Morgunblaðið - 26.02.1982, Blaðsíða 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1982
Er nauðsynlegt að
undirbúa elliárin?
heppnir aö eiga einhver áhugamál
eöa tómstundaiöju, sem krefst
ekki líkamlegs erfiðis, ættu aö
huga aö henni i tæka tíö, til aö
geta eytt meiri tíma í þau. Að öör-
um kosti gætu dagarnir oröiö lang-
ir og ellin þungbær.
Námsflokkar Reykjavíkur hafa
hug á aö koma á námskeiöi fyrir
fólk, sem komiö er á ellilífeyrisald-
urinn, til að kynna fólki þær
breyttu aöstæöur, sem framundan
eru, þá ekki aöeins ytri aöstæöur,
heldur einnig hvernig hinir breyttu
lífshættir geti haft áhrif á innra líf.
Sagöi Guörún Halldórsdóttir,
skólastjóri Námsflokkanna, aö hún
teldi aö yfirvöld ættu aö sjá til þess
aö fólk sem komið er á elliárin
hefði möguleika á léttum störfum
eins lengi og þaö óskaði.
Helena Halldórsdóttir, deildar-
fulltrúi í tómstunda- og
félagsmálastarfi aldraöra hjá
Félagsmálastofnun Reykjavíkur,
sagöi aö hún heföi oröiö vör viö í
sínu starfi að sumt af því fólki, sem
sækti tómstunda- og félagsmála-
starf aldraðra, væri afar ánægt aö
geta sinnt sínum hugöarefnum,
sem þaö heföi ef til vill ekki haft
tima til áöur vegna útivinnu. Kvað
hún þaö mikilvægt aö fólk sem
heföi ágæta heilsu kynnti sér hvaö
væri í boöi á þessu sviöi, en hér
væri um fjölbreytta og áhugaveröa
tómstunda- og félagsstarfsemi aö
ræöa.
Rannveig Þórólfsdóttir, for-
stöðukona Hrafnistu í Reykjavík,
sagöi aö félags- og tómstunda-
starf aldraðra væri afar jákvætt en
hún heföi oröið vör viö aö sumu
eldra fólki fyndist föndur ýmiss
konar fremur tilgangslaust og
þyrfti því aö koma á fjölbreyttari
möguleikum fyrir fólk. Mætti þá
nefna í því sambandi ýmis létt
störf, þannig að fólki fyndist þaö
hafa einhvern tilgang meö starfi
sínu. Sagöi hún aö víöa erlendis
heföi aldraö fólk slík atvinnutæki-
færi.
Er húsnæðið of stórt?
Þriöji þátturinn, sem viömæl-
endur okkar voru sammála um aö
þarfnaöist íhugunar fyrir elliárin,
eru húsnæöismálin.
Friörik Einarsson kvaöst telja aö
fólk sem býr í stóru húsnæöi, sem
var nauösynlegt meöan börnin
voru mörg á heimilinu, ætti aö
minnka viö sig í tæka tíö. Þegar
fólk væri orðið háaldraö ætti þaö
miklu erfiöara meö aö breyta til
um húsnæði, enda þótt þaö sjái
fram á og viöurkenni aö slik breyt-
ing sé aö öllu leyti æskileg og til
hagræöis og kvaöst hann þekkja
mörg dæmi um þetta.
í niðurstöðum könnunar sinnar
segir Þórhannes Axelsson aö þeg-
ar tekjur minnki og getan til eigin
umönnunar tekur aö þverra geti
stórt húsnæöi oröið þungur fjár-
hagslegur baggi og erfiöleikarnir
viö aö halda eigiö heimili innan
veggja þess oröiö miklir. Því megi
telja eölilegt aö aldraöir reyni að
minnka viö sig húsnæöi eftir því
sem aldur færist yfir og tekjur fara
minnkandi og hæfni tekur aö
þverra.
Segir hann ennfremur aö þaö
hafi komið fram í viötölum, sem
hann átti viö þá sem spuröir voru í
könnuninni, aö ef þeir ættu kost á
aö fá minna og hentugra húsnæöi
á sinum heimastaö, myndi þaö
ekki hika viö aö selja húseignina,
sem þaö bjó i og kaupa húsnæöi
sem hæfir betur núverandi hús-
næöisþörf. Því væri þörf á aö
skipuleggja íbúöarhúsnæöi og
hverfi meö þennan hóp fólks í
huga en skipulag nýrra íbúöar-
hverfa heföi fram til þessa aö
mestu miöast viö þarfir barna-
fjölskyldna og hönnun íbúöarhús-
næöis sömuleiöis. Sagöi hann að
svo lengi sem ekki væri tekiö tillit
til þarfa aldraöra í þessu sambandi
á markvissan og skipulegan hátt af
hálfu hins opinbera væri lítil von til
þess aö aldraöir gætu sjálfir bætt
úr sínum húsnæöisvandamálum,
sem í mörgum tilfellum fælust í því
að þeir byggju í of stóru og óhent-
ugu húsnæöi.
Rannveig Þórólfsdóttir sagði í
þessu sambandi aö þó aö æskilegt
væri að fólk minnkaði viö sig hús-
næöi þar eöa þaö heföi hvorki
getu né fjármagn til aö sjá um stórt
húsnæði, þá skildi hún vel aö oft
reyndist erfitt aö fara í minna hús-
næði, sem skeröir jafnvel mögu-
leika til aö hafa þá hluti hjá sér,
sem fólki eru hjartfólgnir og þaö
hefur lifaö innan um í áraraöir. Því
væri nauösynlegt aö setja þessa
hluti niöur fyrir sér i tima og hag-
ræöa þeim þannig að fólki líkaöi.
Að venja sig við
að fara á dvalar-
heimili aldraðra
Dvalarheimili aldraöra gegna því
hlutverki í nútímaþjóöfélagi aö
leysa úr húsnæðisþörfum aldraöra
sem af ýmsum ástæöum geta ekki
lengur búiö inni á einkaheimilum.
En er hægt aö undirbúa sig undir
vist á slíkum heimilum?
Friörik Einarsson kvaöst telja,
aö þeir, sem sæju fram á aö þurfa
aö dvelja á stofnun í ellinni — eru
ef til vill einstæöingar, sem fáa eöa
enga eiga aö, sem búast mætti viö
aö geti annast þá i ellinni — ættu
aö fá tækifæri til aö dvelja stuttan
tima í einu á slíku heimili. Þegar
fólk væri orðið gamalt hrysi því oft
hugur viö miklum breytingum.
Sagöist hann stundum segja bæöi
í gamni og alvöru, aö þegar fólk er
komið yfir sextugt færi vel á þvi aö
þaö dveldist árlega ekki sjaldnar
en eina viku eða hálfan mánuö á
slíku heimili, til aö kynnast vistinni.
Sagöi hann aö fólk mætti trúa því
aö fyrsta vikan eöa svo væri oft
erfiöust, en eftir þaö færi flestum
aö líöa vel og kunna bærilega viö
Námsflokkar Reykjavíkur -
hafa hug á að koma á
námskeiði fyrir fólk, sem
komið er á ellilífeyrisaldur
til að kynna þær breyttu
aðstæður, sem framundan
eru.
sig og færu að meta þaö góöa at-
læti, sem veitt er á velflestum slík-
um heimilum.
Rannveig Þórólfsdóttir sló á
sömu strengi og sagöi, aö fólk,
sem byggi i nágrenni dvalarheimila
aldraöra og vænti þess aö fara á
slík heimili, ættu aö geta fengiö aö
kynnast þeim áöur en til vistunar
kæmi. Sagöi hún jafnframt, aö
þróunin í dvalarheimilismálum
aldraðra ætti aö vera sú, aö heim-
Söfnun fyrstadagsumslaga
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
Fyrir rúmu ári eöa 31. janúar
1981 birti ég i frímerkjaþætti hug-
leiöingu um þaö, hvers viröi frí-
merki eru. Ég vék þá aö þvi svari,
sem ég hef oft veitt, þegar ég er
spurður um verömæti frimerkja,
aö þau séu aldrei meira viröi en
fyrir þau er hægt aö fá hverju sinni.
Sannleikurinn er líka sá, aö í aug-
um margra eru frímerki fyrst og
fremst peningaleg verðmæti, og
því miöur víkur sjálf söfnunar-
gleðin oft fyrir þessu verömæta-
mati meöal safnara. í þessu sam-
bandi ræddi ég um ýmsar skoöan-
ir um þetta atriði. Verður hér að |
vísa aö mestu til greinar minnar,
en hún var síöar endurprentuö í
Grúski, tímariti L.Í.F.
Ég benti á og vil endurtaka hér,
að seljendur frímerkja og frí-
merkjasafna veröa oft að sætta sig
viö um 30—40% af skrásettu lista-
verði, og þaö gengur mörgum illa
aö skilja. Er þaö svo sem vonlegt,
þegar oft er horft á himinháar uþp-
hæöir listanna. Sannleikurinn er
og vissulega sá, aö aldur og ásig-
komulag frímerkja og frímerkja-
efnis (og þar á ég viö frímerki á
heilum umslögum eöa á bréfsnyfs-
um og eins margs konar stimpla)
hefur áhrif til hækkunar og lækk-
unar. Hér verða þeir „innvígðu" í
fræöunum aö skera úr, og þá eiga
þeir „óvígöu" á stundum bágt meö
aö skilja og telja sig e.t.v. hlunn-
farna, og því miöur getur þaö kom-
iö fyrir hér sem annars staðar.
Fyrrnefnda grein mína endaöi
ég á þeirri spurningu, hvort þaö
borgaði sig að fjárfesta í frímerkj-
um eöa ööru frímerkjaefni. Lofaöi
ég hugleiðingum frá mór um þaö
síðar, en því miöur hefur ekkert
oröið úr efndum fyrr en nú. í þess-
um og næsta þætti langar mig aö
minnast á svokölluö fyrstadags-
umslög, sem nefnd eru F.D.C. á
ensku (þ.e. First Day Cover), enda
held ég margir líti svo á, aö þar sé
um aö ræöa mikla gróöalind og
örugga fjárfestingu. En er svo í
raun og veru? Ég er ekki einn um
aö hafa velt þeirri spurningu fyrir
mér, því aö ég hef séö ýmislegt
skrifaö um söfnun fyrstadagsum-
slaga í erlend frímerkjarit. Og svör-
in hafa yfirleitt veriö neikvæö, þeg-
ar allt er skoöað ofan í kjölinn.
Ekki eru mér tiitækar heimildir
um þaö. Iwenær frímerkjasafnarar
fóru fyrst að líma frímerki á umslög
og láta stimpla þau sama dag og
þau komu út. Þaö er einmitt þessi
aöferð, sem kölluö er fyrsta-
dagsstimplun og hefur oröiö geysi-
vinsæl á siöustu áratugum meöal
safnara. Um leiö hefur hún veriö
drjúg tekjulind póststjórna um all-
an heim fyrir þjónustu i lágmarki.
Hér á landi var eitthvaö um út-
gáfudagsstimplun í sambandi viö
Alþingishátiöarfrímerkin 1930, og
skráir Facit-listinn sænski verö á
þess konar umslögum. Meira mun
samt hafa verið um notkun sór-
stimpils á hátíðinni, svo sem kunn-
ugt er. Ekki veröur séö, aö Gull-
fossfrímerkin 1931—32 hafi veriö
stimpluö á útgáfudegi. Samkv.
Facit hefst svo skráning fyrsta-
dagsumslaga 1934 með flugfrí-
merkjunum 1. september þ.á. og
hefur haldizt óslitiö síöan. Svo sem
meöfylgjandi mynd sýnir, var þetta
líka gert, þegar svokölluö Hjálpar-
merki komu út 28. apríl 1933, þó
aö það hafi ekki enn komiö fram í
listum. Þess vegna er engan veg-
inn fyrir það aö synja, aö elnhverjir
hafi látiö stimpla Gullfossmerkin
viö útkomu þeirra 15. desember
1931 og svo 30. maí 1932. Slík
umslög gætu skotiö upp kollinum,
hvenær sem er, t.d. úr dánarbúi
gamals safnara. Ekki hef ég samt
trú á, aö þau séu mörg til.
Framan af var fyrstadagsstimpl-
un ekki mjög almenn hér á landi,
en mér er sjálfum minnisstætt, aö
hún var allmikil áriö 1937, er merki
Kristjáns X. og minningarörk komu
út á 25 ára ríkisstjórnarafmæli
konungs 15. maí. Sföan hef óg
fylgzt meö þessum stimplunum og
séö, hvernig áhugi á fyrstadags-
umslögum hefur vaxiö ár frá ári
fram á þennan dag.
Um leiö og söfnun fyrstadags-
umslaga hefur aukizt, hefur ásókn
í eldri umslög vaxið og þá auðvitaö