Morgunblaðið - 19.02.1982, Blaðsíða 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1982
,/ Hann kemur brcSJbum oiFtur-
Hann -Póro^) nó. í’ kirsuberjcu s."
(ieii/n/\nn
C1980 Untvrwl pfWt Synd.co»«
0/Z
Ast er ...
... ad geta haldið honum
heitum í 20 stiga frosti.
TM Rag U.S. Pat. Ott.-aH rlghts reservad
e 1981 Los Angeles Times Syndicate
Mér þykir þú sncmma á
Kviknadi í barnum?
Ilann heldur að hann sé „Ijóti and-
arunginn“ og stendur þama og
bíður þess að verda fallegur svan-
ur!
HÖGNI HREKKVÍSI
Er ekki kominn tími til að
snúa baki við kommúnistum
Heiðraði Velvakandi!
„Verður að fara réttar leiðir,"
segir Ragnar Arnalds í viðtali í
fréttatíma sjónvarpsins 12. febrú-
ar síðastliðinn, um verkfall starfs-
fólks á Kleppi og Kópavogshæli.
Voru það ekki félagar Ragnars
Arnalds sem brutu öll lög og regl-
ur þegar þeir settu á útflutnings-
bann hér fyrir fáum árum? Ætli
þau vinnubrögð séu ekki til fyrir-
myndar hjá verkafólki nú?
Annað mál er víst að ef alþýðu-
bandalagsmenn ná völdum hér á
landi, þá verða ekki gerð verkföll
til að semja um kaup. Þá verður
fólkið að gera svo vel að hlýða og
beygja sig undir hramm íslenzka
bjarnarins. Þá verður ekki spurt
hvað ég eða þú vilt. Ég held að sé
kominn tími til að fækka launa-
flokkum hér á landi og fækka
stéttafélögum svo ekki komi til sí-
felldra verkfalla af smáhópum
launafólks. Verkföllin ganga árið
út í gegn og ár eftir ár, svo aldrei
er friður. Svo leyfir fólk sér að
stofna heilsu og jafnvel lífi fólks í
hættu, eins og þegar læknar og
hjúkrunarfólk hleypur frá störf-
um fyrirvaralítið. Sjómenn hætta
að fara á sjóinn og gera þar með
fjölda fólks bjargarlaust. Verka-
fólk getur stöðvað framleiðsluna í
landinu — sjálfu sér og þjóðinni
til stórtjóns. Erum við menntuð
þjóð eða skrælingjar sem ekkert
skilja?
Er ekki kominn tími til að snúa
baki við kommúnistum — sem
þykjast í orði vera að vinna fyrir
fjöldann en koma svo fram í reynd
sem kúgarar og ofbeldismenn út
um allan heim, þó að á Islandi séu
þeir ekki skriðnir undan sauða-
gærunni í úlfagrenið ennþá.
Þorleifur Kr. Guðlaugsson
Sérstakar reið-
hjólabrautir med-
fram akvegum
Hjólreiðamaður hringdi: „Nú
líður að vori og verður snjór
bráðlega sjaldséður á götum og
gangstéttum bráðlega ef að lík-
um lætur,“ sagði hann. „Þetta
þýðir að fólk getur byrjað að
stunda hjólreiðar á ný, þá hollu
og skemmtilegu íþrótt. Því tel
ég tímabært að fara nokkrum
orðum um þá aðstöðu sem
hjólreiðamönnum er búin hér í
borginni, sem er að vísu fljót-
gert því nákvæmlega ekkert
hefur verið gert til að greiða
götu okkar. Eða hvað? Mér
finnst að hjólreiðamenn ættu
að standa betur saman og
krefjast þess að tillit verði tek-
ið til þeirra við hönnun gatna
og þeim ætlað eitthvað rými.
Víða erlendis eru sérstakar
hjólabrautir meðfram flestum
götum en hér eru þær ekki til.
Hvers vegna? Að hjóla í um-
ferðinni innanum alla bílana er
hreinlega stórhættulegt, það
gefur auga leið. Fyrir bragðið
hjóla miklu færri en ella og
fara alveg á mis við þessa hollu
íþrótt. — Er ekki kominn tími
til að gera eitthvað fyrir okkur
hjólreiðamenn."
Ég er þorri
mikið tröll
Kona, sem ekki lét nafns síns
getið, hafði samband og las
fyrir eftirfarandi ljóð sem hún
lærði sem unglingur. Sagðist
hún hafa lesið vísurnar um
gömlu mánaðaheitin sem birt-
ust í Velvakanda fyrir skömmu
og þá munað eftir ljóðinu. „Mig
langar til að vita hvort þetta
sem ég kann er ljóðið allt eða
aðeins brot af ljóði, og eins
hver höfundurinn er.“
Nú er ég kominn náungann að finna.
nú er bezt hann vari sig,
mín því élin mögnuð aldrei linna
— margir bændur þekkja mig.
Ég er þorri raikið tröll,
þekki jarðar fylgsni öll,
hef víða um foldu farið,
að flestra dyrum einnig barið.
Já, með gust.
Ég er tími, ég veit líði
aldir bæði og ár
og aldrei verð ég sár.
Ég er vindur, ég er grimmd
og huluþrungin fónn
og hrímþrungin fónn.
Já, fónn.
Hús skáldsins í
Þjóðleikhúsinu
— sérstaklega vel
heppnuð sýning
Svanur Karlsson hringdi:
„Mig langaði til að koma því á
framfæri hvað ég er ánægður
með sýninguna í Þjóðleikhús-
inu á Húsi skáldsins," sagði
hann. „Það var svolítill uggur í
mér að fara á þessa sýningu —
hvað þeir myndu gera úr Ljós-
víkingnum, því hann er búinn
að vera mitt skáld og vinur í
áratugi. En svo birtist hann
bara þarna ljóslifandi.
Kannski er persónusköpun
Hjalta svona sterk að allt ann-
að gleymist, en þessi sýning
náði alveg því sem ég hafði
hugsað mér. Og senuskiptingar
þarna sem að oft eru nú dálítið
þreytandi — þetta minnir
mann helzt á ballett. Semsagt,
mig langar til að koma því á
framfæri að þeir sem að þess-
ari leikgerð standa, þjóðleik-
hússtjóri og allir leikararnir
eiga mikið lof skilið."