Morgunblaðið - 13.03.1982, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.03.1982, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 Strandapósturinn Bókmenntir Erlendur Jónsson Strandapósturinn er með líflegri héraðaritum. Hann er líka kominn * til ára sinna ef miðað er við skamman meðalaldur íslenskra tímarita því 15. árgangur er nú nýkominn út. Hygg ég að ritið eigi öðru fremur gengi sitt fáeinum áhugamönnum að þakka — enda þótt margir hafi lagt því lið og birt þar þætti og kveðskap. Ingólf- ur Jónsson frá Prestsbakka hefur jöfnum höndum lagt efni til rits- ins og verið í ritnefnd. I þessum árgangi minnist hann Jóns Krist- jánssonar sem einnig var lengi meðal þeirra er settu svip á ritið. Jón lést á liðnu ári. Einnig ritar Ingólfur nokkra Hrútfirðingaþietti — stuttar frásagnir úr heimahög- um. Jóhannes frá Asparvík er annar þeirra sem mest og best hefur rit- að í Strandapóstinn. Hér ritar hann t.d. þátt er nefnist Mór. Mó- tekja var nokkuð sem hver maður þekkti fyrrum, þá þurfti engum að segja hvernig farið væri að því að afla þessa mjög svo nauðsynlega eldiviðar. Nú er mótekja löngu úr sögunni og veit ungt fólk þvi naumast meira um vinnubrögð þau, sem að mónum laut, en annað sem taldist til hins forna sveita- búskapar. Jóna Vigfúsdóttir frá Stóru- Hvalsá á í riti þessu þrjá, stutta þætti — skopsögur í þjóðlegum stíl, prýðilegar frásagnir. >að er list að segja vel frá. Og sú list er fleirum léð en þeim sem það stunda að staðaldri í atvinnu- skyni. Hafí.sævintýri hollenskra duggara á Hornströndum sumarið 1782 heit- ir þáttur eftir Inga Karl Jóhann- esson. Ingi Karl þekkir vel til Hollands. Og hollenskir sjómenn og Strandamenn — það er eins og samtvinnað í þjóðarvitundinni vegna Jóns Hreggviðssonar. En hér kemur á daginn að Hollend- Jóhannes frá Asparvík Ingólfur Jónsson frá PresLsbakka ingar áttu ekki aðeins dugandi sjómenn heldur einnig alþýðlega fræðimenn — sem við Islendingar höfum líkast til haldið að hvergi væru til nema hér! Þá má nefna Þætti úr menning- arsögu Htrandamanna eftir Torfa Guðbrandsson. Torfi segir í upp- hafi þáttarins frá manni nokkrum sem lagði leið sína norður á Strandir og hlakkaði til að sjá þar frumstætt mannlíf svo um munaði — »torfbæi og moldarkofa*, en varð fyrir vonbrigðum er norður kom. Hér er og prentaður þáttur eftir Jónadab Guðmundsson á Núpi, Fyrsta Borðcyrar verslun, bráð- skemmtilegur þáttur og stórfróð- legur um verslun á Borðeyri fyrir og um miðja nítjándu öld. Hefur þáttur þessi áður birst í Stranda- póstinum. Þótt góð vísa sé aldrei of oft kveðin finnst mér það hefði átt að nægja. Kveðskapur er í riti þessu eins og flestum ritum af sama tagi. Misjafn er hann í ritum þessum eins og gengur, sumt betra, annað síðra. Minningar um átthaga kalla oft á viðkvæmni og angurværð og er tungutak gömlu skáldanna þá gjarnan haft að fyrirmynd og ort um blíðan blæ og bláan sæ og grænan dal og blóm í hlíð. Sjald- gæfara er, að hið þjóðlega efni, sem er þó aðal þessara rita, sé bundið í stuðla og höfuðstafi. Það gerir þó Jóhannes frá Asparvík því hann yrkir hér langt Bændatal í Árneshreppi 1972. Telur hann þar upp bæi og ábúendur — bændur og húsfreyjur — og fær hver og einn sína einkunn. Hygg ég að héraðaritin yrðu líflegri mjög ef önnur sveitarskáld tæku upp stefnu Jóhannesar og ortu um fólk og atburði í heima- högum fremur en að syngja land- inu almennt lof í hátíðlegu máli — nítjándu aldar skáldin gerðu það svo vel að við munum ekki gera betur. Meðal annarra höfunda, sem eiga efni í þessum Strandapósti, eru Guðbjörg Andrésdóttir sem ritar Nokkrar minningar, Hjörtur L. Jónsson sem ritar þáttinn Skólaferð fyrir 50 árum. Ingvar Agnarsson sem á hér bæði kveð- skap og laust mál, Sveinsína Ágústsdóttir, sem áður hefur ritað í Strandapóstinn, Ingi Guðmons- son sem ritar þáttinn Eyðibýlið Kolbeinsvík, og Þorsteinn Ólafsson er ritar nokkur minningarorð um Jón Kristjánsson. Allt er efni þetta tengt átthög- um höfundanna með einum eða öðrum hætti. Gott rit, Stranda- pósturinn! Ut úr gæsakofanum Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson TÍMARIT MÁLS <k; menningar. 4. hefti 42. árgangs. RiLstjórn: Þorleifur llauksson. Ritnefnd: Árni Bergmann, Ingi- björg Haraldsdóttir, Oskar Hall- dórsson, Pétur Gunnarsson. Utgefandi: Bókmenntafélagið Mál og menning. Guðbergur Bergsson færist mikið í fang í Tímariti Máls og menningar. Hann freistar þess að birta samhengið í bókmennt- um þjóða SuðurAmeríku, eink- um með því að láta verkin tala. Guðbergur segir að „margra ára hugsun og lestur hafa rek- ið mig í þá freistni að reyna að rekja samhengi það sem ég þykist sjá í suðuramerískum bókmenntum, og þá með þeirri aðferð að leyfa textunum sjálf- um að tala. Með slíkri aðferð geta lesendur einnig myndað sér einhverja skoðun á bók- menntum þessum og orðið mér kannski ósamdóma." Það sem knýr Guðberg til að „semja jafn ófullkomið yfirlit" er að ná út fyrir hinn „inni- byrgða menningarblæ íslenska gæsakofans" því að eins og hann skrifar: „Um leið og þjóð- ir ná vissum menningarþroska fara þær að hugsa örlítið út fyrir landsteina sinnar menn- ingareyju." Það er nú ekki laust við dá- lítið yfirlæti í viðhorfum Guð- bergs til íslensks samtíma, en honum fyrirgefst það vonandi. Guðbergur kynnir fyrst mæja- bókmenntir og ver hann miklu rúmi í bókmenntirnar fyrir Kólumbus. Það er fróðlegur Iestur. Engu að síður er maður forvitnari um samtíma- bókmenntir, en Guðbergur sleppir viljandi ýmsum mik- ilhæfum höfundum eins og Romúlo Gallegos frá Venezu- ela, Alejo Carpentíer frá Kúbu, Perúmanninum Vargas Llosa, Argentínumanninum Jorge Luis Borges og Gabriel García Márquez frá Kólumbíu. Bót er í máli að hér eru verk eftir Julio Cortazar, Argent- ínu, Cesar Vallejo, Perú, Octa- vío Paz, Mexíkó og Juan Carlos Onettí frá Úrúguay. Guðbergur Bergsson kallar Octavio Paz mesta ljóðskáld Suður-Ameríku eftir dauða Pablos Neruda frá Chile og Lezama Lima á Kúbu. Það er að vísu umdeilanlegt mat, einkum með tilliti til Borges, en Paz er mikið skáld. Það ef- ast enginn um. Guðbergur þýð- ir m.a. eftir hann ljóðið þjóð. Steinarnir eru stundir stormurinn Aldirnar eru stormar Trén eru tími Þjóðir, það eru steinar stormurinn hringsnyst og hverfur í harðan dag steinsins Allt er þurrt en augun skína. Þetta er líklega, ásamt Guðbergur Bergsson Morgunsári Paz, best heppn- aða ljóðaþýðing Guðbergs í heftinu. Að vera lífs „í und miðri/ sem enn er fersk" eins og stendur í Morgunsári er líka áhrifamikið. Aftur á móti eru Vallejoþýð- ingarnar stirðari, einkum vegna stuðlasetningar og há- stemmds orðalags. Skemmtilegastar eru smá- sögurnar í heftinu sem margar hverjar eru til vitnis um seið suðuramerískra bókmennta, hið einkennilega sambland miskunnarlausa veruleika- skyns og ótamins hugmynda- flugs sem á víða rætur í menn- ingu Indíána, frumbyggjanna. í þessu sambandi mætti minna á Dauðastríð dansarans Rasú Níti eftir Perúmanninn Jose María Arguedas og ýmsar fleiri sögur sem uppörvandi er að lesa. Grafík og teikningar Myndlist Bragi Ásgeirsson Það skeður ekki oft, að uppistaða listsýninga hérlendis samanstandi af dúkristum eins og á sér staö um sýningu Ingi- bergs Magnússonar í Gallerí Lækjartorg. En á sýningu Ingi- bergs eru einmitt 18 dúkristur, 3 steinþrykkmyndir og 9 teikn- ingar og eru myndirnar allar frá síöustu þrem árum. Um dúkristu hefur því verið haldið fram, að hún sé ásamt tréristunni erfiöust grafískra greina og mun það mikið rétt, því að þótt auövelt sé að skera í dúk er jafn erfitt að ná eftir- minnilegum árangri. Ingiberg Magnússon lauk námi viö Myndlista- og hand- íöaskóla íslands árið 1970 og hefur síðan aðallega fengist við kennslu en sinnt dúkrist- unni og annarri listsköpun í hjáverkum. Þá hefur hann haldið tvær einkasýningar í Reykjavík og ennfremur á Eg- ilsstöðum og Akranesi ásamt því aö taka þátt í mörgum Hljóm- plötur Finnbogi Marinósson Silfurkúlu- hljómsveitin Bob Seger and the Silver Bullet Band. Nine Tonight. I>LC 164—400 46/47. Því hefur verið haldið fram að frá því að Bob Seger sendi frá sér sína fyrstu stóru plötu 1965 og þar til árið 1977 hafi hann verið einn mesti hæfileikamað- urinn innan rokksins sem enn var óþekktur. Þótt hann væri frábær textahöfundur og fram- úrskarandi rokksöngvari tókst honum ekki að verða frægur út fyrir sína heimaborg, Detroit. Þar átti hann þó hvert hit-lagið á fætur öðru inni á „TOP 10“. Af þessum ástæðum hurfu margar af mjög góðum plötum í fjöld- ann. Það var ekki fyrr en 1977 með útkomu „Night Moves" að frægðardyrnar lukust upp. Að vísu hafði jarðvegurinn verið vel undirbúinn. Á plötunni „Seven“ kynnti hann fyrst hljómsveit sína Silver Bullet Band og á „Beautiful Loser" heyrðust fyrst ballöður hans, sem svo margar áttu eftir að verða frægar síðar, t.d. „Against the Wind“. Á þess- um tíma voru þær á frumstigi, en veittu honum þó tækifæri til að spila fleira en rokk. Platan sem kom út á eftir „Night Mov- es“, „Stranger in Town“, tryggði honum svo sess meðal hinna stóru í poppheiminum. Annars er skrýtið til þess að hugsa hvað íbúar Detroit halda mikilli tryggð við sína menn. Til að mynda var gítarsnillingurinn Ted Nugent búinn að vera vin- sæll frá 1961 til 1975 í Detroit áður en hann sló í gegn á fleiri stöðum, en það er nú önnur saga. Platan „Nine Tonight" er önn- ur „live“-platan sem Bob og silf- urkúlurnar senda frá sér. Sú fyrri er „Live Bullet" sem af mörgum er talin ein af betri hljómleikaplötum rokksins, vel og örugglega flutt rokk og fyrsta flokks handbragð. Svo er einnig á „Nine Tonight". Mjög vel flutt rokk situr í fyrirrúmi en inn á milli læðist ein og ein ballaða sem gefur rokkinu því meira gildi. Söngur gamla mannsins er óaðfinnanlegur og á hann hrós skilið fyrir að vera einn af mjög fáum sem haldið hafa tryggð við sinn stíl í stað þess að fórna hon- um fyrir framavon. Flest lögin á plötunni eru frá seinni helmingi ferils hans. Á fyrri plötunni er að finna gamla góða slagara eins og „Hollywood Nights" og „Old Time Rock’n’Roll" og svo síðast en ekki síst „Against the Wind“. Seinni platan hefur aftur á móti að geyma lög eins og „Fire Lake“ sem tröllreið öllum vinsældalist- um á sínum tíma og rúsínan í pylsuendanum er svo hlið 4. Hún hefur að geyma aðeins 3 lög og eru það fyrst slagarinn „Night Moves" og rokkararnir „Rock and Roll Never Forgets" og „Let It Rock“. Þótt platan sé í heild- ina góð þá ber þessi hlið af. Bob og hljómsveit hans fara á kost- um og það má enginn sannur rokkari láta þessa hlið fram hjá sér fara. Þó svo að platan sé ekki keypt þá að reyna að fá að hlusta í næstu hljómplötuverslun. „Sándið" er gott og ber það nokkur merki þess að yfir það hafi verið farið í stúdíói á eftir. Ef einhver þekkir ekki til Bob Segers þá ætti hann ekki að láta hjá líða að kynnast honum, svo að viðkomandi hrökkvi ekki upp af svefni við að vita ekki að góði rokkarinn sem hann heyrði í í gær var með Bob Seger. Betra er seint en aldrei. FM/AM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.