Morgunblaðið - 12.03.1982, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 3 1
Urslitaleikur Liverpool og Tottenham í deildarbikarkeppninni
Tvö af mestu knattspyrnu-
stórveldum Evrópu mæt-
ast á Wembley á morgun
Á ÍSLANDI er bedid með mikilli eftirvæntingu eftir úrslitaleik Liverpool og
Tottenham í ensku deildarbikarkeppninni í knattspyrnu. Það er ekki einungis
vegna þess að þar eru á ferðinni tvö af bestu liðum Bretlandseyja (og örugglega
Evrópu), heldur ekki síður vegna þess að í fyrsta skipti verður sýnt hérlendis
beint frá íþróttaviðburði. En liðin eru sem fyrr segir í hópi þeirra bestu, Liverpool
keppir til sigurs á þremur vígstöðvum, í 1. deild, deildarbikar og Evrópukeppni
meistaraliða. Tottenham er með enn fleiri járn í eldinum, liðið berst til sigurs í
deild, deildarbikar, FA-bikar og í Evrópukeppni bikarhafa. Bsði þykja liðin
líkleg til sigurs hvar sem þau koma.
Tottenham með sitt sterkasta lið
Gengi Liverpool hefur verið dálítið óstöðugt að undanförnu, Tottenham hefur
hins vegar burstað alla síðustu mánuðina og hefur einu gilt hvað viðkomandi
félög hafa heitið. En í vikunni léku bæði ( 1. deildar keppninni og sýndu að þau
eru bæði í fjórða gír, Tottenham gersigraði hið illsigranlega lið Brighton á
útivelli, 3—1, og Liverpool burstaði Stoke, 5—1 á Victoria Ground í Stoke.
Tottenham slapp með alla sína bestu menn óskrámaða frá Brighton, en ein
breyting verður þó líklega gerð þar sem Ricardo Villa mun taka stöðu Mike
Hazzard. Liverpool varð hins vegar fyrir því áfalli, að Alan Hansen meiddist illa
á hné og síðustu fréttir hermdu að hann myndi ekki ná sér tímanlega til að geta
leikið. Stöðu hans tekur fyrirliðinn fyrrverandi Phil Thompson, sem leikið hefur
með varaliðinu síðustu vikurnar.
Tottenham mikid
bikarlið
Tottenham er gamalfrægt félag,
stofnað 1882, atvinnuknattspyrnufé-
lag frá 1895 og hlutafélag frá 1898.
Heimavöllur liðsins frá 1898 hefur
verið White Hart Lane í Lundúnum.
Liðið hefur þrátt fyrir frægð sína
aðeins unniö ensku meistaratignina
tvisvar, árið 1950—51 og 1960—61.
Tottenham er hins vegar forhert
bikarlið og hefur til dæmis unnið
FA-bikarinn eftirsótta sex sinnum,
1901, 1921, 1961, 1962, 1967 og 1981.
Árið 1961 vann liðið auk þess 1.
deildina, því tvöfalt, en aðeins tvö
lið hafa unnið það afrek frá upphafi,
Tottenham og nágranninn og erki-
fjandinn Arsenal. Deildarbikar-
keppnin er ekki eins gömul og rót-
gróin keppni. Engu að síður hefur
Tottenham tvívegis borið þar sigur
úr býtum, árin 1971 og 1973. Liver-
pool vann keppnina í fyrra og hefur
því titil að verja. En Tottenham-
veldið hefur teygt arma sína víðar,
liðið sigraði í Evrópukeppni bikar-
hafa 1962—63, UEFA-keppninni
1971—72, auk þess sem liðið hafnaði
í 2. sæti þeirrar keppni tvö næstu
keppnistímabil.
Liverpool mikid stórveldi
Liverpool er ekki minna stórveldi
en Tottenham og margir myndu
segja félagið mun meira veldi ef
nokkuð. Liðið hefur unnið Eng-
landsmeistaratitilinn 11 sinnum,
síðast 1978—79. Félagið var stofnað
1892, atvinnufélag frá 1892 og hluta-
félag frá 1892. Ef við rennum yfir
afrekaskrá Liverpool, þá lítur hún
svona út: Englandsmeistari: 1900—
01, 1905-06, 1921-22, 1922-23,
1946-47, 1963-64, 1965-66,
1972-73, 1975-76, 1976-77 og
1978—79. FA-bikarmeistari: 1965 og
1974. Deildarbikarmeistari 1981.
Evrópukeppni meistaraliöa:
1976-77, 1977-78 og 1980-81.
UEFA-bikarmeistari 1972—73 og
1975—76. Stórbikarmeistarar 1977.
Fyrir utan alla þessa titla eru ótalin
þau skipti sem félagið hefur hafnað
í öðru sætinu í hinum ýmsu keppn-
um, sex sinnum hefur Liverpool til
dæmis hafnað í því sæti í 1. deild og
fjórum sinnum sigrað í 2. deild.
Valinn maður í hverju rúmi
Bæði liðin eru skipuð einvalaliði
eins og sjá má af hinum líklegu liðs-
uppstillingum sem birtar eru hér á
síðunni. Varnarleikur beggja liða er
traustur ef á heildina er litið þó ekki
séu sérstök stórnöfn þar á ferðinni.
Miðvallarflokkar beggja félaga eru
geysisterkir. Tottenham teflir án
efa fram leiknari einstaklingum á
þeirri vígstöð, fáir eru þeim Ardiles,
Hoddle og Villa og/eða Hazzard
fremri í þeim efnum. En Tottenham
leikur 4-3-3 gegn 4-4-2 hjá Liver-
pool. Styrkur Liverpool á miðjunni
felst í fjöldanum og ótrúlegum
dugnaði hvers og eins leikmanns. í
þeim efnum er til dæmis Sammy
Lee engum líkur. En McDermott,
Whelan og Souness eru auk þess
frábærir leikmenn bæði hvað dugn-
að og leikni varðar. Loks má geta
þess að bæði lið skora feikn af
mörkum. Tottenham gekk fremur
ilia við þá iðju framan af vetri, en
það hefur heldur betur rofað til og
þeir Crookes og Archibald hafa
skorað mikið að undanförnu. Og ef
þeir bregðast hafa Hazzard og Falco
ekki látið á sér standa. Liverpool
teflir hins vegar fram næst mark-
hæsta leikmanni Bretlandseyja, Ian
Rush, sem skorað hefur 23 mörk í
vetur. Leikmenn Tottenham verða
að hafa góðar gætur á honum, svo
og félaga hans Ken Dalglish sem
aldrei má líta af. Þá er það styrkur
hjá Liverpool hvað miðvallarleik-
mennirnir eru duglegir að fylgja
sókninni, skapa sér færi og skora.
Þá má loks geta þess, að einn er sá
leikmaður á vellinum sem hefur
meiri ástæðu en flestir aðrir til að
hlakka til leiksins. Það er Ray
Clemence, markvörður Tottenham.
Hann er lykilmaður hjá Tottenham,
en síðustu tíu árin stóð hann í marki
Liverpool og gerði þar garðinn
heimsfrægan. Samantekt —gg
• Leikmenn Liverpool, Graeme Souness, Alan Hansen og Kenny
Dalglish, með góðgerðarskjöldinn, ein af mörgum sigurlaunum sem
félagið hefur hreppt síðustu árin.
Geysilegur áhugi fyrir
fyrstu beinu útsendingunni
ÞAÐ verður Brian Moore, hinn
kunni breski íþróttafréttamaður sem
mun lýsa úrslitaleiknum milli Liver
pool og Tottenham fyrir íslenskum
sjónvarpsáhorfendum á morgun.
Moore er þulur ITV-sjónvarpsstöðv-
arinnar og er fslendingum að góðu
Stjörnuhlaup FH
ÞKIflJA stjörnuhlaup FH verður
haldið á laugardaginn og hefst það
klukkan 14.00 við Lækjarskólann í
Ilafnarfirði. Keppt verður í fimm
flokkum, karlaflokki, kvennaflokki,
flokki 13—16 ára sveina, telpna 14
ára og yngri og stráka 12 ára og
yngri.
kunnur, að minnsta kosti þeim sem
horfa reglulega á ensku knattspyrn-
una á laugardögum. Þurfti RUV að
semja sérstaklega um lýsingu, þí í
upprunalega samningunum var að-
eins kveðið á um leikinn og hljóð á
vellinum.
Hátíðin mun hefjast í sjónvarp-
inu klukkan 14.30 og mun Bjarni
Fel. þá sýna valda kafla úr leikj-
um Liverpool og Tottenham, bæði
gömlum og nýjum. Klukkan 14.55
hefst síðan beint sjónvarp frá
Wembley.
Geysilegur áhugi virðist vera
fyrir dagskráratriði þessu, heilu
félagasamtökin ætla að horfa á
leikinn saman og þegar er búið að
flýta 1. deildarleik HK og KR sem
leika átti að Varmá klukkan 14.00
á morgun. Hann hefst þess í stað
klukkan 13.20. Heyrst hefur að til
standi að flýta einnig öðrum leikj-
um eða fresta þeim, fari þeir fram
á útsendingartíma.
íslandsmótið
í judó
SEINNI hluti íslandsmótsins í júdó
verður sunnudaginn 14. mars í
íþróttahúsi Kennaraháskólans og
hefst kl. 14.
Þá verður keppt í opnum (lokki
karla og einnig í kvennaflokki og í
flokkum unglinga 15—17 ára.
Liðin sem leika
Þannig verður lið Liver-
pool líklega skipað á
morgun:
Markvörður:
Bruce Grobbelaar
Varnarmenn:
Phil Neal
Alan Kennedy
Phil Thompson
Mark Lawrenson
Miðvallarleikmenn:
Ronnie Whelan
Graeme Souness
Sammy Lee
Terry McDermott
Framherjar:
Ken Dalglish
lan Rush
Varamenn:
DaveJohnson
Cralg Johnston
Þannig verður lið Totten-
ham líklega skipað á
morgun:
Markvörður:
Ray Clemence
Varnarmenn:
Chris Houghton
Paul Miller
Graham Roberts
Steve Perryman
Miðvallarleikmenn:
Osvaldo Ardiles
Ricardo Villa
Glenn Hoddle
Framherjar:
Steve Archibald
Garth Crookes
Tony Galvin
Varamenn:
John Lacy
Marc Falco
Mike Hazzard
• Argentínumennirnir frábæru, Ricardo Villa og Osvaldo Ardiles, lyk-
ilmenn Tottenham.