Morgunblaðið - 13.03.1982, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982
7
Aðalfundur
Iðnaðarbanka íslands hf. áriö 1982 verður hald-
inn í Súlnasal Hótel Sögu kl. 14.00, laugardaginn
27. mars 1982.
Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf í sam-
ræmi við ákvæði 18. gr. samþykkta bankans.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum
eða umboðsmönnum þeirra í afgreiðslu lögfræöideildar
bankans dagana 22. mars til 26. mars að báðum dögum
meðtöldum. Reikningar bankans fyrir árið 1981, ásamt
tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, eru hluthöfun-
um til sýnis á sama stað.
Reykjavík, 15. febrúar 1982,
Gunnar J. Friöriksson,
form. bankaráös.
Harvey skjalaskápar
2—3—4 og 5 skúffu fyrirliggjandi
Skjalabúnaður i fjölbreyttu úrvali
(aöökisi
Síöumúla 32 — Sími 38000
/VÝMM FRÁ ÚUT
Kornakúnst
blómapottar
l og vasar
l iéiicpl -
Bflastæði við
Þangbakka
íhúar í blokk við I*ang-
bakka hafa látið í Ijós
óánægju yfir því, hve erfitt
sé með bflastæði við blokk-
ina og þurfa þeir að heyja
harða samkeppni við gesti
skemmtistaða í nágrenni
sínu um stæðin. Kins og
við var að búast bregst
vinstri meirihlutinn í borg-
arstjórn Keykjavíkur við
þessum kvörtunum með
undanslætti og klögunum
innbyrðis og í garð emb-
ættismanna. Sannast
glundroðakenningin enn
einu sinni og nú í umræð-
um um bflastæði.
Alþýðubandalagið reynir
áð sjálfsögðu að þvo hend-
ur sínar. f hjóðviljanum sL
miðvikudag birtist heil
opna um þetta mál, sem er
í raun afsökunarrolla fyrir
dugleysi alþýðubanda-
lagsmanna. I>eir reyna að
koma höggi á embættis-
menn borgarinnar. Athygli
vekur að hjóðviljinn sér
ekki ástæðu til að ræða við
Öddu Báru Sigfúsdóttur,
borgarfulltrúa og annan af
tveimur fulltrúum Alþýðu-
bandalagsins í fram-
kvæmdaráði borgarinnar.
Þess í stað birtir blaðið við-
tal við Helga G. Samúels-
son, framkvæmdaráðs-
mann, sem skellir allri
skuldinni á embættismenn
borgarinnar og segir meðal
annars:
„Geri embættismenn
borgarinnar sig seka um
að lúta ekki stjórn þeirra
manna sem til þess eru
kjörnir af borgarbúum,
þarf að grípa í taumana...
Mín skoðun er sú að ein-
hvers konar tilfærslu beri
að gera á þeim starfs-
mönnum, sem ítrekað hafa
brotið þau fyrirmæli, sem
þeim hafa verið sett“
Hvaða dylgjur eru þetta?
I»ví getur Helgi G. Sam-
úelsson ekki sagt það
hreint út, sem honum býr í
brjósti? Fyrir því eru vafa-
laust ýmsar ástæður, en þó
einkum ein, að með um-
mælum sínum er Helgi G.
Samúelsson fyrst og síðast
að vega að samstarfs-
mönnum sínum í fram-
kvæmdaráði borgarinnar,
þeim sem mynda þar
meirihluta undir for
mennsku Kristjáns Bene-
diktssonar, borgarfulltrúa
framsóknarmanna. Hafl
eitthvað farið úrskeiðis í
framkvæmdum við bfla-
stæði í Þangbakka, er það
á valdi framkvæmdaráðs
eða borgarráðs, þar sem
vinstri menn hafa meiri-
hluta, að kippa því í liðinn.
En það kemur einmitt
einnig fram í Þjóðviljanum
á miðvikudag, að hinir
kjörnu borgarfulltrúar
vinstri manna hafa soflð á
verðinum í þessu máli.
Enda segir blaðamaður
Þjóðviljans, sem kynnti sér
málavexti, í lok greinar
simian
um fréttaritara þess um
deilur iðnaðarráðhcrra og
Alusuisse. í stuttu máli
sagt er þessi fréttaflutnipg-
ur í senn einhliða og ein-
kennilegur.
Meðal annars er það
haft eftir heimildar
mönnum á íslandi, að hér
sé þolinmæði á þrotum „og
möguleiki sé á því, að allar
hafl AlusuLsse fengið sér
hliðholla rödd i hóp ís-
lcnskra atvinnurekenda,'*
eða á ensku „giving Alu-
suisse a sympathetic voice
within Iceland’s industrial
sector”.
Eins og af frásögn hins
„sérstaka fréttaritara"
Metal Bulletin má ráða
Helgi G. Samúelssonr
„Ýmsir embættismenn
borgarinnar þurfa að
ita betur að stjórn’
Hvar eru hinir kjörnu fulltrúar?
Ofangreind úrklippa er úr Þjóðviljanum. Helgi G. Samúelsson
er fulltrúi Alþýðubandalagsins í framkvæmdaráði Reykjavíkur-
borgar ásamt með Öddu Báru Sigfúsdóttur. Ástæðan fyrir árás-
inni á embættismenn borgarinnar er aðgerðarleysi fram-
kvæmdaráös viö gerö bílastæða viö fjölbýlishús í Þangbakka.
Enda spyr blaðamaður Þjóðviljans í sakleysis sínu: „Hvers vegna
hafa kjörnir fulltrúar fólksins í Reykjavík ekki gripið fyrr í taum-
ana?“ Alþýðubandalagið hóf forystu sína í meirihluta borgar-
stjórnar með árásum á embættismenn og það er við sama hey-
garðshornið tæpum fjórum árum síöar. Til hvers voru þau kjörin,
Sigurjón, Adda Bára, Guðrún Helgadóttir o.fl.?
„Hvers vegna standa
borgaryflrvöld ekki við sín-
ar skuldbindingar? Og síð-
ast en ekki síst: Hvers
vegna hafa kjörnir full-
trúar fólksins í Reykjavík
ekki fvrr gripið í taum-
ana?“
Einkennilegur
frétta-
flutningur
Tímaritið Metal Bulletin
þykir eitt virtasta sérfræði-
rit um þróun málmvið-
skipta í veröldinni. Morg-
unblaðinu hefur borist
hefti af ritinu frá 2. mars.
I»ar er birt grein frá „speci-
al correspondent" sérstök-
ákvarðanir, sem byggjast
ættu á viðræðum við Ah
usuisse, verði að taka ein-
hliða.” I'á er einnig sagt að
sem þrautaráð hafl íslensk
stjórnvöld stjórnarskrár
heimild til að þjóðnýta iðn-
fyrirtæki í landinu, hins
vegar hafl ríkisstjórnin
ekki gefið til kynna, að
hún ætli að velja þá leið
vegna þess, hve háar fjár
hæðir verði að greiða í
eignarnámsbætur.
I»á segir „sérstakur
fréttaritari” Metal Bullet-
in, að þeir, sem fylgist náið
með þessu máli, telji að
„staðan verði vafalaust
flóknari nú þegar Kagnar
llalldórsson, einn af for
stjórum ÍSALs, hafl verið
kjörinn formaður Verslun-
arráðs íslands en þar með
leggur hann sig í líma við
að koma á framfæri í þessu
' virta tímariti rödd sem er
hliðholl Alþýðubandalag-
inu og þeim sjónarmiðum,
sérvisku og niðurrifs, sem
einkenna málflutning þess.
Aðeins alþýðubandalags-
menn hafa rætt um ein-
hliða aðgerðir, aðeins al-
þýðubandalagsmenn hafa
rætt um þjóðnýtingu og að-
eins alþýðubandalagsmenn
hafa gert athugasemd við
kjör Kagnars Halldórsson-
ar í formennsku Verslun-
arráðsins. Sé fréttaflutn-
ingur Metal Bulletin jafn
einhliða um önnur mál og
hann er um þetta við-
kvæma mál okkar íslend-
inga, vcrður að draga í efa,
að ætlun þess sé að hafa
það sem sannara reynist
Kirkjudagur í Ásprestakalli
ÁRLEGUR kirkjudagur Safnaðar
félags Ásprestakalls er á sunnu-
daginn kemur, 14. mars.
Fer dagskrá kirkjudagsins
fram að Norðurbrún 1, þar sem
söfnuður Áskirkju hefur að-
stöðu sina og hefst klukkan 2 á
helgistund, sem sóknarprestur
og kirkjukór Ásprestakalls ann-
ast. Síðan er borið fram veislu-
kaffi, sem verður á boðstólum til
klukkan 5. Jafnframt gefst kost-
ur á að hlýða á góð og fjölbreytt
dagskráratriði, bæði í tali og
tónum og við hæfi eldri og
yngri.
Kaffisala og dagskrá kirkju-
dagsins hefur ávallt verið fjöl-
sótt, enda veitingar þær, sem
fram hafa verið bornar, sem og
dagskráratriði rómuð og kirkju-
dagurinn því verið ein helsta
fjáröflunarleið safnaðarfélags-
ins, sem starfað hefur af fágæt-
um áhuga og þrótti í þágu Ásk-
irkju og safnaðar hennar. En
ekki varðar minna hve kirkju-
(íagurinn hefur ætíð verið
ánægjulegMr^áttur í stavfsemt
safnaðarins og dýrmætur með
því að stuðla að kynnum og
reynast safnaðarlífi vekjandi.
Er það von mín, að sem allra
flest sóknarbörn Áskirkju og
velunnarar leggi leið sína í
Norðurbrún 1 á sunnudaginn,
sjálfum sér til gleði og gestgjöf-
um og góðu málefni til stuðn-
ings.
Árni Bergur Sigurbjörnsson