Morgunblaðið - 13.03.1982, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 9
/7
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
138. þáttur
Eftir að síðasti þáttur fór í prent-
un, barst mér eftirfarandi bréf,
sem svar við skrifum N.N. í 136.
þstti:
Kæri Gísli Jónsson.
Kona, sem ekki getur nafns
síns, skrifar í þáttinn þinn, 27.
febrúar sl., dálitla klausu varð-
andi ritgerð, grein og frétt úr
Xjósmæðrablaðinu. Auk þess
vitnar hún ítarlega í þessi skrif
blaðsins, því meginefni bréfs
hennar er orðrétt þaðan.
Konan unir því ekki vel, að
ljósmæðurnar sem að ritgerð-
inni standa, nota óspart fagorð,
eru með „latínuveiki", og þar af
leiðandi verður efnið flestum ill-
skiljanlegt.
Ljósmæðrablaðið er ekki eitt
blaðanna á hinum almenna sölu-
markaði, heldur stéttarblað
Ijósmæðra og gefið út með tilliti
til að þær, fyrst og fremst, hafi
gagn af efni þess.
Ljósmæður, sem útskrifast
hafa á síðustu árum, hafa fengið
góða kennslu m.a. í fæðinga-
fræði, svo og í líffæra- og lífeðl-
isfræði. Auk þess er lögð áhersla
á að þær kunni góð skil á því
fagmáli, sem tengist fæðinga-
fræðinni, svo að þær geti sem
best nýtt sér erlendar fræðibæk-
ur um þau mál. Fleiri og fleiri
ljósmæður eiga því auðveldara
með að nýta sér viðbótarfræðslu
á erlendum málum.
Meðal þessa útlenda efnis er
fósturfræðin, námsefni sem kom
fyrst inn í menntun ljósmæðra
fyrir fáum árum.
Ritgerðin áðurnefnda, sem er
undantekning hvað málfar varð-
ar, ef litið er á annað efni Ljós-
mæðrablaðsins fyrr og síðar,
mætti kallast „afkvæmi fóstur-
fræðinnar", sem fróðlegt er fyrir
aðrar ljósmæður að kynnast,
enda skrifuð fyrir fagfólk innan
stéttarinnar. Hún er birt á
ábyrgð okkar aðstandenda Ljós-
mæðrablaðsins, þ.e. ritnefndar,
sem og smáfréttagreinar og ann-
að efni „Tfhfnlausra höfunda*4,
sem konan nefnir einnig í bréfi
sínu.
Með tilliti til þess, að efni rit-
gerðarinnar nær ekki nógu vel
til allra lesenda hennar, hefur
ókunna konan gefið okkur þarfa
ábendingu, því vel er, að vakað
sé yfir móðurmálinu.
Gott væri, ef framtak og fé
væri nægilegt til þýðinga og út-
gáfu á því kennsluefni sem nú er
notað í flestum framhaldsskól-
um hér á íslandi, þannig að ís-
lensk heiti og hugtök gætu stað-
ið jafnhliða hinum útlendu.
Vonandi eiga Laurentíusar
okkar kynslóðar eftir að nálgast
eða ná því takmarki.
Hafnarfirði, 2. mars, 1982.
HiMigunnur Ólafsdóttir,
ritstjóri Ljósmæðrablaðsins.
Hér iæt ég fylgja það sem mér
datt í hug eftir að hafa lesið bréf
konunnar.
Biskup meá niftii bað sér hljóðs:
benti á að latínan væri'ei til góðs,
íslenskan æ skyldi lifa.
Og víst eigum gott nú að vitja þess sjóðs,
sem varðveitir málið — frá sögum til ljóðs.
Islenskan æ megi lifa.
Hvi ákallar nafnalaus andana þá,
sem aftur í forneskju sigruðu vá,
— og biður hér skammir að skrifa?
Já, niðjarnir ættu því nafn sitt að tjá,
svo norrænir forfeður ei fari á stjá
— og óvæntar skammir að skrifa.
Ég þakka Hildigunni Ólafs-
dóttur þetta góða bréf og læt út-
rætt um tilefnið í bili. Svo sem
margsagt hefur verið, er þessi
þáttur ekki dómstóll nema að
nokkru leyti, heldur ekki síður
vettvangur skoðaskipta og upp-
lýsinga um tungu okkar.
Er þá næst bréf frá Halldóri
Kristjánssyni í Reykjavík, þeim
er löngum hefur verið kenndur
við Kirkjuból. Bréfið er mest-
megnis í bundnu máli, og gott er
meðan íslendingar yrkja með
stuðlum og höfuðstöfum. Ég átti
nýlega tal við ágæta menn um
þetta efni, og ólum við sannlega
með okkur efasemdir um fram-
tíð stuðlasetningarinnar. Marg-
sinnis áður hef ég látið í ljósi,
hvílíkt veraldarslys það yrði, ef
við íslendingar, sem einir þjóða
höfum brageyra að þessu leyti,
týndum tilfinningunni sem til
þarf „að aga mál sitt við stuðl-
anna þrískiptu grein". Bréf Hall-
dórs Kristjánssonar hljóðar svo:
„Góðar stundir!
Enda þótt það séu ekki mikil
vísindi, sem hér fylgja með, er
þar bent á atriði sem vel má at-
huga, og má vera þar að auki að
einhver hafi gaman af. Þar sem
ekki eru í blöðum vorum, svo að
ég viti, neinir fastir þættir um
málfar vort, nema þínir í Morg-
unblaðinu, og í viðurkenn-
ingarskyni við þig og þá og
þakklætisskyni vegna þeirrar
ánægju sem ég hef haft af lestri
þeirra, sendi ég þér þetta til
þeirrar meðhöndlunar sem þér
verður þóknanleg.
Þá á ég líklega ekki meira van-
talað við þig að sinni.
Með bestu kveðju.
Þegar ég fór að skoða blöðin á
öskudaginn, sá ég feita fyrirsögn
á miðri forsíðu Alþýðublaðsins.
Hún var þessi: „Orlofsdvöl aldr-
aðra gæti bætt lífi við árin.“ Mér
er ekki vel ljóst hvernig lífi verð-
ur bætt við ár, en sitthvað höf-
um við heyrt um kraftaverka-
menn:
Þeir kunna vió flestu, kratarnir, ráð
þeir kunna að græða sárin
þeir leika sér að því í lengd og bráð
lífl að bæta við árin.
í Þjóðviljanum sama öskudag
á að fræða lesendur um miðstöð
kvenna Abl. Þar segir m.a.:
„A þeim fundi kvenna var síð-
an samþykkt að konur skyldu
setja vægi á konur í miðstjórn-
arkjörinu — og árangurinn lét
ekki á sér standa."
Þetta olli mér nokkrum heila-
brotum, en þó veit ég að vægi er
það sem eitthvað vegur, er þyngd
þess eða þungi. Að setja vægi á
konu er því að þyngja hana, gera
hana þungaða, ólétta. Og útfrá
því varð þetta til.
Alþýðubandalag ei þarf að hvetja
úrræði kann það í flestum vanda
ef konurnar vægi á konur setja
kvennamál ðll munu betur standa.
Þess er að gæta að þungi er vægi
og þungaðar konur framtíð bera
það er bert að í Alþýðubandalagi
þær bara hver aðra þungaðar gera.
Þó Dagblaðið ætli eitthvað að glósa
um uppdrátt í fylgi bandalagsins
ef vægið er sett eins og konurnar kjósa
við kvíðum ei sðgu morgundagsins.
En ugg og kvíða að ýmsum setur,
það er óvíst hvað blessaðar frúarnar gera
hvort karlarnir settir verða á vetur
þar sem verkefni þeirra er búið að vera.
Og frúin mðrg verður frelsishetja
og fimlega notuð mörg lipur tunga
er konurnar vægi á konur setja
og kveikja einsamlar lífið unga.
En blöðin koma daglega og
alltaf eitthvað nýtt. 26. febrúar:
„Möguleikarnir verða að vera
raunhæfir."
Eg leit i Mogga, las þar fróðleg orð,
nú liggur mikið við á annað borð,
hann álítur að ei sé gott að leika
með óraunhæfa sigurmöguleika.
Og sjálfsagt er nú orðið til þess mál
að opinberist Moggans frómu sál
hið óraunhæfa er aldrei möguleiki,
að ætla slíkt er raunhæf sinnisveiki.
Það væri gott í vorri pólitík
að virða almennt sjónarmiðin slík
svo ekki verði anað þar til leika
með óraunhæfa stefnu og möguleika.
í sama blaði stendur:
„Veitingastaðurinn rekur
Jean-Francois ásamt eiginkonu
sinni."
Mér virðist þetta voðalega vondur
samastaður
sem veslings manninn rekur,
sá gegndarlausi rekstur úr einu landi
í annað
mér aumkvun sára vekur.
Að staðurinn á eiginkonu ekki er lengur
vafl
en um annað skortir vottinn
hvort kona sú var rekin eða rekið sjálf hún
hefur
þennan ræfils pislarvottinn.
Enn var í sama blaði „hvort
æskilegt sé að undirbúa sig und-
ir ellina“.
Vel er þú Vandlega grundir
hvort vert er þar sem við stöndum
að undirbúa sig undir
þau undur sem ber að höndum.
Mál er að linni en „þar er að
taka af nógu“.“
Atviimuleysi í
febrúar 0,9%
f FEBRÚARMÁNUÐl voru skráðir
20.465 atvinnuleysisdagar á landinu
öllu. Þetta svarar til þess að 944 hafi
verið atvinnulausir allan mánuðinn
eða sem nemur 0,9 af áætluðum
mannafla á vinnumarkaði, segir í
frétt frá félagsmálaráðuneytinu.
Skráðir atvinnuleysisdagar voru
um 53 þúsund færri í febrúar sl.
heldur en í janúar í ár. Hefur því
atvinnuleysisdögum fækkað um
nálega sömu tölu og þeim fjölgaði
í janúarmánuði. Má því heita að
atvinnuástandið sé víðast hvar
komið í eðlilegt horf eftir verkfall
sjómanna. Undantekningar eru þó
Vesturland (Akranes) og Reykja-
nes, þar sém atvinnuleysi er
venjufremur mikið miðað við árs-
tíma. Orsakanna er að leita í því
að frysting hefur lítil sem engin
verið á þessum stöðum eftir að
verkfalli lauk.
í heild eru skráðir atvinnuleys-
isdagar í febrúar um 5.800 fleiri
enn í sama mánuði í fyrra og eru
þetta vafalaust afleiðingar sjó-
mannaverkfallsins sbr. það sem
áður er sagt um Akranes og
Rey kj anessvæðið.
Eins og áður segir var hlutfall
atvinnuleysingja af áætluðum
mannafla á vinnumarkaði 0,9% í
febrúar, en í janúar var þetta
hlutfall 3,25%. Þetta hlutfall t
febrúarmánuði 1981 var 0,7%.
HÚSEIGNIN
Opiö í dag
ia herb. íbúöir
3ja
Stór vinaleg risibúö á 3. hæð
við Grettisgötu. 80 fm. Verð
650 þús.
Hófgerði 75 fm kjaliaraíbúö.
Stór lóð. Nýjar eldhúsinnrétt-
ingar. Verð 550 þús.
Hraunbær 75 fm. Verð 670 þús.
Stór íbúð i Hafnarfiröi. Verð
750 þús.
Langabrekka nýleg 90 fm íbúö
á 3. hæð.
Mosgerði lítil 3ja herb. risíbúö i
tvíbýli. Verð 580 þús.
Hlíðarvegur 75 fm sérhæö.
Stór garður. Veit í suöur. Ot-
sýni.
4ra herb. íbúðir
Klapparstígur 115 fm hæö.
Þarfnast endurnýjunar. Hægt
aö skipta í 2 íbúöir. Teikning á
skrifstofunni. Verð 750 þús.
Baldursgata parhús á tveimur
hæðum. Góð lóö. Verð 600 þús.
Vitastígur skemmtileg risíbúö,
2 stofur, svefnherb. og 2 barna-
herb. Litlar svalir. Sér hiti. Verð
700 þús.
Vesturberg 110 fm góö íbúö á
2. hæð. 4—5 herb. Suöursvalir.
Gamli bærinn góö íbúö meö
stórum svölum. Ný standsett.
Verð 830 þús.
Seljavegur 2 stofur, 2 svefn-
herb. Fallegar nýjar innrétt-
ingar. Verö 800 þús.
Óskast í skiptum
3ja herb. íbúö viö Furugrund
fyrir 2ja herb. íbúö á sama staö.
3ja herb. íbúð í vesturbæ. j
skiptum fyrir 2ja herb. jaröhæö
við Flyörugranda.
Hraunbær 3ja herb. i skiptum
fyrir 2ja herb.
Þórsgata 29 80 fm íbúö í
byggingu. Bílskýli. Skilast
tilb. undir tréverk. Verð 830
þús. Útb. samkomulags-
atriði. Teikningar á skrifstof-
unni. Sameign fullbúin.
Frágengið aö utan.
Erum með kaup-
endur að:
2ja herb. íbúð, nýrri eöa ný-
legri. Gjarnan i blokk.
íbúð meö 2—3 svefnherb. og
stofu. Má vera á byggingarstigi
eða þarfnast lagfæringar. Helst
sérhæö í Kóp. meö bílskúr. Góö
útb.
4—5 herb. íbúö eöa litlu húsi til
endurnýjunar. Góö útborgun.
HUSEIGNIN
Smti 28511 Ls
FASTEIGIXIAIVIIO LUI\I
SVERRIR KRISTJÁNSSON
LINDARGÖTU 6 101 REYKJAVÍK
Opiö frá kl. 2—4
Garöabær — einbýlishús
Hef í einkasölu ca. 160 fm einbýlishús á einni hæö ásamt ca. 24 fm
bílskúr. Til greina kemur aö taka 4ra herb. íbúö uppi. Húsið er
ákveðið í sölu.
Raðhús í smíöum í Seljahverfi
Til sölu viö Hryggjarsel, endaraöhús, kjallari ca. 88 fm, getur veriö
séríbúð. Hæö ca. 100 fm. Efri hæö 75 fm. Sérbyggöur bílskúr ca.
55 fm ásamt jafnstórum kjallara undir bílskúrnum. Húsiö selst
fokhelt meö járni á þaki. Skipti á góðrl 6—8 herb. íbúö koma til
greina.
Kaldakinn — sérhæö
Til sölu ca. 140 fm efri sérhæö.
ibúöin er ákveöin í sölu og laus
i júti. Til greina kemur aö taka
2ja—3ja herb. íbúö uppi.
Hólmgarður — sórhasö
Til sölu nýstandsett ca. 100 fm
efri sérhæö ásamt herbergi í
risi.
Háaleitisbraut
Til sölu 120 fm jarðhæö. Skipti
æskileg á 3ja herb. íbúð.
Álftahólar — lyftuhús
Til sölu ca. 118 fm 4ra herb.
íbúö á 7. hæö, endaíbúö. Suö-
ursvalir. Laus i júli nk. íbúðin er
ákveðin í «ölu.
Blesugróf — einbýli
Til sölu einbýlishús sem er
jarðhæö, hæð og ris. 6—7
herb. Bílskúr. Mjög rólegur og
góóur staður.
Seljabraut
Til sölu ca. 110 fm 4ra herb.
ibúð á 3. og 4. hæð.
Skúlagata
Til sölu 90 fm 3ja herb. íbúð á 2.
hæð.
Nýlendugata
Til sölu 3ja herb. íbúö ásamt
geymslurisi..
Lindargata
Til sölu 3ja herb. sérhæö i
járnvörðu timburhúsi, ásamt
stórum bílskúr.
Kleppsvegur
Til sölu 2ja—3ja herb. ibúó á 1.
hæö. Þvottaherbergi á hæöinni.
Grettisgata
Til sölu 2ja—3ja herb. risibúö.
Laus 1.4—1.5.
Vantar — Vantar
Einbýli i Garöabæ eða Hafnar-
firöi, stórt og vandaö hús.
Vantar — vantar
3ja herb. íbúö meö bílskúr i
Hólahverfi. Góð útb.
Vantar — vantar
3ja—4ra herb. ibúö innan Ell-
iöaáa. Mjög góö útborgun, jafn-
vel staögreiösla.
Vantar — vantar
einbýlishús ( Mostellssveit ca.
140—160 fm hús á einni hæö
meö bílskúr.
Vantar — vantar
raöhús við Vesturberg, Bökk-
um eöa Seljahverfi.
Vantar — vantar
vandaö einbýli í Þingholtum,
Vesturbæ, Hlíöum, Laugarási,
Espigerði eöa Fossvogi. Bein
kaup eöa skipti á sérhæö í
nágrenni viö Landspítalann.
Málflutningsstofa
Sigríður Ásgeirsdóttír hdl.
Hafsteinn Baldvinsson hrl.