vegar tapaði ÍSAL 100 milljónum króna að núvirði vegna skömmtunar á raforku frá Landsvirkjun árið 1979, 1980 og 1981, þegar auðvelt hefði verið að koma á markað öllu því áli, sem ekki var unnt að framleiða. Samningaviðræður milli íslenzku ríkisstjórnarinnar og Alusuisse um það að flýta stækkun áliðjuversins í Straumsvík, endurskoðun rafmagns- samnings og skattaákvæöa 1975, og viðræður í sambandi við uppsetningu hreinsibúnaðar til mengunarvarna 1977 fóru fram í vinsamlegum anda og leiddu til niðurstaðna, sem báðir aðilar gátu fellt sig við. Yfirgrip og mikilvægi þeirra samninga, sem þá náðust milli aðila, eru án alls efa staðfesting á vilja og getu ríkisstjórnarinnar og fyrirtæk- is vors til þess að leysa þau úrlausnar- efni er ÍSAL varðar. Þeir sýna einnig ljóslega, að Alusuisse hefur ávallt verið reiðubúið til að taka upp viðræður við ríkisstjórn íslands. Frá 1977 barst fyrirtæki voru engin beiðni um viðræð- ur, en í desember 1980 kom — öllum að óvörum og án undanfarandi viðræðna eða fyrirspurna — ákæra Iðnaðarráðu- neytisins á oss fyrir að hafa beint 47,5 milljónum dollara frá íslandi með því að „hækka í hafi“ verð á súráli til ÍSALs á tímabilinu 1974 til miðs árs 1980. í ljósi hins ágæta gagnkvæma skilnings og vinsamlegra samskipta, sem átt höfðu sér stað um 20 ára skeið, vorum vér vissulega mjög undrandi á hinni skyndilegu breytingu á rás við- burðanna og einkum því, á hvern hátt hinum óréttmætu ásökunum Iðnaðar- ráðuneytisins var kastað í oss. Sú stað- reynd, að Iðnaðarráðuneytið kaus sam- tímis að koma þessum aðdróttunum á framfæri við alþjóða fjölmiðla, var ekki einungis óvenjuleg, heldur einnig mjög skaðleg fyrir orðstír fyrirtækis vors. Vér hörmum það, að sú aðferð, sem Iðnaðarráðuneytið hefur notað í þessu máli, hefur stefnt í hættu sam- skiptum, sem byggð hafa verið upp um margra ára skeið á persónulegum kynnum grundvölluðum á gagnkvæmu trausti, virðingu og skilningi. Vér telj- um einnig, að fyrirtæki vort hafi verið Islandi góður þegn, þar sem ÍSAL hef- ur skapað í landi yðar verðmæti að upphæð 3400 milljónir króna að nú- virði, samsvarandi einum þriðja af söluverðmæti áls, sem framleitt hefur verið síðan starfræksla fyrirtækisins hófst. Auk þess hafa skattgreiðslur ÍSALs verið hærri en skattgreiðslur annarra sambærilegra fyrirtækja á ís- landi, og ennfremur eru þær greiddar jafnóðum en ekki árið eftir. Þrátt fyrir alla viðleitni vora til þess að koma á framfæri við ríkisstjórnina staðreyndum og upplýsingum, sem ótvírætt sýna fram á, að vér höfum breytt algjörlega samkvæmt ákvæðum aðalsamningsins, hefur deilan haldið áfram að falla í óviðunandi farveg. Þetta sýndi sig enn á ný mjög ljóslega á síðasta fundi vorum með viðræðu- nefnd ríkisstjórnarinnar 3. og 4. des- ember sl. í Reykjavík. Með bréfi þessu óskum vér að koma því á framfæri við yður, að vilji vor til áframhaldandi samvinnu við ríkis- stjórnina er óbreyttur. Hins vegar er nauðsynlegt áður en raunhæfar við- ræður geta hafizt, að deilumál þau sem varpa skugga á samskipti vor verði leyst. Hér er um þrjú atriði að ræða: Varðandi meinta of háa verðlagn- ingu á súráli, ætti Iðnaðarráðuneytið annað hvort að draga ásakanir sínar til baka, eða leita óháðs úrskurðar með því að leggja deiluna í gerð. Hvað viðkemur verðlagi á rafskaut- um höldum vér því fram, að skilningur Iðnaðarráðuneytisins á framleiðslu- kostnaði rafskauta sé byggður á ófull- nægjandi og röngum upplýsingum. Vér höfum nýlega afhent Coopers & Ly- brand viðbótarupplýsingar og vér stöndum við tilboð vort frá 4. desember 1981 til viðræðunefndar ríkisstjórnar- innar þess efnis, að haldinn verði fund- ur með ráðgjöfum Iðnaðarráðuneytis- ins til þess að ræða við þá framleiðslu- kostnað rafskauta. Tilboði þessu var ekki tekið af nefndinni, en hún féllst á að Coopers & Lybrand skyldi meta viðbótarupplýsingar vorar. Vér erum einnig reiðubúnir í samstarfi við ríkis- stjórnina að leggja mat á það, hvort það hafi einhverja kosti í för með sér að reisa rafskautaverksmiðju í Straumsvík. Hvað viðkemur afskriftum af geng- ismun, þá eru hinir íslenzku endur- skoðendur vorir þeirrar skoðunar, að slikar afskriftir fyrir árið 1980 hafi verið bókfærðar með hliðsjón af skattalögum frá 1971. Nýju skattalög- in, sem tóku gildi 1979, leyfa miklum mun hærri afskriftir heldur en þær sem raunverulega voru færðar. Vér er- um einnig þeirrar skoðunar, að af- skriftir af hreinsibúnaði til mengun- arvarna hafi verið eðlilegar. Þar sem hér er um bókhaldsatriði að ræða, sem hægt er að túlka á mismunandi vegu, væri unnt að vísa þeim í gerð á íslandi. Þegar búið er að leysa ofangreind deilumál, erum vér reiðubúnir að ræða við ríkisstjórnina möguleika á því að stækka áliðjuver ÍSALs í samstarfi við annan eignaraðila, svo og þar af leið- andi breytingar á aöalsamningi. Þar sem markaðsástæður eru mjög erfiðar um þessar mundir, þarf ekki að taka fram að mjög væri æskilegt að fá með- eiganda sem sjálfur hefði not fyrir sinn hluta af álframleiðslu ÍSALs. Samt sem áður er fyrirtæki vort ekki — og hefur aldrei verið — á móti því að ís- lenzka ríkið gerist eignaraðili að ÍSAL, og ver erum reiðubúnir að ræða með hvaða skilmálum væri unnt að koma því í kring. Vér treystum einlæglega að bréf þetta megi stuðla að því að skýra stöðu málsins, og að það megi verða til þess að koma á viðunandi samskiptum milli ríkisstjórnar íslands og fyrirtækis vors á ný. Virðingarfyllst, Swiss Aluminium Ltd. I)r. P.H. Miiller, formaður fram- kvæmdastjórnar. E.A. Weibel, forstjóri í framkvæmdastjórn. „I»essa stundina selja kaupendur okkar í Nígeríu skreiðina med tapi. Þad er Ijóst, að ef rammt kveður að tapinu hjá þeim, þá munu nokkrir þeirra ekki þola það og verða gjaldþrota. Ástæð- an fyrir þessu tapi er gegnd- arlaus innflutningur frá ís- landi og Noregi, sem gerir það að verkum, að framboð- ið er svo mikið að menn kjósa að tryggja sölu á sín- um birgðum á lágu verði, frekar en að eiga á hættu að varan skemmist í höndunt þeirra og verði með öllu verðlaus fyrir bragðið,“ sagði Magnús Friðgeirsson sölustjóri hjá Sjávarafurða- deild Sambandsins þegar Morgunblaðið ræddi við hann, en Magnús er nú ný- kominn til landsins frá Níg- eríu, eftir að hafa rætt við skreiðarkaupendur þar. Komið með íslenzkan skreiðarballa úr birgða- geymslu. Á þessari töflu sést hver skreiðarútflutning- urinn hefur verið frá 1950: 1950 93 1951 1.044 1952 2.355 1953 6.500 1954 12.935 1955 6.553 1956 11.505 1957 10.154 1958 5.239 1959 7.673 1960 7.434 1961 10.674 1962 10.653 1963 9.615 1964 11.193 1965 12.243 1966 8.744 1967 3.518 1968 3.545 1969 7.983 1970 3.814 1971 3.100 1972 3.474 1973 1.683 1974 1.197 1975 1.805 1976 2.009 1977 3.088 1978 6.899 1979 3.281 1980 16.518 Kaupmenn f Nígeríu selja nú skreiðina með tapi: „Dreifa verður skreiðarútflutningnum á lengra tímabilu segir Magnús Friðgeirsson sölustjóri hjá Sambandinu Magnús sagði að skreiðarball- inn væri nú seldur á 250—270 nærur í Nígeríu, en verð til kaup- enda væri 254 nærur og væri þá miðað við ballann kominn á hafn- arbakkann. Á þessu mætti sjá að þeir hefðu ekkert upp í dreif- ingar- og birgðakostnað. Ef marg- ir kaupendur lentu í fjárhagserf- iðleikum, gæti það haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Árið 1981 var langstærsta skreiðarútflutningsár Islendinga frá upphafi. Útflutningsmagnið var nærri 19.000 tonnum af skreið og liðlega 7.000 tonn af hertum hausum. Verðmæti þessara af- urða liggur nærri að vera um 1,2 milljarðar króna. Þessi fram- leiðsla var send að verulegu leyti inn á markaðinn í mánuðunum ágúst til desember. „Markaðurinn í Nígeríu hefur alls ekki neyslugetu til þess að taka við þessu magni á svo skömmum tíma, en skreiðin geymist ekki meira en í um það bil 12 vikur á þessum slóðum og því verðum við, ef ekki á illa að fara, að dreifa útflutningnum meira á allt árið. Meðalútflutn- ingsmagnið frá 1950—1965, en það var tiltölulega virkasta skreiðartímabilið, var milli 6.000 og 7.000 tonn á ári. Mest var það 12.935 tonn árið 1964. Það er því ljóst að verði fram- leiðsla á skreið og hausum mikil á þessu ári, verður að tryggja, að útflutningur verði ekki hömlulaus og að við dreifum útflutningnum á lengra tímabil en verið hefur til þessa, en það er hinsvegar erfitt verkefni miðað við það útflutn- ingskerfi, sem við búum við í dag,“ segir Magnús og bætti við: „Ef útflutningsfyrirkomulaginu verður ekki breytt þá er það tryggt að við endurtökum vitleysu síðastliðins árs, það er að við sendum svo til alla framleiðsluna til Nígeríu á tímabilinu ágúst til desember og eftir það þarf víst ekki að spyrja að leikslokum. Þetta mál er því mun alvarlegra, þegar það er haft í huga að verð- mæti skreiðar og hertra hausa var 'Aaf heildarverðmæti út- fluttra sjávarafurða á síðasta ári.“ Þá sagði Magnús að umræða væri hafin nokkru fyrr við við- skiptaráðuneytið um þessi mál. Éftir að Magnús kom heim frá Nígeríu nú eftir áramót skrifaði hann bréf til allra skreiðarfram- leiðenda á vegum Sambandsins, til að gera þeim grein fyrir alvöru málsins. „Ég bendi framleiðendum á, að þeir skuli ganga stíft eftir því, við sína matsmenn, að þeir tíni til hliðar alla skreið, sem hæf er á Ítalíumarkað. Við höfum vanrækt þennan markað um of og er það okkur til tjóns. Allur fiskur sem kemst til Ítalíu minnkar okkar vanda í Nígeríu. Þá fer ég þess á leit að allar skreiðarafurðir verði pakkaðar í „hessían“-striga. Tilraunir með aðrar umbúðir hafa ekki tekist vel og hafa til þessa mætt verulegri andstöðu á markaðnum. Enn- fremur er þess farið á leit að ball- arnir verði bundnir þannig, að bindingin verði innanundir strig- anum og helst af öllu þurfa þeir að vera vírbundnir. Þá bendi ég famleiðendum á, að leggja áherslu á að þorskhausar verið framleiddir með klumbu- beini. Það er ljóst, að þegar þrengist um á þessum markaði, þá verða það fyrst og fremst klumbubeinslausir hausar, sem tefjast í sölu og á skipunum. Einnig má búast við, að samfara því, verði tilhneiging til lækkunar í verði á þeirri framleiðslu. Að lokum benti ég framleiðend- um á að nú liggi mikið við, að reynt verði að forðast að mikið magn falli í Pólar-gæðaflokk, en sú skreið, sem hengd er upp yfir sumarið, fer að of miklu leyti i þennan gæðaflokk. Forðast ber að meta í þennan gæðaflokk að til- efnislausu. Menn hafa verið alltof djarfir við að hengja upp skreið yfir sumarið, og það hefur þegar valdið okkur tjóni," segir Magnús. Það kom fram hjá Magnúsi, að nokkuð hefur borið á því, að matsmenn segist ekki hafa þekk- ingu til þess að meta Italíu-skreið. „Við svo búið má ekki standa. Ef. matsmenn kunna ekki skil á því að meta skreið sem á að fara á Ítalíumarkað, þá er það lág- markskrafa, að þeir verði sér úti um þessa þekkingu. Annað er óviðunandi," sagði Magnús. Þá sagði hann að lokum, að koma yrði í veg fyrir, að margir seljendur gætu boðið sömu skreið- ina til sölu í Nígeriu. Þvi miður hefði verið slegist um hvern skreiðarballa hér á síðasta ári, og í Nígeríu hefðu menn haldið að mikið meira væri til af skreið á íslandi en raun hefði verið á, og þýddi það einfaldlega lægra verð á markaði þar. Skreiðarverslun í Nígeríu. Það fer ekki mikið fyrir flottheitunum í versl- l.josm.: Magnús l-'ridgcirsKon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.