Morgunblaðið - 13.03.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.03.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 Athugasemd frá iðnaðarráðuneyti Mori'unhladinu hefur borist eftir farandi athugasemd frá iðnaðarráðu- neytinu. Vettna fjölda fyrirspurna sem borist hafa ráðuneytinu varðandi staðhæfingar um orkuverð til ál- vera í Bandaríkjunum, Kanada og Noregi sem fram komu í viðtali við Ragnar Halldórsson, forstjóra ÍSAL, í Morgunblaðinu 7. mars sl. vil! ráðuneytið upplýsa eftirfar- andi: 1. ísland a) Raforkuverð til ÍSAL er nú 6,45 mills á kWh' b) Miðað við áætlaða verðþróun á áli mun þetta raforkuverð fara lækkandi að raungildi fram til ársins 1994 samkv. núgildandi samningi. c) Árið 1994 mun verðið hins veg- ar hækka í 1% af verði 1 punds af áli skv. verðskráningu ALCAN, sem samsvarar 7,9 mills/kWh á núgildandi verð- lagi. Síðan mun það haldast óbreytt til ársins 2014 miðað við fast verðlag skv. núgildandi samningi. 2. Bandaríkin a) Bandaríkin eru langstærstu framleiðendur áls í heiminum og hafa framleitt um 30% af heimsframleiðslunni um langt skeið. Stærstu orkusölufyrir- tækin í Bandaríkjunum eru Bonneville Power Administrat- ion (BPA) og Tennessee Valley Authority (TVA). Um 32% ál- iðnaðarins (10 fyrirtæki) í Bandaríkjunum hafa fengið orkuna frá BPA og um 14% (4 fyrirtæki) frá TVA. Þessi tvö orkufyrirtæki, sem eru í opin- berri eigu, sjá þannig næstum helmingi allra álfyrirtækja í Bandaríkjunum fyrir orku. b) Orkuverð hjá BPÁ er í dag 17,5 milis/kWh, en samkvæmt frétt í Metal Bulletin 9. febrúar sl. mun það hækka í 21—25 mills/kWh seinna á þessu ári. Orkuverðið hjá TVA er 31 mills/kWh og er Alusuisse eitt þeirra álfyrirtækja sem kaupa orku af TVA á þessu verði. c) Þegar álsamningarnir voru gerðir á sínum tíma var mjög ‘ horft til orkuverðs í Bandaríkj- unum, m.a. hjá TVA, og var umsamið orkuverð milli Lands- virkjunar og ÍSAL í upphafi mjög sambærilegt við verðið hjá þessum tveimur áður- nefndu fyrirtækjum. I dag er orkuverðið hjá BPA 170% hærra en verðið til ÍSAL og hjá TVA 380% hærra en til ÍSAL. 1) 1 mills = 1/1000 af Bandaríkja- dal = tæpur 1 eyrir. d) Þriðja opinbera fyrirtækið sem selur orku til áliðnaðarins í Bandaríkjunum er Power Authority of New York (PANY), en það er fyrirtækið sem forstjóri ISAL nefnir í Morgunblaðinu. Hann greindi frá því, að orkuverðið þar sé aðeins 10—12 mills á kWh, eða sem svarar 55—85% hærra en verðið sem ÍSAL greiðir. e) Viðtalið við forstjóra ISAL gef- ur tilefni til að ætla, að þetta verð sé dæmigert fyrir orku- verð til álvera í Bandaríkjun- um. Hið rétta er að aðeins 7% áliðnaðarins (2 fyrirtæki) í Bandaríkjunum fær orku á þessu verði, en rúmlega 90% áliðnaðarins gréiðir verð sem er hærra en 17,5 mills/kWh. f) Áður hefur verið getið um orkuverð hjá BPA og TVA, sem sjá 46% áliðnaðarins fyrir orku. Aðrir sem selja orku til áliðnaðarins í Bandaríkjunum eru einkarafveitur, og sjá þær um 45% af áliðnaðinum þar- lendis fyrir orku. Hefur verðið frá þeim að jafnaði verið hærra en frá opinberu rafveitunum, en í dag er orkuverð til álvera í Bandaríkjunum frá einkaraf- veitum yfirleitt á bilinu 25—35 mills/kWh. g) Að meðaltali er orkuverð til ál- vera í Bandaríkjunum ekki undir 22 mills á kWh, eða meira en þrefalt hærra en raf- orkuverð til ÍSAL. h) Verð það sem forstjóri ÍSAL tilgreindi sem orkuverð í Bandaríkjunum er þannig óraunhæft sem viðmiðunarverð fyrir Bandaríkin. Ennfremur má geta þess, að samningar PANY við þau tvö álfyrirtæki, sem áður var getið, eru gerðir til skamms tíma og er gert ráð fyrir að verðið hækki í a.m.k. 16 mills á kWh árið 1985. 3. Kanada a) Forstjóri ÍSAL segir að orku- verð til álvera í Kanada sé að meðaltali um 4 mills á kWh. b) Hér skal upplýst, að lang- stærsti hluti áliðnaðarins í Kanada er í eigu ALCAN- samsteypunnar, sem einnig á sjálf orkuverin, en þau eru flest fyrir löngu afskrifuð. Því er það einungis bókfærsluatriði milli deilda í fyrirtækinu með hvaða orkuverði ALCAN reikn- ar til eigin álvera. c) Einu orkusöluviðskiptin í Kanada milli óskyldra aðila eru á milli orkufyrirtækisins Quebec Hydro annars vegar og álfyrirtækjanna Reynolds og Pechiney . hins vegar. Mun orkuverðið hjá þessum tveim fyrirtækjum vera um 15 mills á kWh, eða rúmlega 130% hærra en hjá ÍSAL. 4. Noregur a) Stærsti hluti áliðnaðarins í Noregi er í eigu norska ríkisins eða innlendra fyrirtækja. Norska ríkið og norskir ál- framleiðendur eiga einnig orkuverin að mestum hluta. Þannig eru orkusöluviðskiptin í Noregi ekki nema að takmörk- uðu leyti milli óskyldra aðila. b) Orkuverð til áliðnaðar í Noregi er nú á bilinu 7,9—11,3 mills/kWh. í þessu verði er hins vegar ekki innifalið flutn- ingsgjald frá orkuveri til verk- smiðju, sem er aftur á móti hluti af orkuverðinu til ÍSAL. c) Eina álfyrirtækið í Noregi, sem er að meirihluta í erlendri eign, er Sör-Norge Aluminium (SÖRAL) og á Alusuisse um 80% í því fyrirtæki og Norsk Hydro um 20%.. d) Raforkuverðið til SÖRAL er nú 9,5 mills/kWh, en gert er ráð fyrir að það hækki á miðju þessu ári í 11,5 mills á kwh. Sérstakur raforkuskattur er hér meðtalinn, enda er hann hluti af orkuverðinu. e) Verðið sem Alusuisse greiðir í Noregi er þannig nú um 48% hærra en dótturfyrirtæki þess (ISAL) greiðir hér og verður um 78% hærra frá miðju þessu ári. f) Rétt er að fram komi, að ál- verksmiðjur í Noregi, þar með talin SORAL, greiða alla skatta samkvæmt norskum lögum, þar á meðal tekjuskatt og eignarskatt, en framleiðsl- ugjald ISAL hér á landi kemur í stað allra skatta, m.a. í stað tekju- og eignarskatts. Sér- stakur almennur raforkuskatt- ur í Noregi, sem lagður er á alla raforkusölu þar í iandi, bæði til almennra nota og til stjóriðju, er hluti af raforku- verði og á ekkert skylt við aðra skatta. Því er raforkuskattur- inn ekki sambærilegur við framleiðslugjald það sem ÍSAL greiðir hér. Á æfingu á nýja íslenska söngleiknum „Jazz-inn“. Tveir aðalleikaranna, Guðbergur Garðarsson og Sigrún Waage með hljóðnema en við píanóið situr Guðmundur Ingólfsson. (Ljósm. Mbl. RAX:) íslenskur söngleikur frumfluttur NÝK íslenskur söngleikur, sem ber hið alþjóðlega nafn „Jazz-inn“, verð- ur frumriuUur í lláskólahíói hinn 26. marz nk. Ilandritið er eftir ISáru Magnúsdóttur og tónlistin eftir Árna Scheving, Guðmund Ingólfsson, llelga E. Kristjánsson og meðlimi hljómsveitarinnar Friðryk. Með að- alhlutverkið fara l’álmi Gunnarsson, Guðbergur Garðarsson og Sigrún Waage. Jassballettskóli Báru stendur að þessari sýningu og í samtali við Morgunblaðið sagði Birgir Gunn- laugsson, framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar, að verkið fjallaði um vandamál nýgiftra hjóna í ís- lensku nútímaþjóðfélagi, og væri fjallað um efnið bæði í gamni og alvöru. Birgir sagði að sviðsmynd- in væri liklega sú stærsta sem sett hefur verið upp hér á landi, en hún er 7 metra há, 11 metra djúp og 20 metra löng. „Sviðið verður gert að einum palli," sagði Birgir, „og það sem mestu máli skiptir fyrir áhorfandann er, að salurinn verð- ur minnkaður úr 1000 sætum í 500 sæti, með fölsku skilrúmi aftast í salnum. Þetta kemur til með að bæta hljómburðinn til muna og einnig það, að hljóðið verður allt tekið í hljóðnema á sviðinu og keyrt í gagnum sex hátalarabox, sem verða í salnum, en með þessu má bæta hljómburðinn og minnka hávaðann," sagði Birgir ennfrem- ur. Guðbergur Garðarsson og Sig- rún Waage leika nýgiftu hjónin, en Pálmi Gunnarsson fer með hlutverk „freistarans" í ýmsum myndum. Auk þeirra kemur fram 16 manna hópur frá Jazzballett- skóla Báru, sem syngur og dansar í hinum ýmsu hlutverkum. Hljóm- sveitin Friðryk annast undirleik ásamt Þorleifi Gíslasyni saxófón- leikara. Samviskufangar marsmánaðar Morgunblaðinu hefur borist eftir farandi frá Amnesty International. Kaúl Cariboni da Sliva — Uruguay Raúl er 51 árs sögukennari og námsstjóri. Hann afplánar nú 15 ára fangelsisdóm. Hann þjáist af alvarlegum hjartasjúkdómi. Raúl Cariboni var handtekinn í mars ’73, 3 mán. fyrir herbylting- una í Uruguay, fyrir að vera einn af stofnendum 2ja kennarasam- taka í Montevideo (Teacher Trade Union of Montevideo, og National Federation of Teachers). Þrátt fyrir að hann þjáist af al- varlegum hjartasjúkdómi (mitral valvular stenosis), þurfti hann að þola miklar pyntingar eftir að hann var handtekinn sem leiddu til þess að hann fékk hjartaslag. Þann 25. mars ’73 var hann fluttur í Libertad fangelsið í San José héraði, og hefur hann verið þar í haldi síðan, — að undan- skildum tveimur tímabilum á ár- unum ’75 og ’76 er hann mun hafa verið fluttur eitthvert burt til pyntingar. Árið ’77 var Raúl Cariboni dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir þátttöku í „skaðsamlegum sam- tökum“ og fyrir „samsæri gegn stjórnarskránni", — en í nóv. ’79 var dómurinn þyngdur í 15 ár. í september 1980 stóð til að hann yrði látinn laus gegn tryggingu, — en það hefur ekki verið gert. I des- ember ’78 fóru nokkrir læknar við Montevideo’s National Institude for Cardiac Surger frammá að honum yrði leyft að gangast undir hjartaskurðaðgerð sem allra fyrst. Slíkt leyfi hefur enn ekki fengist, og hefur AI áhyggjur af því að hinar slæmu aðstæður í Libertad fangelsinu leiði til þess að heilsu hans fari mjög hrakandi. (í des- ember '81 dó fangi, sem einnig var hjartasjúklingur, í Libertad fang- elsinu, hann hét Miguel Coitino.) Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf og farið framá að Raúl Caribon verði tafarlaust lát- inn laus. Skrifið til: Exmo, Sr. Presidente de la República Teniente General (R) Gregirio C. Alvarez Casa de Gobierno Montevideo URUGUAY Kafael Labutin — Filippseyjum Rafael var einn af starfsbræðr- um friðarhreyfingarinnar á Filippseyjum. hann hefur verið í haldi síðan í apríl ’79, og vitað er um að hann var pyntaður í nokkra daga eftir að hann var handtek- inn. Rafael Labutin var handtekinn af „ASSO“ reglunni (Arrest, Se- arch, and Seizure Order) þann 27. apríl 1979. Hans aðalstarfssvið hafði verið að rannsaka skýrslur og kvartanir um mannréttinda- brot í Calbayog, Samar. Herlög þau sem Marcos forseti hafði kom- ið á í september ’72 gáfu honum (eða dómsmálaráðherranum) svigrúm t.þ.a. nýta þessa „ASSO“ reglu í þeim tilgangi að handtaka fólk án dóms. Fyrst eftir handtök- una var Rafael haldið til yfir- heyrslu á hinum ýmsu „öryggis- stöðum", þar sem honum var hald- ið einangruðum frá umhverfi sínu. Hann mun hafa verið pyntaður í nokkra daga eða þangað til að hann undirritaði eitthvert skjal, sem sett var fram af hervaldinu. Hann var síðan fluttur í fangelsi í Tacloban borg, Leyte, og var í Palo, Leyte. Það var ekki fyrr en í júní ’81 sem hann frétti af því, að á hann hefði verið borin formleg kæra. Eftir að Marcos forseti tók upp herlög ’81, var ríkisdómsmálum (sem áður heyrðu undir herdóm- stóla) vísað til almennra dómstóla (civil courts). í desember ’81 kom Rafael Labutin fyrir slíkan dóm- stól í Samar, og var hann sýknað- ur. Þrátt fyrir það, þá er hann enn í haldi, nú í Catbalogan borg. Ástæðan er sögð vera sú, að þrátt fyrir herlög í landinu, þá geti ein- ungis forsetinn látinn hann lausan vegna þess að hann var handtek- inn af „ASSO“ reglunni. Vinsamlegast sendið kurteis- Bridqe Arnór Ragnarsson Bridgefélag Breiðholts Sl. þriðjudag hófst þriggja kvölda Butler-tvímenningur og er staðan eftir fyrsta kvöldið þessi: A-riðill: Heimir Tryggvason — Árni Már 43 Bergur Ingimundarson — Sigfús Skúlason 39 Hjálmar Fornason — Helgi Skúlason 36 B-riðill: Anton Gunnarsson — Friðjón 52 Ragna Ólafsdóttir — - Ólafur Valgeirsson 44 Kjartan Kristófersson — Guðlaugur Karlsson 40 Keppnin heldur áfram á þriðjudaginn í húsi Kjöts og fisks, Seljabraut 54, og hefst kl. 19.30, stundvíslega. Bridgedeild Rangæingafélagsins Sveitakeppni deildarinnar er lokið með sigri sveitar Birgis ís- leifssonar sem hlaut 139 stig en röð næstu sveitar varð annars þessi: Þorsteins Sigurðssonar 129 Sigurleifs Guðjónssonar 118 Gunnars Guðmundssonar 115 Sæmundar Jónssonar 96 Barometerkeppni hefst í Dom- us Medica á miðvikudaginn kem- ur. Upplýsingar í síma 34441 eða 30481.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.