Morgunblaðið - 19.02.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.02.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1982 39 „Mér finnst ég vera ungur,“ sagði dr. Armond Hammer, hinn 83 ára gamli for- stjóri Occidental olíufélagsins (Occidental Petroleum Corporation). Enda þótt hann hafi læknismenntun að baki, hefur hann helgað sig meðferð heilsuveilla fyrirtækja en ekki manna. „Aldur er ákveöiö viðhorf og viö erum eins gömul og okkur finnst við vera. Ég hugsa aldrei um sjálfan mig sem aldraöan. Ég vinn tólf til fjórtán tima á dag sjö daga vikunnar og ég hef aldrei fyrr á ævinni verið jafn atorkusamur!” Armond Hammer, sólbrenndur hörku- karl sem heilsar meö handabandi lyftinga- manns, lítur sannarlega út einsog „hnefaleikakappi í millivigt sem aldrei hefur beðiö ósigur“, en þannig lýsir rithöfundur- inn Bob Considine honum í ævisögu Hammers. Hann stjórnar tólfta stærsta olíufyrirtæki í heimi, ferðast um allan hnött- inn í einkaþotu upp á margar milljónir doll- ara eins og þaö væri rétt á milli húsa, þeys- ist um Kaliforníu á einkaþyrlu og tekur virk- an þátt í að minnsta kosti tólf stórverkefn- um sem eru óviökomandi rekstri Occi- dental-fyrirtækisins. Reagan forseti hefur nýlega skipað dr. Hammer formann Krabbameinsráðs forsetans, og Hammer finnst það veita honum enn eitt tækifæri til aö efla krabbameinsrannsóknir. Árið 1969 stofnaði Armond Hammer Krabbameinslíf- fræðimiöstöðina við Salk-stofnunina í San Diego og hann hefur um langan aldur verið staðráðinn í að „helga eins miklu af eigum mínum og eins miklum tíma og ég framast get til að leggja mitt að mörkum til aö finna lækningu við krabbameini“. Hann er ennþá læknir innst inni. Armand Hammer hefur ekki lifaö lífinu af varkárni. Hann hefur brotist áfram í orðsins fyllstu merkingu. Þegar lítiö var um viský i Bandaríkjunum varð 100.000 dollara fjár- festing aö 7,5 milljónum í höndunum á hon- um meö því að hann framleiddi blandaö viský og iðnaðarspíra úr kartöflum og seldi síðan fyrirtækið Schenley áfengisverk- smiðjunni. Hann hagnaðist stórum á bú- fjárfóöri og nautgripum og stóö fyrir fyrstu nautgripasölu hreinræktaðra Angus- nautgripa í Bandaríkjunum fyrir milljón dollara. Honum tókst að þröngva sér inn í heim listaverkaviöskipta, sem er eins konar klíkufélagsskapur, og á frægt safn lista- verka, metið á yfir 30 milljónir dollara sem hann hefur þegar ánafnaö tveimur söfnum. Þá stofnaöi hann Hammer-safnahúsin ( New York. Hann græddi eina milljón doll- ara meðan hann var við læknanám í Læknaskóla Columbiu meö því aö stækka verksvið lítils lyfjafyrirtækis. Á sínum yngri árum var hann þekktur sem „rússneski tengillinn". Hammer var fyrsti útlendingurinn sem fékk leyfi til aö stunda viöskipti við Sovétrikin. Þrátt fyrir hugmyndafræðilegan ágreining milli Bandaríkjanna og Rússlands taldi hann mögulegt og nauösynlegt aö koma á viö- skiptum milli þeirra. Hann kom ekki aöeins í kring vel heppnuöum viðskiptasamningi milli ríkjanna, heldur hefur hann einnig ver- ið umboðsmaður í Sovétríkjunum fyrir 38 meiri háttar bandarísk fyrirtæki. Hann er upprunninn í Lower East Side í New York. Julius faöir hans var læknir. Þegar Julius vissi aö einhver sjúklinga hans haföi ekki efni á aö greiöa fyrir læknislyfið var hann vanur aö skilja fáeina dollara eftir á borðinu ásamt lyfseðlinum. Móöir hans, kölluð Mama Rose, gekk gjarnan gegnum troöfulla biðstofu Juliusar læknis, sá hverjir voru bara komnir til þess aö næla sér í læknisvottorö til þess að geta skrópaö í vinnunni og spuröi þá hina sömu glaölega: „Því ferðu ekki heim og færð þér svolítiö sódaduft?“ Mama Rose liföi fram tii ní- ræðs. Faðir Armand Hammers dó þegar hann var 74 ára. „En hann lést af völdum misheppnaðs uppskurðar," útskýrir dr. Hammer. „Ég hef alla tíö haft á tilfinning- unni aö hann heföi getað lifað lengur, ef þessi aögerö hefði verið framkvæmd af meiri kunnáttu.“ Armand Hammer fluttist til Kaliforníu fyrir 26 árum til að setjast í helgan stein. Hann haföi aldrei augum litiö olíulind, en hið örsmáa, niðurnídda Occidental oliufyr- irtæki varð honum hvatning til átaka. Hann eignaöist fyrirtækiö áriö 1957 þegar þar störfuðu þrír starfsmenn og hlutabréfin voru metin á 18 sent. Núna eru 50.000 manns á launaskrá hjá Occidental Petrole- um og fyrirtækiö veltir 10 milljörðum doll- ara. „Mér finnst aö fólk eigi að setjast í helgan stein til að gera eitthvaö," segir dr. Hammer, „gera eitthvað sem er jafn- skemmtilegt og það sem það var aö gera áður, ef ekki enn skemmtilegra!" í bréfi sem Armand Hammer fékk frá Albert Einstein fyrir meir en þrjátíu árum kemur fram að menn byrji ekki að lifa í raun fyrr en þeir eru farnir aö lifa fyrir meira en yfirstandandi augnablik. „Hann varö aö segja mér frá leyndardómi langlífsins“ seg- HINIR SÍUNGU Hammer í sólskinsskapi viö opnun sýningarí Londoná hluta af hinu ómetanlega lista- verkasafni hans. Karl prins var meðal gesta. ir Hammer. „Maður verður sífellt að vera aö keppa að einhverju. Skáldiö Robert Browning skrifaöi: „Hver og einn hlýtur að teygja sig lengra en hönd hans spannar; til hvers væri himinninn annars?" Einstein var að segja það sama.“ Hammer var eitt sinn spurður hver væri skýringin á óbilandi þreki hans og hann svaraði: „Nú, ég hvorki reyki né drekk áfengi og ég syndi um 400 metra á hverjum degi.“ Fyrirspyrjandinn sagöi aö bragöi: „En faðir minn gerði einmitt þetta sama og hann dó þegar hann var 65 ára.“ Hammer svaraði: „Nú, þá hefur hann því miöur ekki gert það nógu lengi!“ Jú, vissulega hafa erfðaeiginleikar hér sitt að segja, en Hammer bætir við að þar komi einnig til mjög svo heilsusamlegt líferni. „Ég held aö sund sé mín lífstrygging. Þegar ég er á ferðalagi er mitt fyrsta verk ævinlega að finna sundlaug." Heima hjá mér í sérhann- aðri innanhús sundlaug syndir Hammers 40 umferðir á dag um leiö og hann hlustar á útvarpsfréttir. Kona hans tekur þá ef til vill á móti símtölum og fær svör hjá læknin- um án þess aö stöðva hann á sundinu. Annaö heilræði Armand Hammers til aö lengja lífið: aö fá sér hænublund af og til á daginn. „Aðeins tíu mínútna blundur léttir á streitunni" segir hann. „Ég legg bara fæt- urna upp á kollinn fyrir aftan skrifborðiö mitt, lygni aftur augunum og ímynda mér aö ég sé staddur á grasi vöxnum bala undir tré þar sem niðandi lækur seytlar skammt frá. Ég hluta á lækjarniöinn þar til ég sofna." Dr. Armand Hammer er gæddur ótrúleg- um lífsþorsta, hefur þrívegis gengiö í hjónaband, hiö síöasta hefur staöiö í 26 ár og nú veltir hann því fyrir sér hvað hann geti lagt af mörkum í framtíðinni. Hann hef- ur alla tíð fariö eftir eigin höföi og eftirlætismáltæki hans hæfir vel þessum fyrrverandi nautgripabónda: „Komir þú auga á gott tækifæri, gríptu þaö þá haus- taki og þá kemstu aö því að eitt mun leiða af öðru og allt til góös.“ Mælaborð í Volvo 760 GLE. baki framsæta við högg, öryggis- stýri er endurbætt, bremsukerfi er endurbætt og reynt hefur verið aö auka öryggi ökumanns og farþega við hliöarárekstur og við veltu. Útlit bílsins er nokkuö ólíkt fyrri Volvo- bílum svo sem sjá má af myndun- um og innréttingu hefur verið breytt verulega, einnig mælaborði, og nýtt loftræstikerfi hefur veriö tekiö upp. Þótt verksmiöjurnar hafi nú sett hinn nýja bíl á markaö og lögö veröi áhersla á að kynna hann á næstunni skal geta þess aö ennþá verða framleiddar 240- og 340-geröirnar, en Volvo 760 GLE veröur nokkru dýrari. Má búast viö aö veröiö hérlendis verði nokkuö á þriöja hundraö þúsund króna. Framleiösla Volvo 760 GLE hefst í apríl og búast talsmenn Veltis viö aö hann veröi kominn hingaö með haustinu. Sæti og innréttingar eru nokkuð öðruvísi en í eldri bílunum. TONLISTARHATIÐ í tilefni 50 ára afmælis Félags íslenzkra hljómlistarmanna í Reykjavík 22.-27. febrúar 1982. JAZZTONLEIKAR Kl. 21.00 Big Band tónlist- arskóta FfH. Pétur Öst- lund og félagar. Kvartett Reynis Sigurðssonar. Tríó Guömundar Ingólfssonar hdlet' MM ÁTTHAGASALUR Þriðjudaginn 23. febrúar Kl. 21.00 Big Band Tónlist- arskóia FfH. Pótur Öst- lund og félagar. Sextett Áma Scheving. Nýja Kompanfið. Kvartett Kristjáns Magnússonar. Miðvikudaginn 24. febrúar Kl. 21.00 Big Band Tónlist- arskóla FÍH. Pétur Öst- lund og fólagar. Mezzo- forte. Jaz2-sextett Tónlist- arskóla FÍH. Miðasala og borðapantanir kl. 1—6 að Laufásvegi 40, tkrifetofu FÍH, Aögöngumiöar kr. 50,-.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.