Morgunblaðið - 19.02.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1982
35
LÆKNINGAR
að sjúklingar sem ekki voru með
hormónabindandi efni höföu lítiö
gagn af hormónameðferöinni.
— Hér á krabbameinsstofnun-
inni fylgdumst við náið með mörg-
um þessara kvenna, segir prófess-
orinn. — Hér erum við t.d. meö
konu núna, sem búið er að taka af
annaö brjóstiö. Hún viröist hin
hressasta. Læknarnir vita, aö um
15% þeirra sjúklinga sem eru í
þessum hópi, þ.e. þeim þar sem
sjúkdómurinn er greindur á frum-
stigi, kemur aftur til meðferðar.
Hugsanlega er þaö vegna þess aö
ósýnilegar frumubreytingar eiga
sér staö í eitlum, en það þarf ekki
aö vera ástæöan.
Forsvaranlegt?
Er forsvaranlegt aö gefa þess-
um konum „cytostatika" (stundum
nefnt frumueitur), sem hefur í för
meö sér flökurleika og veröur til
þess aö þær missa háriö, auk þess
sem þaö kann aö veröa til þess aö
stytta líf þeirra?
— Þar sem viö höfum nú orðiö
tök á því aö mæla hversu mikiö af
móttökurum er aö finna í æxlinu,
getum viö hiklaust svaraö þessari
spurningu játandi. Ef konan hefur
fáa móttakara á aö gefa henni
„cytostatika“ strax. Slík meðferö
ber árangur hjá um 60% kvenna.
Hormónagjöf eöa brottnám eggja-
stokka mundi í þessum tilvikum
gera meiri skaöa en gagn. Viö vit-
um líka meira um þaö hverjar horf-
urnar eru. Sé lítiö um móttakara
veröur vöxtur æxlis hraöari. Kona
sem er meö mikið af móttökurum
hefur meiri líkur á bata en sú sem
er meö lítiö af þeim, jafnvel þótt
um frumubreytingar í eitlum sé aö
ræöa.
— Þessi uppgötvun okkar á
hinni nýju aðferð til að greina
brjóstakrabbamein þýöir ekki aö í
vissum tilfellum geti ekki veriö
nauösynlegt aö fjarlægja brjóstiö
eftir sem áöur, en hún gerir þaö aö
verkum aö viö getum betur gert
okkur grein fyrir því hvaöa meö-
ferö á viö í hverju tilviki, auk þess
sem hægara er aö gera sér grein
fyrir batahorfum sjúklingsins.
Aðferðin
Þessari aöferö er einungis hægt
aö beita þar sem aögangur er aö
fullkominni rannsóknastofu. Aö-
feröin er í því fólgin aö mældir eru
geislavirkir hormónar i sýni sem
tekið er úr vef. Læknirinn tekur
smásýni úr æxlinu í brjóstinu. Sýn-
iö veröur aö frysta á stundinni
þannig aö móttakararnir þoli flutn-
inginn í rannsóknastofuna. Þetta
er dýr og erfiö aöferö, en frá 1979
hefur bandaríska krabbameins-
stofnunin krafist þess aö henni sé
beitt í hverju einasta tilfelli þar sem
um brjóstakrabba er aö ræöa.
Sýni er tekiö úr því æxli sem fyrst
greinist og einnig úr þeim sem síö-
ar myndast.
Ný rannsóknaaöferö
Á þessu ári veröur fariö aö beita
nýrri aðferö í Bandaríkjunum, en
hún hefur m.a. þá kosti aö hún er
auöveldari í framkvæmd og um
leið ekki eins kostnaðarsöm og sú
sem aö framan greinir. Svo einföld
er þessi aöferð, aö hún kemur aö
notum í hvaöa sjúkrahúsrann-
sóknastofu sem er. Aðferðin er í
því fólgin í meginatriöum, aö mót-
stöðuefni er látið bindast móttök-
urunum fyrrnefndu, en þaö gerir
þaö aö verkum aö auöveldara
veröur aö rekja slóö hinna geisla-
virku hormóna en hingaö til hefur
verið.
Prófessorinn telur góöar horfur
á aö í framtíöinni veröi unnt aö
tryggja hverjum sjúklingi einmitt
þá meöhöndlun sem hann hefur
þörf fyrir, þ.e.a.s. aö hver einstakl-
ingur fái þaö sem hann kallar
„sérhannaöa" meöferö.
— Með því aö beita þessari aö-
ferö ætti einnig aö veröa hægt aö
„sérhanna“ meðferö krabbameins
í blööruhálskirtli, hvítblæöis og
krabbameins í móðurlífi, segir
hann. — Trúlega veröur einnig
unnt aö sjá fyrir hvernig sjúkdóm-
urinn á eftir aö haga sér. Þegar um
er aö ræöa karla, sem eru meö
krabbamein í blööruhálskirtli, þarf
aö mæla androgenmóttakara, en
hjá hvítblæöissjúklingum og þeim
sem eru meö eitlakrabba eru þaö
kortison-móttakarar sem þarf aö
athuga.
Fjöldarannsóknir
Mörgum spurningum er þó
ósvaraö þegar um hormóna, mót-
takara og mótstööuefni er aö
ræöa. Er meiri hætta á brjósta-
krabba hjá konum sem eru meö
mikiö af móttökurum í ósýktum vef
í brjóstum en hjá þeim sem eru
meö lítið af þeim? Væru fjölda-
rannsóknir á hormónamóttökurum
heppilegri leiö en röntgenrann-
sóknir til aö finna hvaöa hópar eru
í mestri hættu?
— Kosturinn viö einfaldari og
ekki eins kostnaöarsamar aöferöir
til aö mæla móttakara er sá, aö
þær koma ekki einungis aö gagni
þegar sjúkdómurinn er kominn á
hættulegt stig. Geri sjúkdómurinn
vart viö sig á ný, e.t.v. eftir mörg
ár, er jafnvel hægt aö komast hjá
skurðaögerö til aö nema brott
æxli, sem kannski er erfitt aö kom-
ast aö, af því aö upplýsingar eru
fyrirliggjandi um hvaöa lyf kemur
aö gagni.
— Þaö er líka mögulegt aö
móttakaramælingar hjá heilbrigö-
um konum geti veriö framtíöarleiö
í heilsuvernd, en áöur en slíkt get-
ur hafizt, veröum viö aö afla okkur
nánari upplýsinga en viö höfum nú
yfir aö ráöa. Þaö er líka spurning
hvaöan úr brjóstinu ætti aö taka
sýniö og hvernig á aö taka þaö,
sagöi Elwood Jensen, prófessor
viö Chicago-háskóla, í lok viötals-
ins viö Dagens Nyheter.
LYF
Lactam-hringurinn, en þessi sam-
setning er algeng í ýmsum eldri
fúkalyfjum. I hinum nýju lyfjum hefur
samsetningunni veriö breytt þannig
aö efnakljúfar í sóttkveikju er nefn-
ist Beta-Lactamases — en þessir
efnakljúfar brjóta niöur Beta-Lact-
am veröa ekki virkir.
Ein af ástæöunum fyrir því aö
Beta Lactam-lyfin eiga aö vera til-
tölulega örugg er sú aö þau rjúfa
frumuveggi sóttkveikja en ekki
veggi fruma sem eiga heima í
mannslíkamanum. Notagildi þeirra
verður fyrst og fremst þar sem um
brunasár og önnur opin sár er aö
ræöa. Um leiö og sérfræðingar
hrósa happi vegna hins nýja lyfs
hafa þeir vaxandi áhyggjur af
ofnotkun og misnotkun fúkalyfja.
Þaö tekur mörg ár aö búa til nýtt lyf
og kostnaöur viö þaö nemur gífur-
legum fjárhæöum, og um leið og
nýtt lyf kemur á markaö fer i gang
auglýsingaherferö um ágæti þess.
Afleiðingin verður yfirleitt sú aö
læknar grípa til hins nýja lyfs í langt-
um fleiri tilvikum en nauösynlegt er
og oft þar sem eldri lyf koma fylli-
lega aö gagni. Ofnotkun fúkaiyfja
eflir sóttkveikjurnar og gerir þær
harösnúnari í baráttunni viö lyfin, en
Alþjóöa heilbrigöisstofnunin hefur
varaö viö því aö ofnotkun og mis-
notkun muni meö sama áframhaldi
draga mjög úr áhrifum fúkalyfja í
fjölmörgum löndum. Víöa er hægt
aö fá keypt fúkalyf án þess aö fram-
visa lyfseöli, þannig aö fjöldi fólks
tekur þessi lyf inn algjörlega aö
þarflausu. Læknar eru margir hverj-
ir gjarnir á aö grípa til fúkalyfja í
baráttu viö veirusjúkdóma, enda
þótt þessi lyf komi alls ekki aö gagni
í slíkum tilfellum. Þá er fúkalyfjum
víöa bætt í skepnufóöur til aö örva
vöxt og auka kjötframleiöslu.
Til aö draga úr slíkri misnotkun
hefur Alþjóöa heilbrigöisstofnunin
hvatt til þess aö fúkalyf veröi ein-
ungis seld gegn framvísun lyfseöla.
Þá er lögö áherzla á ítarlegri
merkingu á umbúöum, þannig aö
ekki fari á milli mála hvaöa auka-
verkanir lyfin geti haft í för með sór
og hvers vegna þaö hafi verlö selt í
hverju tilviki. Stofnunin hefur einnig
mælt meö aukinni fræöslu um rétta
notkun fúkalyfja og lagt til aö
strangar reglur veröi settar um
notkun þeirra í matvælaiönaöi.
(Or The New York Timee)
Laugavegi 20. Sími frá skiptiborði 85055.
VANTAR ÞIG VINNU Q
VANTAR ÞIG FÓLK i
tP
ÞÚ Al'GLÝSIR l'M ALLT
LAND ÞEGAR ÞL AL'G-
LÝ’SIR í MORGI NRLAOIM