Morgunblaðið - 13.03.1982, Síða 20

Morgunblaðið - 13.03.1982, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 Vinnuvikusýning í Þinghólsskóla: „Kópavogur - bærinn okkaru NÆSTKOMANDI laugardag og sunnudag verður haldin sýning í l>inghólsskóla í Kópavogi og ber hún yfirskriftina „Kópavogur — bærinn okkar". Á sýningunni, sem verður opin frá kl. 14—18 báða dagana, verður sýndur afrakstur tveggja vinnuvikna í skólanum að undanfórnu, en þá hefur hefð- bundin stundatafla verið lögð til hliðar, en nemendur og kennarar unnið saman í hópum að ákveðn- um verkefnum. Að sögn Hrafns Jónssonar kennara við skólann, voru vinnu vikurnar skipulagðar þannig, að fyrri vikan fór að mestu í að afla gagna og heimilda, en í síðari vik- unni hefur síðan verið unnið úr þeim upplýsingum og sýningin undirbúin. Sýningin skiptist í þrjá megin- þætti. Þeir eru: Saga Kópavogs, Kópavogur og nútíminn og Náttúra og umhverfi. En verkefni sem tengjast þessum þremur megin þáttum eru mörg og margvísleg. I>ess má geta að báða sýningar dagana munu nemendur sjá um veitingar fyrir gesti. Meðfylgjandi myndir tók Krist- ján, er tíðindamenn Mbl. lögðu leið sína í Þinghólsskóla sl. fimmtudag, en þá voru nemendur og kennarar að leggja síðustu bönd á undirbúning sýningarinnar. Meðal verkefna í vinnuvikunum, var gerð kvikmynda- og myndbandsdagakrár um það sem fram fór. (Ljósm. Kristján) Hér var verið að ganga frá ýmsum upplýsingum um atvinnulíf í Kópavogi á töflum og súluritum. Hrafn Jónsson er til hægri á myndinni. (Ljósm. Kristján) Þessar stúlkur voru að ganga frá Ifkani að heimili, en þær höfðn fjallað um það hvað það kostaði að stofna heimili nú á dögum og leist víst ekkert á blikuna. (Ljósm. Kristjín) Öryggi alræðisins? eftir Guömund Heiðar Frímannsson Það er rétt í upphafi að geta þess, að nokkur tími er liðinn, síð- an fyrri hluti þessarar greinar birtist. Það var 9. febrúar. Þar var farið fáeinum orðum um kjör fatl- aðra í Ráðstjórnarríkjunum og hvers vegna upplýsingar um þá eru viðkvæmar fyrir yfirvöld í því landi. Það eru ekki til nákvæmar tölur um fjölda lamaðra og fatlaðra í Ráðstjórnarríkjunum. Af ein- hverjum ástæðum treysta stjórn- völd sér ekki til að birta þær. I opinberum tölum eru þeir flokkað- ir með öldruðum og ómögulegt að átta sig á skiptingunni á milli þessara tveggja hópa. Þetta er raunar ekkert einsdæmi um upp- lýsingar frá Ráðstjórnarríkjun- um. Þaðan skortir grundvallar- upplýsingar um starfsemi og stofnanir, til að mynda um tíðni ýmis konar sjúkdóma. Menn hafa að vísu grun um, að sumar þessar upplýsingar séu til, en bannað sé að birta þær. Fjöldamargir hafa tekið eftir þessu og haft orð á því. Þrátt fyrir þessa erfiðleika á að afla upplýsinga hafa menn getið sér þess til, að fjöldi lamaðra og fatlaðra sé meiri þar, en almennt hefur verið talið. Það má gera ráð fyrir því, að þeir séu fleiri en í vcstrænum löndum að meðaltali. Ein ástæðan er sú, að Ráðstjórn- arríkin misstu flesta menn særða og fallna í seinni heimsstyrjöld- inni af öllum þeim, sem tóku þátt í henni. Medvedev-bræðurnir hafa áætlað, að um tuttugu milljónir manna séu fatlaðir af hennar völdum austur þar. Önnur ástæða til óvenju mikils fjölda þeirra, sem eru fatlaðir, er vegna iðnvæð- ingar, sém var mjög hröð í Ráð- stjórnarríkjunum, þegar Stalín hafði þar forystu. Gífurlegur fjöldi bænda komst þá í snertingu við vélar í verksmiðjum og á sam- yrkjubúum, sem var algerlega ókunnugur slíkum hlutum áður. Það er ekki ástæða til að ætla að sú þróun hafi gengið slysalaust. Eitt slagorð ráðstjórnarinnar, eins og getið var um í fyrri hluta þessarar greinar, er, að hún full- nægi öllum lágmarksþörfum fatl- aðra, og enginn þeirra þurfi að búa við skort. Það hefur jafnvel hent embættismenn hennar að staðhæfa, að engir fatlaðir væru til i ríki þeirra. Astandið væri svo gott. Staðhæfingar af þessu tagi gefa það einungis til kynna, að yf- irvöld hafa eitthvað að fela. Bókstaflegri merkingu þeirra trú- ir enginn. Það verður hins vegar að telja líklegra, að yfirvöld hafi átt í erfiðleikum með að uppfylla lágmarkskröfur fatlaðra, vegna þess að efnahagslífið hefur ekki gengið, eins og til var ætlazt. Mik- ið fé fer til landvarna og í þunga- iðnað. Raunin hefur því orðið sú, að félagsleg þjónusta af mörgu tæi „Það er eins og við má bú- ast, að meðlimir í þessari andófsnefnd fatlaðra hafa ekki fengið að vera í friði fyrir leynilögreglunni KGB. Raunar leggur félagsmála- ráðuneytið leynilögreglunni lið við að reyna að kúga þennan hóp til að þegja.“ Síðari grein hefur orðið útundan. Þegar skoðað er, hvað þeir hafa að segja, sem þora að segja annað en það, sem fellur að flokkslínunni, kemur heldur ógeðfelld mynd í ljós. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að ýmsir erfiðleikar verða á vegi almennings í Ráðstjórnar- ríkjunum við að afla sér nauð- þurfta. Ein afleiðing óstjórnar í efnahagsmálum er, að skortur er á neysluvöru af mörgu tæi, og til að afla hennar þarf fólk að standa oft og lengi í biðröðum. Þessir erfið- leikar margfaldast fyrir fatlaða. Júrí Kiselev segir í opnu bréfi til Domna Komarova, sem þá var fé- lagsmáiaráðherra í ráðstjórnar- ríkinu Rússlandi: „Brátt munu fatlaðir í Moskvuborg skríða upp stigana í opinberum stofnunum til að fá skömmtunarseðla. Þeir geta einfaldlega ekki staðið og barizt fyrir sínum stað í biðröðum til að fá kartöflur, að ekki sé talað um kjöt, eins og gerðist fyrir áramót- in 1979.“ Það er ekkert gamanmál að vera fatlaður við efnahagsað- stæður að þessu tæi. Júrí Kiselev og Valeri Fefelov hafa lagt áherzlu á það báðir, að bæta þyrfti fjárhagsaðstoð við fatlaða til að gera þeim kleift að lifa mannsæm- andi lífi. En það er víðar pottur brotinn. í sovézka heilbrigðiskerfinu er þörf- um fatlaðra lítt sinnt. Meðlimir samstarfshópsins bera fram þung- ar ásakanir á það, sérstaklega vegna þess að starfsfólkið sé ekki þjálfað til né taki tillit til fatlaðra. Fæzulla Kúsænov segir: „í flestum tilfellum þurfa sjúklingarnir sjálfir að útvega sér mikilvægustu lyf, umbúðir, plástra, gifs o.s.frv. Og hafi sjúklingarnir engan til að útvega þetta fyrir sig? Á mörgum spítölum fara sjúklingarnir ekki í bað, svo mánuðum skiptir — eng- inn vill skipta sér af fötluðu fólki." Þetta er ekki allt. Helsinki-hópur- inn í Moskvu, og nefnd fatlaðra andófsmanna hafa birt upplýs- ingar um fjöldamarga aðra hluti, sem fatlaðir þurfa að búa við í Ráðstjórnarríkjunum. Þeir mæta sérstökum erfiðleikum á mennta- stofnunum, við að fá vinnu, með- ferð fatlaðra á stofnunum er ekki sem skyldi, og mikill skortur er á endurhæfingarstöðvum. Réttindi fatlaðra fanga hafa verið þver- brotin og þeirra pólitískra fanga, sem eru fatlaðir. Það, sem þeim finnst þó gremjulegast er, að að- stoð ríkisins við þá ræðst ekki af eðli fötlunarinnar heldur af póli- tískum verðleikum eða stöðu í samfélaginu. Þeir, sem eru fatlað- ir af völdum seinni heimsstyrjald- arinnar, njóta forréttinda. Það er eins og við má búast, að meðlimir í þessari andófsnefnd fatlaðra hafa ekki fengið að vera í friði fyrir leynilögreglunni KGB. Raunar leggur félagsmálaráðu- neytið leynilögreglunni lið við að reyna að kúga þennan hóp til að þegja. Við það eru notaðar ýmsar aðferðir. Símar eru teknir úr sam- bandi, logið er á einstaklinga ávirðingum, sumir barðir og hótað með fangelsi eða geðveikrahæli. En allt kemur fyrir ekki. Þeir starfa áfram ótrauðir. Ein ályktun, sem menn freistast eflaust til að draga af þessum upplýsingum frá fötluðu andófs- mönnunum er, að allir þeir, sem eru lamaðir og fatlaðir i Ráð- stjórnarríkjunum, lifi við sult- arkjör og sæti stöðugri kúgun. Sú ályktun er ekki rétt. Sumir þeirra sem fatlaðir eru, lifa við ágæt kjör, en ýmislegt sem kemur fram í máli Kiselevs, Fefelovs og Kús- ænovs sýnir, svo ekki verður um villzt, að sá hópur er ekki stór, og hinn miklu stærri, sem býr við mjög erfið kjör. Það nægir til að sýna, að hin opinbera trúarsetning ríkisins, að allir þeir sem eru lam- aðir og fatlaðir, lifi góðu lífi og séð sé fyrir öllum frumþörfum þeirra, er röng. En aðalatriðið er hins vegar það, að ef einhver úr þessum hópi gerir ágreining við stjórnvöld um mikilvæg atriði, þá getur hann átt von á hverju sem er. Það er því merkingarlaust að tala um félags- legt öryggi í Ráðstjórnarríkjun- um. Það er ekki til þar, vegna þess að frumskilyrði þess skortir: að vald ríkisins takmarkist af rétt- indum þegnanna í reynd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.