Morgunblaðið - 12.03.1982, Side 1
56 SÍÐUR
55. tbl. 69. árg.
Guatemala:
Fjölda-
morð
<>uatcmala lH>rg, II. mars. AF.
VOPNAÐIR menn réðust sl.
laugardag inn í tvö þorp í
Quiche-héraði í Guatemala og
drápu 200 manns, karla, kon-
ur og börn, með því að skera
fólkið á háls. Embættismaður
í héraðinu flutti þessar fréttir
í dag og sagði, að þær hefðu
ekki borist fyrr vegna þess
hve þorpin eru afskekkt.
Talsmenn lögreglunnar kváð-
ust í fyrstu ekkert vita um
sannleiksgildi þessara frétta
en sögðu seinna að þær væru
„uppspuni“.
Að sögn komust drápsmennirn-
ir undan en fólk í nálægum þorp-
um tók líkunum öllum eina gröf.
Ekkert er vitað um hverjir hér
voru að verki, öfgamenn til hægri
eða vinstri, en í Guatemala hafa
að undanförnu fallið 300 manns á
mánuði hverjum í óöldinni í land-
inu.
Quiche-hérað er fjöllótt og erf-
itt yfirferðar og fréttir þaðan ber-
ast seint. Þar er vargöldin mest og
engum manni fritt.
FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
HIÐ ALSJÁANDI AUGA STÓRA BRÓÐUR — Þessi mynd var tekin nú nýlega og sýnir hvar pólskur herforingi fylgist með
viðskiptum í ótiltekinni verslun í Varsjá. Hann er einn af mörgum, sem herstjórnin hefur skipað að hafa eftirlit með allri
verslun í landinu til að tryggja, að allt fari fram eftir settum reglum. Ar-.im.mynd
Pólska stjórnin æf út
af „frelsisblöðrum“
Helmut Schmidt, kanslari VesturÞýskalands, Christoph
Eschenbach, píanóleikari (t.v.), og Justus Frantz, píanóleik-
ari (t.h.), sýna hreyknir fyrstu stóru plötuna, sem þeir gefa
út í sameiningu. Á plötunni flytja þeir Konsert fyrir þrjú
píanó eftir Mozart ásamt Fílharmoníuhljómsveit Lundúna
og lék Schmidt á þriðja píanó við upptökuna. Platan mun
verða sett á markað eftir 15. mars. AP-HÍmamynd.
Varsjá, 11. mars. AP.
HKRSTJÓKNIN í Póllandi fór í dag
hamforum yfir þvim „hættulega og
viðbjóðslega áróðri", sem borist hefði
inn yfir landið í síðustu viku með
fjöldamörgum marglitum blöðrum,
sem sleppt var upp frá Borgundar
hólmi. liaft er eftir heimildum, að um-
fangsmikil leit hafi farið fram í út-
hverfum Varsjár nú í vikunni og að
lögregla og hermenn hafi verið á hött-
unum eftir Zbigniew Bujak, einum af
fáum frammámönnum Samstöðu, sem
enn fara huldu höfði.
Blöðrunum var eins og fyrr segir
sleppt upp frá Borgundarhólmi í
fyrri viku og stóð fyrir því hópur
Frakka, sem kallar sig „Frelsisblöðr-
ur fyrir Pólland". í þeim héngu litlir
pakkar með dreifimiðum þar sem
lýst er yfir stuðningi við frelsisbar-
áttu Pólverja og þeim bent á ýmsar
leiðir til að bregðast við kúguninni í
landinu. í Póllandi hefur lítið verið
sagt opinberlega um þetta tiltæki
fyrr en í dag og þykir mörgum sem
viðbrögðin séu með ólíkindum og í
engu samræmi við atburðinn sjálf-
an. Öll heistu dagblöð í Varsjá gera
mikið veður út af þessu og kalla
„grimmilega áróðursherferð", sem
Samstöðumenn í Frakklandi hafi
staðið fyrir. Einnig hafa verið borin
fram „afar hörð“ mótmæli við Dani,
þótt blöðrunum hafi reyndar verið
sleppt upp í óþökk danskra yfir-
valda.
Fréttir fara af umfangsmikilli leit
í úthverfum Varsjár í vikunni að
Zbigniew Bujak, Samstöðuleiðtoga,
sem enn hefur ekki fallið í hendur á
lögreglunni. Ekki er talið, að leitin
hafi borið árangur en einnig var leit-
að þeirra, sem skutu á og drápu lög-
regluforingja á götu í Varsjá fyrir
nokkru. Til þessa hafa níu manns
verið handteknir í sambandi við það
mál og þ.á m. kaþólskur prestur.
Bretar ákveða kaup
á Trident-kafbátum
London, 11. marH. AP.
BKESKI varnarmálaráðherrann, John
Nott, tilkynnti í dag, að stjórnin hefði
ákveðið að kaupa af Bandaríkja-
mönnum fjóra kjarnorkukafbáta af
Trident-gerð. Aætlað kaupverð er 7,5
milljarðar enskra punda og skal
greiða það á 15 árum. Þessi ákvörðun
kemur ekki á óvart en hún er mjög
umdeild í Bretlandi.
„Ríkisstjórnin er þess fullviss, að
aðeins Trident-kafbátarnir geta
tryggt nægan kjarnorkuvopnastyrk
Breta fram til aldamóta og lengur,"
sagði Nott þegar hann flutt Neðri
deildinni tíðindin. Trident-kafbát-
arnir eru fullkomnustu tæki sinnar
tegundar, afar hljóðlátir, búnir 16
flugskeytum hver og hvert flug-
skeyti með 14 kjarnaodda. Kostnað-
inum við þá, 7,5 milljörðum punda,
verður dreift á 15 ár en gagnrýn-
endur kaupanna segja, aö hann
muni aldrei verða minni en 10
milljarðar punda.
Verkamannaflokkurinn er and-
vígur þessum kaupum og berst enda
fyrir einhliða kjarnorkuvopnaaf-
vopnun í Bretlandi og hinn nýi
jafnaðarmannaflokkur telur allt of
mikinn kostnað samfara þeim.
Talsmaður Verkamannaflokksins í
varnarmálum, John Silkin, sagði í
dag, að ef flokkur hans kæmist til
valda yrði þessum kaupum rift.
Samtök, sem berjast fyrir einhliða
kjarnorkuvopnaafvopnun í Bret-
landi, kröfðust þess í dag, að efnt
yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um
málið.
Bandaríkjamenn, Bretar og
Frakkar eru einu þjóðir Atlants-
hafsbandalagsins, sem hafa sjálf-
stæðan kjarnorkuvopnaherafla.
Tíðindalaus dómsdagur
Loh Angclcs, 11. mars. AP.
HEIMUR stendur og ekki varð þess vart að sólin brygði vana sínum í
gær, miðvikudaginn 10. mars, þótt reikistjörnurnar væru allar staddar
sömu megin sólarinnar. Spádómurinn gekk sem sagt ekki eftir en að
undanförnu hafa margir vart mátt vatni halda af ótta við komandi
dómsdag.
Heimsendisóttinn hefur hvað bundinn við símann alla daga.
mest bitnað á bandarískum
stjörnufræðingum, sem að und-
anförnu hafa varla getað stund-
að starf sitt fyrir upphringing-
um og kvabbinu í óttaslegnu
fólki, og var haft eftir einum
þeirra í dag, að hann hlakkaði til
þess tíma þegar hann gæti aftur
farið að virða fyrir sér hásal
himnanna í stað þess að vera
Undirrótin að múgsefjuninni
er bókin „Ahrif Júpiters", sem
kom út árið 1974 en þar er þessi
sérkennilega staða stjarnanna
talin afar varhugaverð. Annar
höfunda hennar hefur reyndar
gefið út yfirlýsingu þar sem
hann dregur kenningu sína til
baka en það virtist engin áhrif
hafa.
Vaxtalækkun fagnað í Bretlandi
liondon, 11. marn. AP.
ÞRÍR helstu bankar í Bretlandi
lækkuðu í dag vexti sína um hálft
prósent, í 13%, og gætti þess þegar á
verðbréfamarkaðnum í Lundúnum,
þar sem hlutabréf 30 fremstu iðnfyr-
irtækjanna hækkuðu um sjö stig.
Seðlabankinn í Svíþjóð lækkaði einn-
ig í dag vexti þar í landi úr 11 f 10%
og hefur því almennt verið fagnað.
Vaxtalækkun bresku bankanna,
Barclays-, Midland- og Lloyds-
banka, mun koma atvinnuvegunum
mjög til góða og gera lánsfjár-
útvegun ódýrari. Þetta er sjötta
vaxtalækkun þessara banka og
annarra á fimm mánuðum og kem-
ur nú í kjölfar þess, að fjárhags-
áætlun breska ríkisins var lögð
fram sl. þriðjudag en þar er kveðið
á um vaxtalækkanir. Einn af
frammámönnum Barclays-banka
sagði, að útlit væru fyrir áfram-
haidandi vaxtalækkun, sem væru
góðar fréttir fyrir atvinnuvegina
og alla þjóðina.
I Svíþjóð voru vextir lækkaðir
um eitt prósent, í 10%, og hafa
stjórnmálaleiðtogar fagnað því
einróma. Vextir hafa einnig verið
lækkaðir í sumum öðrum Evrópu-
löndum síðustu daga og stafar það
allt af vaxtalækkun í Bandaríkjun-
um en talið er, að sú þróun muni
halda áfram á næstunni.