Morgunblaðið - 26.02.1982, Blaðsíða 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1982
Er naudsynlegt að
undirbúa eUiárin?
Á æviskeiði sínu gengur maðurinn í gegnum ákveðið þróunarferli, sem
afmarkast af líffræðilegum aldri einstaklingsins. Hugtökin barn, unglingur,
fullvaxta, miðaldra og aldraður aðgreina í meginatriðum hin ýmsu stig á
lífsleiðinni og lýsa líffræðilegri þróun og félagslegri stöðu einstaklingsins.
Ferlið hefst með að líf kviknar og endar með því að líf fjarar út og slokknar.
Ferlið lýsir náttúrulögmáli, sem er algilt fyrir allt líf. Að eldast í líffræðilegum
skilningi er því í hæsta máta eðlilegt og náttúrulegt fyrirbæri, en öldrun
manns er einnig skilyrt af ýmsum ytri aðstæðum. Því er spurningin hvort ekki
sé eðlilegt að maðurinn staldri við þegar líða fer að lokaskeiðinu og spyrji
sjálfan sig hvort ekki sé eðlilegt og nauðsynlegt að skipuleggja eða undirbúa
elliárin fram í tímann eins og hann hefur búið sig undir önnur æviskeið sín?
Það eru eflaust ekki allir á sama máli um þetta og segja ef til vill eins og
gömul kona á Hrafnistu, sem við töluðum við, að best sé að láta hverjum degi'
nægja sína þjáningu._______________
íslendingar allra
manna elstir
Það er staöreynd aö islendingar
veröa allra manna elstir í heimin-
um. 1. desember 1980 voru til
dæmis í Reykjavik 1188 íbúar, sem
voru 86 ára eöa eldrl. Þá voru íbú-
ar 67 ára og eldri 10.757, en íbúar
samtals 83.449. íbúar Reykjavíkur
67 ára og eldri eru meö öörum
oröum orðnir 12,9% af heildar-
íbúatölunni.
Áriö 1920 voru á öllu landinu
4.100 íbúar 70 ára og eldri, en árið
1980 voru þeir orönir 15.600. Gert
er ráö fyrir í spám, aö íbúar eldri
en 70 ára veröi um 21.700 árið
2000.
Þessar upplýsingar fengum viö
hjá Þóri S. Guðbergssyni félags-
ráögjafa hjá Félagsmálastofnun
Reykjavíkur. Sagöi hann ennfrem-
ur: „Það eru því ekki einungis ein-
staklingar, sem þurfa aö búa sig
undir framtíöina. Yfirvöld, ríkis-
stjórn og sveitarfélög þurfa líka aö
undirbúa þaö sem koma skal. Viö
þaö aö fólk nær sífellt hærri aldri
þá eigum við í vændum veikara
fólk, sem þarf aö hlúa aö, veita
öryggi og tryggja því fjárhagslegan
grundvöll. Viö skulum ekki gleyma
því, aö þetta fólk hefur rutt veginn
á undan okkur og býr yfir reynslu
og þekkingu, sem viö eigum aö
nýta til fulls.“
Gefið heilsunni
gaum í tíma
En hvaöa þættir eru þaö helstir
Hildur Einarsdóttir
Skipuleggja ellina
lítið fram í tímann
Rannsóknir, sem geröar hafa
veriö á högum aldraöra, benda til
þess aö fólk geri lítið af þvi aö
skipuleggja elliárin fram i tímann.
Þetta kom fram í viðtali viö Þór-
hannes Axelsson félagsfræöing,
en hann geröi könnun á högum og
viðhorfum aldraöra 65 ára og eldri
í Reykjaneskjördæmi árin
1975—76. í þessari könnun kom
meðal annars fram aö 68% þeirra,
sem enn störfuöu í atvinnulífinu,
höfðu engin áform um það hvernig
þeir hygöust eyöa tímanum eftir aö
störfum úti í atvinnulífinu lyki.
Kom einnig fram í könnun Þór-
hannesar mikill munur á kynjunum
hvað áform þeirra varðar. 77%
karla haföi engin áform um þaö
hvaö þeir hygöust taka sér fyrir
hendur en 44% kvenna.
í viðtali viö Þórhannes sagði
hann aö eftir þessum upplýsingum
mætti álykta aö karlar væru mun
verr búnir undir þaö aö mæta
starfslokum en konur. Benti þetta
til aö mikill meirihluti karla foröaö-
ist aö hugleiða hvaö tekur þá við
og væru þeir þvi að öllum líkindum
mjög illa undir elliárín búnir. Sagöi
Þórhannes aö helstu skýringuna á
mismuni þessum mætti eflaust
Skynsamlegt er að huga
að áhugamálum og fóm-
stundaverkefnum í tæka
tíð.
finna í hinum heföbundnu kynja-
hlutverkum. Konur sem ynnu utan
heimilisins sinntu flestar einnig
heimilisstörfum og væri því tvöfalt
álag á þeim. Karlar á þessu ald-
ursskeiöi framkvæmdu aftur á
móti í fæstum tilfellum heimilis-
störf dags daglega nema i þeim
tilfellum að þeir léttu undir meö
þeim, eða byggju einir og héldu
eigið heimili. Heföbundnum heimil-
isstörfum fylgdi oft handavinna
ýmiss konar, prjónaskapur, vefn-
aður, útsaumur og fleira í þeim
dúr. Konur hefðu lengst af sinnt
þessum störfum kynslóö fram af
kynslóð og væru þessi störf enn
þann dag í dag ríkur þáttur í störf-
um kvenna innan veggja heimilis-
ins. Meö breyttum atvinnuháttum
samfara þróuninni úr bændasam-
félagi yfir í nútíma iönaöarsamfé-
lag, hefðu i flestum tilfellum öll
heimilisstörf, sem áöur voru unnin
af körlum, horfiö af sjónarsviöinu
að mestu leyti. Þegar karlar hættu
störfum úti í athafnalífinu heföu
þeir aö litlu aö hverfa, sem gæti
fyllt aö einhverju leyti upp í þaö
tómarúm, sem myndist viö sjálf
starfslokin. Konur heföu aftur á
móti meiri möguleika til aö fylla
upp i tómarúmiö meö handiön ein-
hvers konar.
Strákatískan
í algleymingi