Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 22 Ingvar Jóhannsson, bæjarfulltrói: Yfirlýsing vegna flug- umferðar yfir Njarðvík Vegna ummæla Helga Ágústs- sonar formanns Varnamálanefnd- ar í sjónvarpsþætti 9. marz, þar sem hann vitnar til bókunar um- mæla minna um þakklæti til varn- armálanefndar á fundi í Sam- vinnunefnd um skipulagsmál Keflavíkur, Njarðvíkur og Keflavíkurflugvallar, vil ég taka eflirfarandi frarn. Ummæli þessi voru borin fram af mér á fundi í nefndinni 9. feb. 1979 sem var 4. fundur nefndar- innar sem hóf störf 20. feb. 1978. Þar áður starfaði ég í nefnd sem hélt um 20 fundi samkvæmt reglu- gerð um þá samvinnunefnd nr. 111/1968. Sú nefnd fjallaði þrá- faldlega um hávaðamengunina í Njarðvík. Á öðrum fundi þessarar nefnd- ar, mæta báðir varafulltrúar Njarðvíkinga, þeir Áki Gránz og Oddbergur Eiríksson. Þar er bók- að orðrétt: „Oddbergur Eiríksson ræddi um hávaðamengunina fra flugvellinum, sér í lagi frá nýju orrustuþotunum. Sagði hann að þær notuðu yfirleitt austur-vest- urbrautina sem stefnir í Ytri- Njarðvík. Taldi Oddbergur æski- legt að beina umferð þeirra sem mest á norður-suðurbrautina til að draga úr hávaðamengun í Ytri- -Njarðvík. Samþykkt var að at- huga þessi mál nánar." Tilvitnun er lokið. Á þriðja fundi nefndarinnar var fundargerð samþykkt með einni athugasemd frá Páli Ásgeiri Tryggvasyni sem er eftirfarandi bókun: „Á síðasta fundi nefndar- innar, kvartaði fulltrúi Njarðvík- inga undan hávaðamengun frá nýju orrustuþotum á K-velli, en þegar sá fundur var haldinn, höfðu umræddar þotur ekki verið teknar í notkun.“ Síðan kemur strax eftirfarandi bókun: „Ingvar Jóhannsson sagði að hávaðameng- un í Ytri-Njarðvík væri orðin mik- ið vandamál sem þyrfti að ráða bót á sem fyrst." Tilvitnun lokið. Þetta er það eins sem er bókað. En það er ekki minnst á það hvers vegna ég flutti þakklæti mitt til Varnarmálanefndar. Hún brást vel við og var sjálf viðstödd þegar að Bandaríska orrustusveitin bauðst til samvinnu um að leysa vandann og kanna með hvaða hætti mætti sem best hlífa Njarð- víkingum við hávaða. Varnarmálanefnd, fulltrúar úr Bæjarstjórn og skipulagsnefnd- arfulltrúar Njarðvíkinga voru viðstaddir ásamt stjórnendum orrustusveitarinnar þegar tilraun- ir voru gerðar með mismunandi fráflug eftir flugtak yfir byggð Ytri-Njarðvikur. Ég kalla þá til vitnis sem þar voru viðstaddir að það gekk fram af þeim og það var greinilegt að þeirra umsögn að slíkur hávaði var meiri heldur en hægt var að búast við og að nokk- uð byggðarlag á þessu landi gæti þolað, hvað þá heldur í Bandaríkj- unum. Niðurstaðan var sú að Bandaríska orrustusveitin breytti flugtaki sínu, þannig að hún beygði til hægri strax og hún los- aði hjól af braut. Fyrir það var ég að þakka og það gekk vel meðan sá yfirmaður þeirrar sveitar sá um framgang mála, enda gaf hann okkur upp símanúmer sitt ef að upp komu brot á þeirri reglu. Þessi maður skildi alvöruna eftir að við gerðum okkar könnun. Hann er löngu farinn af landi brott og við höfum engin tök á að fylgjast með því hvenær þeir skipta um menn, þeir gera það á eins til tveggja ára fresti. Gallinn er sá, að hver og einn nýr viðtak- andi, virðist ekki erfa siðalögmál fyrrverandi yfirmanns. Þetta höf- um við þráfaldlega bent á. Enginn flugumsjónarmaður ræður yfir flugstjóra, þegar hann velur braut, nema því aðeins að yfir- standandi flugumferð krefjist þess. Það þurfa að vera ákveðin skilyrði til þess að flugumferðar- stjóri taki völd af flugstjóra og ef þau skilyrði eru ekki fyrir hendi, ræður flugstjórinn. Þó er mér kunnugt um eina reglu sem sett hefur verið og það er þegar þessar orrustuþotur yfirgefa flugumferð- arsvæði Keflavíkurflugvallar, þá er þeim harðbannað af flugum- sjónarstjórn Reykjavíkur að fljúga þar yfir borgina að nætur- lagi, a.m.k. og eru þær þó komnar í mörg þúsund feta hæð, þótt þeim leyfist að skríða yfir þökin í Njarðvík á hvaða tíma sólar- hringsins sem er. Hvað varðar athugasemd Páls Ásgeirs Tryggvasonar sem Helgi minntist á í sjónvarpsþættinum um ummæli Oddbergs, frá fundin- um 29. marz 1978, þar sem Oddbergur talar um nýju þoturn- ar og hávaðann frá þeim og Páll lýsir yfir að þær hafi ekki verið komnar til landsins, vil ég segja þetta. Umræddar þotur höfðu ver- ið við æfingar á Keflavíkurflug- velli áður en þær voru opinberlega staðsettar þar og þetta vita allir sem starfað hafa á Keflavikur- flugvelli eða búið í námunda við hann. Flugskýlamálið Fulltrúum í sameiginlegu skipu- lagsnefndinni hefur aldrei verið skýrt frá neinu er varðar skipu- Iagsmál á Keflavíkurflugvelli, ef undan er skilin staðsetning vegar ofan byggðar Keflavíkur og Njarð- víkur og var það aðeins gert með tilliti til tengivegar við þær byggðir sem óhjákvæmilega þurftu að koma inn í myndina. Að við okkur hafi verið haft samráð um staðsetningu flugskýlanna eru ósannindi. Við höfðum engar upp- lýsingar einu sinni um að á þeim væri byrjað. Þær 4 orrustuþotur sem hafðar eru í viðbragðsstöðu dagsdaglega, fara oftast í loftið af næstu flugbraut, en það er vest- ur-austurbrautin beint yfir Njarð- vík. Um þetta hefur verið deilt og reynt að fá fram viðunandi lausn og að flugumferð yrði stjórnað með tilliti til íbúa nærliggjandi byggðarlaga. Þetta tókst með ein- um yfirmanni sem var fenginn til að kynna sér þetta mál fyrir okkar tilstilli og Varnarmálanefndar. Síöan ekki söguna meir. Það sem fyllir mælinn, er að nýju flugskýl- in skulu vera staðsett við endann á austur-vesturbrautinni og þeim ætlað að þjóna þeim 10 orrustu- þotum sem yfirleitt hafa notað suður-norðurbrautina. Þessar flugvélar þola upp í 20 hnúta hlið- arvind, þvert á, sem þýðir að í minnsta kosti í ca. 70% tilfella þegar þær fara í loftið verður vestur-austurbrautin sem er þeim næst, notuð. Að lokum þetta. Njarðvíkingar hafa gegnum árin viðurkennt til- veru Keflavíkurflugvallar og Varnarliðsins sem næstu ná- granna og hafa viljað sem best samstarf um úrlausn vandamála, sem alltaf geta skotið upp kollin- um og svo er enn. Mörg vandamál hafa verið leyst á sameiginlegum grundvelli og er það vel og má þar m.a. nefna Hitaveitu Suðurnesja og Sorpeyðingastöðina. Ingvar Jóhannsson, bæjarfulltrúi. Fimmtugur: Armann J. Lárus son glímukappi Segja má að íþrótta- og ung- mennafélagshreyfingin hafi þegið, meðal margra annarra að vísu, tvær vöggugjafir. Þær voru bók Jóns Aðils, Dagrenning, og dokt- orsritgerð Björns frá Viðfirði, Iþróttir fornmanna. Og svo að ógleymdu ljóði Guðmundar skóla- skálds, Vormenn íslands. En að baki bjó mesta afrek ís- lenskrar bókmenningar og ís- lensks anda og hugsjónar um drengskap og hetjudáðir og hvert sigurafl fór þar líkama og sálar, allt til úrslitaátaka mannsins við örlögin, þar sem orðstírinn einn hélt velli. Það átti sér þannig mikinn að- draganda, er þeir Jóhannes Jós- efsson og Hallgrímur Benedikts- son glímdu á Þingvöllum 1907 og var við hlið stjórnarskrár og heimastjórnar eins konar frels- isskrá og tákn tilveruréttar ís- lendinga og sönnunargagn. Það var ekki gaman eitt, er Her- mann Jónasson, er þá var kirkju- málaráðherra, spurði hann, sem þessar línur ritar: „Ertu glímu- maður?" En undirritaður var þá að fara þess á leit, að gerast prest- ur í prestakalli, er lög þáverandi ákváðu, að lagt skyldi niður. En Hermann varð glímukóngur Islands árið 1921 og lagði alla keppinauta sína í konungsglím- unni á Þingvöllum. Ármann Lár- usson fór snemma að æfa glímu að dæmi hins afburða góða glímu- manns, föður síns, Lárusar Saló- monssonar. Vann Ármann í skjaldarglímu glímufélagsins Ármanns árið 1950, þá aðeins 17 ára að aldri. Mun Ármann hafa verið yngstur þeirra allra, er unn- ið hafa skjöldinn. Þetta ár tók Ármann þátt í landsflokkaglím- unni og bar sigurorð af keppinaut- um sínum, sem eigi voru aukvisar. Hér verða ekki raktar allar þær glímukeppnir, er Ármann tók þátt í, lengstum sigurvegari. Hann sýndi og mjög oft glímu bæði hér á landi, t.d. ferðamönnum og erlend- is. Árið 1952 vann Ármann ís- landsglímuna og síðan 14 sinnum samfellt frá 1954 til 1967, og er mér tjáð, að hann hafi aldrei hlot- ið byltu í öllum þeim glímum. Þetta er eindæma afrek glímusög- unnar. Ármann þótti frábærlega drengilegur í keppni og þar sem alls staðar hinn ágætasti félagi. Hann glímdi og fallega og fékk oft verðlaun þess vegna. Prúðmennsk- an brást Ármanni aldrei. Hann gekk stæltur og styrkur til leiks og lét aldrei iágkúrulegan félagamet- ing hafa hin minnstu áhrif á sig. Tiginmannlegur og í fullkomnu jafnvægi skapgerðar- og lík- amskrafta þreytti hann iþrótt sína og var vinsæll og virtur jafnt af samkeppendum sem njótendum listar hans. Nú glímir ekki Ármann lengur, en í verkahring sínum er hann enn afreksmaður, verklaginn með af- brigðum, svo sem hann á kyn til úr báðum ættum sínum og óhlutdeil- ið ljúfmenni sem fyrr. Hér er ekki meiningin að rita æviferilsskýrslu. Honum og eig- inkonu hans, Björgu Árnadóttur, en þau búa á Digranesvegi 64 í Kópavogi, og foreldrum hans, Lár- usi og frú Kristinu Gísladóttur, börnum þeirra og fjölskyldu allri eru fluttar hér þakkir og árnaðar- óskir. Þegar ég var í för með Lárusi Salómonssyni um Noreg árið 1947, þar sýndu ágætir glímumenn íþrótt sína, þar á meðal var Ár- mann, dvaldi ég hjá Rasmus Haugsöen, fyrrum dómprófasti í Niðarósi, tilþrifamenni innan norsku kirkjunnar og raunar ein- um áhrifamanni Noregssögunnar. Hann var trúmaður mikill og trúði á sannleiksgildi íslendinga- sagna í anda rómantískra við- horfa kynslóðar sinnar. Sú róman- tík er raunar um margt raunsæ og sígild. Eitt kvöldið eftir glímusýn- ingu mælti hann við mig „Ekki hefur trú mín minnkað í kvöld, að íslendingasögurnar séu sannar." Ármann J. Lárusson hefur á glímuvettvangi íþróttar og lífs- baráttu reynst einn dagrenningar- manna nýrrar aldar í sögu vorri, stuðlað að því, að íþróttir forn- manna hafa orðið sannreynd vorra tíma, að enn á Islandi sé vor og vormenn. Eiríkur J. Eiríksson Könnun á aðbúnaði, hoHustuháttum og öryggi á vinnustöðum: 59% skoðunarþátta voru óviðunandi eða ábótavant í NIÐURSTÖÐUM könnunar á aðbúnaði, hollustuháttum og ör yggi vinnustaða, sem gerð var á vegum * ríkisstjórnarinnar á grundvelli samkomulags aðila vinnumarkaðarins í apríl 1977, kemur eitt og annað markvert fram. Það sem ef til vill stingur mest í augu er ástand búnings- og fataherbergja. 59% skoðunarþátta, sem þar áttu við, var ábótavant eða óviðunandi, segir í fréttatil- kynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Alþýðusambandi íslands. Af niðurstöðum fyrir ein- stakar starfsgreinar vekur sér staka athygli ófullnægjandi aðbún- aður í byggingaiðnaði, vöntun á búnings- og fataherbergjum og þvotta- og baðklefum í fiskiðnaði og sla-mt ástand hollustuhátta- þátta í ýmsum starfsgreinum. í kverinu Vinnuvernd II, sem gefið var úr af félagsmálaráðu- neytinu í október 1980, er niður- stöður könnunarinnar að finna í aðgengilegu formi. Þar segir meðal annars: „Könnunin náði til samtals 158 fyrirtækja með 733 vinnu- stöðum (vinnurými) og 8241 starfsmanni. Við könnun hvers vinnustaðar voru notuð 9 eyðu- blöð er tóku til samtals 260 skoð- unaratriða. þ’yrirtæki þau sem könnunin náði til voru valin af ýmsum stéttarfélögum og samböndum innan Alþýðusambands íslands, en val þeirra borið undir vinnu- veitendasamband íslands og Vinnumálasamband samvinnu- félaganna. Breytingar voru þó ekki gerðar á upphaflegu vali stéttarfélaganna. Tilnefnd voru 163 fyrirtæki í upphafi og eru niðurstöður fyrir 145 þeirra með í endanlegri úrvinnslu ... Nokk- ur fyrirtækjanna, sem tilnefnd voru, skiptast í það sjálfstæðar deildir að litið var á þær sem sérstök fyrirtæki. Vegna þess er könnunin talin ná til samtals 158 fyrirtækja." Af niðurstöðum könnunarinn- ar eru eftirtaldar ályktanir dregnar af þeim Eyjólfi Sæ- mundssyni öryggismálastjóra og Guðmundi Eiríkssyni öryggis- skoðunarmanni: „(1) Fremur lítið virðist um yf- irvofandi hættuástand í mikil- vægustu öryggis- og hollustu- háttamálum fyrirtækjanna. (2) Ýmsum hollustuháttum, þ.e. birtu og lýsingu, hávaða, loft- ræstingu, lofstlagsþáttum og mengun í andrúmslofti er ábóta- vant í um helmingi fyrirtækj- anna. Virðist ástand þessara mála, að hávaða undanskyldum, alvarlegra en talið var fyrir könnunina. (3) Ástand nokkurra öryggis- mála, þ.e. hvað varðar réttindi vinnuvélstjóra og öryggisbúnað- ar við hraðfrystingu og í frysti- klefum virðist all ábótavant. (4) Mikið vantar á að aðbúnaður starfsmanna í sumum starfs- grcinum standist kröfur sem gerðar eru í gildandi lögum og reglugerðum. Af niðurstöðum könnunarinn- ar má einnig draga þá almennu ályktun að í náinni framtíð þurfi að efla markvisst starf að bætt- um aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum, en úrbæt- ur á þessu sviði eru fyrst og fremst tæknilegs og skipulags- legs eðlis. Til þess að verulegur árangur náist er nauðsynlegt að efla opinbera eftirlits-, ráðgjafa- og fræðslustarfsemi á þessu sviði og um leið að stórefla þátttöku starfsmanna, vinnu- veitenda, heilbrigðisstétta, hönnuða, innflytjenda og fleiri aðila í þessu starfi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.