Morgunblaðið - 13.03.1982, Page 24

Morgunblaðið - 13.03.1982, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 Útgefandi itlilnb tt» hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, stmi 10100. Auglýsingar: Aö- - alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 7 kr. eintakiö. Síðbúinn boðskapur, sem segir ekkert Iðnaðarráðherra lagði fram, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, tillögu til þingsályktunar um virkjunarframkvæmdir og orkunýtingu, 11. des- ember á sl. ári. Síðan líða vikur og mánuðir og það er fyrst 11. marz sl. sem hann mælir fyrir tillögunni. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem þing og þjóð beið framsögu ráðherra í þessum þýðingarmesta málaflokki líðandi stundar; hvern veg skuli staðið að næstu stórvirkjunum og hvern veg arðsemi þeirra og framtíðaratvinnuöryggi verði treyst með nýjum orkuiðnaði. Ræða ráðherra olli afgerandi vonbrigðum. Hún spannaði að vísu fjölþættar upplýsingar um virkjunarrannsóknir og orkunýtingarmöguleika, viðræður og nefndastörf, sem þingmenn höfðu þegar á borðum sínum, og höfðu lengi haft, sem og allir þeir, er fylgst hafa með þessum málaflokki. Hinsvegar skorti allt það í ræðu ráðherra, sem og þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar, sem eftir var beðið. Ráðherra var ekki að kunngjöra þingi og þjóð að ákvörðun hefði verið tekin um næsta stóra virkjunarkost, Blönduvirkjun, Sultartangavirkjun eða Fljótsdalsvirj- un. Hann var ekki að kunngera ákveðin skref í orkuiðnaði, þ.e. hvern veg orkumarkaður skuli tryggður fyrir hinar nýju stórvirkjanir. Raforkuframleiðsla landsins, að aflokinni Hrauneyjafossvirkjun, nægir til að fullnægja eftirspurn almenns iðnaðar, heimilisnota og þeirrar stór- iðju, sem fyrir er í landinu, jafnvel til loka þessa áratugar. Allt tal um stórátök í íslenzkum orkubúskap, nýjar stórvirkjanir, er út í hött, ef ekki er jafnframt tryggður markaður fyrir þær, nýr orkuiðnaður, sem jafnframt eykur á fjölbreyttni atvinnutækifæra og skýtur nýjum stoðum undir lífs- kjör í landinu. A sviði orkumarkaðar hefur orkuráðherra brugðizt jafnvel enn rækilegar en í öðrum þáttum orkubúskapar okkar. Ræða ráðherra vakti vissulega athygli. Ekki fyrir það, hvað í henni fólst, heldur hitt, sem í hana skorti. Hann er maður hinna mörgu orða, það sannaðist enn og aftur. Ákvarðanir og athafnir virðast honum hinsvegar lítt að skapi. Réttaröryggi á sviði skattamála Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks, Matthías Á Mathiesen, Geir Hall- grímsson og Halldór Blöndal, hafa lagt fram frumvarp til stjórnskip- unarlaga, sem leggur bann við afturvirkri skattheimtu. Frumvarpið felur í sér, ef samþykkt verður, að hvorki megi setja íþyngjandi reglur um skatta á tekjur eða eignir liðins árs né afturvirkar og íþyngjandi reglur um breytta eða nýja skattstofna. Tilgangur frumvarpsins er að auka réttarör- yggi á sviði skattamála og setja sem gleggstar skorður við afturvirkni skatta. Afturvirkni skatta, sem dæmi eru um, hafa valdið skattþegum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum, verulegum erfiðleikum, ekki sízt þegar gerðar hafa verið ráðstafanir um fjármál í réttmætu trausti á gildandi skattalög. Eins og allt er í pottinn búið með skattheimtu stjórnvalda hin síðari árin er knýjandi að auka á réttaröryggi einstaklinga og fyrirtækja á sviði skattamála. Þetta frumvarp er því tímabært. Vonandi fær það góðan byr í gegnum þingið. Auglýst eftir lánsfjáráætlun Lánsfjárlög og lánsfjáráætlun ber að afgreiða samhliða fjárlögum. Það fórst fyrir, eins og fleira, hjá núverandi ríkisstjórn. Samið var við stjórnarandstöðu um þetta mál og frestur til afgreiðslu framlengdur til 28. janúar sl. Enn bólar hinsvegar ekkert á þessum málum frá viðkomandi þingnefnd, þótt 28. janúar sé löngu liðinn — og raunar liðið nokkuð á þriðja mánuð þess árs, er lánsfjáráætlunin á að gilda yfir. „Ég satt að segja botna ekkert í því af hverju fjárhags- og viðskiptanefnd hefur þurft að taka sér svona gríðarlega langan tíma til að ræða lánsfjár- áætlunina," segir Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, í viðtali við Mbl. í gær — og þykist koma af fjöllum. Hér gerizt hann og svo „stórmannlegur" að varpa sökinni yfir á þingnefnd, sem lýtur forystu Halldórs Ásgrímsson- ar, sem síður en svo hefur orð á sér fyrir sleifarlag í vinnubrögðum. Enda mun upplýsingavöntun. m.a. frá fjármálaráðherra, vera meginorsök drátt- arins á afgreiðslu málsins — og ekki eru menn grunlausir um, að skiptar skoðanir í stjórnarliðinu um lánastefnuna komi og við sögu. Nýlega undirritaði fjármálaráðherra stórlán, 720 m.kr., í Lundúnum, auðvitað afborgunarlaust fyrstu árin, til að vera þeirri stjórnarstefnu trúr, að velta greiðsluvandanum yfir á framtíðina. Þetta lán hefur ekki verið hægt að hefja vegna þess að til þess skortir heimild, þar eð lánsfjárlög og lánsfjáráætlun er óafgreidd. Það er margt sem vanda veldur hjá samstarfsaðilum í ríkisstjórn þessa dagana. Ekkert fast land er undir fótum varðandi ákvarðanir í orkumálum, hvorki virkjunarkosti né orkuiðnað. Stjórnarliðið hefur gagnstæðar skoð- anir á því, hvort og hvernig eigi að taka á Blönduvirkjun. Allt virðist upp í loft á stjórnarheimilinu varðandi Helguvíkurmál, flugstöð og flugskýli á Keflavíkurflugvelli. Eitthvað virðast og skiptar skoðanir um flugtækni samgönguráðherra, svo ekki sé meira sagt, í hans málaflokkum. Og loks liggur við að auglýsa þurfi eftir lánsfjárlögum og lánsfjáráætlun ríkis- stjórnarinnar. Það er stand á Goddastöðum, segir gamall orðskviður. Forystugreinar og Ríkisútvarpið Á vegum fréttastofu út- varpsins eru forystugreinar dagblaðanna styttar til lest- urs í morgunútvarpi. Sam- kvæmt upplýsingum, sem fram komu í svari Ingvars Gíslasonar, menntamálaráð- herra, við fyrirspurn frá Vilmundi Gylfasyni á Alþingi 17. nóvember sl. kostaði það í október sl. 8.422 kr. á mánuði að stytta forystugreinar dag- blaðanna. Frá 1. október 1981 var sú tillhögun ákveðin af útvarpsráði, að forystugrein- ar dagblaðanna skuli berast útvarpinu fyrir klukkan 17 og skal þá útdráttur úr þeim ekki vera lengri en ca. ein og hálf mínúta í lestri. Þeir rit- stjórar, sem sjálfir stytta for- ystugreinar sínar, þurfa ekki að skila þeim fyrr en fyrir kl. 20, I tilefni af þessari ákvörðun útvarpsráðs sendi Morgunblaðið útvarpinu bréf hinn 7. október 1981. Þar seg- ir; „Lestur leiðara í útvarp var ekki hafinn að ósk Morg- unblaðsins, heldur sam- kvæmt ákvörðun útvarpsráðs á sínum tíma. Leiðarar Morg- unblaðsins eru skrifaðir til birtingar í blaðinu fyrir les- endur þess, en ekki til upp- lestrar í útvarpi. Morgun- blaðið getur ekki miðað skrif leiðara sinna við þann tíma sem hentar Ríkisútvarpinu. Ef lestri leiðara er haldið áfram vill Morgunblaðið því benda Ríkisútvarpinu á að lesa leiðara blaðsins daginn eftir, enda komi það skýrt fram að svo sé, og komi þetta fyrirkomulag til fram- kvæmda nú þegar." Sunnudaginn 7. mars sl. gerðist það, að í útvarpi var lesinn útdráttur úr forystu- grein Morgunblaðsins, sem út kom þann dag. Nýr útdráttur úr sömu forystugrein var les- inn í útvarpi þriðjudaginn 9. mars. Hins vegar var forystu- grein blaðsins, sem birtist laugardaginn 6. mars aldrei lesin í útvarp. Tveir frétta- menn útvarpsins sömdu út- drættina. Lesendum blaðsins til fróðleiks er umrædd for- ystugrein birt hér í heild ásamt mati fréttamannanna á því, hvernig hún skyldi kynnt á öldum ljósvakans. Morgunblaðið lætur lesend- um sínum eftir að leggja dóm á túlkanir fréttamanna út- varpsins, en eitt er víst: af- staða blaðsins til þessa við- kvæma alþjóðamáls kom ekki fram í Ríkisútvarpinu, hvorki sunnudaginn 7. mars né þriðjudaginn 9. mars — og óvíst er hvort hún kemst nokkurn tíma til skila á þeim vettvangi, þrátt fyrir að hún sé afdráttarlaus í forystu- grein blaðsins. Útdráttur lesinn 7. mars eftir Hall- grím Thorsteinsson Morgunblaöið segir meðal ann- ars í forystugrein: Undanfarna mánuði hefur verið háð tvíþætt stríð um smáríkið E1 Salvador. Annars vegar um völdin í landinu. Hins vegar áróðursstríð á al- þjóðavettvangi. í áróðursstríðinu eru Bandaríkin og Sovétríkin helstu þátttakendur. Bandaríkja- stjórn styður stjórnina í E1 Salva- dor opinberlega og þar eru 55 bandarískir hernaðarráðgjafar. Sovétstjórnin kýs þær aðferðir, sem henni eru kærastar í öllum löndum öðrum en Afganistan og Austur-Evrópu: Hún leitast við að dylja hernaðarlegan stuðning sinn við öfgamenn til vinstri, kommúnista og aðra. Allir frjáls- huga menn hljóta að vona, að lýð- ræðissinnaðir vestrænir jafnað- armannaflokkar tapi ekki áttum í þessum átökum, því að þeir hafa til þessa verið í fylkingarbrjósti þeirra, sem staðið hafa vörð um frið og frelsi á Vesturlöndum. Fyrir réttri viku flutti Jóhannes Páll páfi annar ræðu á Péturs- torginu í Róm og tók undir eftir- farandi áskorun biskupanna í E1 Salvador vegna borgarastríðsins: „Við teljum að deilan, sem á sér innlendar orsakir, hafi verið færð yfir á alþjóðavettvang, þannig að það sé ekki lengur á valdi E1 Salvador-manna sjálfra að leysa deiluna. Staðreynd er að stórveld- in leggja sitt af mörkum til að viðhalda ágreiningnum." Páfi tók einnig undir hvatningu biskup- anna að sem flestir tækju þátt í kosningunum eftir þrjár vikuf. Þetta er alvarleg áminning til allra þeirra, sem telja sér það til dæmis til pólitísks framdráttar í heimalöndum sínum að hampa borgarastríðinu í E1 Salvador. Þetta var úr forystugrein Morg- unblaðsins. Útdráttur lesinn 9. mars eftir Einar Örn Stefánsson MORGUNBLAÐIÐ segir meðal annars í forystugrein í fyrradag: Undanfarna mánuði hefur verið háð tvíþætt stríð um smáríkið E1 Salvador í Mið-Ameríku. Annars vegar borgarastríð um völdin í landinu. Hins vegar áróðursstríð á alþjóðavettvangi. í áróðurs- stríðinu eru Bandaríkin og Sov- étríkin helstu þátttakendur. Bandaríkjastjórn styður ríkis- stjórnina í EI Salvador opinber- lega og þar eru 55 bandarískir hernaðarráðgjafar. Sovétstjórn- in kýs þær aðferðir, sem henni eru kærastar, í öllum löndum öðrum en Afganistan og Aust- ur-Evrópuríkjunum: hún leitast við að dylja hernaðarlegan stuðning sinn við öfgamenn til vinstri, kommúnista og aðra. Ýmsir þeir, er hafna alræðis- stjórnarfari Sovétmanna, vilja hlut vinstri skæruliða í E1 Salva- dor sem mestan. Til dæmis hefur alþjóðahreyfing jafnaðarmanna gengið mjög langt í stuðnings- yfirlýsingum við vinstri skæru- liða og heldur í raun með þeim aðila í E1 Salvador, er berst við stjórnarherinn. Allir frjálshuga menn hljóta að vona að lýðræð- issinnaðir, vestrænir jafnaðar- mannaflokkar tapi ekki áttum í þessum átökum. Kaþólska kirkj- an hefur verið á mörkum þess að teljast liðsmaður vinstri sinn- aðra stjórnarandstæðinga í E1 Salvador. Borgarastríð í E1 Salvador verður ekki til lykta leitt i átökum milli stjórnmála- manna á Islandi eða annars staðar, þar sem lýðræði ríkir og borgararnir hafa rétt til að láta skoðanir sínar í ljós. — Þetta var úr forystugrein Morgun- blaðsins í fyrradag. 24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7 MARZ 1982 Utgefandi hf Arvakur, Reykjavfk. Framk væmdastiori Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson Fulltruar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson. Björn Johannsson Frettastiorar Freysteinn Jóhannsson. Magnus Finnsson. Sigtryggur Sigtryggsson Auglysmgastjóri Baldvin Jónsson Ritst|orn og skrifstofur Aðalstraeti 6, simi 10100 Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480 Afgreiósla: Skeifunni 19, simi 83033 Askrift- argjald 110 kr á manuói -nnanlands ( lausasölu 7 kr eintakió Salvador, þar sitja vinir Sov- étríkjanna og Kúbu á valda- stólum og verja fé or kröftum til aö koma á fót ofluRasta her i Mið-Ameríku. Kf litið er til stöðunnar á alþjoðavettvanRÍ, er raunar of einfalt að draga mörkin ein- vorðunRu á milli Bandaríkja- manna ojj Sovétmanna. Ymsir þeir, er hafna alræðsisstjórn- arfari Sovétmanna, vilja hlut vinstri skæruliða í Kl Salvador sem mestan. Til dæmis hefur alþjóðahreyfinR jafnaðar- manna Rentfið mjö« langt í stuðninjfsyfirlýsingum við vinstri skæruliða or heldur í raun með þeim aðila í Kl Undanfarna mánuði hefur verið háð tvíþætt strið um smáríkið Kl Salvador í Mið-Ameríku Annars ve^ar Ujruarastrið um voldin í land- inu llins vejfar áróðursstríd á alþjí'jðavettvangi. I borgarastríðinu takast á þrir aðilar: Ofgamenn til hæjtri, fulltrúar jfomlu land- eigendanna, sem farið hafa með oll vold í landinu með stuðningi ólíkra fvlkinga í hernum Kíkisstjórnin, sem u|»iihaflega var mynduð sem miðjuafl, en færst hefur yfir á hæj»ri vænjíinn vejjna þess að hinir vinstri sinnuðu hafa kos- ið vopnin i stað ráðherrastóla Ofjíamenn til vinstri, sem stofnaö hafa skæruliðasveitir ojí herja á stjórnarhermenn. í ároðursstríðinu á alþjóða- vettvanjfi eru Handaríkin ojí Sovétríkin helstu þátttakend- ur. Handaríkjastjórn styður ríkisstjórnina í Kl Salvador Tvíþætt stríð um É1 Salvador ojtinberleKa oj{ þar eru 55 handarískir hemaðarráðjyaf ar. Sovétstjórnin kýs þær að- ferðir, sem henni eru kærast- ar, í öllum löndum öðrum en Afganistan og Austur-Kvr- ópuríkjunum: hún leitast við að dylja hernaðarlej;an stuðn- inj{ sinn við ofgamenn til vinstri, kommúnista og aðra. Sovétmenn oj{ Kúbumenn þræta ekki lengur fyrir það, að kúbanskir hermenn berjist með „þj(>ðfrelsisöflum“ i Afr- iku. Hins vejjar láta þessir somu aðilar svo, sem hendur þeirra séu hreinar af blóðbað- inu í Kl Salvador ojí sömu sögu er að sejya um ráðamenn i Nicarajíua, nágrannariki K1 Salvador, er berst við stjórn- arherinn. Má lesa þann stuðn- ing út úr ýmsum yfirlýsinj?um alþýðuflokksmanna hér á landi ok þeim hefur tekiat í þessu máli að vera á undan Alþýðubandalajíinu meö yfir- lýsinjíu, sem það hefði gjarnan viljað hafa forgongu um. Má líklejfa rekja viðhorf jafnað- armanna til þessa máls til þeirrar miklu atlogu. sem alls kyns vinstri sinnar gera nú að flokkum þeirra víða um lönd, atloj;u, sem einkennist mjöj; af almennt neikvæðu viðhorfi til Handaríkjanna. Allir frjáls- huga menn hljóta að vona að lýðræðissinnaðir, vestrænir jafnaðarmannaflokkar tapi ekki áttum í þessum átökum, því að þeir hafa til þessa verið í fylkinjíarbrjósti þeirra, sem staðið hafa vörð um frið .og frelsi á Vesturlöndum. Enjjum lýðræðislenum stjórnmála- flokki íslenskum er unnt að óska þess, að hann lendi í jafn miklum ogongum i oryggis- og sjálfstæðismálum or Alþýðu- bandalajíið Kaþolska kirkjan hefur orð- ið leiksoppur í borjtarastriðinu í El Salvador. Kirkjunnar þjónar, biskupar, nunnur o« prestar, hafa fallið fyrir vopn- um launmorðinjoa oj» orðið að þola hin verstu örlöj(. Kaþ- ólska kirkjan hefur verið á morkum þess að teljast liðs- maður vinstri sinnaðra stjórn- arandstæðinRa í El Salvador. Við mat í því efni skiptir miklu, hvaða afstoðu menn hafa til kosninjtanna til stjórnlaj(aþinj<s, sem fram eij»a að fara í El Salvador 28. mars næstkomandi. Vinstri menn í El Salvador sej»ja þess- ar kosninjjar marklausar og vilja að sem fæstir kjósendur láti álit sitt í Ijós, stjórn- arskráin, sem hið nýja þinjg á að semja, verði aðeins enn eitt plagj'ið til að trygjya völd hers, landeijjenda oj( yfirstétt- ar. Ymislej(t bendir til þess, að þessi aðför vinstri manna að kosninjíunum njóti ekki al- mennra vinsælda í El Salv- ador, almenningur flykkist ekki til stuðninKS við skæru liða oj/ bændur eru alls ekki alfarið andvíj;ir áætlun ríkis- stjórnarinnar um skiptinjtu landareigna gósseigenda Fyrir réttri viku flutti Jó- hannes Páll páfi II ræðu á Péturstorginu í Róm oj; tók undir þessa áskorun biskup- anna í El Salvador vej»na borgarastriðsins: „Við teljum að deilan. sem á sér innlendar orsakir, hafi verið færð yfir á alþjóðavettvanj;, þannij; að það sé ekki lenjjur á valdi Kl Salvador-manna sjálfra að leysa deiluna. Staðreynd er að stórveldin lej»jya sitt af mörk- um til að viðhalda á«reininj;n- um.“ Páfi tók einnij; undir hvatnmjíu biskupanna um að sem flestir tækju þátt i kosn- injjunum eftir þrjár vikur. Orð páfa ok biskupanna í El Salv- ador verða ekki skilin á annan vck en þann, en þeir telji áróð- ursstríðið á alþjóðavettvanKÍ spilla fyrir friði í Kl Salvador. Þetta er alvarle^ árninninK til allra þeirra, sem telja sér það til dæmis til pólitísks fram- dráttar I heimalondum sínum að hampa borKarastríðinu í El Salvador. Hér á þessum stað hefur áður verið spurt af því tilefni: llvar er umhyKKja þessara manna fyrir íbúunum í Kl Salvador? „Vopnin koma frá útlondum en hinir dauðu eru allir af okkar þjóö,“ hafði páfi eftir Rivera I. Damas, biskupi i hofuðborj/inni San Salvador. BorKarastríðið í El Salvador verður ekki til lykta leitt í átökum milli stjórnmála- manna á íslandi eða annars staðar, þar sem lýðræði ríkir ok borgararnir hafá rétt til að lála skoðanir sínar i Ijós. í þessum orðum felst alls ekki krafa um að menn láti af um- ræðum um stríðið í El Salv- ador, hins ve^ar skulum við taka undir með Jóhannesi Páli páfa II ok biskupunum í El Salvador og biðja þess, að þjóðinni sjálfri takist að leiða deilur sínar til friðsamleKra lykta með frelsi til orðs ok æð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.