Morgunblaðið - 13.03.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982
25
Rangá að lesta á Spáni fyrir nokkrum dögum, áður en skipið lagði upp { sína fyrstu för, en eins og sjá má er merki
Hafskips á skipinu og nafn.
Spsnskum skipverja af Rangá bjargað á land úr skipinu á strandstað við Counenoole-flóa á frlandi.
Spænskt skip undir íslenzkum
fána á vegum Hafskips:
Hrakti vélarvana
, upp í hamra
írlandsstrandar
Fimmtán manna spænskri skipshöfn
bjargað af landi og úr lofti
FIMMTÁN manna áhöfn, á nýsmíðuðu vöruflutningaskipi,
sem Hafskip var að fá til landsins á kaupleigusamningi, var
bjargað í land við illan leik þegar skipið strandaði við vestur-
strönd Irlands í gærmorgun ,í illviðri sem gekk yfir á þeim
slóðum. Var sjómönnunum, sem allir voru spænskir, bjargað
af þyrlum og í björgunarstólum í línu sem skotið var út í
skipið á strandstað. Foráttubrim var á strandstað í gær og var
skipið þegar byrjað að liðast í
Aðdragandi slyssins var sá,
að bilun varð í skipinu þegar
það var á leið með vestur-
strönd Irlands og leitaði skip-
stjórinn vars til þess að fram-
kvæma viðgerð á vél. Var skip-
inu siglt í skjól og ankerum
varpað, en skyndilega breytti
um vindátt og sjó ýfði snar-
lega. Réðu skipverjar ekki
neitt við neitt og skipið rak
upp í klettaströnd þar sem það
steytti á skerjum. Björgun-
arsveitir brugðu skjótt við, og
var 8 skipverjum bjargað um
borð í þyrlur, en sjö voru
dregnir í land í björgunarlínu
og voru nokkrir þeirra sjó-
sundur.
dregnir í brimgarðinum við
ströndina. Enginn slasaðist al-
varlega.
Skipið er í eigu spænska
skipasmíðafélagsins, sem
jafnframt er útgerðarfyrir-
tæki og rekur margs konar
starfsemi tengda siglingum á
sjó. Það var leigt til Hafskips
á svokölluðum kaupleigu-
samningi, en skipið er metið á
um 6 millj. dollara. Hafskip
hafði ráðgert að fá reynslu á
skipið áður en gengið yrði end-
anlega frá kaupsamningum,
að sögn Ragnars Kjartansson-
ar forstjóra.
Iscargo hefur enn
flugrekstrarleyfi
og starfar áfram
— segir Kristinn Finnbogason og segir ad sölu-
verðið á eignunum til Arnarflugs sé eðlilegt
VEGNA misskilnings, sem ég
hefi orðið var við langar mig að
taka fram að hlutafélagið íscargo
er enn við lýði, hefur enn flug-
rekstrarleyfi og mun starfa áfram
þrátt fyrir að það hafl skilað til
samgönguráðuneytisins leyfum
sem það hafði til reglubundins
flugs með farþega og vörur til
Ilollands og vörur til Englands og
Danmerkur, því eftir sem áður
hefur íscargo leyfl til að stunda
óreglubundið flug, sagði Kristinn
Finnbogason framkvæmdastjóri
íscargo í samtali við Mbl. í gær.
Kristinn Finnbogason sagði
að íscargo ætti DC-6 vöruflutn-
ingavél, sem yrði notuð til að
sinna óreglubundnu fraktflugi,
sem hann vonaðist til að gæti
hafist innan mánaðar. Myndi
íscargo opna nýja skrifstofu að
Lindargötu 14 kringum 20.
mars nk. Starfsfólki yrði fækk-
að nokkuð, en nokkrir myndu
áfram starfa á skrifstofu svo og
flugmenn. — Okkur stendur t.d.
til boða að hefja aftur flug til
írans þegar stríðinu milli írans
og Iraks lýkur, en þar höfðum
við mikil verkefni. En þar sem
erfiðleikar steðjuðu að fyrir-
tækinu ákvað stjórnin að gera
þessar breytingar og nú mun-
um við snúa okkur að því að
byggja reksturinn upp á ný.
Fjármagnskostnaður DC-6 vél-
arinnar er lítill og með minni
fjármagnskostnaði og lítilli yf-
irbyggingu höfum við fullan
hug á að starfa áfram, sagði
Kristinn ennfremur.
Betri en aðrar vélar
— Einnig langar mig að
svara því sem Flugleiðamenn
hafa haldið fram varðandi sölu-
verð á Lockheed Electra flugvél
okkar og öðrum eignum er seld-
ar voru Arnarflugi, að það sé of
hátt, sagði Kristinn. — Talað er
um að nú séu fjölmargar slíkar
vélar til sölu og markaðsverð
þeirra sé á bilinu 700.000 til
1.900.000 dalir. Okkar vél var
seld fyrir 2.350.000 dali, sem er
sama verð og Perúmenn gátu
keypt vélina á, en urðu að
hætta við þar sem þeir fengu
ekki lánafyrirgreiðslu. Vélin
kostar þetta einfaldlega af því
að hún er betri en aðrar vélar
af þessari tegund.
Flugvélin var nánast endur-
byggð um það leyti sem Iscargo
keypti hana. Vængir eru nýir,
allar skrúfur eru nýjar, en hver
þeirra kostar kringum 80 þús-
und dali og þeir vélarhlutar
sem háðir eru flugtíma eru lítið
notaðir, enda var heildarflug-
tími vélarinnar ekki mikill þeg-
ar við keyptum hana. Arnar-
flug keypti einnig varahluti
sem kostuðu 200 til 300 þúsund
dali, tæki og verkfæri á verk-
stæði, lestunar- og losunarbún-
að, lyftur og pallabúnað, gang-
setningarbúnað, bíl og húseign-
ir.
Mér finnst því undarlegt að
heyra það frá Flugleiða-
mönnum að flugvélar séu metn-
ar of hátt. Þeir meta eigin
flugvélakost hátt og sem dæmi
um það má nefna að DC-8 þotur
þeirra þrjár eru metnar á 10,2,
10,6 og 13 milljónir dala, eldri
Boeing 727 þoturnar á 2,3 og 4,6
millj. dala og sú nýjasta á 15,6
millj. dala. Eg fullyrði að DC-8
þoturnar myndu ekki seljast á
meira en 6 til 6,5 millj. dala,
gömlu Boeing þoturnar á um 2
millj. dala og sú nýja á 9,5
millj. dala. Mér finnst eðlilegt
þegar flugvélar eru metnar að á
þær sé horft með sömu gleraug-
unum, sagði Kristinn Finn-
bogason.
Stöndum við skuldbindingar
í stjórn íscargo eru auk
Kristins, Árni Guðjónsson, sem
er formaður, Jóhann Lyngdal,
Lárus Gunnarsson, Reidar
Kolsöe, Ljótur Ingason, Björg-
vin Árnason og Sigurður Gísla-
son. — Meginþorri þeirra eru
starfsmenn og þetta eru
stærstu hluthafarnir, sagði
Kristinn. — Enginn á þó veru-
legan meirihluta og ég fullyrði
að við höfum ekki tekið að
okkur meiri skuldbindingar en
við höfum getað staðið við,
enda hefur íscargo alltaf staðið
á eigin fótum, tekið áhættu,
menn gengið persónulega í
ábyrgð fyrir skuldbindingum
og við höfum ekki ríkið eða
aðra sjóði til að styðja okkur,
sagði Kristinn Finnbogason að
lokum.
Tollafgreiðslu-
gjaldið veldur
töfum í af-
greiðslu
Tollafgreiðslugjald ríkisstjórn-
arinnar, 1%, sem samþykkt var á
Alþingi fyrir skömmu veldur töf-
um á tollafgreiðslu á Tollstjóra-
skrifstofunni. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins hafa toll-
afgreiðslur taflzt um allt að eina
viku vegna þess hve útreikningur
og framkvæmd gjaldsins eru flók-
in.
Morgunblaðið ræddi í gær við
Karl F. Garðarsson, skrifstofu-
stjóra Tollstjóraskrifstofunnar
og sagði hann það rétt vera að
framkvæmd gjaldsins væri
mjög tafsöm og flókin og ætti
að halda sama afgreiðsluhraða
og verið hafi, þyrfti að auka
starfslið skrifstofunnar frá því
sem nú er. Karl sagði að ekki
hefði verið óskað eftir neinum
breytingum á þessari fram-
kvæmd gjaldsins, hún væri
bundin í lögum og reglugerð og
það væri val stjórnvalda, hvert
þjónustustig þeir vildu halda á
skrifstofu tollstjóra.
Karl F. Garðarsson kvað
breytingar á framkvæmd
gjaldsins hugsanlega geta
orsakað tekjutap ríkissjóðs.
Hann kvað tollstjóraskrifstof-
una í raun ekki hafa neina sér-
staka skoðun á lögunum og því
sem að baki lægi, hún væri ein-
ungis framkvæmdaaðili, sem
færi að lögum og reglum, sem
settar væru. Hitt væri stjórn-
valda að ákveða, hvort það sætti
sig við, á hvern hátt gjaldið
framkvæmdist.