Morgunblaðið - 13.03.1982, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982
33
verzlanir, sem eru í VI en ekki í
Kaupmannasamtökunum, eru
samningslausar gagnvart
starfsfólki sínu.
2.1 samningsdrögum VSÍ og KÍ er
gert ráð fyrir að verzlanir geti
ekki gengið í VSÍ beint, heldur
aðeins í gegnum samtök.
Kaupmannasamtökin hafa ekki
gengið frá samningi við VSÍ þegar
þetta er ritað, en viðræður standa
yfir. í þeim viðræðum leggjum við
höfuðáherzlu á að KÍ eru samtök
smásölu í einkaeign í landinu og
ekkert annað.
Að þessari einföldun í félagsað-
ildarkerfi félagssamtaka verzlun-
arinnar er tvimælalaust mikill
hagur fyrir félagasamtökin öll og
þá um leið fyrir hvern einstakling
innan vébanda félaganna. Alltof
lengi hefur það verið svo að
verkaskipting milli félaganna hef-
ur ekki verið nægilega skýr og
hver farið ofan í annars för, verið
að bjástra við sama hlutinn, —
með misjöfnum árangri.
Með þeirri skipan mála sem nú
á að taka upp verður verkefnask-
ipting milli félaganna miklu
gleggri, og raunar alveg afmörkuð.
I framhaldi af þessu er svo sam-
eiginleg nefnd KÍ og VR að kanna
aðild fyrirtækja og launþega að
samtökúm þeim sem þeim ber að
vera í, og greiðslur til þeirra. Nú
þegar hefur verið gerð athugun í
þessu tilliti varðandi verzlanir á
Laugavegi, og var niðurstaða at-
hugunarinnar mjög athyglisverð.
Ég vil árétta og undirstrika það að
það verður tekið á þessu máli af
fullri hörku.
Árangur af starfi KÍ
— Hvern telur þú árangurinn af
starfi Kaupmannasamtakanna á
undanlornum misserum?
— Kaupmannasamtök íslands
eru landssamtök smásölunnar.
Starfsemi þeirra hefur eflzt mjög
á undanförnum árum. Kaup-
mannafélög hafa verið stofnuð
víðsvegar um landið og einnig
sérgreinafélög hér í Reykjavík og
eru nú yfir 20 kaupmannafélög í
samtökunum. Framkvæmdastjórn
samtakanna er skipuð fimm
mönnum og heldur hún fundi
vikulega allt árið. í fulltrúaráði
samtakanna eru haldnir fundir
eftir þörfum og þar eru allar
stærri ákvarðanir teknar.
Starfsemi Kaupmannasamtak-
anna er fyrst og fremst varnar-
barátta. Þau sjá um eftir mætti að
á stéttina sé ekki hallað. Ginstaka
sinnum vinnst þó sigur í einstök-
um baráttumálum eins og t.d. þeg-
ar náðist fram eftir margra ára
þref að verzlanir fengju að hækka
vörubirgðir sínar til samræmis við
markaðsverð.
Þú spyrð hver árangurinn sé af )
starfsemi Kaupmannasamtak-
anna. Ég vil bara spyrja á móti
hvernig kaupmannastéttin stæði
og hvernig væri komið fyrir hinni
frjálsu verzlun ef Kaupmannas-
amtaka Islands hefði ekki notið
við, síðustu áratugi. Ég ætla ekki
að færa í tölur þann ávinning sem
kaupmannastéttinni hefur hlotn-
ast vegna starfsemi Kaupmannas-
amtakanna. En ég vil nota tækif-
ærið og láta það einnig koma fram
að alltof margir kaupmenn standa
utan við samtökin og fleyta rjóm-
ann árgjaldalaust af því sem unn-
ið er fyrir þá. Þetta framferði
veikir stéttina og er raunar for-
kastanlegt.
Það er lítilmannlegt að láta
aðra borga fyrir sig herkostnað-
inn, og eins og ég sagði áðan verð-
ur nú gerð gangskör að því að leið-
rétta þessi mál, bæði hvað laun-
þega og atvinnurekendur snertir.
Opnunartímamálid
— Mikið var deilt á síðasta ári um
opnunartímamálið svokallaða. Hvað
hygRjast Kaupmannasamtökin gera
til að koma í Veg fyrir slíka misklíð á
nýjan leik?
— Kaupmannasamtökin vilja
valtíma fyrir verzlanir á laugar-
dögum. P’undir hafa verið haldnir
með Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur um málið og er von
til þess að samkomulag takist.
Vegna kjarasamningsins verður
VR að samþykkja breytinguna, en
fulltrúar KI og VR skipa samn-
inganefndina. Ef sagan frá síðast-
liðnu sumri endurtekur sig í vor,
verður það þvert á móti vilja
Kaupmannasamtaka íslands.
Hús verzlunarinnar
—■ Á þessu ári flytja Kaupmannas-
amtökin í hið nýja Hús verzlunar
innar við Kringlumýrarbraut. Mun
það í einhverju breyta starfsaðstöðu
samtakanna í framtíðinni?
— Ég vona að Kaupmannasam-
tökin geti fjölgað starfsfólki sínu
á næstu árum og víkkað þannig
starfssvið sitt og aukið þjónustu
sína við félögin og félagana.
Ég tel að stefna beri að því að
starfsemi KÍ verði í svipuðum far-
vegi og hjá sambærilegum félög-
um nágrannaþjóðanna. Hvort
starfsaðstaðan batnar við tilkomu
nýja hússins, — Húss verzlunar-
innar, skal ósagt látið.
En ef unnið verður eftir sam-
þykktum Hornafjarðarráðstefn-
unnar, þá ætti að verða nokkur
hagræðing að þessu sameiginlega
húsnæði félagasamtaka verzlun-
arinnar.
Ég persónulega kem til með að
sakna hússins að Marargötu 2, þar
sem samtökin eru með aðsetur
núna. Það hús er einkar vin-
gjarnlegt og þægilegt.
Hvað er framundan?
— Hvað er framundan í starfi
samtakanna á þessu ári?
— Framundan eru mörg og
margvísleg verkefni óunnin. Fyrir
utan það að samtökin flytja vænt-
anlega í nýtt húsnæði á þessu ári,
þá er ákveðið að stofna fleiri
kaupmannafélög úti á landsbyggð-
inni. Þá er einnig til athugunar að
sameina félög og stofna stærri
svæðisfélög. Reynslan af stofnun
Kaupmannafélags Vestfjarða og
Kaupmannafélags Austfjarða er
mjög góð, en þau eru bæði svæð-
isfélög, og tel ég að athuga beri að
stofna fleiri slík félög. Þá verður
unnið að því að stofna fleiri sér-
greinafélög í þéttbýli.
Menntun starfsfólks verður
einnig á verkefnaskránni og á ég
þar t.d. við námskeiðahald.
Verðlagsmálabaráttan heldur
að sjálfsögðu áfram, en segja má
að verðlagsmál séu rædd á hverj-
um framkvæmdastjórnarfundi. Þá
má nefna kjaramál og skipu-
lagsmál, sem hvort tveggja eru
umfangsmiklir málaflokkar.
Þá er útgáfustarfsemi talsverð.
Auk þess að gefa út Verzlunartíð-
indi gefum við út fréttabréf, verð-
lista o.fl. o.fl.
— Eru Kaupmannasamtök ís-
lands aðeins félag matvörukaup-
manna?
— Félögin innan KÍ eru yfir
tuttugu talsins, eins og ég sagði
áðan. Félag matvörukaupmanna
og Félag kjötverzlana eru fjöl-
menn félög og starfa af miklum
krafti, en það gera fleiri félög
einnig. Þetta fjöruga félagsstarf í
FM og FK byggist m.a. á því að
verðlagsyfirvöld breyta verðlag-
inu á landbúnaðarvörum á þriggja
mánaða fresti og félögin verða að
gæta hagsmuna félaga sinna sem
selja þessar vörur.
Fulltrúaráðið er næst aðalfundi,
hvað vald snertir innan samtak-
anna, og það er byggt upp af tveim
fulltrúum frá hverju félagi. Þann-
ig er Félag matvörukaupmanna
jafnsterkt og minni félögin í full-
trúaráðinu. Hins vegar skal ég
glaður viðurkenna að félagsstarfið
og félagsandinn í Félagi matvöru-
kaupmanna og Félagi kjötverzl-
ana hefur alla tíð verið til fyrir-
myndar, og mættu aðrar sérgrein-
ar taka það sér til eftirbreytni.
Að lokum vil ég segja þetta.
Forystusveit Kaupmannasamtaka
íslands vinnur fyrir heildina og
snýr sér að þeim verkefnum, sem
brýnast er að leysa hverju sinni.
Það hefur aldrei komið fyrir að
ágreiningur hafi orðið í fram-
kvæmdastjórn samtakanna vegna
mismunandi afstöðu til hinna
ýmsu sérgreina verzlunarinnar,
sagði Gunnar Snorrason, formað-
ur Kaupmannasamtaka íslands,
að síðustu.
— sb.
DEILDAKEPPNIN
1981—82:
TR-sveit-
irnar höfðu yfirburði
Skák
Margeir Pétursson
Keppni í 1. deildarkeppni Skák-
sambands íslands lauk í Reykja-
vík um sídustu helgi, en fyrri hluti
mótsins var háður á Húsavík síð-
astliðið haust. Sú nýbreytni var
tekin upp á mótinu í vetur að Tafl-
félagi Keykjavíkur var heimilað að
hafa tvær jafnsterkar sveitir í
fyrstu deild. Var ætlunin með því
að auka spennuna í keppninni og
félögum í TR var skipt í tvo álíka
stóra hópa eftir búsetu þeirra á
Reykjavíkursvæðinu. Þessi ný-
breytni náði þó ekki fyllilega til-
gangi sínum því TR sveitirnar
háðu innbyrðis baráttu um efsta
sætið, sem hin liðin blönduðu sér
sáralítið í. Að lokum stóð TR,
norðvestursveit, uppi efst með 43‘A
vinning af 56 mögulegum, en TR,
suðaustursveit, varð í öðru sæti
með 40'/2 v. Þessar tvær sveitir
tefidu saman í fyrstu umferð
keppninnar og sigraði þá norðvest-
ursveitin 5'/2 — 2'/2. Sá munur
hélst allt til loka keppninnar.
Margeir Pétursson, Jóhann
Hjartarson, Karl Þorsteins,
Stefán Briem, Bragi Kristjáns-
son, Jóhannes G. Jónsson, Dan
Hansson, Jóhann Þórir Jónsson,
Arnór Björnsson, Lárus Jóhann-
esson, Gunnar Freyr Rúnarsson
og Egill Þorsteins.
Af töflunni sem hér fylgir með
sést að fallbaráttan var geysi-
lega hörð og landsbyggðarliðin
mega muna sinn fífil fegri. Ekki
varð útséð um fall Vestfirðinga
fyrr en síðastliðið miðviku-
dagskvöld er Hafnfirðingar og
Kópavogsmenn leiddu saman
hesta sína. Hinum fyrrnefndu
tókst naumlega að ná tveimur og
hálfum vinningi og því réðu stig-
in því að Vestfirðingar féllu en
Akureyringar tefla áfram í
fyrstu deild næsta ár.
í annarri deild tefldu tíu lið og
er keppni þar ekki lokið. Vegna
hins mikla fjölda liða náðist ekki
að ljúka keppninni um helgina
þrátt fyrir að fullur vilji væri
fyrir hendi. Þannig komust
Austfirðingar ekki til borgarinn-
ar fyrr en um hádegi á laugar-
deginum og settust þá beint að
tafli. Síðan tefldu þeir í 25
klukkustundir hver, eða fimm
umferðir alls, þar til komið var
fram yfir miðnætti á sunnudeg-
inum.
Sem stendur er Skáksamband
Suðurlands efst í deildinni með
33 V4 v. og á eina keppni við Tafl-
félag Húsavíkur eftir. Fast á
hæla þeirra fylgir síðan Taflfé-
lag Akraness með 33 v., en þeir
eiga eftir að tefla við Taflfélag
Hreyfils. Það er því enn ekki út-
séð um úrslitin og jafnvel hætt
við að þau fáist ekki fyrr en með
vorinu.
Að lokum kemur hér snagg-
araleg skák úr annarri deild, þar
sem stjórnandi svarta liðsins
gerist helst til veiðibráður í
byrjuninni.
Hvítt: Kristinn Björgvinsson
(Taflfélagi Garðabæjar)
Svart: Haraldur Sigurjónsson
(Tafifélagi Húsavíkur)
Enski leikurinn
1. c4 — e5, 2. Rc3 — Rf6, 3. Rf3 —
Rc6, 4. d4 — exd4, 5. Rxd4 —
Re5?!
Öruggari og venjulegri leikur
er 5. — Bb4. Nú fórnar hvítur
peði en nær í staðinn yfirburðum
í liðsskipan.
6. Bg5! — Rxc4, 7. e4 — Re5?
Eina leiðin til þess að forðast
mannstap var 7. — Rb6, því eftir
8. e5 sleppur svartur fyrir horn
með 8. — De7.
8. f4 — Rg6, 9. e5
Nú vinnur hvítur mann og
skákina.
11. — Re7, 12. fxe7 — Dxe7, 13.
Dxe7+ — Bxe7, 14. Rd5 — Bd6,
15. Rb5 — c6?, 16. Rxd6+ og
svartur gafst upp.
DElLMKEÞPNl S. 7 1981 - 81 1 z 3 s é T 8 VINN. STI6 NR.
1 T.R. NORÐVESTURBÆR m 5'Á é> b'h SZl S'L TL 7 HT/z 1H 1
1 T.R. SUBfiUSTNRBÆR 2'k ? (0I2. 0 Uk (o /o HO'k 11 2
3 TfiFL F. SEL TJRRNFiRNESS 2 { 5 5lz S 5'L s Z°i 10 3
H TPiFLFÉL. kópmogs Vk r/z 3 1 yi S'/z h 5‘L 2H% 5 H
s TRFLFÉLfíGlb HftNS U'ofi l'L i 2h n w yÍy/, 5 vL 3 23 7 5
(o SKÓKFÉL. HRFNfiFFJfímR Z'í r/z 3 l/z 3 W 3 (o 21/z 2 6
? SK'fiKFÉLfiG GKUREYMR % Z l'/x H'L yÆ W 2L 21 5 7
% SKhKSfiMB. VESTFJfiRbf) 1 Z 3 m 5 2 5'L m 21 7 S
Bogasalur:
Ljós-
mynda-
sýning
Austfjarðamynd úr safni Nicoline Weywadt.
Ekki er vitað, hvar
Hansína Björnsdóttir
tók þessa mynd, né
hver maðurinn er.
í BOGASAL bjódminjasafns-
ins verður í dag opnuð Ijós-
niyndasýning sem safnið efn-
ir til og heitir Myndasafn frá
Teigarhorni.
Myndirnar eru eftir tvær konur,
sem báðar voru lærðir ljósmynd-
arar, Nicoline Weywadt
(1848—1921) og Hansínu Björns-
dóttur (1884—1973). Nicoline var
fyrsti kvenljósmyndari á Islandi.
Myndirnar spanna yfir tímann
frá 1872 og fram yfir 1930 og eru
frá Austfjörðum, þ.e. úr Berufirði,
frá Eskifirði og Seyðisfirði.
Þjóðminjasafnið keypti manna-
myndaplötur Nicoline árið 1943,
en á síðastliðnu ári keypti safnið
aðrar plötur hennar og allt plötu-
safn Hansínu, og auk þess ýmsan
ljósmyndabúnað úr eigu beggja.