Morgunblaðið - 13.03.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.03.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 Opnara hagkerfi forsenda framfara Erindi dr. Jóhannesar Nordals á ársþingi iðnrekenda Hér fer á eftir í heild er indi dr. Jóhannesar Nordals, SeÖlabankastjóra, á ársþingi iðnrekenda fyrir skömmu: Fyrir rúmum mánuði skilaði svokölluð Starfsskilyrðanefnd lokaskýrslu sinni til forsætisráð- herra, allmiklu verki, þar sem saman eru dregnar margvíslegar upplýsingar um starfsskilyrði þriggja höfuðatvinnuvega þjóðar- innar, sjávarútvegs, iðnaðar og landbúnaðar. Umfang þessarar at- hugunar og efnistök mótuðust, svo sem vera bar, af þeim erindisbréf- um, sem hún hafði fengið í hendur frá ríkisstjórninni. Samkvæmt þeim var meginverkefni hennar að gera samanburðarathugun á starfsskilyrðum iðnaðar, sjávar- útvegs og landbúnaöar, þar sem stefnt væri að því að skapa at- vinnuvegunum sambærilega að- stöðu, m.a. með tilliti til mismun- andi álagningar opinberra gjalda. Einkum var talið mikilvægt að kanna og bera saman þá þætti í starfsaðstöðu atvinnuveganna, sem stjórnvöld geta haft áhrif á og ákveða samkeppnisaðstöðu þeirra á erlendum mörkuðum og gagnvart innflutningi á heima- markaði. I samræmi við þetta taldi nefndin rétt að takmarka verkefni sitt með tvennum hætti. Annars vegar hlaut nefndin að einskorða athuganir sínar við þá þrjá framleiðsluatvinnuvegi, sjáv- arútveg, iðnað og landbúnað, sem í erindisbréfinu eru nefndir, og að því er iðnaðinn varðaði, við þann hluta hans sérstaklega, sem á í beinni samkeppni við iðnað ann- arra þjóða á erlendum og innlend- um markaði. Af þessari takmörk- un leiðir, að lítið er í skýrslunni fjallað um starfsskilyrði mikil- vægra þátta í heildarframleiðslu- kerfi landsins, svo sem flutninga- þjónustu, verzlunar- og bygg- ingarstarfsemi. Einnig hefur verið reynt að draga mörk á milli sam- keppnis- og útflutningsiðnaðar annars vegar, en þjónustuiðnaðar og annars náttúrlega verndaðs iðnaðar hins vegar. Ljóst er þó, að erfitt er að draga slík mörk í reynd, ekki sízt vegna þess, að æ fleiri greinar íslenzks iðnaðar eiga við beina og óbeina samkeppni er- lends iðnaðar að etja. Hins vegar einbeindi nefndin athugunum sínum á starfsskilyrð- um atvinnuveganna að þeim þátt- um, sem aðgerðir stjórnvalda hafa bein áhrif á, svo sem hvers konar skattlagningu, styrkjum og fram- lögum, verðlagningarreglum og gengisákvörðunum. Nú er það að sjálfsögðu ljóst, að starfsskilyrði fyrirtækja og annarra fram- leiðslueininga mótast ekki ein- göngu af þeim ákvörðunum ríkis- valdsins, sem ég hef nú nefnt. Af hverju mótast starfsskilyrði? í fyrsta lagi ráðast starfsskil- yrði atvinnuvega mjög af náttúr- legum aðstæðum og framboði framleiðsluþátta. Þannig á lega landsins og auðlindir þess veru- legan þátt í því að móta aðstöðu atvinnugreina, vöxt þeirra og við- gang. Mismunandi lega atvinnu- rekstrar með tilliti til markaðs og hráefnisöflunar hefur á sama hátt gagnger áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja. Meðal mikilvægra ytri skilyrða atvinnurekstrarins er að- gangur að erlendum mörkuðum og samkeppnisaðstaða við erlenda framleiðendur. Um öll þessi ytri skilyrði gildir, að þau eru að mest- um hluta gefin og óumbreytanleg. Verkefni hagstjórnar er því ekki að jafna aðstöðumun, sem ytri skilyrði hafa í för með sér, heldur að þróa atvinnustarfsemina með þeim hætti, að hún nýti sem bezt þau tækifæri til hagkvæmrar framleiðslu, sem hin ytri skilyrði þjóðarbúsins bjóða upp á. Af þess- um ástæðum er eðlilegt, að könn- un og mat þessara ytri skilyrða hafi failið utan við verkefni nefnd- arinnar. . í öðru lagi er rétt að minna á það, að mikilvægasta verkefni stjórnvalda á sviði atvinnumála er að búa efnahagsstarfseminni al- menna félagslega og efnahagslega umgjcrð. Þannig tryggir þjóðfé- lagið réttarfarslegt öryggi og set- ur margvíslegar leikreglur um meðferð og úrlausn ágreinings- mála, sem eru forsenda fjölþættra viðskipta og markaðsþúskapar. Með almennu skólakerfi, sérþjálf- un og vísindastarfsemi er lagður grundvöllur þeirrar þekkingar og starfskunnáttu, sem er nútíma at- vinnustarfsemi nauðsynleg. Loks sér ríkisvaldið í meira eða minna mæli fyrir ýmiss konar óhjá- kvæmilegri þjónustu við atvinnu- vegina, svo sem samgöngu- og fjarskiptakerfi, orkuframleiðslu og dreifingu, öryggis- og heil- brigðisþjónustu og svo mætti lengi telja. Um þessi mikilvægu verk- efni ríkisvaldsins hefur ekki verið fjallað sérstakiega í skýrslu Starfsskilyrðanefndar, enda er hér fyrst og fremst um að ræða almenna þjónustu, sem allir at- vinnuvegir þjóðarbúsins eiga að geta notið góðs af. Marktæk könn- un á því, hvort í starfsemi ríkis- valdsins á þessum sviðum væri 1 fólgin mismunun á milli atvinnu- vega gat því varla rúmazt innan þess verksviðs, sem nefndinni hafði verið markað. Engin heildarúttekt Af því, sem ég hef nú rakið, er ljóst, að skýrsla Starfsskilyrða- nefndar getur á engan hátt skoð- azt sem heildarúttekt á öllu því, sem máli skiptir fyrir starfsskiL yrði íslenzkra atvinnuvega. í henni hefur verið lögð megin- áherzla á að leiða fram sem gleggstar upplýsingar um þær að- gerðir stjórnvalda, sem líklegast- ar eru til þess að valda mismunun í starfsemi hinna þriggja fram- leiðsluatvinnuvega. Tilgangur hennar er að verða stjórnvöldum til leiðbeiningar um það, hvernig koma megi á meira jafnræði milli atvinnuvega í þessum efnum. Það er vitaskuld ógerningur að reyna í stuttu erindi að gera neina tæm- andi grein fyrir þeim margvíslegu ábendingum, sem í skýrslunni fel- ast, enda munu aðrir halda erindi síðar í dag, þar sem nánar verður fjallað um helztu efnisflokka hennar, auk þess sem niðurstöðu- kafla hennar hefur verið dreift hér á fundinum. í stað þess langar mig til þess að benda á þær meg- inniðurstöður, sem ég hef sjálfur dregið af þessari umfangsmiklu könnun, að því er varðar verkefni stjórnvalda í atvinnumálum nú og framvegis. Örar breytingar Þau starfsskilyrði, sem atvinnu- vegunum eru búin af stjórnvöld- um hér á landi, hafa tekið örum breytingum undanfarna áratugi. Framan af öldinni og fram yfir 1930 voru bein áhrif ríkisvaldsins á rekstrarskilyrði atvinnuveganna tiltölulega lítil, en megináherzla var lögð á það, að byggja upp þær stofnanir og opinber þjónustu- kerfi, svo sem í samgöngumálum, menntamálum og bankastarfsemi, sem nauðsynlegar voru vaxandi atvinnustarfsemi. Þáttaskil urðu í stjórn efna- hagsmála í kjölfar heimskrepp- unnar miklu, þegar gripið var til víðtækra gjaldeyrishafta, sem fólu í sér afturhvarf frá þeim mark- aðsbúskap, er ríkt hafði hér á landi framan af öldinni. 1 kjölfar kreppunnar komu svo umbrot stríðsáranna og erfiðleikar fyrstu áranna þar á eftir. Á þessu tíma- bili þróaðist hér á landi hafta- og millifærslukerfi, sem fól í sér margvísleg ríkisafskipti og mjög misjöfn starfsskilyrði atvinnu- greina. Þótt sjávarútvegurinn afl- aði á þessum árum yfir 90% af verðmæti útflutningsframleiðsl- unnar, var rekstrarstaða hans oftast erfið, þar sem verðbólga og óraunhæf gengisskráning þrengdi sífellt að. Til þess að ráða bót á þessu, var þráfaldlega gripið til millifærslna og uppbóta og reynt að bæta rekstrarstöðu hans með margs konar fríðindum í skatt- lagningu og fjáröflun. Iðnaðurinn var hins vegar svo að segja alveg bundinn við heimamarkaðinn, en samkeppnisstaða hans þar varin með tollum og beinum innflutn- ingshöftum á flestum samkeppn- isvörum. Vegna þessarar vernd- arstefnu var iðnaðurinn yfirleitt settur skör lægra en aðrir at- vinnuvegir um opinbera fyrir- greiðslu, skattameðferð og aðgang að lánsfé. Á þessu tímabili varð líka til það kerfi tekjutryggingar fyrir landbúnaðinn, sem síðan hefur verið við lýði og einkennist af einokun innlenda markaðarins, uppbótum á útflutningsfram- leiðslu og ýmsum fríðindum öðr- um. Ef gerður hefði verið skipu- legur samanburður á starfsskil- yrðum þessara þriggja atvinnu- vega, á meðan þetta hafta- og millifærslukerfi stóð sem hæst, t.d. í lok sjötta áratugarins, hefði reynzt erfitt að gera grein fyrir þeim frumskógi mismununar og sérákvæða, sem þá setti svip sinn á stjórn atvinnumála í landinu. En síðan hefur orðið hér mikil breyting á. Opnara markaðskerfi Undanfarna tvo áratugi hefur skipan þessara mála verið að þró- ast jafnt og þétt í átt til opnara markaðskerfis. Tekin hefur verið upp jafnvægisstefna í gengismál- um og horfið frá millifærslum og uppbótakerfi. Innflutningshöft hafa verið afnumin á svo til öllu nema landbúnaðarafurðum. Toll- vernd iðnaðarins hefur einnig ver- ið afnumin í áföngum, svo að iðn- aðurinn býr nú að langmestu leyti við óhefta samkeppni erlendra fyrirtækja um leið og hann héfur orðið útflutningsgrein í vaxandi mæli. Samkeppnisstaða mikils hluta iðnaðar er af þeirri ástæðu orðin hliðstæð við stöðu sjávar- útvegs, og landbúnaðurinn er nú eina vöruframleiðslugreinin, sem býr við algera markaðsvernd á verulegum hluta af framleiðslu sinni. Samfara opnun markaðarins og aukinni erlendri samkeppni hefur það verið yfirlýst markmið stjórn- valda að jafna starfsskilyrði og draga úr þeirri mismunun, sem áður átti sér stað, t.d. í skattameð- ferð, lánskjörum og aðgangi að fjármagni. Sérstaklega hefur iðn- aðurinn haft ástæðu til þess að ganga eftir breytingum í þessa átt, þar sem hann hefur á tiltölu- lega skömmum tíma tekið á sig óhefta samkeppni við erlendan iðnað í stað þeirrar miklu verndar, sem hann áður naut á innlendum markaði. Er óhætt að segja, að það hafi verið einn megintilgang- ur þeirrar könnunar, sem Starfs- skilyrðanefnd var falið að inna af höndum, að leggja dóm á það, hvort hin margvíslega mismunun, sem vaxið hafði upp á tímum hafta og millifærslukerfis, hafi í reynd verið numin í burtu sam- hliða því, sem iðnaðurinn hefur tekið á sig óhefta samkeppni við erlenda framleiðendur á sama hátt og sjávarútvegurinn. Við spurningum af þessu tagi verður vitaskuld aldrei hægt að gefa aiveg ótvíræð svör. Starfs- skilyrði atvinnuveganna eru sam- ansett af ótal þáttum, sem hafa mismunandi vægi, bæði innbyrðis og milli atvinnuvega. Eina aðferð- in, sem virtist geta komið að haldi, var að bera nákvæmlega saman hvern einstakan þátt, t.d. í skatta- málum, og reyna að meta, hvort og í hve ríkum mæli í honum fælist mismunun gagnvart einstökum atvinnuvegum. Niðurstöður nefndarinnar eiga því að geta komið að gagni með tvennum hætti. Annars vegar með því að beina athyglinni að þeim þáttum, þar sem mismunun í starfsskil- yrðum virðist vera fyrir hendi, en hins vegar sem tæki til þess að meta, hvaða leiðir til jöfnunar starfsskilyrða komi helzt til greina. Nefndinni var þó alls ekki falið að gera af sinni hálfu neinar ákveðnar tillögur um úrbætur í þessum efnum. Meginnidurstöður Þegar ég nú lít yfir athuganir og niðurstöður nefndarinnar í heild, finnst mér nokkrar meginniður- stöður blasa við. Fyrst er þá að nefna það já- kvæða atriði, að meiri jöfnuður hefur nú þegar náðst í starfsskil- yrðum samkeppnisatvinnuveg- anna, þ.e.a.s. sjávarútvegs og iðn- aðar, en margir virðast hafa gert sér grein fyrir. Sérstaklega á þetta við um fiskvinnslu annars vegar, en samkeppnisiðnað hins vegar. Þótt báðar eigi þessar greinar við ýmiss konar mismunun að búa, gengur hún til beggja átta, svo að starfsskilyrði þeirra í heild virð- ast ekki mjög frábrugðin. Hið sama verður ekki sagt um starfs- skilyrði útgerðar, sem eru að ýmsu leyti hagstæðari en bæði sam- keppnisiðnaðar og fiskiðnaðar, og ber þar ekki sízt að nefna undan- þágu frá greiðslu launaskatts og mikla lánafyrirgreiðslu til skipa- kaupa. Auk þess njóta sjómenn meiriháttar tekjuskattsfríðinda, sem ekki sízt kemur þeim hæst launuðu til góða. Þegar á heildina er litið, er þó misræmið í starfsskilyrðum fisk- iðnaðar, útgerðar og samkeppnis- iðnaðar ekki meira en svo, að unnt ætti að vera að eyða því á tiltölu- lega skömmum tíma, ef vilji stjórnvalda er fyrir hendi. Á sviði skattamála virðast fjórar breyt- ingar liggja beinast við. í fyrsta lagi jöfnun launaskatts milli at- vinnuvega eða afnám hans með öllu. í öðru lagi aðgerðir til að koma í veg fyrir uppsöfnun sölu- skatts, en áhrifaríkasta leiðin í því efni er vafalaust sú að taka upp virðisaukaskatt í stað þess sölu- skattskerfis, sem nú er í gildi. í þriðja lagi jöfnun aðstöðugjalda milli atvinnuvega og í fjórða lagi endurskoðun sjómannafrádráttar. Loks þarf að gera átak til þess að jafna enn frekar aðgang þessara atvinnuvega, bæði að fjárfest- ingarlánum og rekstrarlánum. Verði ráðin bót á þeirri mis- munun í starfsskilyrðum iðnaðar, fiskvinnslu og útgerðar, sem leidd hefur verið í ljós í skýrslu Starfsskilyrðanefndar og ég hef nú lauslega fjallað um, væri vissu- lega stigið stórt skref í átt til meira jafnræðis í stöðu atvinnu- rekstrar hér á landi. En þó væri ekki allur vandi leystur með þeim hætti. Eftir standa ýmis djúptæk vandamál, er varða starfsskilyrði atvinnuveganna, sem ekki verða leyst með jafnauðveldum hætti. Hér virðist mér fyrst og fremst vera um þrjá flokka vandamála að ræða, en þeir eru: í fyrsta lagi sambúðarvandamál atvinnuveg- anna innbyrðis, sem einkum staf- ar af óstöðugleika sjávarútvegs- ins, í öðru lagi sérstaða landbún- aðarins og áhrif byggðastefnunn- ar almennt á starfsskilyrði at- vinnuveganna, og í þriðja lagi starfsskilyrði þjónustuiðnaðar, byggingarstarfsemi, flutninga og verzlunar, en allar þessar greinar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þágu framleiðsluatvinnu- veganna. Mun ég nú reyna að ræða stuttlega um hvert þessara mála fyrir sig. Óstöðugt raungengi Oft hefur verið á það bent, að hinar miklu sveiflur í afkomu sjávarútvegsins bæði vegna breytilegs verðlags og aflamagns, hafi ráðið mestu um gengisþróun og framleiðslukostnað hér á landi og því skapað öðrum atvinnu- rekstri óstöðug og oft óhagkvæm starfsskilyrði. Allrækileg athugun var gerð á þessu vandamáli af hálfu Starfsskilyrðanefndar, og leiddi hún skýrt í ljós, að raun- gengi íslenzku krónunnar hefur verið mjög óstöðugt undanfarna tvo áratugi og að sveiflur þess hafa fyrst og fremst ákvarðast af viðskiptakjörum og aflamagni sjávarútvegsins. í raun og veru á þessi niðurstaða ekki að koma á óvart, þar sem sjávarútvegurinn hefur allt þetta tímabil átt lang- stærstan hlut í útflutningstekjum þjóðarinnar, svo afkomuskilyrði hans hljóta að hafa ráðið mestu um þróun gengisins. Hins vegar fer ekki á milli mála, að sveiflur í raungengi hafa verið svo miklar hér á landi undanfarna áratugi, að það hlýtur að hafa haft neikvæð áhrif á aðrar útflutnings- og sam- keppnisgreinar. Þannig hefur launakostnaður á framleidda ein- ingu verið mun óstöðugri hér á landi en í öllum þeim iðnríkjum, sem íslenzkur iðnaður keppir við. En þetta vandamál er ekki ein- skorðað við iðnaðinn, heldur eiga einstakar greinar sjávarútvegsins einatt við sama vanda að etja, en til dæmis um það má nefna hina miklu hækkun raungengis, sem átti sér stað á síldarárunum 1963—1966. Hin mikla uppsveifla, sem síldveiðunum fylgdi, kom ekki öðrum greinum sjávarútvegsins til góða, og fóru því samkeppn- isskilyrði þeirra síversnandi, eftir því sem raungengi hækkaði meira fyrir áhrif síldveiðanna. Almcnnari mælikvarði gengisskráningar Eftir að tollvernd iðnaðarins var felld niður, hafa sveiflur í raungengi enn meiri áhrif á af- komu hans en áður var. Að undan- förnu hefur því verið leitazt við að meta þörf gengisbreytinga með því að taka tillit til almennari mælikvarða, svo sem stöðu út- flutnings og samkeppnisgreina í heild. En það út af fyrir sig leysir ekki þann vanda, sem hér er við að etja. Gengisskráningin hlýtur að Iokum að ganga út frá meðalskil- yrðum útflutnings- og samkeppn- isgreina og í öllum slíkum út- reikningum hlýtur sjávarútvegur- inn scm höfuðútflutningsatvinnu- vegur þjóðarinnar að vega þyngst. Lausn þessa vanda getur því ekki legið eingöngu í breyttri gengis- stefnu, heldur verða aðrar aðgerð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.