Morgunblaðið - 13.03.1982, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982
og samfélag
Hétt læðuval:
Sykur
eftir dr. Jón Úttar
Ragnarsson dósent
Leit mun að þjóð sem tók eins
vel á móti sykrinum og Islend-
ingar. Og fáir hafa borðað þessa
fæðutegund með meiri hjartans
lyst og jafnframt orðið eins fyrir
barðinu á henni og einmitt þeir.
Segja má að sykurinn hafi
komið eins og holskefla þegar
hann fór að fást á viðráðanlegu
verði eftir miðja síðustu öld (sjá
mynd).
íslendingar voru ekki einir um
að vilja sykur. Útbreiðsla syk-
ursins eftir 1850 var alþjóðlegt
fyrirbæri sem átti sér bæði líf-
fræðilegar og félagslegar rætur.
Fram að þessum tíma höfðu
aðeins þeir ríku haft efni á að
borða sykurinn. Hann var því
orðinn stöðutákn. Auk þess var
hann hvítur, en það var jú litur
hreinlætis og heilbrigði.
Hér heima var sykurinn vel
þegin viðbót við einhæft fæði
sem kom aðallega úr dýraríkinu.
í salt- og kryddlausu landi varð
sykurinn bæði bragðbót og gleði-
gjafi.
Fáa grunaði að í kjölfarið
mundi sigla áður óþekktur
sjúkdómur. Ekki var heldur vit-
að um áhrif sykursins á aðra
sjúkdóma, hvað þá um öll bæti-
efnin sem hverfa við sykur-
hreinsun.
Tannviðgerðir hafa sennilega
kostað Islendinga um 10 millj-
FÆÐA <)(; HEILBHKiDI
arða gamalla króna á síðasta ári.
Til viðbótar þyrfti að reikna öll
önnur heilsuspillandi áhrif syk-
ursins, en þau er ennþá ógern-
ingur að mæla.
TANNÁTA
Fyrstu merki um tannátu
(tannskemmdir) hér á landi voru
nokkrar holur í tönnum á haus-
kúpu Jóns biskups Árnasonar í
Skálholti (d. 1743). Hundrað ár-
um síðar var þessi sjúkdómur
orðinn landlægur.
Um 1880 hafði tannátan
breiðst til allra landsfjórðunga.
Áttatíu árum síðar, árið 1962,
sýndu rannsóknir að 37%
kvenna á aldrinum 35—44 ára
voru tannlausar með öllu og 19%
karla.
Snemma byrjaði menn að
gruna að tannátan stæði í sam-
bandi við sykurneysiuna. Það
var þó ekki fyrr en eftir miðja
þessa öid að þessi tengsl voru
sönnuð.
Sykurneyslan var orðin mikil
um síðasta stríð, en hún hefur
aukist töluvert síðan. Hins vegar
hefur tíðni tannskemmda rénað
nokkuð á síðustu árum, einkum
vegna fyrirbyggjandi starfs
tannlækna.
SYKUR OG
TANNHEILSA
Tannátan á mesta sök á því að
fólk missir tennur fyrri hluta
ævinnar. Tannholdsbólga er hins
vegar mun alvarlegra vandamál á
fullorðinsárum.
Frumorsök tannátu er sú að
örverur eru eins mikið fyrir syk-
ur og maðurinn. Þegar sykurs er
neytt streymir hann um tenn-
urnar. Gerlar í munninum gerja
hann í sýru sem brýtur niður gler
unginn.
Þetta væri ekki svo slæmt ef
sumir gerlar smituðu ekki frá sér
efni sem myndar skán utan á tönn-
unum. í henni halda gerlarnir til.
Skánin ásamt gerlunum kallast
tannsýkla.
Tannsýklan er þykkust á tann-
hálsinum og er það sterk að hún
næst aðeins af með rækilegri
burstun. Því þarf að hreinsa tenn-
ur mjög rækilega við og við til að
losna við tannsýkluna.
Ef 1—2 mg af flúor er neytt dag-
lega á tannmyndunarskeiði (1—12
ár) minnka tannskemmdir að jafn-
aði um 50—70% Gengur flúorinn
inn í glerunginn og styrkir hann
gegn sýrum.
Því miður hefur drykkjarvatn
ekki enn verið flúorbætt hér á
landi. Verður því að treysta á
flúortöflur. Fá börnin þær af-
hentar í skólunum, en foreldr-
arnir eiga að sjá um flúorgjöf-
ina.
HVAÐAN KEMUR
SYKURINN?
Allur sykraður matur veldur
tannskemmdum. Gildir einu
hvort það er hvítur sykur, brúnn
sykur, síróp, sælgæti eða gos.
Undantekning eru afurðir með
gervisykri (sýklamat og sakkar-
ín).
Þær fæðutegundir sem mest
æta eða skemma tennurnar, þ.e.
hafa mesta ætni, eru þær sem
loða fastast við þær. I þessum
flokki eru t.d. karamellur og
brjóstsykur.
I ferskum ávöxtum er talsvert
Fljótsdalsvirkjun strax
er besti valkosturinn
eftir Sigurö Helgason,
bœjarfógeta
Lítið hefur verið rætt í fjölmiðl-
um um kosti Fljótsdalsvirkjunar
og er stundum látið í ljósi af
áhyrgum aöilum að hefja megi
framkvæmdir við Fljótsdalsvirkj-
un samhliða öðrum virkjunar-
framkvæmdum. Allar umræður
um þessi mál eru svo óljósar og
mér tjáð lítt kannaðar, og engar
upplýsingar liggja fyrir um
heildarkostnað fyrir Fljóts-
dalsvirkjun, ef slík áfangaskipti
verði viðhöfð.
Ný verkhönnun
liggur nú fyrir
í nýbirtri skýrslu frá Verk-
fræðistofu Sigurðar Thoroddsen
hf., sem send hefur verið til Raf-
magnsveitna ríkisins, kemur
fram, að verkhönnun er á loka-
stigi. Gert er ráð fyrir, að virkjun-
artilhögun verði í meginatriðum
hin sama og síðustu áætlanir
gerðu ráð fyrir. Heildarorku-
vinnslugeta hefur þó breyst og er
gert ráð fyrir 252 Mw virkjun í
stað 290 Mw, sbr. eldri áætlun.
Aðalbreyting er minnkun Eyja-
bakkamiðlunar og aðrar minni-
háttar breytingar, sem hafa komið
•»
„Adalgrundvöllur
fyrir umræddri virkjun
er, að nægur markaður
verði fyrir orkuna. Að
mínu mati eru á því góð-
ir möguleikar, ef þeir
sem hafa á höndum yfir-
stjórn þessara mála, svo
og aðrir sem mál þetta
snertir, taki höndum
saman og geri átak í
þessum efnum.“
tíðkast hefur við slíkar fram-
kvæmdir. I framangreindri heild-
arfjárhæð er gert ráð fyrir kostn-
aði við allar fyrirhugaðar fram-
kvæmdir. Helstu liðir eru fjórar
miðlanir, Eyjabakkamiðlun 540
Gl, Gilsárlón 103 Gl, Hólmalón 17
Gl, Hölknárlón 10 Gl, eða samtals
670 Gl, svo og aðrennslisskurði,
fjallgöng, stöðvarhús, frárennslis-
göng og frárennslisskurði. Einnig
er meðtalin í heildarkostnaði
kostnaður fyrir ófyrirséð, hönnun
og umsjón, undirbúningskostnað-
ar og fjármagnskostnaðar. Um-
rædda skýrslu tóku saman Loftur
Þorsteinsson og Sigmundur Frey-
steinsson.
í Ijós við mælingar og rannsóknir.
Heildarkostnaður er áætlaður
2313 m.kr. miðað við verðlag og
gengi í desember 1981. í þessum
kostnaði er ekki gert ráð fyrir bót-
um fyrir landspjöll né greiðslur
fyrir vatnsréttindi, en samningar
hafa verið gerðir um hvorttveggja
að því ég best veit og er hér því
ekki um óþekktar fjárhæðir að
ræða og lögð er áhersla á það, að
fullt samkomulag hefur náðst
milli aðila, sem mál þetta snertir.
Þá er gert ráð fyrir, að virkjunar-
aðili verði undanþeginn greiðslu á
söluskatti og aðflutningsgjöldum
af vélum og rafbúnaði, eins og
Kostir virkj-
unarinnar
Mörg sterk rök mæla með
Fljótsdalsvirkjun og mun hér
reynt að gera grein fyrir nokkrum
þeirra.
1) Virkjun Jökulsár á Fljótsdal
er sjálfstæður upphafsáfangi
Austurlandsvirkjunar, en þar eru
einhverjir bestu framtíðarmögu-
leikar orkuvinnslu hér á landi og
einn mesti framtíðarfjársjóður
landsins er þar geymdur. Ekki
liggur enn ljóst fyrir heildarorku-
vinnsla, en frumathuganir gera
ráð fyrir uppsett afl Brúarvirkj-
* *
• *'
unar 882 Mw og Hafrahvamma-
virkjunar 460 Mw og svo blasa við
fleiri virkjunarmöguleikar.
2) Könnun með borunum á
berginu á þessu svæði gefa ótví-
rætt til kynna, að það sé tiltölu-
lega þétt og er því lekahætta lítil,
en það er eitt mesta vandamál við
virkjunarframkvæmdir í dag. Tal-
ið er, að sprunguhætta sé mjög
lítið, eða nær engin, og engar
hreyfingar á sprungum hafa fund-
ist. Ekkert eldfjall er virkt á þessu
svæði, en Snæfellið er talið út-
dautt. Fullvíst má telja, að not-
hæft byggingarefni sé á þessu
svæði og gott efni í stíflugerðir er
fyrir hendi.
3) Allt rennsli á vatnasviði
Fljótsdalsvirkjunar utan jökul-
hluta Jökulsár og Kelduár hefur
einkenni dragár með óverulegri
útjöfnun. Berggrunnur er þéttur
og lindarrennsli því hverfandi.
Umrædd miðlunarlón tryggja að
gera má ráð fyrir litium sveiflum i
orkuvinnslu, en það er mjög þýð-
ingarmikið, enda er orkuskortur
orðinn árviss hér á landi.
Frá miðlunarlóni á Eyjabökkum
er ráðgert að veita Jökulsá á
Fljótsdal og öðrum ám er við sögu
koma, um skurð á Fljótadalsheiði
í inntakslón virkjunarinnar. Valin
hefur verið skurðleið, svo og
skurðsnið og mörg tæknileg
vandamál leyst. Enda þótt gerð
þessa skurðar sé eitt mesta tækni-
vandamál þessarar virkjunar, þá
hafa sérfróðir menn talið sig geta
leyst þennan vanda, enda höfum
við öðlast mikla reynslu við að
glíma við erfiðar aðstæður og
veðráttu í hálendi landsins.
Getum við
selt orkuna?
Aðalgrundvöllur fyrir um-
ræddri virkjun er að nægur mark-
aður verði fyrir orkuna. Að mínu
mati eru á því góðir möguleikar, ef
þeir sem hafa á höndum yfirstjórn
þessara mála, svo og aðrir sem
mál þetta snertir, taki höndum
saman og geri átak í þessum efn-
um. Nánar verður hér gerð grein
fyrir ýmsum möguleikum:
*