Morgunblaðið - 03.02.1982, Síða 30

Morgunblaðið - 03.02.1982, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1982 Dregið um töfluröð: Stórleikir strax í fyrstu umferð 1. deildarinnar Búið er að draga í töfluröð fyrir komandi knattspyrnuvertíð, en ís- landsmótið í I. deild mun hefjast fljótlega upp úr mánaðamótum apríl og maí. Islandsmeistarar Víkings mæta Fram á Laugardalsveilinum í fyrstu umferðinni, en aðrir leikir þá eru: ÍBÍ - KR, ÍBV — ÍBK, UBK - ÍA og Valur — KA. Nýliðarnir í deildinni fá erfiða leiki strax í byrj- un mótsins, ísfirðingar eru að vísu á heimavelli, en róðurinn verður ef- laust þungur, og Vestmanneyingar eru ávallt erfiðir heim að sækja. Annars var töfluröðin sem hér segir: 1. ÍBÍ, 2. ÍBV, 3. Víkingur, 4. UBK, 5. Valur, 6. KA, 7. IA, 8. Fram, 9. ÍBK, 10. KR. I 2. deild var töfluröðin þessi: 1. FH, 2. Reynir, 3. Einherji, 4. Þór Akureyri, 5. Þróttur Reykjavík, 6. Skalla-Grímur, 7. Njarðvík, 8. Þróttur Neskaupstað, 9. Völsung- ur, 10. Fylkir. í fyrstu umferðinni leika því eftirtalin lið saman: FH — Fylkir, Reynir — Völsungur, Einherji — Þróttur N., Þór Ak. — Njarðvík og Þróttur R. — Skalla- Grímur. Boris lætur af þjálfun meistaraflokks Vals - Stefán Gunnarsson tekur við „BOKIS Akbashev mun ekki koma meira nálægt þjálfun meistaraflokks Vals í hand- knaitleik á þessu keppnistíma- bili,“ sagði Guðmundur Kin arsson formaður handknatt- leiksdeildar Vals í spjalli við Mbl. Guðmundur bætti við: — Stjórn handknatt- leiksdeildarinnar hélt langan fund með leikmönnum meist- araflokks í fyrrakvöld. Stóð sá fundur langt fram yfir miðnætti. Þar voru mörg mál rædd, þar á meðal sú slæma staða sem meistaraflokkur er nú kominn í í Islandsmótinu. Því að þar blasir ekkert ann- að en fallbarátta við. í lok fundarins tók stjórn deildar- innar þá ákvörðun að leik- menn meistaraflokks tækju sín mál alfarið í sínar hendur út keppnistímabilið. Þeir munu fá menn sér til aðstoð- ar við þjálfun og innáskipt- ingar í þá leiki sem framund- an eru. Boris, sem að okkar mati er fi^bær þjálfari, er síöur en svo á förum frá Val. Hann mun eftir sem áður þjálfa 3. og 2. flokk félagsins. Þar rík- jr almenn ánægja með störf hans. Það var óskemmtileg ákvörðun að láta hann hætta þjálfun meistaraflokks, en eitthvað varð að gera í þess- ari slæmu stöðu, hvort sem það verður nú til þess að hiutirnir lagist eða ekki, sagöi Guðmundur. Eftir áreiðaniegum heimildum Mbl. mun Stefán Gunnarsson Valsmaður nú taka við þjálf- un liðsins. - ÞR. Ungverjar töpuðu ffyrir félagslioi Þær þjóðir, sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppni HM í knattspyrnu á Spáni í sumar, keppast nú flestar við að undirbúa sig fyrir átökin. Ungverska landsliðið er á keppnis- ferðalagi í Ástralíu, þar sem það tek- ur þátt í fjögurra liða keppni. Ung- verska liðinu gekk ekki vel, hafnaði í þriðja sætinu og tapaði síðast fyrir júgóslavneska liðinu Vojvodina 1—2. ('songradi skoraði eina mark llngverjanna, sem voru með marga nýja leikmenn í röðum sínum. Tékkneska landsliðið hefur ver- ið á keppnisferðalagi í Suður- Ameríku og nú síðast sigraði liðið kólombíska liðið Millionaros 2—0 með mörkum Marian Sasny og Jazcec Valek. Áður hafði tékkn- eska liðið sigrað Sporting Crystap frá Perú 1—0 og gert jafntefli við mexíkanska liðið America, 1—1. E1 Salvador sigraði Rúmena 2—1 á heimavelli sínum um helg- ina. Rúmenar náðu forystu í fyrri hálfleiknum, en Hernandez og Osorto skoruðu sigurmörkin fyrir heimaliðið í síðari hálfleik. Leik- urinn þótti afspyrnulélegur. Liverpool sigraði Ipswich örugglega á Portman Road Liverpool sigraði Ipswich örugg- lega 2—0 á Portman Road í Ips- wich í gærkvöldi, en þar léku liðin fyrri viðureign sína í undanúrslit- um ensku deildarbikarkeppninnar í knatlspyrnu. Var þetta 15. leikur Liverpool án taps á útivelli og stefnir liðið nú að sigri á öllum vígstöðvum. Liverpool var allan tímann betri aðilinn, en mörkin komu þó ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleik, er þeir lan Rush og Terry McDermott skoruðu nánast á sömu mínútunni. Nokkrir leikir fóru fram í ensku knattspyrnunni í gærkvöldi: 1. deild: Arsenal — Wolves 2—1 Aston Villa — Sunderland 1—0 West Ham — Manchester C. 1 — 1 2. deild: Rotherham — Derby 2—1 Shrewsbury — Barnsley 0—2 Kevin Bond skoraði fyrir Manchester City úr vítaspyrnu eft- ir að Trevor Francis hafði verið fclldur, en tíu mnútum fyrir leiks- lok tókst Bill Bonds að svara fyrir heimaliðið. Arsenal skaust í fimmta sætið með sigrínum gegn Wolves. Gra- ham Rix og Paul Vcassen skoruðu mörkin, en Ken Hibbitt svaraði. Loks má geta þess, að Dave Geddis skoraði sigurmark Villa í afar ósannfærandi sigri gegn Sunderland. Fram - Víkingur íslandsmótið í handknattleik 1. deild Laugar- dalshöll í kvöld Mfl. karla kl. 20.00. Mfl. kvenna kl. 21.30. Framarar mætum allir og hvetjum okkar menn til sigurs © ALDA OSRAM Hoffell sf Master handboltar Áfram Framarar ÁGÚST ÁRMANN ht UMÖOOS OG HELDVERZLUN SUNOáBOFtG ?4-nCVKJáVÍK flÖPIONEER PLASTPOKAR PlastM lir sieinor hf Bakaríið Kringlan i .* . J.l.t.t.1/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.