Morgunblaðið - 26.02.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1982
55
Truflanir í síma af völdum útvarps:
„Reynt að kanna hvert
tilvik og gera úrbæturu
Til Velvakanda.
Vegna kvartana símnotenda í
Efra-Breiðholti, í dálkum Velvak-
anda 18. þ.m., um truflanir frá út-
varpsstöðinni inn á síma, fylgir
hér með skýrsla frá Kristni Ein-
arssyni deildartæknifræðingi
varðandi þetta mál, sem Velvak-
andi er vinsamlegast beðinn að
birta:
„A Vatnsendahæð er staðsett
100 kw sendistöð fyrir útsend-
ingar Ríkisútvarpsins á lang-
bylgju og hefur svo verið um ára-
tugaskeið. Með tilkomu nýju
hverfanna í Breiðholti hefur
íbúðabyggð færst mun nær sendi-
stöðinni en áður var. Þessi aukna
nálægð íbúðabyggðar við sendi-
stöðina veldur því, að truflana
gætir hjá einstaka símnotanda í
Efra-Breiðholti þótt ekki sé um
neina bilun á símatæki eða línu að
ræða.
Þegar kvartanir hafa borist um
truflanir af völdum útvarps hefur
verið reynt að kanna hvert tilvik
og gera úrbætur efrir því sem
mögulegt er.
Helsta von um endanlega lausn
á þessu vandamáli er etv. sú, að
sendistöðin verði endurnýjuð og
þá á öðrum stað. Póst- og síma-
málastofnunin hefur í nokkur ár
gert tillögur til Ríkisútvarpsins
um stækkun og endurnýjun stöðv-
arinnar austur í Fióa, en leyfi til
framvkæmda hefur enn ekki feng-
ist.“
Með þökk fyrir birtingu,
Hafsteinn Þorsteinsson,
símstjóri.
I Velvakanda fyrir 30 árum
Skemmtiþáttur skólanna
Kæri Velvakandi. Við erum
hér nokkrar stelpur, sem
íangar til að biðja þig að koma á
framfæri eftirfarandi:
Unglingum á skólaaldri þykir
lítið til útvarpsins koma, þar eð
fátt er gert þeim til skemmtun-
ar. Gæti útvarpið nú ekki haft
nokkurs konar skólaskemmti-
þátt, sem svo yrði háttað, að
skólarnir skiptust á um að ann-
ast hann?
Fyndist okkur, að sá þáttur
mætti vera klukkustund viku-
eða hálfsmánaðarlega.
Skólasystur."
Samstarf skóla og útvarps
Þetta sýnist ágæt tillaga hjá
ykkur. Nemendurnir mundu
hafa gagn og gaman af því að
spreyta sig á þessu, jafnframt
því sem fólk á skólaaldri fengi
þarna tilvalið skemmtiefni.
Sannast sagna er lítið efni
sniðið við hæfi unglinga í út-
varpinu. Barnatíminn er góður
svo langt sem hann nær, en að
öðru leyti er efni þess yfirleitt
miðað við fullorðna hlustendur,
þá sem eru kafnir áhyggjum og
alvöru upp fyrir eyru og hafa
megnustu vantrú á „ungdómn-
um“.
Fiskur og fiski
Það er leiðinlegt, að menn
skuli almennt ekki beygja
rétt orðið fiskur, nafnið á aðal-
fæðutegund okkar og gjaldeyr-
isgjafa.
Fiskur er í eignarfalli fisks og
því á að segja verð fisksins en
ekki fiskjarins. Aftur á móti er
fiskjar eignarfall kvenkynsorðs,
sem er fiski í nefnifalli. Það er
nú lítt notað nema i samsettum
orðum en er vel þekkt úr orða-
tiltækinu að róa til fiskjar.
Oslítandi fatnaður
Karlmenn geta sparað sér að
lesa það.sem eftir er, nema
ef þeir stagla sokkana sína sjálf-
ir.
I verksmiðju í Welwyn í Here-
fordskíri er sægur vísindamanna
og þeir ganga allir í sokkum úr
nýju efni, sem kallast „teryline".
Þetta er sannkallað undraefni,
og ef það bregzt ekki vonum
manna, þá losna húsfreyjurnar
við allt sokkastagl héðan af. Vís-
indamennirnir gera sér vonir um
að geta gengið í sokkunum árið.
Líka hafa þær klæðzt fötum,
sem ofin eru úr garninu góða.
Risafyrirtæki í Bretlandi hefir
nú í smíðum hús mikið, þar sem
hugmyndin er að spinna töfra-
garnið, svo að miklu nemi. Stór-
framleiðsla hefst innan skamms
og ekki er ólíklegt að við getum
keypt óslítandi sokka í næstu
búð eftir 2—3 ár.
Vanhelgun arfsins
Velvakandi. í augum þjóð-
arinnar hefir aldrei og
vérður aldrei til nema ein
Snorralaug, laugin þar sem
Snorri fór í bað. Ög þessi laug er
ótvíræður dýrgripur, óvenjuleg
finnst okkur, þar sem hún ber
raunar af flestum fornminjum
hérlendis.
Það eru því málspjöll af verstu
tegund, þegar nafn hennar er
tekið bessaleyfi og því klínt á
gróðafyrirtæki í Reykjavík.
Sannarlega hlýtur hlutverk
væntanlegrar málverndarstofn-
unar m.a. að vera að koma í veg
fyrir slíka vanhelgun á sögu og
tungu þjóðarinnar.
Einhvern góðan veðurdag get-
um við búizt við að rekast á
daunilla bjórknæpu í Hafnar-
stræti með skræpóttu skilti, þar
sem á stendur Þingvöllur.
Ég mótmæli þessu, og fullyrði
að ráðizt hafi verið inn í vé ís-
lenzkrar tungu og menningar.
E.S.“
G3P StGeA V/GGA £ \iLVt%Ak
Hinar margeftispurðu norsku
skíðapeysur komnar aftur, kræktar
og heilar
í I ) H F
ROKKAÐ MEO
Ný 14 laga safnplata
Rokkiö er tónlist sem Matchbox leika
af toppkunnáttu og þú kemst ekki hjá
því aö hrífast af leikgleöinni.
Rokkaðu með Matchbox strax í dag.
Útgefandi
sími85055
Dreifing
steinorhf
sími 85742.