Morgunblaðið - 19.02.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1982
47
ÚTSALA
í GJAFAVÖRUDEILD
STÓRLÆKKAÐ
VERÐ
Á ÚRVALI AF HÚSGÖGNUM
IITALA GLERVÖRUR
Ýmis húsgögn
25-40% afsláttur af miklu úrvali af lltala glervörum. Ýmsar gamlar
geröir veröa í síöasta skipti til sölu, þar sem hætt er aö framleiöa þær,
ódýrara aö kaupa kassa af glösum en einstök glös.
Auk þess:
Holmberg trévörur,
kerti og kertastjakar úr i
smíðajárni.
______________________íl
frá
ÍUIferls
L________/
Höganás keramik
20—30% afsláttur af
brúnu keramiki.
Lyktan lampar
20—30% afsláttur af öllum
lömpum.
ASKO
fmnternational
zomBi
töfraboröiö
Sandvik
boröstofuhúsgögn
Viö hættum meö
þessi húsgögn.
Útsalan stendur frá
19.—27. febrúar. Opid
laugardag kl. 9—16.00.
KRisnnn
SIGGEIRSSOn HE
LAUGAVEG113, REYKJAVÍK. SÍMI 2S870
Mikil verðlækkun
Okkar góöu greiöslukjör gilda. Stendur aöeins
til 27. febrúar.
Bridge
Arnór Ragnarsson
Bridgefélag kvenna
Staöan í aðalsveitakeppni
Bridgefélags kvenna eftir 10 um-
ferðir:
Vigdís Guðjónsdóttir 137
Gunnþórunn Erlingsdóttir 132
Aldís Schram . 129
Alda Hansen 125
Guðrún Einarsdóttir 110
Sigríður Jónsdóttir 104
Anna Lúðvíksd. 104
Reykjavíkurmótið
í sveitakeppni
Nú er farið að síga á seinni
hluta undankeppninnar í Rvík-
urmótinu í sveitakeppni. Sveit
Arnar Arnþórssonar hefir leitt
mótið en heldur er farið að
draga saman með efstu sveitun-
um.
Staðan:
Örn Arnþórsson 207
Ásmundur Pálsson 200
Egill Guðjohnsen 182
Þórarinn Sigþórsson 177
Sigurður B. Þorsteinsson 184
Sævar Þorbjörnsson 169
Þremur umferðum af 17 er
ólokið. Fjórar efstu sveitirnar
spila svo til úrslita og verður sú
keppni væntanlega 6. og 7. marz.
Tvær efstu sveitirnar í Reykja-
víkurmótinu spila á stórmóti
Flugleiða 14.—15. marz.
Bridgedeild
Sjálfsbjargar
Nú stendur yfir aðalsveita-
keppni deildarinnar og taka 8
sveitir þátt í keppninni.
Að 4 umferðum loknum er
staða efstu sveita þessi:
Þorbjörn Magnússon 71
Jóhann P. Sveinsson 62
Rut Pálsdóttir 59
Vilborg Tryggvadóttir 41
5. umferð verður spiluð mánu-
daginn 22. febrúar og hefst að
venju ki. 19.30. Spilað er í Há-
túni 12. (1. hæð).
Grænlenskur seðill, 50 aurar, frá 1888 Seöill frá árunum 1913—1926 fram- og bakhlið Seöill frá árunum 1953—1967
Grænland — Mynt og seölar
Flestir íslenskir myntsafnarar
safna, aö sjálfsögðu, íslenskri
mynt. Þegar menn hafa náð saman
öllum árgöngum myntarinnar, fara
þeir aö títa til annarra landa. Marg-
ir taka þá aö safna danskri mynt,
enda er töluvert til af þeirri mynt
frá þeim tímum er hún gekk hér á
landi.
Nokkrir myntsafnarar hafa rennt
augunum til nágrannalandanna í
austri og vestri, þ.e. Grænlands og
Mynt
Ragnar Borg
Færeyja. Grænlensku peningarnir
eru ekki margir. Sett af græn-
lensku myntinni eru 708 peningar.
Auk þess eru svo nokkrir peningar,
sem slegnir hafa veriö af einkaaöil-
um.
Fyrstu grænlensku seölarnir eru
frá árinu 1803 en til eru margar og
skemmtilegar útgáfur af græn-
lenskum seðlum frá 19. og 20. öld-
inni. Árið 1967 voru grænlensku
seðlarnir innkallaðir ásamt mynt-
inni. Eru nú notaöir danskir seölar
og mynt á Grænlandi.
Verðiö á grænlenskri mynt og
seðlum stígur ört og stígur eflaust
mikið í náinni framtíö. Þúsund ára
hátíöin, sem haidin verður í sumar,
verður áreiðanlega til þess aö at-
hygli margra beinist að Grænlandi
og sögu þess. Myntsafnarnar viöa
um heim munu þá líklega ekki láta
sitt eftir liggja.
Ennþá er auöveit að ná saman
grænlensku myntinni. Hún fæst
hjá dönskum myntsölum. Verra er
með seölana. Þeir eru flestir afar
sjaldgæfir og fokdýrir þegar falir
eru. Einkamyntin er flest orðin
sjaldgæf og frekar dýr.
1-króna 1926 (286.982).
5-krónur 1944 (100.000).
Þessi peningur var
sleginn i Bandarikjunum.
Peningar Grænlandsverslunar.
1-króna 1957 (100.209).
1-króna 1960 (108.500).
1-króna 1964 (110.000).
í)cuuc Cluvi.vuiiu} y jixi’llci
&
3&
Denne ANVISNING gaalder
v«d Handeisstederne i Grenland for
^ESTYREISEN AF KOLUTHERNE I GRBNIANO^J
Peningar Grænlandsstjórnar
25 aurar 1926 (310.000).
Árið 1940 voru 60.000 stykki send til Banda-
rikjanna og gat stansaö i miðjan peninginn.
50 aurar 1926 (195.837).