Morgunblaðið - 03.02.1982, Síða 32
Síminná QQflQQ
afgreiðslunni er OOUOO
Sími á ritstjórn -ífl-íflfl
ogskrifstofu: lU IUU
3«t>rjjttnblaí>ií>
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1982
Nfgería:
Kaupendur
tapa á að
selja
íslenzku
skreiðina
SKREIÐARKAUPMENN í Nígeríu
s< lja nú íslenzka skreið með tapi og
getur jafnvel fariú svo ad ein-
hverjir kaupendanna verði gjald-
|>rota á næstu vikum eða mánuðum.
Stafar þetta meðal annars af gegnd-
arlausum innflutningi frá Noregi og
Islandi, sem Hefur gert það að verk
um að framboðið cr of mikið. Ilafa
kaupendur í Nígeríu frekar kosið að
sclja skreiðina á lágu verði, en að
eiga á hættu að varan skemmist og
verði ónýt.
í viðtali sem Morgunblaðið hef-
ur átt við Magnús Friðgeirsson,
solustjóra hjá Sambandinu, kem-
ur fram, að skreiðarballinn er nú
seldur á 250—270 nærur í Nígeríu,
en kostnaðarverð kaupenda er 254
nærur og er þá miðað við ballann
kominn á hafnarbakka. Síðan
þurfa kaupendur að bera mikinn
dreifingar- og birgðakostnað.
Ljósm. Mbl. Kristján.
Svissneska álfélagið:
% Úr Bláfjöllum.
„Reikna með
beinni út-
sendingu“
- segir Pétur Gudfinnss.
„VIÐ reiknum með að senda
knattspyrnukappleik út í beinni út-
sendingu í vor eða sumar og hafa
menn þá helst horft til úrslitaleiks
ensku bikarkeppninnar á Wemb-
ley,“ sagði Pétur t.uðfinnsson,
framkvæmdastjóri sjónvarpsins í
samtali við Mbl. í gær.
„Ákvörðun liggur ekki fyrir
ennþá. Þá erum við að athuga
möguleika á leikjum í heims-
meistarakeppninni á Spáni í
sumar og þá hvort áhugaverðir
leikir séu á dagskrá fyrir lokun
sjónvarpsins í júlí. Hitt er svo, að
menn hafa látið sér detta í hug,
að senda út leiki í júlí og þá
hugsanlega úrslitaleik keppninn-
ar, en ákvörðun liggur ekki
fyrir,“ sagði Pétur ennfremur.
Aðspurður hvort sjónvarpið
hefði sent Jóhanni Ola Guð-
mundssyni, framkvæmdastjóra
Securitas, ávísun að upphæð 25
þúsund krónur, sem hann sendi
stofnuninni, sagði Pétur að hann
teldi að hún væri á leiðinni til
hans.
Magnús segir að mest af skreið-
inni sé flutt út í mánuðunum
ágúst til desember og markaður-
inn í Nígeríu geti alls ekki tekið
við öllu því magni sem flutt er
þangað á svo skömmum tíma, sér-
staklega þar sem skreiðin geymist
aðeins í um 12 vikur þar í landi.
Þá segir Magnús að íslendingar
hafa verið of djarfir þegar þeir
hafi hengt upp skreið yfir sumar-
ið, og hafi það þegar valdið íslend-
ingum tjóni, og ættu menn að
forðast að hengja upp skreið á
þeim árstíma.
Sjá miðopnu: „Drpifa vordur skruidar
úldulninKnum á lcngra límabil."
Ásakanir dregnar til
baka eða málið í gerð
SVISSNESKA álfélagið hef-
ur lýsl því yfir, að þegar
deilumál milli íslenzku ríkis-
stjórnarinnar og þess séu
leyst, sé það reiðubúið til við-
ræðna við ríkisstjórnina um
möguleika á stækkun álvers-
ins og breytingum á aðal-
samningi, sem af því leiði.
r
Aform Hjörleifs Guttormssonar í orkumálum 1978:
Heföi þýtt neyðarástand
í landinu á þessum vetri
Samkvæmt bréfi sem Hjörleifur
Guttormsson, iðnaðarráðherra,
sendi I>andsvirkjun 14. sept. 1978
hefði algert neyðarástand ríkt nú í
orkumálum landsmanna ef áform
hans hefðu náð fram að ganga
haustið 1978. Þá vildi iðnaðarráð-
herra draga úr framkvæmdahraða
við llrauneyjafoss og fresta gang-
setningu fyrstu véla um 1—2 ár.
I bréfi iðnaðarráðherra til
Landsvirkjunar 14. sept. 1978 seg-
ir m.a.: „Ráðuneytið óskar eftir
því að Landsvirkjun endurskoði
framkvæmdaáætlun um Hraun-
eyjafoss með það í huga að fyrri
vélasamstæðan yrði tekin í rekst-
ur ári síðar en áformað hefur ver-
ið, þ.e. seint á árinu 1982 og síðari
vélasamstæðan ekki fyrr en
markaðsaðstæður krefjast miðað
við landskerfið í heild, e.t.v.
1984—1985. Þessi áform Hjörleifs
hefðu, að sögn forystumanna í
stóriðju og orkumálum, leitt til
algjörs neyðarástands strax á sl.
ári og tjón upp á marga milljarða
gkr. vegna reksturs diselstöðva og
stórfellt tekjutap stóriðjuvera
vegna minni framleiðslumögu-
leika, en stóriðjan hefur ekki
fengið neina afgangsorku í allan
vetur. Þá er Ijóst að ef vilji Hjör-
leifs Guttormssonar hefði náð
fram að ganga 1978 hefði orðið að
skammta raforku til almenn-
ingsnota í vetur. Landsvirkjun
virti vilja Hjörleifs hins vegar að
vettugi haustið 1978 og hélt fast
við fyrri framkvæmdaáætlun,
þannig að fyrsta vélin var gang-
sett sl. haust, önnur í janúar og sú
þriðja verður tilbúin til gangsetn-
ingar í desember, nokkrum mán-
uðum á undan upphaflegu áætl-
uninni. Þá gerði Hjörleifur einnig
fyrir skömmu tilraun til að fresta
frekari framkvæmdum við stækk-
un Þórisvatns og ísvörn, en stjórn
Landsvirkjunar stóð föst fyrir
sem fyrr og neitaði að fallast á
sjónarmið iðnaðarráðherra, enda
er reiknað með að umrædd fram-
kvæmd skili um 25 MW í betri
nýtingu orkuversins.
Ráðherra féllst að síðustu á
sjónarmið Landsvirkjunar og
leyfði framkvæmdir.
Fyrir skömmu var tilkynnt um
orkuskömmtun til Álversins,
Járnblendifélagsins og Áburðar-
verksmiðjunnar, alls 36 MW, en ef
Hrauneyjafossvirkjun væri ekki
komin í gagnið ennþá, miðað við
hugmyndir iðnaðarráðherra, væri
nú orkuskortur upp á u.þ.b. 125
MW því tvær vélar Hrauneyjafoss
skila nú 90 MW, önnur 70 sem er
hámark, en sú sem var sett í gang
í janúar skilar aðeins 20 MW af
70 MW mögulegum vegna vatns-
skorts. Þriðja vélin verður vænt-
anlega tilbúin í des. nk., tveimur
mánuðum á undan áætlun.
Miklar deilur urðu um þetta
mál á sínum tíma, Landsvirkjun
féllst einungis á að fresta um eitt
ár, eða til ársins 1982, að ljúka við
háspennulínu á svæðinu, því nú-
verandi kerfi gæti dreift orkunni
j>ótt öryggi minnkaði með frestun
verksins.
Ef hugmyndir Hjörleifs hefðu
náð fram að ganga, væri Járn-
blendiverksmiðjan nú stöðvuð,
búið væri að skerða verulega orku
til Álversins og allar díselstöðvar
á landinu væru nú keyrðar á fullu
upp á milljarða kostnað í gkr. en
auk neyðarástands hjá iðnaði,
hefði einnig komið til orkuskerð-
ing til almennings, að sögn heim-
ildarmanna Morgunblaðsins.
Þetta kemur fram í bréfi því,
sem fulltrúar fyrirtækisins af-
hentu Gunnari Thoroddsen for-
sætisráðherra í fyrradag og birt
var opinberlega í gær. Svissneska
álfélagið bendir á eftirfarandi
leiðir til þess að leysa deilumál
aðila:
• Iðnaðarráðuneytið dragi ásak-
anir sínar um of hátt verðlag á
súráli til baka eða deilan verði
lögð í gerð.
• Fyrirtækið ítrekar tilboð um
fund með ráðgjöfum iðnaðar-
ráðuneytis til þess að ræða
framleiðslukostnað á rafskaut-
um og lýsir sig reiðubúið til
samstarfs við ríkisstjórnina um
mat á því, hvort það hafi kosti í
för með sér að reisa rafskauta-
verksmiðju í Straumsvík.
• Fyrirtækið lýsir sig reiðubúið
til að leggja ágreining um af-
skriftir af gengismismun undir
íslenzkan gerðardóm.
Svissneska álfélagið segir í bréfi
sínu um hugsanlega stækkun ál-
versins, að æskilegt væri að fá
meðeiganda, sem sjálfur hefði not
fyrir sinn hluta af álframleiðslu
ISAL, vegna erfiðs markaðs-
ástands um þessar myndir, en
kveðst ekkert hafa á móti því að
íslenzka ríkið gerist eignaraðili að
ÍSAL. Segir í bréfinu að fyrirtæk-
ið sé reiðubúið til þess að ræða
með hvaða skilmálum unnt yrði að
koma því í kring.
Sjá mióopnu: Tilbúnir aA raföa
cignaraúild í.slcndinga ad álvcrinu.