Morgunblaðið - 12.03.1982, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982
Náttúruvemd:
Geysir í Haukadal
Eftir Vigdísi
Einarsdóttur
Undanfarna mánuði hafa birst í
Morgunblaðinu greinar, fyrir-
spurnir og orðsendingar um Geysi
í Haukadal.
Mig langar að leggja orð í belg
um þau skrif, sem hver annar Is-
lendingur, sem áhuga hefur á
náttúruvernd og umhverfismál-
um.
29. janúar sl. skrifaði Birna G.
Bjarnleifsdóttir grein í Velvak-
anda, þar sem hún ræðir ferðamál
íslendinga og annarra ferðalanga,
og minnir á mikilvægi eftirlits á
ferðum manna um landið, bæði
vegna gróðurs og fuglaiífs, en
ágangur á hvorttveggja er mikill,
ekki síður útlendinga, sem halda
sig komna í einskismannsland, og
telja sig hafa frjálsar hendur að
hrifsa með sér úr landi egg, fugla,
grös og steina, svo eitthvað sé
nefnt. Birna bendir réttilega á
nauðsyn þess að ferðamenn fái í
hendur upplýsingarit varðandi öll
umgengnisatriði við landið.
Hún undrast þær aðgerðir við
Geysi í Haukadal, sem fram-
kvæmdar voru í fyrrasumar og
engin virtist vita hvernig þær
hefðu gerst, fyrr en í fjölmiðlum
upplýstist að einhver hafði kært
verknaðinn til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins. Það er merkilegt
hvernig slíkt má gerast nú á tím-
um, þegar galdratrú hefur næst-
um horfið úr hugum Islendinga.
4. febrúar birtist grein í Morg-
unblaðinu eftir Hákon Bjarnason,
„Ef Geysir verður
sundurboradur hvort
sem er að nóttu eða
degi, verður hann ekki
lengur það óspillta nátt-
úruundur, sem hann
hefur verið hingað til.
Rösum ekki um ráð
fram, það verður ekki
aftur tekið ef við eyði-
leggjum Geysi.“
hann virðist hógvær maður og vill
engin stóryrði þótt eitthvert smá-
ræði yrði gert við Geysi, og þá lík-
lega aðra álíka staði og náttúru-
smíð, sem fyrirfinnast á Islandi.
Hákoni finnst það ekki neitt
þjóðar- né heimshneyksli þótt
Þórir Sigurðsson víkki og dýpki
afrennslisrauf við Geysi, og geri
það sem heil nefnd hefði átt að
vera búin að gera fyrir löngu, og
ætti því að nægja að hafa Þóri
Sigurðsson einan manna í nefnd-
inni.
Árið 1935 hafði dr. Trausti Ein-
arsson og Jón yngri Jónsson frá
Laug rofið skarð í skálina við
Geysi. Afleiðingin varð sú að
hverinn tók við sér á ný, og segir í
greininni að báðir þessir fram-
takssömu menn hafi hlotið al-
mennings lof fyrir.
Engin kæra kom fram vegna
framtaksins, enda Jón yngri
Jónsson í lögregluliði Reykjavík-
ur. Þá kemur fram að dr. Gunnar
Böðvarsson og dr. Trausti Ein-
arsson eru sammála að skynsam-
legast sé að bora í Geysi eins og
gert var við Strokk. Náttúru-
verndarráð var mótfallið borun í
Geysi og varð því ekki af fram-
kvæmdum.
7. febrúar svara forsvarsmenn
Geysisnefndar og Náttúruvernd-
arráðs spurningu Birnu G. Bjarn-
leifsdóttur úr grein hennar frá 4.
febr. Þar kemur fram að formaður
Geysisnefndar fékk staðfestingu á
dýpkun raufar í skál Geysis 20.
nóvember 1981, en hafði áður
heyrt ávæning af aðgerðum þar.
11. febr. gerir Birna fyrirspurn
til Hákonar Bjarnasonar, vegna
greinar hans 4. febr. í Morgun-
blaðinu og undrast mjög viðhorf
hans til Geysismála, svo sem að
heiðra menn með fálkaorðum og
rauðum rósum fyrir framtakssemi
við Geysi á sl. sumri, nefnir hún
nokkur dæmi eða hliðstæður til
skýringar undrun sinni.
13. febr. fær Birna orðsendingu
frá Hákoni Bjarnasyni, þar sem
hann álítur að grein hans í Morg-
unbl. 4. febr. hafi ekki verið nægi-
lega skiimerkileg, eða Birna mis-
skilið allt er stóð í greininni. Einn-
ig ítrekar hann fyrri óskir sínar,
að Geysisnefnd láti nú til skarar
skríða og bori í Geysi.
Hákon segir að Geysisnefnd
hafi á sínum tíma verið meðmælt
því að borað væri í Geysi, sam-
kvæmt ráðum okkar færustu
manna, og eflaust staðið fyrir bor-
un í hverinn, ef Náttúruverndar-
ráð hefði ekki staðið á móti því af
lítilli þekkingu.
Hákon telur að Geysisnefnd geti
ekki verið á móti fyrri ályktunum
sínum. Þá segist hann ekki greina
samlíkingu Birnu, þá að Geysi-
snefnd láti bora í Geysi, og ein-
hver óviðkomandi höggvi niður
furutré á Þingvöllum. Hákon
Bjarnason gefst því upp.
Hér hefur verið stiklað á stóru
og rifjað upp atriði úr fyrrnefnd-
um greinum, sem ég vil athuga
enn nánar.
Fyrst vil ég þakka Birnu G.
Bjarnleifsdóttur grein hennar 29.
janúar sl. og fyrirspurnir hennar
og áhuga að vernda landið okkar
fyrir hverskonar ágangi og illri
meðferð ferðamanna og annarra.
Hverinn Geysir í Haukadal er
þekktur á íslandi, hann er einnig
þekktur um heim allan, því hlýtur
allt sem hneyksli getur talist við
Geysi að vera bæði þjóðar- og
heimshneyksli, hvað sem hver seg-
ir.
Hverir og önnur náttúruundur
ættu helst að vera sem mest í
friði. Ef bora á í Geysi þá er hann
ekki lengur undur veraldar.
Oft hefi ég farið með íslendinga
og útlendinga til Geysis að sýna
þeim hverinn. Hrifningu fólks og
lotningu fyrir hvernum og gosi
hans verður ekki með orðum lýst.
Flestir íslendingar vilja vita
Geysi óspilltan.
Framferði Þóris Sigurðssonar
sl. sumar hefur vakið umhugsun
margra, og maður heyrir og sér,
að margumtöluð rauf í skál Geysis
hefur verið stækkuð frá því hún
var fyrst gerð árið 1935. Það virð-
ist því hafa verið meira að gert en
aðeins að hreinsa upp gömlu rauf-
ina frá 1935, ef dæma má af upp-
lýsingum úr greinum blaða.
Þá þykir mér merkileg skýring
Hákonar Bjarnasonar á frásögn-
inni um starf Jóns yngra Jónsson-
ar frá Laug. Mér er spurn, skiptir
það nokkru máli hvaða embætti
maðurinn hafði, eða hvaða störf-
um hann gegndi. Gat ekki kæra
borist á hendur honum ef hann
hefði gert eitthvað vítavert, eins
og hverjum öðrum þegnum þessa
lands? Ef dæma má eftir þessu, er
tilvalið að fá lögregluþjóna í allar
nefndir og ráð til að firra viðkom-
andi hættu á kæru. En lög lands-
ins eiga að ná jafnt til allra.
Hinsvegar býst ég við að mein-
ingin hjá Hákoni sé sú, að hann
ætli lögreglumönnum að vera bet-
ur heima í lögum en öðrum.
Þá vill Hákon að Geysisnefnd
haldi fast við allar sínar fyrri
ályktanir og framkvæmi þær.
Sjálfsagður hlutur er, að hver
nefnd yfirvegi vel sínar ályktanir,
Stjernevej eftir
Lise Nörgaard
Jóhanna Kristjónsdóttir
LISE Norgaard er þekktur blaða-
maður í Danmörku, hún hefur einn-
ig unnið fyrir sjónvarp og Stjernevej
mun vera fjórða bók hennar, og kom
út hjá Gyldendal rétt fyrir jólin síð-
ustu.
Sögusviðið í Stjernevej er
sumarbústaðasvæði vð A.P. Jen-
senvej á norður Sjálandi, nánar
tiltekið við Kærminde Strand. Á
hverju vori koma fjölskyldurnar
til búsetu í sumarhúsunum og lífið
gengur að meira og minna leyti út
á erjur og afbrýði þeirra í millum
í bezta falli algert skeytingarleysi.
Lise Nörgaard segir söguna í gam-
ansömum tón og gerir óspart grín
að iöndum sínum, manngerðirnar
sem hún dregur upp eru öldungis
bráðfyndnar, og þó er auðvitað al-
vara í sögunni og deilt á þessa
náttúru nútímamanneskjunnar að
láta sig engu varða hag náungans,
ellegar gera það á neikvæðan hátt
svo að verri er en ekki.
Á þessu sviði birtast nú hjónin
Leonie og Albert de Carleson. þau
hafa tekið eitt húsanna á leigu
sumartíð og á skammri stundu
verður mikil breyting á lífinu við
Kærminde strand. Það er senni-
legt að hjónin Leonid og Albert de
Carleson séu eðlar mikilsháttar
manneskjur, það er allt sem bend-
ir til þess og eru þó hjónin ekki að
hreykja sér að neinu. Þau eru
hress, hafa áhuga á nágrönnum
sínum og áður en langt um líður
eru allir farnir að umgangast alla,
af kærleika og fögnuði og aðskilj-
anlegar breytingar verða á við-
horfi íbúanna við A.P. Jensensvej
þetta sumar. En undur sumarsins
eru þó ekki stórkostlegri en svo að
íbúarnir geta ekki fyrirgefið þeim
de Carlesson-hjónum, að þau eru
ekki það tignarfólk, þegar uppvíst
verður um að de Carleson er bara
næturvörður á Sheraton og frú
Leonie kynnir súpur í kjörbúðum.
íbúarnir geta að vísu sameinast
eina stund í bræði sinni, en síðan
cTÍgm&n - GytdrmUl
fer allt í sama farið og samgang-
urinn og vináttan reynast þá ekki
á traustari grunni reist
Þó að allur tónn sögunnar sé
spaugsamur eins og fyrr segir
fannst mér niðurstaðan neikvæð
— íbúarnir hafa ekkert lært, þeir
geta ekki huggað sig við endur-
minningarnar, heldur fyllast
beizkju. Kannski mannskepnan sé
svona ófullkomin — og læri aldrei
neitt.
Og sem sagt: með afbrigðum
snjöll saga og alla bókina í gegn
skemmtileg aflestrar.
Bretland:
Nýr yfirmaður Amnesty
liondon, 10. marz. Al*.
JANET Johnstone, 36 ára mag-
ister í stjórnmálafræðum frá
Berkeley háskóla í Kaliforníu,
hefur verið skipuð yfirmaður
Bretlandsdeildar Amnesty Int. í
London.
Jeremy Thorpe, fyrrver-
andi leiðtogi Frjálslynda
flokksins, var skipaður í þetta
starf fyrir fáeinum vikum, en
sagði því lausu skömmu áður
en hann átti að taka við því. I
tilkynningu Bretlandsdeildar
Amnesty Int. sagði að Janet
Johnstone hefði þegið útnefn-
inguna munnlega. Hún var
yfirmaður San Francisco-
deildarinnar áður, en fyrir
nokkru kom hún til starfa í
London og hefur verið í for-
svari skrifstofu samtakanna
þar. í orðsendingu Janet
sagði að hún hygði gott til að
taka við þessu starfi og von-
aðist hún til að geta lagt sitt
af mörkum til að starf Bret-
landsdeildarinnar yrði sem
fyrr áberandi og árangurs-
ríkt.
Björn Bjarnason
NIKOLAI Tolstoy er frændi Leo
Tolstoys, langafi Nikolais var
kammerherra við hirð Nikulásar II
Rússakeisara. Sjálfur hefur Nik-
olai alist upp á Englandi og hlotið
þar menntun, meðal annars við
herháskólann í Sandhurst, auk
þess sem hann stundaði nám við
Trinity College í Dyflinni á írlandi.
Hann er nú alkunnur höfundur
sagnfræðirita. Kunnastur er hann
líklega fyrir bókina Victims of
Yalta eða Fórnarlömd Jalta-samn-
ingsins. Þar fjallar hann meðal
annars um þá Rússa, sem lentu í
LEYNISTRÍÐ
STALÍNS
heljargreipum Stalíns og leynilög-
reglu hans samkvæmt ákvæðum
samningsins, er þeir Churchill,
Roosevelt og Stalín gerðu í borg-
inni Jalta á Krímskaga 1945.
Á síðasta ári kom út ný bók
eftir Nikolai Tolstoy, sem heitir
á ensku Stalin’s Secret War eða
Leynistríð Stalíns og er fyrir-
tækið Jonathan Cape í London
útgefandi. Ég hef ekki lesið bók-
ina um fórnarlömb samningsins
frá Jalta en nýja bókin tengist
hinni fyrri að ýmsu leyti, því að
meðal þeirra, sem Stalín barðist
við í laumi, voru þeir Rússar, er
voru vestar í Evrópu en rauði
herinn, þegar samið var í Jalta.
Stalín krafðist þess, að allir sov-
éskir ríkisborgarar á her-
námssvæði Vesturveldanna yrðu
framseldir til leynilögreglu sinn-
ar og ekki nóg með það, hann
heimtaði einnig að fá til sín
gamla hvítliða og aðra, er flúið
höfðu Rússland fyrir eða í bylt-
ingunni. Nikolai Tolstoy fjallar
ítarlega um þetta mál og telur,
að í því hafi bresk yfirvöld sýnt
alltof mikla linkind og framselt
til dauða og fangabúða Stalíns
fólk, sem einræðisherrann í
Kreml óttaðist aðeins vegna eðl-
islægrar tortryggni og sjúklegrar
hræðslu um að sér yrði steypt af
stóli fyrir tilstilli hins kúgaða
fjölda í Sovétríkjunum sjálfum.
Til þessarar öfgafullu hræðslu
rekur höfundur einnig þá
ákvörðun Stalíns vorið 1940 að
láta drepa nokkur þúsund for-
ingja í pólska hernum í
útrýmingarbúðum leynilögreglu
sinnar í skógi nálægt þorpinu
Katyn skammt frá borginni
Smolensk í Sovétríkjunum.
Katyn-morðin eru síðan talin til
verstu óhæfuverka í mannkyns-
sögunni. Nasistar fundu fjölda-
grafirnar 1943 og skýrðu þá þeg-
ar frá tilvist þeirra. „Þeim mun
minna, sem um þetta er sagt, því