Morgunblaðið - 26.02.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.02.1982, Blaðsíða 15
w MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1982 47 Hver myrti dóttur Simenon? GEORGES SIMENON hefur sent frá sér sjálfsævisögu, sem er neyöar- og sárs- aukaóp, þótt hann hafi skrifað metsölu- bækur alla ævi, hafi ótakmörkuö fjárráö og eigi skrauthýsi í Tucson og kastala í Sviss. Hann vill fá að vita hvers vegna fögur dóttir hans, Marie-Jo, missti lífsvilj- ann ung aö árum og fyrirfór sér 25 ára gömul. Simenon er ekki viss, en hann heldur aö lausnina sé aö finna í einhverju sem geröist þegar barnið var eitt meö móöur sinni Denise, annarri konu Simenons, sem hann skildi viö. Þetta var á þeim tíma þegar Denise Simenon, „stóra ást- in“ í lífi rithöfundarins og móöir þriggja barna hans af fjórum, átti viö áfengis- vandamál að stríöa og fékk taugaáfall sem hún hefur hún hefur aldrei náö sér af (eöa svo segir hann — en hún hefur aöra sögu aö segja). Ást Georges og Denise Simenon snerist upp í miskunnarlausa bar- áttu, sem þau háöu meö lögfræö- ingum og æviminningum. Viö fáum ekki aö vita lausnina á dauöa Marie-Jo, því lögfræöingar móöur hennar fjarlægöu allar upplýsingar hennar um máliö í æviminningunum sem hún samdi. Brauzt áfram Meö bók Simenons, „Mémoires Intimes", sem nú hefur veriö gefin ut í París, lýkur ferli eins afkastamesta rithöfundar þessarar aldar. Hann fæddist fyrir 79 árum í Liege og eftir hann liggja rúmlega 200 skáldsögur og leynilögreglusögur, fyrir utan álika marga ómerkilega reyfara, sem hann skrifaöi undir dulnefnum. Sumir þeirra hafa nýlega veriö gefn- ar út á ný í Frakklandi handa þeim sem eru haldnir ólæknandi áhuga á skrifum Simenons. Hann stóð neöarlega i þjóöfé- lagsstiganum þegar hann hóf feril sinn. Belgískur faöir hans var skrifstofumaður í tryggingafyrirtæki og móöir hans, sem var hollenzk í aðra ættina og þýzk i hina, afgreiddi í verzlun. Þegar hann var blaöamaöur á unglingsárunum fylltist hann óseöj- andi forvitni um líf annars fólks. Um tíma var hann ritari sérviturs fransks markgreifa og lærði að meta lysti- semdir heimsins — beztu veitinga- staöi, bíla og hús. En nánari kynni hans af markgreifanum og vinum hans sviptu hann öllum blekkingum, sem hann kann aö hafa veriö hald- inn um þá sem lifa í vellystingum i Bækur Guömundur Halldórsson efstu þrepum þjóöfélagsstigans. Athygli hans beindist aftur aö lægstu þrepunum, að örvænting- unni og fátæktinni sem móöir hans var viss um aö biðu hans þar sem hann hélt að hann gæti lifaö á rit- störfum. Rúmlega tvítugur haföi hann þegar komizt í nokkur efni með því aö berja saman átta lág- kúrulegar smásögur á dag fyrir franskt sorprit. Tæplega þrítugur fann hann upp Maigret lögregluforingja, sem varö strax geysivinsæll. Bókmenntafólk i París tortryggir alltaf rithöfunda, sem reyna aö rísa upp úr rööum reyfaraskáldskapar, en André Gide, Céline og Marcel Aymé viöurkenndu aödáun sína á Simenon. Ótrúr alla daga Tuttugu árum eftir að Simenon kvæntist fyrstu konu sinni, Tigy, sem hótaöi að fremja sjálfsmorö ef hann væri henni ótrúr, var hann í örmum Boule, dyggrar ráöskonu þeirra. Hjónabandið haföi veriö ein- kennilegt. Tigy var listræn mennta- kona, þremur árum yngri en eigin- maöur hennar, og haföi neitaö að eignast barn fyrr en hún væri orðin 39 ára. Hann ákvaö að játa allt: hann haföi veriö henni ótrúr næstum hvern einasta dag síðan þau giftust og stundum nokkrum sinnum á dag, meö Boule og „hundruðum annarra kvenna". Kona hans var furöu lostin þegar hún heyröi þetta, en ákvað aö hætta viö allar sjálfsmorösfyrirætlanir og búa meö honum áfram, þótt hann héldi fram hjá henni. Eftir stríðið fóru þau meö Marc son sinn til Kanada og Bandarikj- anna, þar sem Simenon varð ást- fanginn af Denise, háttstemmdri kanadískri konu af frönskum ættum sem haföi gerzt ritari hans. Ekki leiö á löngu þar til Simenon liföi ná- kvæmlega því lífi sem hann vildi lifa. Hann lét Tigy, hina greindu konu sina, stjórna heimilinu, lék sér viö Marc og svaf hjá Denise, sem hann kallaöi D, og fór auk þess ööru hverju I næturklúbba. Konunum kom vel saman þar til D varð ófrísk. Þá varð Ijóst aö banda- rísk siögæöislög gætu ógnaö Sim- enon ef hann skildi ekki við Tigy. Tigy hafði á brott með sér verulegan hiuta auöæfa Simenon og skildi Marc eftir. Börn Simenons voru svo hrifin af honum aö mæöur þeirra gátu engin áhrif haft á þau. Denise ól honum tvo syni og Marie-Joe. Simenon fannst alltaf aö D væri ekki alveg í andlegu jafn- vægi, en var viss um aö það yröi allt í lagi. Lækningin var ekki til fyrir- myndar, m. a. mikil drykkja og heimsóknir í hóruhús. Þau bjuggu í nokkrum glæsilegum bandariskum húsum unz þau settust aö i kastala í Sviss þar sem þjónar og ritarar voru á hverju strái. Bók á viku Allan þennan tíma skrifaöi Sim- enon bækur um Maigret með tölu- veröum árangri og skáldsögur sem voru misjafnar aö gæöum. Hann fækkaöi þeim dögum, sem hann varöi við hverja bók, úr 12 í um sjö. Ritstörf höfðu alltaf valdiö honum hugarangri og vanlíðan, stundum magakrampa og uppsölum. Hann var heimsfrægur og sjón- varpsmenn, rithöfundar og blaða- menn kepptust um aö eiga við hann viðtöl. En þegar hann haföi sent frá sér bók vildi hann ekki líta í hana framar. Hann varð vandræðalegur þegar aðdáendur spuröu hann um sögupersónur, sem hann haföi gleymt fyrir löngu. Maðurinn, sem haföi svo mikinn áhuga á aö fylgjast meö lifi annarra, vildi fá aö vera í friöi fyrir öðrum. „Ég fyrirlít sjálfan mig,“ sagöi hann eitt sinn í viötali. Simenon vildi aðeins opna sig fyrir börnum sínum. Frá byrjun var þaö honum gífurlega mikiö — stundum hlægilega mikið — kappsmál að afla sér viöurkenn- ingar þeirra. Hann segir frá þvi aö hann hafi fariö að stunda líkamsæf- ingar áöur en elzti sonur hans fædd- ist til að koma honum vel fyrir sjónir. Á annarri hverri blaösíöu í æviminn- ingunum sendir hann þremur son- um sínum og hinni látnu dóttur ást- arkveðjur. Skrif Marie-Joe og brjóstumkennanlegar kveöjur henn- ar eru í viðbæti. Þegar D haföi dvalizt nokkurn tima i geösjúkrahúsi segir eiginmað- ur hennar aö hann hafi verið varaö- ur við því að hann og börnin yröu í hættu ef hún kæmi aftur til aö búa með þeim. Þetta er það sem hann segir. i minningum sínum, sem komu út á undan, segir D að mis- kunnarlaus og sjálfselskur eigin- maður og spilltur geölæknir hafi flæmt hana af heimilinu. Marie-Joe virtist fremur venjuleg stúlka á unglingsárum. En hún varö fljótt sjuklega hrædd viö aö vera óhrein og tók upp á þvt aö þvó sér um hendurnar daginn út og daginn inn. Einhvern tíma á árum -hins hræóilega hjónabands foreldranna hafði Marie-Joe séö eitthvað, fund- izt eitthvað eða heyrt eitthvaö, sem færöi tilfinningalif hennar úr skorö- um. Hún gat aldrei flúið óvin í höfö- inu sem hún kallaði „Madame Ahyggjur". Giftingarhringur Þegar Marie-Jo var átta ára fékk hún fööur sinn til aó gefa sér gift- ingarhring og henni var í nöp viö allt kvenfólk sem keppti viö hana um hylli hans. Aö lokum bað hún um aö lík hennar yröi brennt með hringn- um á fingrinum. í bréfi til fööur síns eftir fyrstu misheppnuöu sjálfs- morðstilraunina skrifaói hún: „Þessi hringur er þaö eina sem hefur skipt mig máli á ævinni. Skilurðu þaö?“ Simenon heföi liöiö illa í ellinni heföi hann ekki unnið ástir ítalskrar þjónustustúlku eiginkonu sinnar, Teresa, sem er tryggur förunautur hans. Hann hefur komizt aö þeirri niðurstööu aö ein af ástæöunum til þess að hann fyrirlíti sjálfan sig sé sú að vegna auóæfanna, sem hann hefur komizt yfir, hafi hann fjarlægzt um of raunverulegan uppruna sinn meðal „litla fólksins”. Nú er hann hættur ritstörfum og hefur flutt bækur sínar í nokkurs konar útlegó í bókasafn i öðrum hluta Lausanne. Hann og Teresa hafa sagt upp þjónustufólkinu, selt fimm bíla á einum degi og flutzt í tiltölulega lítiö hús meö látlausum húsgögnum. Hann hefur stráö ösku Marie-Joe yfir garóinn og bíöur þess aö aska sin sameinist ösku hennar. Gangviss frá Sviss Úrsmiðir Ávallt fyrirliggjandi OMEGA og Tissot dömu- og herraúr. Heildverslun Sveinn Björnsson og Co., Austurstræti 6, Reykjavík. LÁGMÚLA 7 REYKJAVÍK SÍMI 85333 SJÓNVARPSBðMN NEC FISHER - FINLUX SALORA - IIERA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.